Morgunblaðið - 16.10.2019, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 6. O K T Ó B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 243. tölublað 107. árgangur
SILLA GERIR
TILRAUNIR
Í BERLÍN
STÓRLEIK-
UR Í KÓPA-
VOGINUM
HYGGJAST
ÞREFALDA
SÖLUNA
PSG Í HEIMSÓKN 24 VIÐSKIPTAMOGGINNNÝ PLATA KOMIN ÚT 28
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Auka þarf virknina á raforkumarkað-
inum hér á landi og stjórnvöld þurfa
að taka af skarið með stefnumörkun í
orkumálum. Þetta segir Sigurður
Hannesson, framkvæmdastjóri Sam-
taka iðnaðarins, en samtökin kynna í
dag nýja skýrslu um raforkumarkað-
inn og samkeppnishæfni hans á opn-
um fundi. Þar er m.a. lagt til að sköp-
uð verði skilyrði til virkrar samkeppni
á raforkumarkaði með skýrum leik-
reglum og virku eftirliti. Tryggja
þurfi samkeppnishæft raforkuverð og
skilið verði að fullu á milli eignarhalds
raforkufyrirtækja í Landsneti.
Geti endurselt umframorkuna
SI vilja auka samkeppni meðal raf-
orkuframleiðenda á Íslandi þannig að
hlutdeild Landsvirkjunar sem er með
yfir 70% markaðshlutdeild þyrfti að
minnka. Leggja samtökin einnig til að
opnað verði á heimildir raforkukaup-
enda til að endurselja umframorku
inn á raforkukerfið sem þeir hafa ekki
not fyrir.
Í skýrslunni kemur fram að gjald-
eyrissköpun stórnotenda raforku er
nú orðin meiri en heildargjaldeyris-
tekjur af útflutningi sjávarafurða eða
um 260 milljarðar króna á seinasta
ári.
,,Það er þörf á leiðarvísi frá stjórn-
völdum um það hvernig þau sjá fyrir
sér umhverfið, vegna þess að allt
snýst þetta um samkeppnishæfni Ís-
lands. Samkeppnishæfnin er eins og
nokkurskonar heimsmeistaramót
þjóða í lífsgæðum,“ segir Sigurður.
Stjórnvöld taki af skarið
SI vilja virkari samkeppni á raforkumarkaði og samkeppnishæft raforkuverð
Stórnotendur öfluðu meiri gjaldeyristekna í fyrra en útfluttar sjávarafurðir
M Þörf á virkri samkeppni »10
AFP
Iðnaður Bílahlutir settir saman í
verksmiðju í Changchun í Kína.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Baldur Þórhallsson, prófessor í
stjórnmálafræði við Háskóla Ís-
lands, segir Íslendinga þurfa að
endurmeta utanríkisstefnuna. Út frá
smáríkjafræðum sé mikilvægt að Ís-
land hafi tryggan skjólsveitanda.
Vísar hann til stjórnmálalegs og
efnahagslegs skjóls. Tilefnið er m.a.
þrýstingur bandarískra stjórnvalda
á að Íslendingar taki ekki þátt í Belti
og braut, innviða- og fjárfestinga-
verkefni kínverskra stjórnvalda, og
noti ekki búnað frá kínverska félag-
inu Huawei í 5G-kerfið.
Íslendingar þiggi hins vegar flest-
allt samstarf sem sé í boði við Kína.
Telur Baldur ríkt tilefni til að skil-
greina hvar hagsmunir Íslands
liggja í breyttu alþjóðaumhverfi. Að
öðrum kosti geti einstök ríki farið að
setja Íslandi stólinn fyrir dyrnar og
það bitnað á hagsmunum landsins.
Lítill tími til stefnu
Marc Lanteigne, dósent í stjórn-
málafræði við Háskólann í Tromsö,
fjallaði um tollastríð Kína og Banda-
ríkjanna í fyrirlestri við Háskóla Ís-
lands. Stríðið geti haft víðtækar
efnahagslegar afleiðingar. Íslend-
ingar hafi ekki mikinn tíma til stefnu
til að velja hvoru stórveldinu þeir
fylgi að málum í efnahagslegu tilliti.
Hann tók dæmi af Nýja-Sjálandi
sem færi orðið varlega í gagnrýni á
Kína vegna viðskiptahagsmuna.
Tómas Tómasson fjármálamaður
skrifar um tollastríðið í aðsendri
grein í Morgunblaðinu í dag. Hann
skrifar að „jafnvel þótt samningar
náist að fullu gætu alþjóðaviðskipti
minnkað“. »6, 14 og 15
Alþjóðavæðingin á krossgötum
Dósent segir Íslendinga geta þurft að velja milli Kínverja og Bandaríkjamanna
Borgarlandslagið mun breytast á komandi árum
þegar gömul iðnaðarhús á Ártúnshöfða víkja
fyrir stórri íbúðabyggð. Að því kemur að þessir
gömlu tankar á athafnasvæði Björgunar við
Sævarhöfða hverfa. Náttúran lætur ekki sitt eft-
ir liggja og splæsir í tvöfaldan regnboga.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Allt er
breytingum
undirorpið
Aldís Hilm-
arsdóttir, fram-
kvæmdastjóri
húsnæðis-
bótasviðs Íbúða-
lánasjóðs, hefur
fengið 7,5 millj-
ónir króna í
verktaka-
greiðslur frá
Samkeppniseftir-
litinu á liðnum
mánuðum meðfram störfum sínum
fyrir sjóðinn. Heimildir Viðskipta-
Moggans herma að hlutverk Aldís-
ar hjá Samkeppniseftirlitinu hafi
meðal annars verið að rannsaka
Gylfa Sigfússon, fyrrverandi for-
stjóra Eimskips. Íbúðalánasjóður
segir að Aldís hafi haft leyfi til að
ljúka stóru verkefni þegar hún var
ráðin. »ViðskiptaMogginn
Fékk 7,5 milljónir
fyrir rannsóknina
Aldís
Hilmarsdóttir
„Ég held að það verði alltaf ein-
hver byggð hér. Grímsey er vinsæll
ferðamannastaður á sumrin og
ferðamannatíminn er alltaf að
lengjast í báða enda. Uppistaða
heilsársbyggðar er þó útgerðin. Við
skulum bara vona, eins lítið vit og
ég hef á útgerð, að það gerist eitt-
hvað sem leiði til þess að hér verði
meiri útgerð,“ segir Karen Nótt
Halldórsdóttir, ritari hverfisráðs
Grímseyjar hjá Akureyrarbæ, þeg-
ar hún er spurð hvort byggð í
Grímsey sé í hættu vegna flutnings
á kvóta í burtu. Um helmingur
kvóta eyjarinnar fer til Fjalla-
byggðar með kaupum Ramma á út-
gerðinni Sigurbirni ehf. »2
Morgunblaðið/Golli
Grímsey Oft veiðist vel á miðum Gríms-
eyinga. Hér er verið að landa í höfninni.
Vonar að útgerð
aukist í Grímsey
Tollgæslan í Reykjavík er að fá til
afnota hund sem hefur verið þjálf-
aður til leitar að peningaseðlum.
Áður hafði hundurinn fengið þjálf-
un til að finna fíkniefni og reynst
vel í því. Er Tollgæslan að efla eft-
irlit með peningaþvætti og notkun
hunda er liður í því starfi.
„Lyktin af peningaseðlum fer
ekkert á milli mála. Við vinnum
með hundunum í nokkur misseri og
við skipulagða þjálfun læra þeir
fljótt hvar seðla er að finna, en þeir
þurfa þá að vera í búntum og þar
með allvænar upphæðir,“ segir
Steinar Gunnarsson, lögreglu-
fulltrúi á Sauðárkróki, sem stjórnar
þjálfun peningahundsins. »6
Tollgæslan fær pen-
ingahund til afnota