Morgunblaðið - 16.10.2019, Page 15

Morgunblaðið - 16.10.2019, Page 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2019 Á beit Haustið hefur verið milt á höfuðborgarsvæðinu og það hefur komið sér vel, bæði fyrir mannfólkið og sauðfé. Þessar rollur voru á beit í Garðabæ á dögunum með álverið í baksýn. Hari Umræður varðandi viðskiptasamninga Bandaríkja og Kína hafa staðið frá því í janúar 2018 og enn er ekki útséð hvernig þeim muni ljúka. Mikið er í húfi því að samn- ingsaðilar eru fulltrúar stærsta og næst- stærsta hagkerfis heims. Fyrir nokkrum árum tók að hrikta í stoðum hnatt- væðingar eftir mótmæli víða um heim. Árið 2011 voru „Occupy Wall Street“- og „Occupy London“- mótmælin komin alveg að dyrum helstu fjármálamarkaða. Þegar litið er til baka sést að mótmælin voru aðdragandi að breyttum viðhorfum í stjórnmálum hvað varðar hnattvæð- ingu og frjáls viðskipti innan Al- þjóðaviðskiptastofnunarinnar (World Trade Organization – WTO). Nú hriktir verulega í hnattvæð- ingunni því að Bandaríkin hafa lagt tolla á vörur frá Kína allt að 25%. Kína hefur svarað í sömu mynt og meðal annars tekið upp tolla sem það hafði áður afnumið. Til að þrýsta á framgang í viðskiptaviðræðunum hugðust Bandaríkin auka tollálagn- ingu í allt að 30% hinn 15. október en því var frestað síðastliðinn föstudag. Þá komst aftur skriður á þessar samningarviðræður eftir að þær höfðu staðnað í maí. Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir að Kína mundi auka kaup á landbúnaðar- afurðum og að fyrsti áfangi samn- inga hefði náðst. Kvað Trump að einn eða tveir áfangar til viðbótar mundu fylgja síðar. Enn er deilt um mikilvæg atriði, t.d. betri aðgang að mörkuðum í Kína. En jafnvel þótt samningar náist að fullu gætu al- þjóðaviðskipti minnkað. Ekki verður létt verk að skera á sumar birgðakeðjur (e. supply chains) sem búið er að leggja um al- þjóðlegt efnahagslíf. Ekki er heldur auðséð hverjar eru allar afleiðingar þess. Til dæmis hefur tæknibúnaður ætlaður neytendum á Vesturlöndum langa birgðakeðju til Kína, sem oft liggur í gegnum Taívan. Trump hefur ýjað á því við Tim Cook, forstjóra Apple, að færa fram- leiðslu frá Kína til Bandaríkjanna. Apple kvartar hins vegar undan því að ekki sé til nóg af fyrirtækjum í Bandaríkjunum sem bjóða hluti í samsetningu á farsímum eða tölvum, en vistkerfi þessara fyrirtækja hefur hrakað eftir að birgðakeðjan færðist til Kína. Auk þess yrði Apple ekki lengur samkeppnisfært við kóreska framleiðendur. Síðari rökfærslan náði athygli Trumps og hann kveðst vera að íhuga hana. Nýjum 15% toll- um, sem leggjast áttu á farsíma, tölvur og margar aðrar neytenda- vörur, var í ágúst seinkað til 15. des- ember svo að jólainn- kaupin í Banda- ríkjunum röskuðust ekki (vörur fyrir jólahátíðirnar eru að langmestu fluttar inn fyrir þá dagsetningu). Þessir nýju tollar koma til í desember nema frekari samningar ná- ist. Breytir umsvifum fyrirtækja á alþjóðamarkaði Á alþjóðafjármálamörkuðum þurfa fjárfestar að taka með í reikn- inginn hvernig tollaálagning breytir umsvifum fyrirtækja á alþjóðamark- aði og þá sértaklega í Kína. Hærri tollar kippa stoðunum undan hnatt- væðingunni. Hnattvæðingin hefur verið í bak- grunni í fjárfestingastefnu margra alþjóðafjárfestinga sjóða, ekki síst þeirra sem fylgja svokallaðri „thematic investment approach“ eða þema fjárfestingastefnu. Þar sem hnattvæðing efnahagslífsins hefur verið ráðandi þáttur í gengi ákveð- inna fyrirtækja, hafa fjárfest- ingasjóðir notað þetta hnattvæðing- arþema til að velja hlutabréf sem ættu að ná góðri ávöxtun. Ákveðin taívönsk hlutabréf tengjast hnattvæðingu, sum þeirra þar að auki Kína Hnattvæðingin hefur haft mikil áhrif á gengi ákveðinna hlutabréfa í Taívan. Fyrir hlutabréf hvers ein- staks fyrirtækis hafa viðskiptasamn- ingar Bandaríkjanna og Kína mis- mikil áhrif aðallega eftir því hver uppbygging hvers einstaks fyrir- tækis er í Kína. Að markaðsverðmætum er Taiw- an Semiconductor Manufacturing Company (TSMC) stærsta fyrirtæki Taívan og Hon Hai það næststærsta. TSMC býr til hálfleiðara kubba (e. semiconductor chips) sem oft eru notaðir í farsímum. Hátæknifyr- irtæki, mörg amerísk, sem hanna rafeindarásinar í kubbunum, útivista oft sjálfri framleiðslunni á kubb- unum til TSMC, sem býr yfir háþró- aðri framleiðslutækni með nánó- metra nákvæmni. Þessari fram- leiðslu hefur verið haldið í Taívan. Af öryggisástæðum hefur hún ekki ver- ið færð til Kína þar sem um hátækni þekkingu er að ræða. Hins vegar kemur Hon Hai aðal- lega að samsetningu á tæknibúnaði, eins og að raða kubbum á rökrása- spjöld, tengja skjáinn, tengja raf- hlöðuna, o.s.frv. Þrátt fyrir að starf- semin sé tengd tæknibúnaði er hún ekki sérlega háþróuð tæknilega. Að stórum hluta til er starfsemin byggð á mannafli með litla sérþekkingu. Þessi starfsemi Hon Hai, eða Fox- conn (sem er viðskiptanafn fyrir- tækisins), hefur mikið til flust til meginlands Kína. sem framleiddir eru í hundruðum milljóna eintaka á ári hverju. Terry Gou er talinn hafa sterk tengsl við ráðamenn í Beijing, eins og gera má ráð fyrir þar sem hann var forstjóri svo mikilvægs atvinnuveitanda. Hann á mikilla hagsmuna að gæta þegar viðskiptasamningar Kína og Bandaríkjanna eru annars vegar. Hlutabréf Hon Hai hafa fallið um 50% frá því verð þeirra náði hámarki um mitt árið 2017. Hlutabréf TSMC eru hins vegar alveg við hápunkt sinn. Að sjálfsögðu eru það ekki að- eins umsvif þessara fyrirtækja á meginlandi Kína sem hafa áhrif á gengi þessara bréfa heldur samspil margra þátta. Til að mynda er eftir- spurn Apple mikilvæg því að Apple er stór viðskiptavinur TSMC og Hon Hai, en þó sérílagi Hon Hai. Mikil óvissa um framleiðslu taívanskra fyrirtækja í Kína Hon Hai er alls ekki eina taív- anska fyrirtækið sem rekur á meg- inlandi Kína verksmiðjur sem sjá um samsetningu tæknibúnaðar sem ætlaður er neytendum. Önnur fyrir- tæki, eins og til dæmis Quanta eða Pegatron, náðu til sín stórum hluta fartölvumarkaðarins. Samtals náðu taívönsk fyrirtæki á árunum eftir aldamót um það bil 85% markaðs- hlutdeild í framleiðslu á fartölvum. Amerísk fyrirtæki, eins og HP eða DELL, útvista stórum hluta fram- leiðslunnar til taívanskra fyrirtækja. Í þeim geira fyrirtækja í Taívan sem bjóða framleiðsluþjónustu fyrir rafrænan búnað (e. electronic manu- facturing services – EMS) hefur myndast „demanta líkan“ (e. dia- mond model), eins og hinn þekkti prófessor Michael Porter hefur lýst. Líkanið byggist meðal annars á því hvernig ríkisstjórnir geta bæði skapað aðstæður eða sett strik í reikninginn hvað varðar framtíð ákveðinna atvinnugreina. Á áttunda áratugnum varð gott samband Taív- ans við Bandaríkin til þess að fram- leiðslu rafrænna reiknivéla (sem þá voru allra nýjasti tæknibúnaður fyrir neytendur) var mikið til út- vistað til Taívans. Á þeim tíma var launakostnaður í Taívan lágur. Í framhaldi af því að kommúnistarnir í Kína tóku að slaka á klónni, hleypa einkaframtakinu að og bæta sam- band sitt við Taívan, fluttu fyrirtæki eins og Hon Hai framleiðslu sína þangað. En að svo stöddu, eins og lýst hef- ur verið, eru Bandaríkin að leggja tolla á varning frá Kína og er óvissan og hættan sem það skapar hvað varðar framleiðslu í Kína orðin vel greinanleg. Þetta er einn þáttur í lækkun hlutabréfaverðs Hon Hai. Sum þessara taívönsku fyrirtækja hyggjast færa framleiðslu sína frá Kína og eru önnur lönd, eins og Víet- nam og Indland þar sem vinnuafl er ódýrt, komin í spilið. Trump hefur gefið sterklega til kynna að hann vilji að fyrirtæki auki framleiðslu og atvinnu í Bandaríkj- unum. Sumarið 2018 hóf Hon Hai meira að segja að grafa fyrir grunni að verksmiðju í Wisconsin-ríki. Við- staddir athöfnina voru Trump for- seti og Terry Gou sem þá var enn forstjóri Hon Hai. Þótt lítið hafi ver- ið upplýst um verksmiðjuna í smáat- riðum á hún að hefja framleiðslu 2020 og er ætlunin sú að hún verði hátæknivædd. Líklega á tæknivæð- ingin að vega upp á móti háum launakostnaði í Wisconsin-ríki (að minnsta kosti miðað við vesturhluta Kína). Óljóst er hvort það yrði jafn arð- bært að hefja framleiðslu utan Kína, hvort sem það yrði í Wisconsin-ríki eða á Indlandi. Þegar Kína var að tryggja stöðu sína í WTO, féllu tæki- færi varðandi framleiðslu á tækni- búnaði auðveldlega í skaut taív- anskra fyrirtækja. Svo er ekki lengur, en Terry Gou lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna þó að árið 1974 sé löngu horfið í stjarnanna skaut. Eftir Tómas Tómasson » Fjárfestar á alþjóðamörkuðum glíma við áhrif óviss- unnar, til dæmis á hlutabréf taívanskra fyrirtækja sem fram- leiða iPhone-farsíma Tómas Tómasson Höfundur hefur þriggja áratuga reynslu í alþjóðafjármálum og hefur starfað við fyrirtæki bæði í New York og London. Óvissa í viðskiptasamningum heimsveldanna ógnar hnattvæðingu Ljósmynd/Wikipedia Framleiðsla Fjöldi fólks starfar við samsetningu á iPhone-farsímum í Kína. Stofnandinn, stærsti eigandinn og driffjöðurin á bak við Hon Hai er Guo Táimíng, eða Terry Gou. Hann er ríkasti maður Taívans samkvæmt lista Forbes-tímaritsins. Fyrir nokkrum mánuðum sagði hann af sér formennsku Hon Hai til að taka þátt í forkosningum til forseta Taív- ans, en dró sig nýverið í hlé eftir að hafa lotið í lægra haldi. Síðan Hon Hai var stofnsett 1974, hefur uppgangur þess verið ævin- týralegur. Fyrirtækið hóf verk- smiðjurekstur á meginlandi Kína ár- ið 1988 og nú er svo komið að Hon Hai, eða Foxconn, er talinn stærsti atvinnuveitandi í einkageiranum í Kína með u.þ.b. eina miljón manns í vinnu. Meðal annars sér Foxconn um samsetningu á iPhone-farsímum,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.