Morgunblaðið - 16.10.2019, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2019
✝ Sigurður Jóns-son vélvirkja-
meistari fæddist á
Selbakka á Mýrum
í Austur-Skafta-
fellssýslu 16. nóv-
ember 1921. Hann
lést 2. október
2019.
Hann var sonur
Jóns Magnússonar
frá Sævarhólum í
Suðursveit og Jó-
hönnu Guðmundsdóttur frá
Skálafelli í Suðursveit.
Systkini hans voru Brynhild-
ur Kristín húsmóðir Selfossi, f.
28.4. 1914, Guðmundur bóndi
Höskuldsstöðum, f. 11.12. 1917,
Hafsteinn vegaverkstjóri á
Höfn Hornafirði, f. 25.1. 1919,
og Haukur Sigurður, vélstjóri
Fáskrúðsfirði, f. 10.10. 1937.
Fjölskyldan flutti frá Sel-
bakka í júní 1925 austur að
Höskuldsstöðum í Breiðdal.
Ungur hafði Sigurður gott lag á
vélum og um fermingu setti
hann upp vindrafstöð á Hösk-
Sonur Sigurðar og Unnar er
Jón Þór, f. 12.7. 1960, sambýlis-
kona Margrét Jóhannsdóttir, f.
4.3. 1961, dóttir þeirra er Unn-
ur Elísa, f. 15.7. 1994. Fyrir átti
Unnur Hrafnhildi Kjartans-
dóttur, f. 24.10. 1953, gift Jóni
Þorvaldi Bjarnasyni, f. 13.2.
1957. Dóttir Hrafnhildar er
Edda Björg Eyjólfsdóttir, f.
14.7. 1972, gift Stefáni Má
Magnússyni, f. 28.7. 1971,
þeirra börn: Kolbeinn Daði, f.
24.3. 2003, og Ísold Elsa, f.
18.10. 2012. Börn Hrafnhildar
og Jóns eru Jón Þorri, f. 11.10.
1989, Hildur Ester, f. 1.9. 1994,
sonur Hildar er Hrafn Máni
Ingimundarson, f. 24.9. 2017,
fyrir átti Jón Þorvaldur Thelmu
Guðrúnu, f. 26.6. 1977. Sigurður
gekk Hrafnhildi í föðurstað.
Edda Björg ólst upp hjá ömmu
sinni og afa á Hlíðarveginum.
Sigurður gerðist félagi í Rót-
arýklúbbi Kópavogs 1975 og
var síðar sæmdur Paul Harris--
viðurkenningu auk þess að vera
á seinni árum heiðursfélagi.
Útför Sigurðar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 16. októ-
ber 2019, og hefst athöfnin
klukkan 15.
uldsstöðum og lagði
rafmagn í bæinn.
Vindrafstöðina
keypti hann fyrir
lambfé sem hann
eignaðist. Hann
gekk í Alþýðuskól-
ann á Eiðum með
bræðrum sínum,
Hafsteini og Guð-
mundi, 1937-1939.
Sigurður fluttist til
Reykjavíkur 1945
og leigði risíbúð á Njálsgötu 49.
Hann hóf nám í vélvirkjun hjá
Vélaverkstæði Björgvins Fre-
deriksen 1947 og tók sveinspróf
1951. Starfaði hann þar við
uppsetningu frystikerfa í
frystihúsum víða um land. 1956
tók hann svo að sér að byggja
stálgeyma sem varð svo hans
aðal starf og stofnaði hann Vél-
smiðju Sigurðar Jónssonar hf.
1972.
Sigurður kvæntist Unni
Ólafsdóttur, f. 17.12. 1919, d.
6.1. 2015, og byggðu þau sér
hús á Hlíðarvegi 26 í Kópavogi.
Elsku afi minn, Sigurður Jóns-
son, fæddur 16. nóvember 1921 á
Selbakka á Mýrum í Austur-
Skaftafellssýslu, er látinn. Það
var amma hans, Sigríður Ara-
dóttir, sem tók á móti honum.
Afi minn elskulegi var einfald-
lega bestur í heimi. Hann var
uppáhaldsmanneskjan mín og ég
hans, á milli okkar var órjúfan-
legur strengur. Hann var svo
góður, svo örlátur á allt sitt og
elskaði mann skilyrðislaust. Ég
finn fyrir djúpstæðu þakklæti til
hans fyrir að hafa tekið mig undir
sinn verndarvæng, alið mig upp,
elskað mig og stutt alla tíð.
Mínar fyrstu minningar eru í
fanginu á afa, ég vakna, hann
lyftir mér upp og heldur á mér
inn í eldhús og ég sit hjá honum í
stólnum hans við eldhúsborðið og
hann spyr „dreymdi þig eitthvað
fallegt í nótt?“
Svona voru flestir morgnar og
ég byrjaði snemma að dýfa mola í
mjólkurkaffi.
Afi var járnsmiður, vélvirkja-
meistari, og sá um mörg mikil-
væg verkefni, smíðaði m.a. tanka
fyrir Olíufélagið og má geta þess
að eftir 1960 voru nánast allar
tankar smíðaðir af honum. Allt
sem hann gerði gerði hann vel.
Það hrós sem hann var hvað
stoltastur af var þegar Jóhann
Pétursson hjá Olíufélaginu mælti
með því að hann yrði fenginn í
ákveðið verkefni og á hann að
hafa sagt: „Fáið Sigurð til að gera
þetta því þá þurfið þið ekki að
gera þetta aftur.“
Afi lifði í algjörri rútínu. Gerði
krossgátuna, eldaði kjötsúpu,
hlustaði á fréttirnar og lagði sig
eftir matinn.
Hann las líka heil lifandis
ósköp, ævisögur, ljóðabækur, Úr-
val var alltaf við höndina. Þar var
Þórbergur Þórðarson í miklu
uppáhaldi, sagði hann margar
sögur af þeim merka manni og
var stoltur af að vera ættaður að
austan líkt og Þórbergur.
Hann átti ráð við öllu, kunni
býsnin öll af sögum, ljóðum og
vísum sem hann lærði og lagði á
minnið.
Þau amma voru mjög menn-
ingarlega sinnuð og ólst ég upp
við að fara með þeim í leikhús og
óperuna frá unga aldri sem hafði
svo mikil áhrif á mig að í dag
starfa ég í leikhúsinu, þakka ég
það því góða uppeldi sem ég fékk
hjá elsku afa og ömmu. Öll þeirra
ást og umhyggja er ómetanleg og
á ég þeim allt mitt að þakka.
Það eru svo margar ljúfar
minningar: Þegar hann kenndi
mér að gera bindishnút og svo
fékk ég að binda bindið fyrir rót-
arýfundina á þriðjudögum.
Hvernig hann þvoði sér um hend-
urnar með kaffikorgi, fallegu
vinnuhendurnar hans afa. Þegar
hann leiddi mig upp að altarinu,
áður en við lögðum af stað sagði
hann: „Þú ert svo fín, eins og
hvítt kerti.“
Og nú þegar ég skrifa þetta til
hans og finn hann allt í kringum
mig finnst mér ég heyra „gráttu
ekki elskan mín, allt verður
gott“. Ég satt best að segja ósk-
aði og vonaði að afi hefði snúið á
almættið og myndi lifa að eilífu
og það gerir hann.
Elsku fallegi afi minn. Ég
þakka þér af öllu hjarta fyrir allt
það sem þú kenndir mér, fyrir
alla þína ást og umhyggju, fyrir
allt það góða sem þú hefur gefið
mér og mínum alla tíð. Við elsk-
um þig svo mikið elsku besti afi.
Það er gott að vita af þér og
ömmu saman, fallegir englar sem
vernda okkur og styrkja.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín
Edda Björg Eyjólfsdóttir.
Kveðja frá Rótarýklúbbi
Kópavogs
Sigurður Jónsson, félagi okkar
í Rótarýklúbbi Kópavogs, er fall-
inn frá. Hann var félagi í klúbbn-
um í yfir 44 ár eða frá ársbyrjun
1975. Í klúbbstarfinu var hann
virkur, sótti vel fundi þar til síð-
ustu mánuðina að heilsubrestur
hamlaði fundarsókn. Fyrir vel
unnin störf í klúbbnum var hann
m.a. fyrir nokkrum árum sæmd-
ur Paul Harris-orðunni, sem er
sérstök heiðursviðurkenning til
Rótarýfélaga. Á 50 ára afmæli
Rótarýklúbbs Kópavogs var Sig-
urður gerður að heiðursfélaga.
Við andlátið var Sigurður elstur
að árum okkar félaganna í Rót-
arýklúbbnum eða tæplega 98 ára
gamall.
Sigurður var Austfirðingur að
ætt og uppruna. Hann var gæfu-
maður í lífinu og hélt andlegu og
líkamlegu atgervi nánast allt til
ævikloka. Eftir að Unnur eigin-
kona hans lést árið 2015 bjó hann
áfram einn í sínu húsi og var
sjálfbjarga með allt. Hann var sí-
starfandi langt fram á tíræðis-
aldurinn og fór allra sinna ferða
á bíl sínum allt þar til undir lok-
in.
Allt fram undir það síðasta var
Sigurður óvenju sprækur miðað
við aldur. Hann var lágvaxinn og
þéttholda og afar sterklega
byggður. Rauðhærður og hrokk-
inhærður og rauða hárinu hélt
hann alla ævi og gránaði lítt í
vöngum.
Í 3ja mínútna erindum á Rót-
arýfundum fór Sigurður oft á
kostum og sagði frá skemmtileg-
um atvikum frá fyrri tíð. Und-
irritaður átti oft skemmtilegar
samræður við Sigurð á fundum
um hin ýmsu málefni líðandi
stundar og um lífið og tilveruna.
Efst í hugann koma upp ljúfar
minningar úr hinum ýmsum
samfundum við Sigurð, sem var
afskaplega heilsteyptur og
traustur maður.
Við félagarnir geymum með
okkur minningarnar um ljúfan
dreng og þökkum samfylgdina í
gegnum árin. Við vottum börn-
um hans Hrafnhildi og Jóni og
öðrum aðstandendum okkar
dýpstu samúð.
Fyrir hönd Rótarýklúbbs
Kópavogs,
Kristófer Þorleifsson.
Sigurður Jónsson
✝ Elías Hergeirs-son fæddist í
Reykjavík 19. jan-
úar 1938 og ólst
upp við Kapla-
skjólsveginn. Hann
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Sóltúni 7.
október 2019.
Foreldrar hans
voru Hergeir Elías-
son togaraskip-
stjóri og Ragnheið-
ur G. Þórðardóttir húsfreyja.
Systkini hans voru Valdimar,
Haukur og Herdís.
Elías kvæntist 7.12. 1963 Val-
gerði Önnu Jónasdóttur, f. 21.2.
1941. Foreldrar hennar voru
Jónas Þorvaldsson, skólastjóri
og oddviti í Ólafsvík, og Magnea
G. Böðvarsdóttir, húsfreyja frá
Laugarvatni. Börn þeirra eru:
1) Hergeir, f. 31.3. 1967, maki
hans er Rósa Guðmundsdóttir,
f. 28.6. 1963, eiga þau einn son
saman, Elías, f. 2004, fyrir átti
Hergeir með Elínu Hallsteins-
dóttur Helen. f. 1990, maki
Halldór Árnason, dóttir þeirra
Brák, f. 2010, og Indíu Bríet, f.
2011. Börn Örnu: Eldar, f. 1999,
Erna Rós, f. 2006, og Egill
Darri, f. 2014.
Elías gekk í Landakotsskóla,
Gagnfræðaskóla Vesturbæjar
við Hringbraut og lauk versl-
unarprófi frá Verslunarskóla
Íslands árið 1957. Hóf þá störf
við Útvegsbankann í sjáv-
arútvegsdeild. Fór hann þá á
vegum bankans til London í
bankanám. Hann hóf störf hjá
Vélsmiðjunni Héðni 1962 og
vann þar til ársins 2008, lengst
af sem yfirbókari.
Elías sat í stjórn knatt-
spyrnudeildar Vals og var for-
maður í fjögur ár, sat í aðal-
stjórn Vals, í stjórn Knatt-
spyrnuráðs Reykjavíkur og í
stjórn Knattspyrnusambands Ís-
lands í tólf ár, þar af gjaldkeri í
níu ár.
Hann starfaði með Lions-
klúbbnum Baldri og Akoges í
Reykjavík um langt árabil og
gegndi trúnaðarstörfum fyrir
félögin.
Elías og skólafélagar úr
Verslunarskólanum hittust
vikulega í rúm 60 ár til þess að
spila brids.
Elías verður jarðsunginn frá
Hallgrímskirkju í dag, 16. októ-
ber 2019, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Kara Margrét, f.
2019. Börn Rósu
eru Hólmfríður, f,
1992, maki Snorri
Sigfússon, barn
þeirra er Sunna
Margrét, f. 2019,
fyrir átti Snorri
Úlf, f. 2007, og
Þorgerði, f. 2009.
Guðmundur, f.
1993. 2) Margrét, f.
10.5. 1970, maki
hennar er Hermann Hauksson,
f. 24.1. 1972, og eiga þau þrjú
börn, Martin, f. 1994, maki
Anna María Bjarnadóttir, barn
þeirra Manúel, f. 2018. Arnór, f.
1998. Anna Margrét, f. 2006. 3)
Ragnheiður, f. 3.1. 1973, maki
Sigurður Egill Þorvaldsson, f.
31.5. 1972, börn þeirra eru Elías
Björgvin, f. 1997, maki Þórfríð-
ur Ína Arinbjarnardóttir, Krist-
ófer Dagur, f. 1998, og Jóhanna
Margrét, f. 2002. 4) Jónas, f.
20.9. 1975, maki Arna Sigurð-
ardóttir, f. 13.8. 1979, fyrir átti
Jónas með Björk Ingadóttur
Rafael Garp, f. 2007, Natalíu
Elsku besti pabbi minn. Það er
svo sárt að hugsa til þess að þú
sért farinn frá okkur. Ég man
ekki eftir þér öðruvísi en það væri
eitthvað að gerast, oftast eitthvað
tengt íþróttum eða útivist. Það er
svo gaman að hugsa til baka því
það er svo ótrúlega margt sem þú
hefur áorkað og framkvæmt á
þinni ævi. Alls staðar þar sem ég
kem og þú hefur verið talar fólk
svo fallega um þig, að þú hafir ver-
ið svo mikill öðlingur, ég fyllist
alltaf stolti.
Þú varst svo óendanlega dug-
legur að fara eitthvað með okkur
krakkana. Allar skíðaferðirnar,
sumarbústaðarferðirnar og önnur
ferðalög, þú varst alltaf svo skap-
góður, sama hvað ég reyndi á þig.
Ég man sérstaklega vel eftir einu
skipti frá því ég var bara smápolli.
Þá fór ég með þér á Hlíðarenda
þar sem þú varst að dæma leik í
yngri flokkum og eins og svo oft í
íþróttum voru foreldrarnir á hlið-
arlínunni að öskra misgáfulegar
athugasemdir inn á völlinn og til
þín. Ég man að í bílnum á leiðinni
heim spurði ég þig af hverju þú
hefðir ekki flautað víti (fyrir Val,
man ekki við hverja þeir voru að
spila) og þú svaraðir strax að það
hefði ekki verið í anda leiksins að
„gefa víti“ þarna. Ég er ekki frá
því að strax þá hafi ég ákveðið að
þetta langaði mig til að gera,
dæma. Ég valdi að vísu annað
sport en þú, en alltaf hef ég haft
þessa minningu með mér.
Elsku pabbi, ég á eftir að sakna
þess svo að sitja með þér og fylgj-
ast með íþróttum og vera með þér,
það var alltaf svo gott að vera hjá
þér.
Ég gæti haldið svo lengi áfram.
Mig langar svo að þakka öllu
frábæra starfsfólkinu á Hjúkrun-
arheimilinu Sóltúni þar sem þú
varst síðustu tæpu þrjú árin fyrir
aðstoð þeirra og frábært starf.
Hvíldu í friði elsku besti pabbi
minn.
Jónas.
Elsku pabbi. Fyrstu orðin mín
voru bíddu pabbi og alltaf beiðstu
eftir mér.
Þú varst svo duglegur að fara
með okkur systkinunum í sund,
skauta og skíði. Það var svo gam-
an að dansa við þig, spila með þér
kana og púkk.
Þú áttir svo marga vini og ég á
svo dásamlegar minningar með
þeim, fjölskyldu þinni og mömmu,
spilaklúbbnum úr Verzló, Vals-
mönnum, KSÍ, Akóges, Lions-
klúbbnum Baldri, Héðni og Sæ-
björgu. Alltaf var fullt hús, gleði
og hlátur þar sem þú varst og ynd-
islegur gestagangur í sumarbú-
staðnum á Laugarvatni.
Þú varst líka svo stoltur og frá-
bær afi. Það var svo gaman að
geta gefið þér nafna í afmælisgjöf.
Ég datt svo sannarlega í lukku-
pottinn með þig, elsku pabbi, enda
varstu gull af manni.
Hvíl í friði.
Ég elska þig endalaust.
Ragnheiður.
Elsku tengdafaðir og afi. Það
hafa verið forréttindi að verða
samferða þér. Það er margt sem
kemur upp í hugann á svona tím-
um. Sorgin hellist yfir okkur en
kallar jafnframt fram margar
góðar minningar.
Nærvera þín var einstök og
einkenndist af jákvæðni og þægi-
legu andrúmslofti. Nægjusemi og
umhyggja fyrir náunganum kem-
ur fyrst upp í hugann yfir orð sem
lýsa þér best. Það endurspeglast
best í öllum þeim vinafjölda sem í
kringum þig var.
Dugnað og ósérhlífni lærði
maður líka af þér. Kraftur þinn í
að vinna í þágu íþróttahreyfing-
arinnar á ýmsum stöðum var
aðdáunarverður.
Við kveðjum nú einstakan
mann sem hafði mikil áhrif á líf
okkar og skapaði okkur frábærar
minningar.
Elsku tengdafaðir, hvíl í friði.
Elsku besti afi, takk fyrir allt.
Sigurður Egill, Elías
Björgvin, Kristófer Dagur og
Jóhanna Margrét.
Í dag kveð ég tengdaföður
minn, hann Elías Hergeirsson.
Með örfáum orðum langar mig
einfaldlega að segja við þig takk,
takk fyrir allt það sem þú hefur
gefið mér, takk fyrir hlýjuna, takk
fyrir hjálpina, takk fyrir að vera
yndislegur tengdapabbi, afi og
langafi. Ég gæti haldið svona
endalaust áfram um þennan ein-
staka mann.
Ég tel það forréttindi að hafa
kynnst þér og vera partur af þinni
fjölskyldu.
Þú varst alltaf hrókur alls fagn-
aðar í fjölskylduboðum og þar
naustu þín líka alltaf best í faðmi
fjölsyldu eða vina. Þú fylgdist vel
með öllu sem viðkom íþróttaiðkun
barnabarna þinna og þér þótti
gaman að spjalla um þær.
Það fór fátt framhjá þér þegar
íþróttir voru annars vegar enda
höfðu þær verið stór hluti af lífi
þínu, hvort sem þú stundaðir þær
sjálfur eða gegndir formennsku
og nefndarstörfum innan íþrótta-
hreyfingarinnar. Þú varst mikils
metinn þar enda rómaður fyrir
heiðarleika og vinnusemi. Mér
fannst alltaf gaman þegar ég gat
kynnt mig sem tengdason þinn,
enda í hvert skipti sem það gerðist
fékk maður ekkert nema lof-
söngva um þig.
Elsku Elías minn, ég á eftir að
sakna þín mikið en á sama tíma
get ég huggað mig við margar
yndislegar minningar um þig, um
mesta gæðablóð sem ég hef
kynnst.
Ég bið góðan Guð að gefa Val-
gerði tengdamóður minni styrk á
þessum erfiðu tímum. Um leið vil
ég dásama systkinin Hergeir,
Margréti, Ragnheiði og Jónas,
sem hafa sinnt föður sínum síðast-
liðin ár í veikindum hans af mikilli
ást og umhyggju. Þið eruð öll ein-
stök.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Hermann Hauksson.
Hugurinn reikar til baka um
sextíu og sex ár þegar við Elías
vorum að byrja í Verslunarskóla
Íslands og þar kynntumst við. Það
var samt eins og við hefðum
þekkst lengi og upp frá því mynd-
uðust sterk vináttubönd, sem
aldrei bar neinn skugga á.
Andlát vinar míns Elíasar Her-
geirssonar kom ekki á óvart, en þó
er erfitt að trúa að hann sé fallinn
frá.
Elías var hlýr og skemmtilegur
maður. Hann var hvers manns
hugljúfi. Heiðarleiki hans og
drenglyndi voru einstök.
Þó að Elías hafi átt heima í
Vesturbænum frá fæðingu þá fór
hann í Val. Hann keppti fyrir Val
og gegndi fjölmörgum trúnaðar-
störfum fyrir félagið. Elías var
sannur íþróttamaður og var bæði
góður knattspyrnumaður og
skíðamaður.
Lífsförunautur Elíasar var Val-
gerður Anna Jónasdóttir. Þau
voru eins og sköpuð hvort fyrir
annað. Þau eignuðust fjögur
mannvænleg börn, sem tengjast
meira og minna íþróttum.
Íþróttamennskan hefur svo
sannarlega smitast til barna
þeirra og barnabarna.
Elías átti við veikindi að stríða í
nokkur ár og dvaldi síðastliðin
tæp þrjú ár á hjúkrunarheimilinu
Sóltúni, sem býr yfir sérstaklega
hæfileikaríku og góðu fólki. Því er
þakkað fyrir frábæra umönnun.
Í erfiðum veikindum Elíasar
var Valgerður Anna við hlið hans
eins og klettur, tillitssöm og
verndandi.
Að leiðarlokum er Elíasi þökk-
uð ævarandi vinátta og hans
Elías
Hergeirsson
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar