Morgunblaðið - 16.10.2019, Blaðsíða 19
minnst með virðingu og bið ég
honum og ástvinum hans öllum
blessunar Guðs.
Blessuð sé minning Elíasar
Hergeirssonar.
Hafsteinn Hafsteinsson.
Vel man ég fyrsta fund okkar
Elíasar mágs míns. Bíbí systir
kom með hann í kynningar- og
sýningarferð heim á Framnesveg
27. Þau höfðu kynnst í öræfaferð
með ferðaklúbbi ungs fólks, Mar-
íumönnum. Þar sem hann sat á
móti mér í stofunni fannst mér
hann bjóða af sér góðan þokka,
fasprúður, með frán augu og gerð-
arlegt liðað hár sem fór honum
einkar vel.
Ég vissi deili á Elíasi. Hafði séð
hann spila knattspyrnu með Val,
hvar hann var um langan tíma af-
ar traustur leikmaður, vinnusam-
ur og einbeittur. Hann var
íþróttamaður að upplagi og allar
götur var hann handgenginn
íþróttum. Fyrst knattspyrnu og
skíðaiðkun, seinna badminton um
langan tíma og sjaldan vanrækti
hann sundtíma í hádeginu. Mörg-
um trúnaðarstörfum gegndi hann
fyrir Val og síðar KSÍ. Tel ég þó
ekki allt sem þessi vinnusami og
félagslyndi drengur tók sér fyrir
hendur.
Um árabil lékum við saman
badminton ásamt Gunnari mági
og fleiri dáðadrengjum. Var það
marglitur hópur og voru sumar
loturnar spilaðar með tali – jafn-
vel hátt stilltu! Ég man hann aldr-
ei reisa rödd í hita leiks. Þó gerðist
það stundum að hann skammaði
sjálfan sig ef eitthvað misfórst,
stappaði niður fæti og sagði:
„Hvað ertu að hugsa, Elías!“ Ætli
mætti nú ekki margt af svona við-
horfi læra?
Á frumbýlingsárunum bjugg-
um við Margrét í nágrenni við
Bíbí og Elías í Safamýrinni. Börn-
in okkar fæddust hvert af öðru og
ólust upp á svipuðu reki og bund-
ust traustum og ævarandi bönd-
um frændsemi og vináttu. Fljót-
lega fluttu Ragga og Gunnar
ásamt börnum í næsta nágrenni.
Stækkaði þá þessi myndarlegi og
samstillti hópur.
Elías var sigurvegari í lífi sínu
og naut hvarvetna trausts og virð-
ingar samferðamanna sinna. Síð-
asta glíman tapaðist. Slíkt verður
hlutskipti okkar allra. Hann mátti
heyja baráttuna lengi af full-
komnu æðruleysi og hugprýði.
Bakhjarlinn var Bíbí og fjöl-
skyldan öll – fágætur hópur.
Framlag þeirra var einstakt allan
þennan tíma. Elías var líka vin-
margur og sá flokkur stytti hon-
um stundir og sló birtu á tilveru
hans á erfiðum tíma.
Að ferðalokum flyt ég Bíbí og
afkomendum öllum hlýjar samúð-
arkveðjur og þakkir frá okkur
systkinunum, mökum, afkomend-
um og fjölskyldum.
Við munum öll minnast Elíasar
er við heyrum góðs manns getið.
Þorvaldur.
Ég settist í 1. bekk Verslunar-
skólans árið 1953, þá 15 ára gam-
all. Þar var meðal nemenda Elías
Hergeirsson og tókst fljótt með
okkur góð vinátta sem stóð allt líf-
ið. Ég kom frá litlu þorpi á Vest-
fjörðum og þekkti engan skóla-
félagann. Því voru kynni mín við
Elías mér mikils virði. Vináttan
efldist þegar við störfuðum saman
í slippnum í Reykjavík í tvö sumur
á skólaárunum.
Á skólaárunum stofnuðum við
spilaklúbb með góðum félögum.
Með því var stofnað til vináttu
sem enst hefur í yfir 60 ár. Einn af
félögunum var Friðjón B. Frið-
jónsson sem lést fyrir aðeins
þremur mánuðum og hafa því stór
skörð verið höggvin í vinahópinn á
stuttum tíma. Þátttaka í spila-
klúbbi hafði mikil áhrif á sam-
skipti okkar félaganna sem m.a.
fólust í því að við heimsóttum
heimili hver annars vikulega yfir
vetrarmánuðina. Við þáðum veit-
ingar frá eiginkonum okkar og
reyktum vindla meðan það leyfð-
ist. Eitt það ánægjulegasta í þessu
sambandi voru tækifærin sem fól-
ust í því að fá að fylgjast með upp-
vexti og þroska barna okkar og fá
að fylgjast með þeim ganga út í líf-
ið. Það jók á vináttuna að fara í
sameiginleg ferðalög og á þann
hátt kynnast betur fjölskyldum
hver annars.
Elías hóf störf í Útvegsbanka
Íslands að loknu námi. Þar starf-
aði hann m.a. við hlið eiginkonu
minnar. Úr bankanum lá leið hans
til Vélsmiðjunnar Héðins þar sem
hann gegndi starfi yfirbókara og
starfaði þar, þar til hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir. Segja
má að ævistarfið hafi verið hjá
Héðni.
Elías var mikill íþróttamaður.
Hann var mikill og einlægur Vals-
maður og spilaði í meistaraflokki
félagsins til margra ára og tók oft
þátt í leikjum á erlendri grund
fyrir Val. Hann var miðjuvallar-
spilari, þótti yfirvegaður og sókn-
djarfur. Elías ber ábyrgð á því að
ég er mikill Valsmaður. Hann stóð
fyrir því að við áttum margar
ánægjustundir í Valsheimilinu og
spiluðum badminton. Ég var oft
mjög þreyttur eftir þær æfingar
og konan mín sagði að augun í mér
væru í kross og ég svaraði að mér
væri uppálagt að elta hvern bolta.
Elíasi voru falin ýmis verkefni
á vegum íþróttahreyfingarinnar.
Hann sat í stórn Vals til margra
ára. Hann sat einnig í stjórn
Knattspyrnusambands Íslands og
Knattspyrnuráðs Reykjavíkur.
Hann var sæmdur heiðurskrossi
Íþróttasambands Íslands fyrir
störf sín fyrir íþróttahreyfinguna.
Alls staðar þar sem Elías kom
fram naut hann virðingar og
trausts fyrir yfirvegun og góða
framgöngu.
Elías var gæfumaður í einkalíf-
inu. Eiginkona hans, Valgerður
Anna (alltaf kölluð Bíbí af vinum
og ættingjum), annaðist hann með
einstökum hætti í hans erfiðu
veikindum.
Ég færi eiginkonu hans, börn-
um, tengdabörnum, barnabörnum
og langafabörnum mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Megi minn-
ing um góðan dreng lifa.
Kristján Ragnarsson.
„Valur er ekkert annað en ég,
þú og allir hinir,“ var sagt fyrir
margt löngu og vissulega vegnar
hverju íþróttafélagi misvel og þar
eru margir áhrifavaldar þar sem
hver einstaklingur leikur misstórt
hlutverk. Knattspyrnufélagið Val-
ur sér nú á bak einum af sínum
allra bestu sonum þegar Elías
Hergeirsson er kvaddur. Vinnu-
semin, heilindin og hið jákvæða
lundarfar voru meðal einkenna
þessa góða drengs. Elías spurði
aldrei hvað Valur gæti gert fyrir
hann, það var alltaf á hinn veginn,
og það var ekki tilviljun að við fé-
lagar í fulltrúaráðinu ákváðum að
Elías yrði fyrstur til að veita við-
töku Friðrikshattinum þegar sú
venja var tekin upp í tengslum við
jólafund ráðsins. Elías, sem kom
úr Vesturbænum, varð Íslands-
meistari með Val 1956 og eftir að
farsælum keppnisferli lauk tóku
félagsstörfin við, þ.á m. for-
mennska í knattspyrnudeildinni
og seta í aðalstjórn félagsins.
Starfsvettvangur Elíasar var
lengst af Vélsmiðjan Héðinn og
var gaman að koma þangað forð-
um daga þegar þeir voru þar þrír
saman, Elías, Friðjón B. Friðjóns-
son og Róbert Jónsson, allir gegn-
heilir Valsarar sem unnu sínu fé-
lagi heitt. Auk starfanna fyrir Val
sat Elías í stjórn KRR og var í
mörg ár gjaldkeri KSÍ. Allt þetta
hefði ekki getað gengið nema fyrir
stuðning eiginkonu hans og barna,
en Valgerður og Elías voru sann-
arlega glæsileg saman. Innilegar
samúðarkveðjur og þakkir eru
hér sendar til fjölskyldunnar og
fjölda vina.
F.h. fulltrúaráðs Vals,
Halldór Einarsson.
Fleiri minningargreinar
um Elías Hergeirsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2019
Súðavíkurhreppur
Auglýsing um skipulagsmál
í Súðavíkurhreppi
Hattardalur í Álftafirði
Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps samþykkti þann 11. janúar
2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í Hattardal í Álftafirði
skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Tillagan felur í sér heimild til að reisa litla vatnsaflsvirkjum
við Hattardalsá í Hattardal í Álftafirði, uppsett afl hennar er
allt að 100 Kw. Heimilt verður að virkja Hattardalsá sem á
upptök sín innst í Hattardal. Hattardalsá myndar landamerki
jarðanna Meiri-Hattardals I og II og Minni-Hattardals. Gert er
ráð fyrir stíflu fyrir inntakslón, aðveitulögn frá inntakslóni að
stöðvarhúsi, byggingu stöðvarhúss, gerð frárennslisskurðar
frá stöðvarhúsi að Hattardalsá, raf- og fjarskiptastrengir frá
stöðvarhúsi til notenda, vegur frá Meiri-Hattardal að stöðvar-
húsi og vegslóði frá stöðvarhúsi að inntaki.
Tillagan liggur frammi á skrifstofu Súðavíkurhrepps, Grundar-
stræti 3, Súðavík og hjá skipulags- og byggingarfulltrúa að
Hafnarstræti 1, Ísafirði, frá 16. október til 27. nóvember 2019
á venjulegum skrifstofutíma og á heimasíðu Súðavíkurhrepps
www.sudavik.is.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulags-
fulltrúa Súðavíkurhrepps í síðasta lagi 27. nóvember 2019 á
skrifstofu Súðavíkurhrepps, Grundarstræti 3, 420 Súðavík eða
á netfangið sudavik@sudavik.is
Jóhann Birkir Helgason
skipulags- og byggingarfulltrúi Súðavíkurhrepps
Súðavíkurhreppur
Auglýsing um Aðalskipulag
Súðavíkurhrepps 2018-2030
Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps hefur samþykkt að auglýsa
tillögu að aðalskipulagi Súðavíkurhrepps skv. 31. gr. laga nr.
123/2010 m.s.br. ásamt umhverfisskýrslu sbr. 7. gr. laga nr.
105/2006. Nýtt aðalskipulag tekur til tímabilsins 2018-2030
og er endurskoðun á aðalskipulagi fyrir tímabilið 1999-2018.
Tillagan er sett fram í greinargerð og uppdrætti.
Þar kemur fram stefna er varðar fjölmagra þætti, svo sem
þróun byggðar, landnotkun og innviði sem skipta bæjarbúa
miklu máli. Íbúar eru hvattir til að kynna sér hana vel.
Skipulagstillagan verður til sýnis í afgreiðslu sveitarfélags-
ins að Grundarstræti 3 í Súðavík og hjá skipulags- og
byggingar fulltrúa að Hafnarstræti 1, Ísafirði, frá 16. október
til og með 27. nóvember 2019. Á sama tíma verður tillagan
aðgengileg hjá Skipulagsstofnun bæði í sýningarrými að
Borgartúni 7b og á vefsíðunni www.skipulag.is. Þá eru öll
gögn aðalskipulagsins aðgengileg rafrænt á heimasíðu
Súðavíkurhrepps, www.sudavik.is, undir glugganum
„Heildarendurskoðun aðal skipulags Súðavíkurhrepps“.
Athugasemdir við tillöguna. Þeim sem telja sig eiga hags-
muna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athuga-
semdir við tillöguna og er frestur til að skila inn athuga semdum
til 27. nóvember 2019. Skila skal inn skrifl egum athuga semdum
á skrifstofu Súðavíkurhreppshans að Grundar stræti 3, 420
Súðavík eða á netfangið sudavik@sudavik.is
Súðavíkurhreppur
Auglýsing um skipulagsmál
í Súðavíkurhreppi
Langeyri, iðnaðar- og athafnasvæði í Álftafirði
Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps samþykkti þann 31. maí 2019
að auglýsa breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og athafna-
svæðis á Langeyri í Álftafirði skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga
nr. 123/2010 m.s.br.
Ástæða breytingarinnar er fyrirhuguð uppbygging hafnar- og
iðnaðarsvæðisins. Mörk deiliskipulagsins breytist þannig
að Langeyrarvegur, lóð I-1 og geymslusvæði verða felld út
úr skipulaginu. Fyrir breytingu er svæðið um 3,3 ha, eftir
breytingu verður skipulagssvæðið um 2,3 ha. Nýtt deili-
skipulag hafnar- og iðnaðarsvæðis inn af Langeyri verður
auglýst samhliða þessari breytingu.
Tillagan liggur frammi á skrifstofu Súðavíkurhrepps, Grundar-
stræti 3, Súðavík og hjá skipulags- og byggingarfulltrúa að
Hafnarstræti 1, Ísafirði, frá 16. október til 27. nóvember 2019
á venjulegum skrifstofutíma og á heimasíðu Súðavíkurhrepps
www.sudavik.is.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulags-
fulltrúa Súðavíkurhrepps í síðasta lagi 27. nóvember 2019 á
skrifstofu Súðavíkurhrepps, Grundarstræti 3, 420 Súðavík eða
á netfangið sudavik@sudavik.is
Súðavíkurhreppur
Auglýsing um skipulagsmál
í Súðavíkurhreppi
Hafnar- og iðnaðarsvæði inn af Langeyri í Álftafirði
Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps samþykkti þann 31. maí 2019
að auglýsa tillögu að deiliskipulagi hafnar- og iðnaðarsvæðis
inn af Langeyri í Álftafirði skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.
123/2010 m.s.br.
Tillagan felur í sér heimild til að byggja kalkþörungaverk-
smiðju á svæðinu þar sem unnið yrði allt að 120.000 m² af
kalkþörungaseti úr Ísafjarðardjúpi á ári. Deiliskipulagssvæðið
er að stórum hluta á uppfyllingu. Gert er ráð fyrir 230.000
m³ landfyllingu á allt að 38.000 m² svæði og 80 m löngum
viðlegukanti. Á svæðinu verður rými fyrir hráefnislón, setlón
og frekari vinnslu efnisins, þ.e.a.s. þurrkun, síun, mölun og
sekkjun. Rými er fyrir allt að 9.000 m² verksmiðjuhúsi, 1.400
m² grófgeymslu og 400 m² skrifstofu- og starfsmannahúsi.
Deiliskipulagið skarast á við deiliskipulag iðnaðar- og
athafna svæði á Langeyri og er það því auglýst samhliða
þessu deiliskipulagi.
Tillagan liggur frammi á skrifstofu Súðavíkurhrepps, Grundar-
stræti 3, Súðavík og hjá skipulags- og byggingarfulltrúa að
Hafnarstræti 1, Ísafirði, frá 16. október til 27. nóvember 2019
á venjulegum skrifstofutíma og á heimasíðu Súðavíkurhrepps
www.sudavik.is.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulags-
fulltrúa Súðavíkurhrepps í síðasta lagi 27. nóvember 2019 á
skrifstofu Súðavíkurhrepps, Grundarstræti 3, 420 Súðavík eða
á netfangið sudavik@sudavik.is
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur
fyrir veturinn og
tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Bækur til sölu
Tímarit Þjóðræknifélags Íslend-
inga 1.-49. árg., gott band,
Menntamál 1.-42. árg., Ferða-
félag 1928-1972, snoturt band,
Íslenk fornrit 21 bindi, skinn,
Árbók Fornleifafélagsins 1882-
1940 ib, ógyllt, bækur Vilhjálms
Stefánssonar á ensku, 6 stk.
Íslenskir hermenn í fyrra stríði,
Plógur 6.-9. árg., Á refaslóðum,
Skýrsla M.A. 1930-1977 ib.,
Sýslumannaævir 1-5., Sturlunga-
saga 1-2, 1946, Strandamenn.
Uppl. í síma 898 9475
Bækur
Smá- og raðauglýsingar
Tilkynningar
Vantar þig
pípara?
FINNA.is