Morgunblaðið - 09.10.2019, Page 26

Morgunblaðið - 09.10.2019, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2019 Opið virka daga 10.00-18.15, laugardaga 11.00-14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | Sími 588 8686 Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði beint í ofninn Þorskhnakkar Glæný lúða Klausturbleikja Glæný línuýsa Nýlöguð humarsúpa Undankeppni EM kvenna F-RIÐILL: Svíþjóð – Slóvakía ...................................... 7:0 Kosovare Asllani 26., Lina Hurtig 30., Linda Sembrant 35., Nathalie Björn 60., Stina Blackstenius 65., 68., Fridolina Rolfö 90. Lettland – Ísland ........................................ 0:6 Fanndís Friðriksdóttir 17., 45., Dagný Brynjarsdóttir 29., Elín Metta Jensen 49., Alexandra Jóhannsdóttir 85., Margrét Lára Viðarsdóttir 90. Staðan: Svíþjóð 3 3 0 0 16:1 9 Ísland 3 3 0 0 11:1 9 Slóvakía 3 1 0 2 2:9 3 Ungverjaland 2 0 0 2 1:9 0 Lettland 3 0 0 3 2:12 0  Allir fimm leikir Íslands sem eftir eru fara fram á árinu 2020. A-RIÐILL: Tyrkland – Slóvenía .................................... 1:6 Eistland – Kósóvó ....................................... 1:2 Holland – Rússland..................................... 2:0  Holland 12, Slóvenía 6, Rússland 6, Kó- sóvó 6, Tyrkland 1, Eistland 1. B-RIÐILL: Ítalía – Bosnía.............................................. 2:0 Georgía – Danmörk .................................... 0:2  Danmörk 12, Ítalía 12, Bosnía 6, Ísrael 0, Georgía 0, Malta 0. C-RIÐILL: Hvíta-Rússland – Wales............................. 0:1 Færeyjar – Noregur................................. 0:13  Noregur 9, Wales 7, Hvíta-Rússland 3, Norður-Írland 1, Færeyjar 0. D-RIÐILL: Tékkland – Spánn ....................................... 1:5  Spánn 6, Tékkland 3, Pólland 0, Aserbaíd- sjan 0, Moldóva 0. E-RIÐILL: Finnland – Albanía...................................... 8:1  Finnland 6, Skotland 3, Portúgal 3, Kýpur 0, Albanía 0. G-RIÐILL: Kasakstan – Frakkland.............................. 0:3 Serbía – Austurríki ..................................... 0:1  Serbía 6, Austurríki 6, Frakkland 3, Norð- ur-Makedónía 3, Kasakstan 0. H-RIÐILL: Rúmenía – Belgía ........................................ 0:1 Sviss – Króatía............................................. 2:0  Sviss 9, Belgía 6, Króatía 3, Rúmenía 0, Litháen 0. I-RIÐILL: Grikkland – Þýskaland............................... 0:5 Írland – Úkraína.......................................... 3:2  Þýskaland 12, Írland 6, Grikkland 0, Svartfjallaland 0, Úkraína 0. EM U19 kvenna Undanriðill í Reykjavík: Ísland – Spánn............................................. 0:3 Paula Gutiérrez 43., Leire Pena 64. Eva Navarro 90. Grikkland – Kasakstan............................... 8:0 Lokastaðan: Spánn 3 3 0 0 22:0 9 Ísland 3 2 0 1 13:3 6 Grikkland 3 1 0 2 8:11 3 Kasakstan 3 0 0 3 0:29 0  Spánn og Ísland fara áfram í milliriðla keppninnar. KNATTSPYRNA Framarar náðu í fyrstu stig sín á leiktíðinni í Olísdeild karla í hand- bolta í gærkvöld þegar þeir unnu Fjölni í spennandi leik í Grafarvogi, 29:25. Fjölnismenn komust í 25:24 þegar sex mínútur voru eftir af leiknum en gestirnir, með Lárus Helga Ólafsson vel vakandi í mark- inu, fengu ekki á sig mark eftir það og fögnuðu langþráðum sigri. Fimm stigum hefði munað á lið- unum með sigri Fjölnis í gær en þess í stað er munurinn aðeins eitt stig – Fjölnir í 9. sæti og Fram í því tíunda, fyrir ofan Stjörnuna og HK. Þorgrímur Smári Ólafsson var markahæstur Framara í gær með 9 mörk og var sérstaklega öflugur á lokamínútunum, þegar hann skoraði tvö af síðustu fjórum mörkunum og lagði upp eitt með frábærri stoð- sendingu. Matthías Daðason var næstmarkahæstur með 5 mörk. Hjá Fjölni dró Breki Dagsson vagninn með 7 mörk. Fimmtu umferð lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Þungu fargi létt af Fram Morgunblaðið/Árni Sæberg Mikilvægur Þorgrímur Smári Ólafsson reið baggamuninn fyrir Fram í sigrinum á Fjölni í Grafarvogi í gærkvöld. Ísland tapaði 3:0 fyrir Spáni í leikn- um um efsta sæti undanriðils liðanna fyrir EM U19-landsliða kvenna í fót- bolta á Hlíðarenda í gær. Tapið breytir því ekki að bæði lið fara í milliriðla keppninnar sem leikið verður í næsta vor, en dregið verður í þá riðla í höfuðstöðvum UEFA í Sviss 22. nóvember. Spánn komst yfir undir lok fyrri hálfleiks á Hlíðarenda í gær og jók forskotið um miðjan seinni hálfleik. Þriðja markið skoraði spænska liðið svo í uppbótartíma. Ísland hafði áður unnið stórsigra á Grikklandi, sem varð í 3. sæti riðils- ins, og Kasakastan, en allir leikir riðilsins fóru fram hér á landi. Sveindís Jane Jónsdóttir var marka- hæst Íslands á mótinu með 3 mörk. Morgunblaðið/Eggert Áfram gakk Arna Eiríksdóttir og stöllur hennar í íslenska landsliðinu leika í milliriðli á næsta ári en dregið verður í riðla í næsta mánuði. Samferða Spáni sem vann riðilinn Aron Einar Gunnarsson landsliðs- fyrirliði í knattspyrnu gekkst undir aðgerð á Aspetar-sjúkrahúsinu í Katar í gær en Aron varð fyrir því óláni að slíta liðband í ökkla í leik með Al Arabi um síðustu helgi. „Þessi litla aðgerð gekk vel. Ég get ekki beðið eftir að byrja að leggja hart að mér til að koma sterkur til baka. Takk fyrir allar kveðjurnar,“ skrifaði Aron á insta- gram-síðu sína þar sem hann liggur á sjúkrahúsinu en ljóst er að hann verður frá keppni næstu vikur eða mánuði. Á twitter-síðu Al Arabi er mynd af liðsfélögum Arons í heimsókn hjá honum á sjúkrahúsinu en lands- liðsfyrirliðinn hefur byrjað ferilinn vel hjá Al Arabi og hefur skorað tvö mörk í fimm leikjum liðsins í deild- inni. Liðið er ósigrað í öðru sæti. Aron Einar fór í aðgerð á ökkla í gær Katar Aron Einar Gunnarsson á sjúkrabeð eftir aðgerðina í gær. Kylian Mbappé, einn besti knatt- spyrnumaður heims, verður ekki með heimsmeisturum Frakka þeg- ar þeir sækja Ísland heim í undan- keppni EM í fótbolta á föstudag. Á sama tíma fyrir ári var Mbappé rjúkandi heitur eftir frá- bært HM og skoraði til að mynda fernu á 13 mínútum í sigri á Lyon með liði sínu PSG. Á þessari leik- tíð hafa meiðsli í læri hins vegar plagað hann og því var sú ákvörð- un tekin, eftir að hann hafði komið til móts við franska hópinn á mánudag, að hann spilaði ekki gegn Íslandi og Tyrklandi næsta mánudag. Alassane Pléa, leik- maður Borussia Mönchengladbach í Þýskalandi, kemur inn í franska hópinn í hans stað. Áður höfðu Paul Pogba og Hugo Lloris helst úr lestinni vegna meiðsla. Mbappé ekki með Frökkum til Íslands AFP Biður að heilsa Kylian Mbappé missir af lykilleikjum Frakklands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.