Morgunblaðið - 16.10.2019, Qupperneq 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2019
40 ára Lilja ólst upp í
Vesturbæ Reykjavíkur
en býr í Mosfellsbæ.
Hún er viðurkenndur
bókari að mennt og er
bókari hjá Lýsi hf.
Maki: Ómar Pálsson, f.
1979, forritari hjá Loft-
myndum.
Börn: Brynjar Óli, f. 2004, og Sóley
Svana, f. 2007.
Foreldrar: Ólafur Tryggvi Egilsson, f.
1958, vélvirki, sjálfstætt starfandi, bú-
settur í Reykjavík, og Arndís Leifsdóttir,
f. 1961, húsmóðir í Reykjavík.
Lilja Huld
Ólafsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þótt erfiðlega gangi að hrinda áætl-
un þinni í framkvæmd er engin ástæða til
þess að gefast upp. Fagurkerinn í þér fær
útrás þegar þú færð nýju íbúðina afhenta.
20. apríl - 20. maí
Naut Einhver órói er í loftinu og þér er ekki
rótt. Ekki láta óttann ná tökum á þér. Þetta
verður einhver stormur í vatnsglasi.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það eru einhver tilfinningaleg
vandamál sem valda því að þér líður eins
og fiski á þurru landi. Reyndu að heim-
sækja einhvern sem þú hefur ekki séð
lengi.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú gætir rekist á gamlan maka eða
elskhuga og gleðst því þú finnur engar til-
finningar bærast. Einhver skýtur þér skelk í
bringu.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þótt þú sért vanalega upp á þitt besta
þegar það er nóg að gera hjá þér geturðu
verið afar góð/ur í að gera ekkert.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það hendir margan manninn að
kaupa hluti til þess að ganga í augun á öðr-
um en ekki af því að þörf sé fyrir hlutinn.
Reyndu að spyrna við fótum og ná valda-
stöðu þinni aftur.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er svo oft sem við búum sjálf yfir
þeim svörum sem við leitum helst. Gerðu
ráð fyrir nokkuð óvenjulegum degi því allt
getur gerst.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ert þekk/tur fyrir að við-
hafa fagleg vinnubrögð og þess vegna ertu
vinsæl/l til vinnu. Þér verður lítið úr verki
næstu daga.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Ýmsu má bjarga sem er orðið
gamalt og slitið. Brjóttu odd af oflætinu,
gakktu til samstarfs og þá fara hjólin að
snúast á nýjan leik.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú átt eftir að koma þér í klípu.
Mundu að ekkert er þess virði að missa
heilsuna fyrir.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Að gefa endalaust hugmyndir
þínar og tíma án þess að fá neitt í staðinn
er bara vitleysa. Einhver hugsun truflar þig,
reyndu að koma henni út úr höfðinu á þér.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Af einhverri ástæðu ertu í sviðsljós-
inu í dag. Hóflegum kröfum þínum er mætt
og þú gengur alsæl/l frá borði.
ávísunum og peningum. Ferðalög nú
eru leikur einn miðað við þetta.
Síðar var ég deildarstjóri hjá
Tryggingastofnun í félagsmála- og
upplýsingadeildinni og sá m.a. um
kynningarmálin. Ég lét útbúa fyrstu
handbókina um almannatryggingar,
sem er mjög flókinn málaflokkur, og
lagði drög að því að hún færi á netið.
Ég lærði allt um almannatryggingar
þarna og það kom sér vel á Alþingi
síðar.“
Ásta hefur setið í fjölda stjórna,
ráða og nefnda, m.a. í stjórn Friðar-
hreyfingar kvenna, útvarpsráði,
starfshópi um endurskoðun íslenskr-
ar heilbrigðislöggjafar, nefnd um efl-
ingu heimilisiðnaðar, undirbúnings-
nefnd fyrir alþjóðlegu kvenna-
ráðstefnuna Global Forum for
Women, fulltrúaráði Sólheima, stjórn
Heilsugæslustöðvar Vesturbæjar,
Miðbæjar og Hlíðahverfis, nefnd um
endurskoðun almannatryggingalaga,
nefnd um forgangsröðun í heilbrigð-
isþjónustu og stýrihópi geðræktar-
verkefnis landlæknisembættisins,
Geðhjálpar og Landspítala. Hún sat í
ráðgjafarhópi samgönguráðherra um
stefnumótun í ferðamálum, í verk-
efnisstjórn um heilsufar kvenna á
barnaársnefndar á barnaári SÞ og sá
þá um útvarps- og sjónvarpsþætti um
börn.“
Eftir nám fyrir fararstjóra Íslend-
inga erlendis tóku sólarlöndin við.
Ásta vann á sumrin víða í Suður-
Evrópu, oft með Einari, og var einnig
fararstjóri í Heimsreisum Ingólfs
Guðbrandssonar, sem var ein ferð á
ári um fjarlægar heimsálfur. „Þetta
var fyrir tíma netsins, farsíma og
greiðslukorta. Við ferðuðumst því
með töskur fullar af flugfarseðlum,
Á
sta Ragnheiður Jóhann-
esdóttir fæddist 16.
október 1949 í Reykja-
vík. Hún átti heima á
Víðimel 59 í fjölskyldu-
húsi móðurforeldra sinna fyrstu árin,
síðan á Reykjum í Mosfellssveit til
sjö ára aldurs er fjölskyldan flutti í
Laugarásinn. Þar eignaðist hún sínar
bestu vinkonur sem enn halda hópinn
og ferðast með mökum um fjarlægar
slóðir. Hún er nýkomin heim úr slíkri
ferð um silkileiðina í Úsbekistan.
„Ég fór snemma að vinna, fyrst hjá
afa á Hressingarskálanum og Valhöll
á Þingvöllum. Var í fiskvinnu hjá
Júpiter og Mars og Ísbirninum. Svo
fór ég 15 ára sumarlangt til Spánar
sem barnfóstra hjá móðursystur
minni. Þá fékk ég ólæknandi ferða-
bakteríu, sem hefur bara ágerst. Á
menntaskólaárunum var ég í þýsku-
námi í Lindau við Bodensee eitt sum-
ar, annað sumar vann ég á barna-
heimili Rauða krossins í Biskups-
tungum.
Eftir stúdentspróf frá MR 1969 fór
ég í HÍ í félagsfræði og ensku og var
flugfreyja hjá Loftleiðum í nokkur
sumur. Þá var ég plötusnúður í
Glaumbæ og Tónabæ. Þetta leiddi
mig í útvarpið þar sem ég sá um dæg-
urmála- og fréttatengda þætti, popp-
og óskalagaþætti. Ég sá meðal ann-
ars um Lög unga fólksins um árabil.
Þá var bara ein íslensk útvarpsstöð
og allir hlustuðu á það sama. Í út-
varpinu var ég meira og minna í tutt-
ugu ár og sá líka um marga sjón-
varpsþætti. Þetta var stórkostlegur
tími og þar kynntist ég mörgu
skemmtilegu fólki.“
Á háskólaárunum fór Ásta í fyrsta
sinn í framboð til Alþingis 1971, þá
fyrir Framboðsflokkinn með starfs-
titilinn plötusnúður. Þetta framboð
var sprottið úr uppreisnaranda ’68-
kynslóðarinnar. „Þar kynntist ég
Einari, eiginmanni mínum. Við gift-
um okkur 29. desember 1973.
Eftir háskólanám fluttum við til
Hellu og kenndum við Gagnfræða-
skólann þar í tvö ár. Við fluttum svo
aftur til Reykjavíkur og ég kenndi við
Fiskvinnsluskólann í Hafnarfirði í
þrjú ár. Árið 1979 var ég starfsmaður
vegum heilbrigðisráðuneytisins, var
formaður Straumhvarfa, átaksverk-
efnis fyrir geðfatlaða, varaformaður
nefndar á vegum heilbrigðisráðherra
um greiðsluþátttöku almennings í
heilbrigðiskerfinu og varaformaður
nefndar þingmannasamtaka NATO
um málefni Miðjarðarhafsríkja og
Mið-Austurlanda.
Ásta sat á Alþingi í 18 ár, frá 1995
til 2013. Hún var félags- og trygg-
ingamálaráðherra í minnihlutastjórn-
inni 2009 eftir hrun. Síðar sama ár
var hún kjörin forseti Alþingis til
fjögurra ára. Eftir að hún lét af störf-
um á Alþingi var hún framkvæmda-
stjóri 100 ára afmælis kosningaréttar
kvenna.
Fjölskylda
Eiginmaður Ástu er Einar Örn
Stefánsson, f. 24.7. 1949, fv. fram-
kvæmdastjóri og fréttamaður. For-
eldrar hans voru Stefán Þ. Guðjohn-
sen, f. 29.11. 1926 á Húsavík, d. 24.9.
1969, lögfræðingur í Reykjavík, og
Guðrún Gréta Runólfsdóttir, f. 5.12.
1928 í Vestmannaeyjum, d. 18.6.
2014, skrifstofumaður í Reykjavík.
Börn Ástu og Einars eru: 1) Ragna
Björt, f. 11.12. 1972 í Reykjavík, verk-
efnastjóri hjá lyfjafyrirtækinu TEVA
í Amsterdam, sambýlismaður hennar
er Immo De Maar sölustjóri. Dóttir
Rögnu er Sóley, f. 2008. Þau búa í
Amsterdam. 2) Ingvi Snær, f. 10.3.
1976 í Reykjavík, hæstaréttar-
lögmaður á Lögfræðistofu Reykja-
víkur, eiginkona hans er Hildur Ýr
Ottósdóttir, arkitekt hjá Yddu arki-
tektum. Börn þeirra eru Ásta Rún, f.
2002, og Ottó Snær, f. 2006. Þau búa í
Reykjavík.
Systkini Ástu Ragnheiðar eru
Guðrún, f. 22.12. 1950, umhverfis- og
félagsfræðingur í Reykjavík; Ragnar,
f. 9.10. 1956, efnaverkfræðingur í
Reykjavík, og Bjarni, f. 9.12. 1960,
viðskiptafræðingur í Reykjavík.
Foreldrar Ástu: hjónin Margrét
Sigrún Ragnarsdóttir, f. 7.11. 1924 í
Reykjavík, húsfreyja, og Jóhannes
Bjarnason, f. 18.7. 1920 í Knarrarnesi
á Mýrum, d. 8.6. 1995, verkfræðingur
í Áburðarverksmiðjunni og Sements-
verksmiðjunni.
Ásta R. Jóhannesdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis – 70 ára
Fjölskyldan F.v.: Hildur Ýr, Einar Örn, Ásta Ragnheiður, Sóley, Ingvi Snær,
Ottó Snær, Ásta Rún og Ragna Björt í garðinum í Garðastræti 43 árið 2016.
Með ólæknandi ferðabakteríu
Hjónin Ásta og Einar á leið upp á
Kumbel-tind í Úsbekistan.
30 ára Kristbjörg er
Reykvíkingur en býr í
Reykjanesbæ. Hún er
leikskólakennari að
mennt og vinnur á
leikskólanum Holti.
Maki: Ástvaldur
Kristján Reynisson, f.
1989, smiður hjá R. Ástvaldssyni.
Foreldrar: Hörður Geirlaugsson, f.
1951, vann lengi hjá Sementsverksmiðj-
unni, og Sigrún Gísladóttir, f. 1953,
kennir á sjúkraliðabraut í Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti. Þau eru búsett í
Reykjavík.
Kristbjörg Heiðrún
Harðardóttir
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
Einfalt og nett hjartastuðtæki fyrir stofnanir
og fyrirtæki. Tækið greinir sjálfkrafa mögulega
rafvirkni í hjartanu og sé þess þörf gefur
það rafstuð. Tækið talar til notandans og gefur
fyrirmæli á íslensku*
*Einnig fáanlegt með ensku tali.
LIFEPAK CR PLUS
HJARTASTUÐTÆKI