Morgunblaðið - 16.10.2019, Side 13

Morgunblaðið - 16.10.2019, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2019 S V I # H I N N S A E NNN I ÞÚ FINNUR GJAFIR FRÁ HINUM SANNA SVEINKA INNI Í OG UTAN Á DAGATALINU Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is hefur tengst hryðjuverkasamtökun- um al-Qaeda nánum böndum. Tyrkneski blaðamaðurinn Fehim Tastekin segir að Tyrkir hafi sam- einað vopnaða hópa bandamanna sinna sem berjist undir merkjum Sýrlenska þjóðarhersins svonefnda. Á meðal þeirra séu hópar sem hafi framið stríðsglæpi í árásum tyrk- neska hersins og bandamanna hans á byggðir Kúrda í norðanverðu Sýr- landi á síðasta ári. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Að minnsta kosti 160.000 manns hafa flúið heimkynni sín vegna innrásar Tyrkja og bandamanna þeirra í norðurhluta Sýrlands, að sögn emb- ættismanna Sameinuðu þjóðanna. Þeir segja að á meðal þeirra sem hafa flúið séu um 70.000 börn. Talið er að allt að 400.000 manns á átakasvæðunum þurfi á hjálp að halda á næstu dögum og vikum. Nokkrar hjálparstofnanir hafa þurft að stöðva starfsemi sína í norðan- verðu Sýrlandi og flytja erlenda starfsmenn sína á brott vegna átak- anna og komu sýrlenskra hermanna sem voru sendir þangað að beiðni leiðtoga Kúrda. Kúrdar teknir af lífi Tugir óbreyttra borgara hafa beð- ið bana, flestir þeirra í árásum Tyrkja og bandamanna þeirra á svæði Kúrda. Sprengjuárásir Kúrda yfir landamærin á bæi í Tyrklandi hafa einnig valdið manntjóni. Sýrlensku lýðræðisöflin, bandalag undir forystu hersveita Kúrda, segja að sýrlenskir bandamenn Tyrkja hafi tekið níu óbreytta borgara af lífi við landamærin. Á meðal þeirra sem voru líflátnir var Kúrdinn Hevrin Khalaf, 35 ára aðalritari eins af stjórnmálaflokkum Sýrlands. Kúrd- ar segja að hópur bandamanna Tyrkja hafi dregið Khalaf út úr bif- reið ásamt bílstjóra hennar og tekið þau af lífi á laugardaginn var. Embættismenn mannréttindafull- trúa Sameinuðu þjóðanna sögðust hafa skoðað tvö myndskeið sem virt- ust staðfesta að liðsmenn vopnaðrar hreyfingar, Ahrar al-Sharqiya, hefðu tekið fólkið af lífi. Hún er á meðal hreyfinga sem taka þátt í inn- rás Tyrkja í Sýrland. Talsmaður mannréttindafulltrú- ans sagði að slíkar aftökur á óbreytt- um borgurum væru stríðsglæpur. Hann varaði ráðamenn Tyrkja við því að þeir kynnu að verða dregnir til ábyrgðar fyrir þær. Hreyfingar íslamista berjast með Tyrkjum Útlægir Sýrlendingar stofnuðu Ahrar al-Sharqiya árið 2016. Margir liðsmenn hreyfingarinnar voru áður í hreyfingum íslamista, Ahrar al- sham og al-Nusra, sem hafna lýð- ræði og berjast fyrir stofnun ísl- amsks ríkis. Síðarnefnda hreyfingin Í Sýrlenska þjóðarhernum eru m.a. liðhlaupar úr her Sýrlands og einnig hópar sem börðust áður undir merkjum Þjóðfrelsisfylkingarinnar svonefndu, sem var undir forystu ísl- amista. Tastekin segir að Banda- ríkjaher eða leyniþjónustan CIA hafi áður séð um 20 hópanna, sem styðja Tyrki, fyrir vopnum og þjálfað þá. Þessir hópar berjist nú við hersveitir Kúrda sem Bandaríkjaher hafi einn- ig vopnað og þjálfað. Um 160.000 manns hafa flúið árásirnar  Tugir óbreyttra borgara hafa látið lífið í árásum Tyrkja og Kúrda AFP Sorg Syrgjendur við útför fimm liðsmanna Sýrlensku lýðræðisaflanna, bandalags undir forystu Kúrda. Þeir biðu bana í átökum við tyrkneska herinn og bandamenn hans nálægt bænum Ras al-Ain, við landamærin að Tyrklandi. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins (SNP), sagði á lands- fundi flokksins í gær að hún myndi beita sér fyrir nýju þjóðaratkvæði um sjálfstæði Skotlands á næsta ári. Sturgeon er forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar sem þarf að óska eftir leyfi frá bresku stjórn- inni til að efna til slíkrar þjóðar- atkvæðagreiðslu. Skotar höfnuðu sjálfstæði með 55,3% atkvæða í þjóðaratkvæði í september 2014 en Sturgeon segir að bera þurfi málið aftur undir skosku þjóðina vegna væntanlegrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Nær tveir þriðju Skota voru andvígir útgöng- unni í þjóðaratkvæðinu í Bretlandi í júní 2016. Sturgeon segir að útgangan verði „mikið áfall“ fyrir Skotland og kveðst ætla að óska eftir þjóðar- atkvæðinu fyrir lok ársins. Skoðana- könnun sem birt var um helgina bendir til þess að um 50% Skota styðji núna sjálfstæði Skotlands, um fimm prósentustigum fleiri en í þjóðaratkvæðinu árið 2014. Talsmaður Boris Johnsons, for- sætisráðherra Bretlands, sagði að Skoski þjóðarflokkurinn hefði sagt árið 2014 að slík atkvæðagreiðsla færi aðeins fram einu sinni á manns- aldri. AFP Á móti brexit Nicola Sturgeon á landsfundi Skoska þjóðarflokksins. Vill þjóðar- atkvæði um sjálfstæði  Sturgeon vill aðra atkvæðagreiðslu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.