Morgunblaðið - 16.10.2019, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 16.10.2019, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2019 Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2 Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð. • Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur • Frí heimsendingarþjónusta Bogi Þór Arason bogi@mbl.is „Hvílíkt klúður. Oft líða mánuðir eða ár þar til skaðlegar afleiðingar af- glapa í utanríkismálum skjóta upp kollinum en skaðinn af þeirri ákvörð- un Donalds Trumps forseta að flytja bandaríska hermenn frá norðan- verðu Sýrlandi kemur nú fram nán- ast í rauntíma,“ segir í forystugrein The Wall Street Journal um átökin í landinu. Blaðið segir að viðvaranir þeirra, sem gagnrýndu ákvörðun Trumps, hafi nú þegar orðið að veru- leika. Hún hafi m.a. orðið til þess að tyrkneski herinn hafi ráðist inn í norðurhluta Sýrlands og Kúrdar, sem voru bandamenn Bandaríkja- hers í baráttunni gegn samtökunum Ríki íslams, hafi gripið til þess ráðs að semja við einræðisstjórnina í Sýr- landi til að verjast innrásinni. Enn- fremur sé hætta á að liðsmenn Ríkis íslams sleppi úr fangelsum Kúrda og hefji að nýju baráttu sína fyrir stofn- un íslamsks ríkis. „Enginn treystir Trump“ Margir fréttaskýrendur hafa tekið í sama streng frá því að Trump til- kynnti ákvörðun sína um brottflutn- ing hermannanna eftir símasamtal 6. þessa mánaðar við Recep Tayyip Er- dogan, forseta Tyrklands. Robert Malley, formaður hugveit- unnar International Crisis Group, segir að ákvörðun Trumps hafi verið fyrirsjáanleg í ljósi þess að forsetinn hafi tilkynnt í desember að hann hygðist kalla bandaríska herliðið í Sýrlandi heim en síðan dregið í land með það vegna andstöðu embættis- manna í stjórn hans og meðal repú- blikana á þinginu. „Þetta er hins vegar gert á þann hátt að ákvörð- unin hefur allar verstu afleiðing- arnar sem hægt var að hugsa sér,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Malley. Elizabeth Dent, ráðgjafi banda- ríska utanríkisráðuneytisins í bar- áttunni gegn Ríki íslams, sagði að ákvörðun Trumps gæti orðið til þess að samtökin risu úr öskustónni og stjórn Bandaríkjanna hefði þurft að undirbúa brottflutning herliðsins betur til að tryggja að liðsmenn sam- takanna slyppu ekki úr fangelsum Kúrda. Joshua Landis, sérfræðingur í málefnum Sýrlands við Oklahoma- háskóla, sagði að afskipti banda- rískra stjórnvalda af stríðinu í Sýr- landi hefðu alltaf verið ruglingsleg og orðið til þess að Kúrdar hefðu gert sér of miklar vonir um ávinning af samstarfinu við Bandaríkin. „Bandaríkjamenn ætluðu aldrei að vera í Sýrlandi til langframa og hjálpa Kúrdum að stofna hálfsjálf- stætt ríki. Það voru draumórar,“ hefur AFP eftir Landis. Hann telur hins vegar að ákvörðun Trumps verði vatn á myllu klerkastjórnar- innar í Íran og Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta sem hafa stutt ein- ræðisstjórnina í Sýrlandi. „Hluta- bréf í Trump forseta hafa snarlækk- að í verði í Mið-Austurlöndum en hlutabréf í Pútín hafa rokið upp vegna þess að enginn treystir Trump – ráðamenn ríkjanna telja að hann ætli að kippa Bandaríkjunum út úr Mið-Austurlöndum og láta þau sjá um sig sjálf.“ „Heimsbyggðin hlær að forseta Bandaríkjanna“ The Wall Street Journal segir að Trump hafi gert illt verra með því að heimila refsiaðgerðir gegn nokkrum tyrkneskum embættismönnum og varnarmálaráðuneyti og orkumála- ráðuneyti Tyrkalands. Forsetinn kvaðst einnig ætla að stöðva við- ræður um nýjan viðskiptasamning við Tyrkland og hækka tolla á inn- flutt tyrkneskt stál í 50%. Blaðið segir að þetta hafi orðið til þess að Trump hafi leiðst út í deilu sem hann hafi viljað forðast. „Hefði ekki verið einfaldara að segja einfaldlega við Erdogan í frægu símasamtali þeirra að Bandaríkin liðu ekki hernað Tyrkja gegn Kúrdum og myndu beita herþotum sínum til að hindra hann? Erdogan hefði þurft að gefa eftir og halda áfram að semja við Kúrda og Bandaríkjamenn um ör- yggissvæði í Sýrlandi.“ Trump gerir einnig illt verra með tilraunum sínum til að réttlæta ákvörðun sína, að mati The Wall Street Journal. „Leyfum Sýrlend- ingum og Assad [Sýrlandsforseta] að vernda Kúrda og berjast við Tyrki um land sitt,“ sagði Trump á Twitter í fyrradag. „Allir sem vilja hjálpa Sýrlendingum að vernda Kúrda mega það mín vegna, hvort sem þeir eru Rússar, Kínverjar eða Napoleon Bonaparte. Ég vona að þeim vegni öllum vel, við erum 7.000 mílur í burtu.“ „Við göngum út frá því að orð hans um Napoleon hafi verið brand- ari, en heimsbyggðin hlær nú að for- seta Bandaríkjanna,“ segir The Wall Street Journal og rekur ákvörðun Trumps til einangrunarstefnu í utanríkismálum. „Þetta er einfeldnisleg einangrunarstefna og skilaboð til þrjóta heimsins um að forseti Bandaríkjanna hafi engan hug á að láta til sín taka í þágu bandamanna eða hagsmuna Banda- ríkjanna. Vinum á borð við Ísraela og Sáda er brugðið og Íranar, Rúss- ar og Hizbollah-menn trúa því varla að Trump hafi hlaupist frá skuld- bindingum Bandaríkjanna og banda- mönnum þeirra með svo skýrum hætti.“ Utanríkisstefnan tvíþætt: viðskiptabönn og refsitollar The Wall Street Journal segir að líta megi svo á að stefna Trumps í utanríkismálum sé fólgin í tveimur vopnum – viðskiptabönnum og refsi- tollum. Hann beiti þeim nauðugur viljugur gegn bandamönnum jafnt sem óvinum. Blaðið spáir því að ákvörðun Trumps komi honum í koll heima fyrir. „Repúblikanar sem hafa stutt hann í deilunni um Rússlandsmálið og fleira efast nú um dómgreind hans sem yfirmanns hersins í heimi sem er að verða hættulegri. Nú þeg- ar ákæra til embættismissis er yfir- vofandi hefur hann ekki efni á því að styggja fleiri vini.“ Ákvörðun Trumps sögð klúður  The Wall Street Journal gagnrýnir Bandaríkjaforseta fyrir að flytja bandaríska hermenn frá norðan- verðu Sýrlandi  Segir forsetann aðhyllast „einfeldnislega einangrunarstefnu“ og gera sig að athlægi AFP Flýja blóðsúthellingar Sýrlenskar fjölskyldur flýja frá átakasvæði nálægt bænum Ras al-Ain við landamærin að Tyrklandi. Hörð átök hafa geisað þar milli hersveita Kúrda og Tyrklandshers og sýrlenskra bandamanna hans. Ætla að hindra átök milli Tyrkja og Sýrlandshers » Rússar ætla að sjá til þess að ekki komi til átaka milli her- sveita Tyrkja og Sýrlandshers í norðanverðu Sýrlandi, að sögn Alexanders Lavrentjevs, sendi- manns rússnesku ríkisstjórn- arinnar í málefnum landsins. » Lavrentjev var í heimsókn í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum og sagði að innrás Tyrkja og bandamanna þeirra í norðurhluta Sýrlands væri „óviðunandi“. » Rússneskir hermenn hafa verið í Sýrlandi til að styðja einræðisstjórn landsins frá árinu 2015. » Innrás Tyrkja varð til þess að hersveitir Kúrda sömdu um samstarf við stjórnarher Sýr- lands. Kúrdar segja að hann eigi að hjálpa þeim að ná aftur yfirráðum yfir svæðum sem her Tyrkja nái á sitt vald. Vopnabræður Tyrkneskir hermenn og bandamenn þeirra safnast saman í grennd við sýrlenska bæinn Manbij, nálægt landamærunum að Tyrklandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.