Morgunblaðið - 09.10.2019, Page 29

Morgunblaðið - 09.10.2019, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2019 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Það er alltaf gaman að horfa áberskjaldað fólk reyna aðfela hvað það er ómerki-legt, gráðugt og gratt. Nákvæmlega hvers vegna það er svo er kannski áhugaverð heimspekileg ráðgáta, en þá fer maður að hugsa um froskinn hans Marks Twain sem er eins og húmor og deyr við krufn- ingu. Það viljum við ekki. Gefum okkur bara að farsar virka vegna þess að við erum flest á því að þar sé lýst óförum sem almennt er siðferði- lega lofsvert að hæðast og hlæja að. Og þrítug breiðgötukómedía Marcs Camoletti virkar. Sérstaklega fram að hléi, loftið sígur ískyggilega úr blöðrunni eftir það. Sökin liggur hjá höfundinum og áreynsla leik- stjóra og áhafnar við að dæla nýju helíumi í belginn kemur að mestu fyrir ekki. Gerir jafnvel illt verra; reynsla er vandmeðfarin í ærsla- leikjum, þótt ótrúlegt megi virðast. En morðfyndin eru tilþrifin fyrir hlé, meðan verið er að byggja upp blekk- ingaleiki félaganna Benedikts og Ragnars sem báðir ætla að fá eins mikið utankvótakynlíf út úr sumar- bústaðahelginni fyrir norðan og mögulegt er. Benedikt með módel- viðhaldinu sínu, henni Sóleyju, en Ragnar með Þórunni, konu Bene- dikts. Eða frekar á hinn veginn, Þór- unn er við stjórnvölinn í því framhjá- haldi. Camoletti kann sitt fag og bætir lengst af eldsneyti á óreiðubál- ið af reglusemi hins þrautþjálfaða kyndara. Þá er gaman. Mikil ósköp. Góð hugmynd hjá Bergi Þór Ing- ólfssyni leikstjóra og/eða þýðandan- um Gísla Rúnari Jónssyni að tengja nýjustu tækni við gamla gangverkið. Auðvitað eru Þórunn og Benedikt með sama hringitón í gemsunum, og auðvitað hafa þau ekki nema rétt svo stjórn á Google Home kerfinu sínu. Mikið vill auðvitað meira og það hefði verið gaman að flétta tæknina enn þéttar inn í atburðakeðjuna. Hefði ekki verið gaman ef þetta væri Apple-stúlkan Siri og hún væri fyrir farsakennda tilviljun nafna bæði módelviðhaldsins og veisluþjónustu- stúlkunnar sem verður aðalskálka- skjól karlanna? Sigurverk vel smíð- aðs farsa þolir samt ekki nema visst mikið af svona sandkornum frá túlk- endum sínum. Stóri hlutanetsfarsinn er ósaminn enn, en möguleikarnir eru ótvíræðir. Groddalegur galskapur ræður lengst af för í sýningunni, jafnvel umfram meðallag og stundum á kostnað fínni og nákvæmari tilþrifa í slapstick-i. Á hinn bóginn tekst Bergi að stilla sig um að skrúfa tryllinginn í botn áður en atburðirnir gefa tilefni til, sem hafa verið landlæg lýti á farsasýningum hér undanfarið. Að þessu sinni er spennustig sýningar- innar í takt við forsendur verksins. Og hálfu fyndnari fyrir vikið. Mest hvílir það á leikhópnum, auð- vitað, sem skilar sínu með fullum sóma. Týpugerðin ræður þar ofar hverri kröfu um þrívídd og dýpt. Fyrir vikið verðum við bara að trúa því að valkyrjan Þórunn, eins og hún verður í kröftugum meðförum Sól- veigar Guðmundsdóttur, skuli velja sér til fylgilags jafn drengjalegan og spaugilega atkvæðalítinn meðreiðar- svein og Ragnar verður hjá Sigurði Þór Óskarssyni. Auðveldara er að trúa því að hún sé orðin leið á eigin- manninum, þessari hrokafullu pemp- íu sem Jörundur Ragnarsson hefur greinilega unun af að skapa og sýna í allri sinni lítilmótlegu dýrð. Við fáum svo sem enga tilfinningu fyrir hvern- ig hjónabandið er, eða var áður en þau ákváðu hvort í sínu lagi að leggja það í rúst. Eins hjálpa hvorki hand- ritið né túlkun leikstjóra og leikenda okkur að skilja hverskonar tengsl eru á milli Benedikts og Ragnars. Hvort þau séu náin eða losaraleg, hver afstaða þeirra er, hvor er almennt séð í bílstjórasætinu. Eins er ekki gott að segja hvort þessi óskýrleiki kemur að sök svo ein- hverju nemi. Það er einungis þegar kemur að þessum þremur sem er yfirleitt hægt að velta fyrir sér hvötum og forsend- um. Hin þrjú eru fyrst og fremst leiksoppar atburðarásarinnar. Túlk- endum þeirra gefast fyrir vikið mun fleiri færi á að láta eingöngu stjórn- ast af því sem líklegt er til að vekja hlátur, og fengu hann ómældan úr salnum á frumsýningu. Alla vega konunum, Haraldur Ari Stefánsson fær úr sýnu minnstu að moða og er auk þess nokkuð fjarri því að vekja trúverðuga ógn sem ofbeldissinnað- ur og afbrýðisamur þöngulhausinn sem honum er falið að leika. Eiginkona hans, kokkurinn Sól- veig, er leikin af Katrínu Halldóru Sigurðardóttur af feikilegu fjöri. Það er óhætt að segja að Katrín Halldóra láti engum steinum óvelt í leit að skoplegum töktum, viðbrögðum, líkamstjáningu og ekki síst talanda. Sjaldan hefur verið farið eins langt yfir strikið í leikhúsnorðlensku og hér, ekkert l eða n var látið óraddað, harkan í lokhljóðunum hækkuð upp í ellefu og syngjandinn ómar frjálst. Ég ráðlegg viðkvæmum sveitungum mínum að norðan sem mæta á sýn- inguna að brynja sig. Þetta er glæst frammistaða. Það sama má segja um Völu Krist- ínu Eiríksdóttur sem bætir stáss- píunni Sóleyju í ljóskusafnið sitt. Þær eru samt hver með sínu sniði. Þessi er til dæmis sjálfsörugg og klók þó hún sé sennilega dálítið grunn eins og hefðin krefst. Stund- um virkar hún sjálfsörugg af því hún er klók en oftar samt kemur hún fyr- ir sem klók af því hún er sjálfsörugg. Og grunn. Drepfyndin alveg í hvert sinn sem því verður við komið. Sumarhúsið sem Petr Hloušek hefur hannað fyrir hjónin er þénugt augnayndi. Smekkfólk, þau Þórunn og Benedikt. Svo eru þau lita- og til- raunaglöð í fatavali, samkvæmt túlk- un Stefaníu Adólfsdóttur. Aðrar per- sónur eru líka glæsilega gallaðar af henni. Lýsing Þórðar Orra Péturs- sonar lýtalaus að ég best gat séð og ljósastýringarvirknin í Google Home mun samstarfsfúsari en tónlistar- valið. Hér er býsna vel að verki staðið sem sagt. En heildaráhrifin líða fyrir veikan seinni hluta þar sem áreynsl- an við að halda uppi gleðinni á heim- stíminu skilar ekki sömu samfelldu hláturbylgjunum og glumdu í þeim fyrri. Þar sem enginn þekkir mann Ljósmynd/Grímur Bjarnason Farsar „Gefum okkur bara að farsar virka vegna þess að við erum flest á því að þar sé lýst óförum sem almennt er siðferðilega lofsvert að hæðast og hlæja að,“ segir í rýni um Sex í sveit. Hér sjást Jörundur og Vala í farsanum. Borgarleikhúsið Sex í sveit bbbmn Eftir: Marc Camoletti. Íslenskun: Gísli Rúnar Jónsson. Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson. Leikmynd: Petr Hlousek. Búningar: Stefanía Adolfsdóttir. Lýsing: Þórður Orri Pétursson. Leikgervi: Guð- björg Ívarsdóttir: Hljóð: Þorbjörn Stein- grímsson. Leikarar: Haraldur Ari Stef- ánsson, Jörundur Ragnarsson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Sólveig Guðmundsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir. Frumsýning á Stóra sviði Borgarleikhússins laugar- daginn 5. október 2019. ÞORGEIR TRYGGVASON LEIKLIST Þannig týnist tíminn er yfir- skrift sagna- kaffis sem boðið verður upp á í Borgarbókasafn- inu í Gerðubergi í kvöld kl. 20. Bjartmar Guð- laugsson, tón- listar- og mynd- listarmaður, kemur fram og sögur með sínu lagi. Gestir kvöldsins fá einnig að spreyta sig undir stjórn Ólafar Sverrisdóttur leikkonu sem hefur staðið fyrir námskeiðum í sagna- mennsku hjá Borgarbókasafninu. Sagnakaffið fer fram í kaffihús- inu í Gerðubergi og geta gestir fengið sér kaffi meðan á dagskrá stendur. Sagnakaffi með Bjartmari í kvöld Bjartmar Guðlaugsson Myndlistarsýning Bénédicte Klène, Les Petits Riens du Groenland eða Smáatriði Grænlands, verður opn- uð í kvöld kl. 18 í húsnæði Alliance Française í Tryggvagötu 8, 2. hæð, í miðbæ Reykjavíkur. Klène dvaldi síðastliðinn vetur á Le Manguier, rannsóknarskipi sem hefur vetur- setu í hafísnum við Vestur- Grænland, og var skipið í vík ná- lægt þorpinu Akunnaaq. Á sýning- unni verða sýndar skissur sem hann gerði af stöðum og fólki sem hann hitti í dvöl sinni. „Þessi sýning er leið til að sýna veikleika ákveðins heims sem er erfitt að varðveita og til að gera tilkall til neyðar- ástandsins vegna loftslagsbreyt- inga,“ segir í tilkynningu. Sýningin er haldin í tilefni af Al- þjóðaþingi Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle. Smáatriði Græn- lands í Alliance Ljóð og ljúfir tónar verða á boðstólum í Bú- staðakirkju í há- deginu í dag frá kl. 12 til 12.30. Sigurbjörn Þor- kelsson mun flytja nokkur trúarljóða sinna og Jónas Þórir píanóleikari og Laufey Geirlaugsdóttir söngkona sjá um tónlistarflutning. Dagskráin er tileinkuð minningu þeirra sem látist hafa úr krabbameini og fjölskyldum þeirra. Sigurbjörn les upp trúarljóð sín Sigurbjörn Þorkelsson Fyrsta rannsókn- arkvöld Félags íslenskra fræða verður haldið í kvöld kl. 20 í sal safnaðarheimilis Neskirkju. Hilmar J. Malmquist, líf- fræðingur og forstöðumaður Náttúruminja- safns Íslands, og Bjarni F. Ein- arsson, fornleifafræðingur og for- stöðumaður Fornleifafræðistofn- unar, flytja erindi sem ber titillinn Rostungar til forna við Ísland – náttúrusaga og mannvistfræði. „Tilvist rostunga á Íslandi á for- sögulegum tíma og hvarf þeirra um og upp úr landnámi hefur löngum valdið fræðimönnum heilabrotum. Hve mikið var hér af rostungum og var um að ræða flækingsdýr, eins og nú í seinni tíð, eða staðbundinn íslenskan stofn?“ segir m.a. í til- kynningu um fyrirlesturinn. Fjalla um rostunga til forna við Ísland Hilmar J. Malmquist

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.