Morgunblaðið - 16.10.2019, Síða 24
MEISTARADEILD
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
„Leikurinn leggst mjög vel í mig og
ég er fyrst og fremst spennt að tak-
ast á við þetta verkefni,“ sagði Alex-
andra Jóhannsdóttir, miðjumaður
knattspyrnuliðs Breiðabliks, í sam-
tali við Morgunblaðið á blaðamanna-
fundi liðsins á Kópavogsvelli í gær.
Breiðablik mætir franska stórlið-
inu PSG í fyrri leik liðanna í átta liða
úrslitum Meistaradeildar Evrópu á
Kópavogsvelli í dag klukkan 18:30.
Breiðablik sló tékknesku meistarana
í Sparta Prag úr leik í sextán liða úr-
slitum keppninnar, samanlagt 4:2, á
meðan PSG sló Sporting Braga frá
Portúgal úr leik, samanlagt 7:0.
Alexandra var í byrjunarliði ís-
lenska kvennalandsliðsins í knatt-
spyrnu sem mætti Frakklandi í vin-
áttuleik á Costieres-vellinum í
Nimes í Frakklandi 4. október síð-
astliðinn. Alls komu tveir leikmenn
PSG við sögu í leiknum sem lauk
með 4:0-sigri Frakka.
„Ég held að það sé alveg óhætt að
segja það að leikirnir gerist ekki
mikið stærra og þetta er sá stærsti á
mínum ferli hingað til. Það var mikil
upplifun að mæta þeim í byrjun
október og þær eru ógeðslega góðar
í fótbolta. Þær búa yfir þvílíkum
gæðum og það var náttúrlega
stærsti munurinn á liðunum í Ni-
mes. Þær eru fáránlega góðar með
boltann, geta haldið boltanum gríð-
arlega vel innan síns liðs og ég held
að það sé alveg eitthvað sem við get-
um átt von á frá leikmönnum PSG á
morgun.“
Alexandra á von á því að Blikar
liggi til baka á morgun og leyfi
franska stórliðinu að vera með bolt-
ann. Miðjumaðurinn er ekki óvön því
að verjast eftir þrjú tímabil með
uppeldisfélagi sínu Haukum.
Vön því að verjast
„Við munum leggja áherslu á
varnarleikinn á morgun og reyna
svo að treysta á skyndisóknir. Þótt
ég hafi kannski verið í meira sókn-
arhlutverki hjá Blikum þá er ég
ágætlega vön því að spila vörn eftir
tíma minn hjá Haukum og það verð-
ur bara gaman að takast á við það
verkefni á morgun. Ég held að
landsleikurinn gegn Frökkum á dög-
unum hjálpi mér aðeins fyrir
morgundaginn. Ég veit betur hvað
ég er að fara út í og við erum ekki
jafn langt frá þeim og maður heldur
fyrirfram, eftir að hafa horft á
myndbandsupptökur af þeim. Þegar
þær skora þá fagna þær varla á með-
an við vinnum nánast titil í hvert
skipti sem við skorum. Það er mikil
leikgleði í okkar hóp og vonandi get-
um við farið langt á henni.“
Alexandra fékk tækifæri í byrj-
unarliði íslenska kvennalandsliðsins
í landsleikjunum í byrjun október
gegn Frakklandi og Lettlandi en
hún nýtti tækifæri sitt vel og skoraði
sitt fyrsta landsliðsmark gegn Lett-
um í Liepaja.
„Það er alltaf gaman að skora en
það gaf mér fyrst og fremst sjálfs-
traust að fá tækifæri í byrjunarlið-
inu. Það kom mér skemmtilega á
óvart ef ég á að vera alveg hrein-
skilin því ég átti alls ekki von á því.
Að sama skapi verður ekkert mál að
gíra sig upp í leikinn á morgun og
maður hefur kannski meiri áhyggjur
af því að spennustigið verði of hátt.
Við lentum í smá vandræðum með
það á móti Spörtu Prag en ég hef
fulla trú á því að við séum komnar
yfir það núna,“ sagði Alexandra í
samtali við Morgunblaðið.
Leikirnir gerast ekki mikið stærri
Alexandra full
sjálfstrausts eftir
landsleikjahlé
Morgunblaðið/Eggert
Kraftmikil Alexandra Jóhannsdóttir er lykilmaður í liði Breiðabliks. Hún
skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á dögunum gegn Lettlandi í Liepaja.
Í EYJUM
Guðmundur Tómas Sigfússon
sport@mbl.is
Leikmenn Aftureldingar sóttu tvö
dýrmæt stig til Vestmannaeyja í gær
þegar liðið spilaði við ÍBV í hörkuleik
í 6. umferð Olís-deildar karla. Leikn-
um lauk 23:24 en Eyjamenn leiddu í
raun allan leikinn áður en skipulagð-
ur varnarleikur gestanna varð til
þess að leikmenn ÍBV hættu að finna
netmöskvana. Arnór Freyr Stef-
ánsson, markvörður Aftureldingar, á
í raun stærstan þátt í sigri gestanna
en hann varði nokkuð vel, sérstaklega
í síðari hálfleik.
Annan leikinn í röð eru Eyjamenn
verulega ósáttir út í dómara leiksins
en margir dómar á síðustu 15 mín-
útum leiksins fóru mjög fyrir brjóstið
á leikmönnum, þjálfurum og stuðn-
ingsmönnum ÍBV. Þá helst á lokasek-
úndum leiksins þar sem Kristján Örn
Kristjánsson reyndi að jafna metin
fyrir heimamenn en fékk hressilega
hrindingu í bakið. Í viðtali eftir leik
sagði Kristinn Guðmundsson, annar
þjálfara ÍBV, að dómaraparið væri
það versta sem boðið er upp á í deild-
inni og annar dómari leiksins hefði
átt fjöldann allan af dómum á loka-
kaflanum sem gerðu ÍBV erfitt fyrir.
Eyjamenn leiddu 16:12 í hálfleik en
liðið komst mest fimm mörkum yfir í
fyrri hálfleik. Allt lék í lyndi hjá Eyja-
mönnum þar til liðið komst fjórum
mörkum yfir, 21:17, þá fór að halla
undan fæti á síðasta korterinu. Liðið
skoraði einungis sjö mörk í seinni
hálfleik og einungis tvö á síðasta
korterinu, það er ömurleg uppskera.
Frábær mörk Karolis Stropus og
seigla Guðmundar Árna Ólafssonar
eiga stóran þátt í sigrinum en þeir
gerðu vel á lokakaflanum þegar Aft-
urelding var að síga fram úr. Guð-
mundur gerði sigurmarkið þegar
mínúta var eftir og samtals sex mörk
í leiknum.
Afturelding heldur áfram frábærri
byrjun sinni en eini tapleikur liðsins
kom gegn FH-ingum í Kaplakrika
þar sem liðið varð fyrir miklu áfalli en
Gestur Ólafur Ingvarsson meiddist
þar illa og missir fyrir vikið af rest-
inni af tímabilinu.
Sterkari á
lokakaflanum
ÍBV skoraði 7 mörk í síðari hálfleik
Morgunblaðið/Hari
Drjúgur Guðmundur Árni Ólafsson var atkvæðamikill í Eyjum í gær.
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2019
Undankeppni EM U21 karla
1. riðill:
Ísland – Írland.......................................... 1:0
Sveinn Aron Guðjohnsen 29. (víti). Rautt
spjald: Lee O’Connor (Írlandi) 88.
Lúxemborg – Svíþjóð.............................. 0:3
Dejan Kulusevski 22.(víti), Jake Larsson
32., 42.
Staðan:
Írland 5 3 1 1 7:2 10
Ísland 4 3 0 1 10:6 9
Ítalía 3 2 1 0 6:0 7
Svíþjóð 3 2 0 1 9:3 6
Armenía 3 0 0 3 1:8 0
Lúxemborg 4 0 0 4 0:14 0
Ísland sækir Ítalíu heim 16. nóvember en
seinni fimm leikirnir fara fram á næsta ári,
tveir þeir fyrstu á Írlandi og í Armeníu í lok
mars.
Undankeppni EM karla
D-RIÐILL:
Sviss – Írland............................................ 2:0
Haris Seferovic 16., sjálfsmark 90.
Gíbraltar – Georgía................................. 2:3
Lee Casciaro 66., Roy Chipolina
74. – Giorgi Kharaishvili 10.,
Jaba Kankava 21., Giorgi Kvilitaia 84.
Staðan:
Danmörk 6 3 3 0 16:5 12
Írland 7 3 3 1 6:4 12
Sviss 6 3 2 1 12:5 11
Georgía 7 2 2 3 7:10 8
Gíbraltar 6 0 0 6 2:19 0
F-RIÐILL:
Svíþjóð – Spánn ....................................... 1:1
Marcus Berg 50. – Rodrigo 90.
Rúmenía – Noregur................................. 1:1
Alexandru Mitrita 62. – Alexander Sörloth
90.
Færeyjar – Malta ..................................... 1:0
Rógvi Baldvinsson 71.
Staðan:
Spánn 8 6 2 0 19:5 20
Svíþjóð 8 4 3 1 18:9 15
Rúmenía 8 4 2 2 17:8 14
Noregur 8 2 5 1 13:10 11
Malta 8 1 0 7 2:18 3
Færeyjar 8 1 0 7 4:23 3
Spánn hefur tryggt sér sæti á EM.
G-RIÐILL:
Ísrael – Lettland ...................................... 3:1
Munas Dabbur 16., 42., Eran Zahavi 26. –
Vladimirs Kamess 40.
Staðan:
Pólland 8 6 1 1 13:2 19
Austurríki 8 5 1 2 17:7 16
Slóvenía 8 3 2 3 13:8 11
Ísrael 8 3 2 3 15:15 11
N-Makedónía 8 3 2 3 10:11 11
Lettland 8 0 0 8 2:27 0
Pólland hefur tryggt sér sæti á EM.
J-RIÐILL:
Finnland – Armenía ................................ 3:0
Fredrik Jensen 31., Teemu Pukki 61., 88.
Grikkland – Bosnía.................................. 2:1
Evangelos Pavlidis 30., sjálfsmark 88. –
Amer Gojak 35.
Liechtenstein – Ítalía .............................. 0:5
Andrea Belotti 70., 90., Federico Bernar-
deschi 2., Alessio Romagnoli 77., Stephan
El Shaarawy 82.
Helgi Kolviðsson þjálfar Liechtenstein.
Staðan:
Ítalía 8 8 0 0 25:3 24
Finnland 8 5 0 3 12:8 15
Bosnía 8 3 1 4 17:14 10
Armenía 8 3 1 4 13:15 10
Grikkland 8 2 2 4 9:13 8
Liechtenstein 8 0 2 6 2:25 2
Ítalía hefur tryggt sér sæti á EM.
Vináttulandsleikir karla
Danmörk – Lúxemborg .......................... 4:0
Kasper Dolberg 21., 59., Martin Brait-
hwaite 13., Christian Gytkjær 67.
Tékkland – Norður-Írland ...................... 2:3
Alsír – Kólumbía....................................... 3:0
Gínea – Síle ............................................... 2:3
KNATTSPYRNA
KNATTSPYRNA
Meistaradeild kvenna, 16-liða úrslit:
Kópavogsv.: Breiðablik – París SG..... 18.30
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Hleðsluhöllin: Selfoss – KA ................. 18.30
Kaplakriki: FH – Fjölnir ..................... 19.30
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Framhús: Fram U – Valur U .............. 20.15
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin:
DHL-höllin: KR – Valur ...................... 19.15
Blue-höllin: Keflavík – Breiðablik ...... 19.15
Mustad-höll: Grindavík – Haukar....... 19.15
Stykkish.: Snæfell – Skallagrímur...... 19.15
Í KVÖLD!
Þýskaland
Alba Berlín – Frankfurt ..................... 87:53
Martin Hermannsson gaf 6 stoðsending-
ar og skoraði 7 stig fyrir Alba Berlín.
KÖRFUBOLTI
Ekki er útlit fyrir að Ólafíu Þórunni
Kristinsdóttur úr GR né Valdísi
Þóru Jónsdóttur úr Leyni takist að
komast á lokastig úrtökumótanna
fyrir bandarísku LPGA-mótaröðina
í golfi. Þær hafa leikið 36 holur á
öðru stigi úrtökumótanna á Flórída
og standa höllum fæti.
Ólafía lék í gær á 75 höggum og
er samtals á fimm yfir pari í 133.
sæti. Valdís var í gær á 76 höggum
og er samtals á sjö höggum yfir
pari í 131. sæti. 27 efstu eru nú á
samtals fjórum undir pari eftir
hringina tvo. sport@mbl.is
Standa höllum
fæti á Flórída
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Úrtökumót Ólafía Þórunn var með
keppnisrétt á LPGA.
Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í
knattspyrnu, er að ganga til liðs við
Al-Arabi í Katar að sögn fjölmiðla
þar í landi. Birkir verður þar með
liðsfélagi Arons Einars Gunnars-
sonar landsliðsfyrirliða, en Heimir
Hallgrímsson, fyrrverandi lands-
liðsþjálfari Íslands, er knattspyrnu-
stjóri Al-Arabi.
Birkir hefur verið án félags síðan
hann rifti samningi sínum við enska
úrvalsdeildarfélagið Aston Villa í
júní. Al-Arabi er í öðru sæti deild-
arinnar með 13 stig eftir fyrstu
fimm leiki sína.
Heimir að næla
í Birki Bjarnason
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Katar Birkir Bjarnason virðist vera
búinn að finna sér nýtt félag.
Vestmannaeyjar, Olísdeild karla,
þriðjudag 15. október 2019.
Gangur leiksins: 3:2, 6:5, 11:9, 15:10,
16:12, 17:14, 19:15, 20:17, 21:21, 23:23,
23:24.
Mörk ÍBV: Kristján Örn Kristjánsson 8,
Hákon Daði Styrmisson 5/5, Dagur
Arnarsson 3, Fannar Friðgeirsson 2,
Gabriel Martínez 2, Theódór Sig-
urbjörnsson 2, Elliði Snær Viðarsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 7/1.
ÍBV – AFTURELDING 23:24
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk Aftureldingar: Guðmundur
Árni Ólafsson 6, Karolis Stropus 5,
Gunnar Kristinn Þórsson 4, Birkir
Benediktsson 3, Júlíus Þórir Stef-
ánsson 3, Tumi Steinn Rúnarsson 2/1,
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 1.
Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson
11/1.
Utan vallar: 4 mínútur.
Áhorfendur: 450.