Morgunblaðið - 09.10.2019, Síða 27

Morgunblaðið - 09.10.2019, Síða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2019 Rafmagnsbrýni 9.610 kr. JIFF-S hnífa- og skærabrýni 1.995 kr. TriHone þriggja steina brýni 6.920 kr. Opið virka daga frá 9- 18 lau fr á 10-1 6 Ný sending af vönduðum brýnum frá Smith‘s - Mikið úrval Kitc dem fyrir 3.980 kr. hen 2 stiga antsbrýni hnífa og skæri Demantsstál 5.980 kr. CCKS einfalt brýni, gróft, fínt 995 kr. Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Rafmagnsbrýni 7.350 kr. Ný vefverslunbrynja.is Arkansas brýni 2.390 kr. EM 2021 Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Hver veit nema mark Margrétar Láru Viðarsdóttur, á fimmtu mínútu uppbótartíma, í 6:0-sigrinum á Lett- landi í gær skili Íslandi á EM í Eng- landi 2021? Það er ómögulegt að segja til um það núna en hvert mark gæti reynst dýrmætt í snúinni bar- áttu um að komast á fjórða Evrópu- mótið í röð. Íslenska liðið sýndi fagmannleg vinnubrögð við óboðlegar aðstæður í Lettlandi í gær, þar sem blautur, þungur og mjög skemmdur völlur kom í veg fyrir að boltinn færi hratt á milli leikmanna, og vítateigarnir breyttust í drullusvað. Stelpurnar okkar notuðu höfuðið, bókstaflega, því ekki stoppar boltinn í loftinu þótt völlurinn sé slæmur, og skoruðu tvö skallamörk og eitt beint úr horn- spyrnu til að komast í 3:0 í fyrri hálf- leik. Mörkin hefðu getað orðið fleiri en 6:0-sigur er góð niðurstaða á velli þar sem Svíar unnu til að mynda 4:1- sigur fyrr í haust. Svíþjóð og Ísland eru nú bæði með fullt hús stiga í F-riðli eftir 3 um- ferðir af 8, en Svíar með 5 mörkum betri markatölu. Ef fram heldur sem horfir leika liðin tvo úrslitaleiki um efsta sæti riðilsins næsta sumar. Liðið sem nær efsta sæti fer beint á EM en þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti í undanriðlunum níu komast einnig á mótið (hin sex fara í umspil um þrjú sæti). Tapi Ísland barátt- unni við Svía, eins og væri svo sem eðlilegt, gæti því skipt sköpum að hafa unnið sigra í öllum hinum leikj- unum í riðlunum, og skorað mörg mörk, til að hafa betur í samanburði við lið í 2. sæti úr öðrum riðlum. Ísland virðist á réttri leið undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar, þó að erfitt sé að meta stöðuna út frá eins veikum andstæðingi og í gær. Þjálfarinn og leikmenn eru vel með- vitaðir um að ekki má slaka á eina einustu mínútu í undankeppninni, og þess vegna er ekkert undarlegt við að Jón Þór skyldi láta í sér heyra á hliðarlínunni í gær vegna kolrangs dóms undir lok leiks, í stöðunni 5:0. Hvert smáatriði getur skipt máli en dómarinn rak Jón Þór upp í stúku. Flott frumraun Alexöndru Alexandra Jóhannsdóttir leit vel út í fyrsta mótsleik sínum, var ógn- andi fram á við og skoraði fyrsta landsliðsmark sitt, og Hlín Eiríks- dóttir hefur komið öflug inn á hægri kantinn í haust. Það hvernig þessir ungu leikmenn hafa stimplað sig inn eykur á vonir um að Ísland komist aftur á EM og geti jafnvel teflt þar fram sterkara liði en áður. Standi Alexandra sig áfram vel á miðjunni gæti Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir tekið að sér stöðu hægri bakvarðar, hálfgerða vandræðastöðu liðsins, sem hún leysti frábærlega í gær. Keppnisárinu er nú lokið hjá ís- lenska liðinu, sem tekur upp þráðinn í undankeppninni 10. og 14. apríl þegar það leikur snúna leiki við Ungverjaland og Slóvakíu á úti- völlum. Þar má liðið ekki frekar en í haust misstíga sig, og vonandi kem- ur þá ekki að sök að að óbreyttu mun þá meirihluti landsliðsins hafa beðið í rúmlega hálft ár frá síðasta leik með félagsliði, vegna þess að meiri- hluti leikmanna er hjá íslenskum félagsliðum. Mikilvæg markasúpa úr drullupollinum  Ísland sýndi mikla fagmennsku við óboðlegar aðstæður í Lettlandi Morgunblaðið/Eggert Tvenna Fanndís Friðriksdóttir, hér á iðagrænum Laugardalsvelli, skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik fyrir Ísland í stórsigrinum í Lettlandi í gærkvöld. 0:1 Fanndís Friðriksdóttir 17. 0:2 Dagný Brynjarsdóttir 29. 0:3 Fanndís Friðriksdóttir 45. 0:4 Elín Metta Jensen 49. 0:5 Alexandra Jóhannsdóttir 82. 0:6 Margrét Lára Viðarsdóttir 90. I Gul spjöldSandra Voitane, Karlina Mik- sone, Anna Krumina (Lettlandi) Lettland: (4-3-3) Ibragimova – Son- dore (Tumane 45), Matisa, Valaka (Treimane 86), Krumina – Voitane, Rocane, Spruntule – Sevcova, LETTLAND – ÍSLAND 0:6 Girzda, Miksone. Ísland: (4-5-1) Mark: Sandra Sig- urðardóttir. Vörn: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sif Atladóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir. Miðja: Hlín Eiríksdóttir (Margrét Lára Viðarsdóttir 69), Dagný Brynjarsdóttir (Rakel Hönnu- dóttir 68), Sara Björk Gunnarsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir. Sókn: Elín Metta Jen- sen (Berglind B. Þorvaldsdóttir 74). Dómari: Vivian Peeters, Hollandi. Áhorfendur: Um 100. „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur því þær þétta vörnina vel. Aðstæður voru mjög erfiðar og ég er mjög ánægð með frammistöðu okkar,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, sem lagði upp fyrsta og síðasta mark Íslands í 6:0-sigrinum á Lettlandi ytra í gærkvöld. Gunný lék sem hægri bakvörður í leiknum og átti frábæra fyrirgjöf á Fanndísi Friðriksdóttur í fyrsta marki Íslands, afar mikilvægu marki upp á gang leiksins að gera: „Ég hef spilað tvo leiki sem hægri bakvörður í Bandaríkjunum, vegna þess að það vantaði leikmann í þá stöðu, og ég tek bara því hlut- verki sem þjálfarinn gefur mér. Mér fannst gaman að spila sem bak- vörður í þessum leik, ég vissi að við myndum þurfa að gefa mikið af fyrirgjöfum og að ég yrði því mikið í boltanum, en ég tek bara því hlut- verki sem mér er gefið í hverjum leik,“ sagði Gunný, sem spilar með Utah Royals í Bandaríkjunum. „Við vissum að þær hefðu skorað fyrsta markið í báðum fyrstu leikj- um sínum, og það var ákveðinn létt- ir að skora fyrsta markið. Ekki síð- ur af því að völlurinn var varla boðlegur. En við einbeittum okkur bara að okkar leik og nýttum okkur að þær opnuðu sig undir lokin. Markatalan telur mikið í þessari keppni og við vitum að það er mikil- vægt að skora mörk, en við vissum líka að við þyrftum að vera þolin- móðar og spila bara okkar leik. Við getum farið mjög sáttar frá þessum leik,“ sagði Gunný, sem ítrekaði að- spurð að aðstæður hefðu verið hræðilegar: „Þetta á ekki að sjást, en við látum þetta ekki pirra okkur og það sýnir líka hversu frábært þetta lið er,“ segir Gunný. sindris@mbl.is Förum mjög sáttar frá þessum leik Morgunblaðið/Hari Sterk Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir átti mjög góðan leik í gærkvöld. HANDBOLTI Olísdeild karla Fjölnir – Fram...................................... 25:29 Staðan: ÍR 5 5 0 0 160:133 10 ÍBV 4 4 0 0 107:94 8 Haukar 4 4 0 0 101:89 8 Afturelding 5 4 0 1 133:122 8 Selfoss 4 2 1 1 116:117 5 KA 5 2 0 3 137:136 4 FH 4 2 0 2 103:102 4 Valur 5 1 1 3 120:120 3 Fjölnir 5 1 1 3 127:143 3 Fram 5 1 0 4 111:121 2 Stjarnan 5 0 1 4 117:139 1 HK 5 0 0 5 123:139 0 Grill 66 deild kvenna Fjölnir – ÍBV U .................................... 25:31 Staðan: Fram U 3 3 0 0 99:71 6 ÍR 3 3 0 0 84:67 6 Selfoss 3 3 0 0 73:57 6 FH 3 2 0 1 83:77 4 HK U 3 2 0 1 75:73 4 Grótta 3 2 0 1 75:75 4 ÍBV U 3 2 0 1 79:81 4 Fylkir 3 1 0 2 58:65 2 Valur U 3 0 0 3 66:76 0 Fjölnir 3 0 0 3 69:82 0 Stjarnan U 3 0 0 3 72:90 0 Víkingur 3 0 0 3 71:90 0 Spánn Guadalajara – Barcelona.................... 26:39  Aron Pálmarsson var ekki í leikmanna- hópi Barcelona. HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Vestmannaeyjar: ÍBV – Selfoss...........18:30 Ásvellir: Haukar – FH...............................20 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Haukar – Keflavík.................................18:30 Skallagrímur – Grindavík.....................19:15 Valur – Snæfell ......................................19:15 Breiðablik – KR.....................................19:15 Í KVÖLD! Halldór Árnason verður áfram að- stoðarmaður Óskars Hrafns Þor- valdssonar á næstu leiktíð, en eftir að hafa stýrt Gróttu upp í úrvals- deild karla í fótbolta eru þeir teknir við liði Breiðabliks. Halldór er með UEFA A gráðu í knattspyrnuþjálfun og var, auk þess að aðstoða Óskar, yfirþjálfari yngri flokka Gróttu. Halldór fylgir Óskari eftir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.