Morgunblaðið - 16.10.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.10.2019, Blaðsíða 25
Í FOSSVOGI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Strákarnir í U21 árs landsliði karla í knattspyrnu stóðu við stóru orðin. Þeir lofuðu að bæta fyrir skellinn sem þeir fengu gegn Svíum um síð- ustu helgi í undankeppni EM og þeim tókst það því þeir lögðu Íra að velli 1:0 í hryssingslegu veðri í Vík- inni í gær og eru þá komnir með níu stig í riðlinum eftir fjóra leiki. Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 29. mínútu sem dæmd var þegar skot Ara Leifssonar hafði viðkomu í hönd eins leiksmanna Íra innan vítateigs. Það var ekki mikið um opin færi en íslenska liðið náði oft á tíðum góðum samleiksköflum og barátta, vilji og gott skipulag einkenndi lærisveina Arnars Þór Viðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen í þessum leik. Ír- ar, sem eru í toppsæti riðilsins, náðu sjaldan að ógna vörn íslenska liðsins né markinu og þegar upp var staðið var sigur Íslands sanngjarn og ekki síður mikilvægur en það stefnir í hörkuslag á milli Íra, Íslendinga, Ítala og Svía um toppsætin í riðl- inum. Liðið í efsta sæti fer á EM en liðið sem endar í öðru sæti fer í um- spil. ,,Við erum bara alveg í skýjunum eftir þennan sigur. Það var gott að koma til baka eftir útreiðina sem við fengum gegn Svíunum og sýna úr hverju við erum gerðir. Við vorum hrikalega þéttir fyrir, unnum vel hver fyrir annan og íslenska liðs- heildin skilaði þessum sigri,“ sagði Stjörnumaðurinn Alex Þór Hauks- son við Morgunblaðið eftir leikinn en hann var að öðrum ólöstuðum besti maður Íslands. Alex kom inn í byrj- unarliðið ásamt Herði Inga Gunn- arssyni og báðir áttu þeir skínandi leik. Alex Þór lék í stöðu aftasta miðjumanns og gerði það afar vel þar sem hann vann marga bolta af írsku leikmönnunum og var duglegur að koma knettinum í spil. ,,Mér fannst Írarnir hvorki kom- ast lönd né strönd. Við vorum dug- legir að loka á þá. Mér fannst allir skila sínu virkilega vel og þetta var nauðsynlegur sigur til að halda okk- ur í toppbaráttunni þar sem við ætl- um okkur að vera. Írarnir voru að gorta sig af því fyrir leikinn að þeir væru ósigraðir á toppnum og það var gott að koma þeim niður á jörðina. Við förum með gott sjálfstraust til Ítalíu í næsta mánuði og við ætlum okkur að fá eitthvað út úr þeim leik,“ sagði Alex. Fyrirliðinn Jón Dagur Þorsteinsson og Kolbeinn Finnsson voru sprækir og aftasta varnarlínan og markvörðurinn Patrik Gunn- arsson stigu vart feilspor. Stóðu við stóru orðin  Flott frammistaða hjá U21 árs landsliðinu í mikilvægum sigri gegn Írum  Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 1:0 Sveinn Aron Guðjohnsen skorar eina mark leiksins í Fossvoginum í gær úr vítaspyrnu. ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2019 HANDBOLTI Olísdeild karla ÍBV – Afturelding ................................ 23:24 Staðan: Haukar 6 5 1 0 155:142 11 ÍR 6 5 0 1 188:162 10 Afturelding 6 5 0 1 157:145 10 ÍBV 6 4 0 2 159:148 8 Selfoss 5 3 1 1 146:146 7 FH 5 2 1 2 132:131 5 KA 5 2 0 3 137:136 4 Fram 6 2 0 4 140:149 4 Valur 6 1 1 4 144:145 3 Fjölnir 5 1 1 3 127:143 3 Stjarnan 6 1 1 4 143:161 3 HK 6 0 0 6 145:165 0 Grill 66 deild karla Þróttur – Víkingur ............................... 28:29 Staðan: Þróttur 5 3 1 1 166:148 7 Þór Ak. 4 3 1 0 118:104 7 KA U 4 3 0 1 134:106 6 Víkingur 5 2 1 2 122:125 5 FH U 4 2 0 2 115:110 4 Haukar U 4 2 0 2 109:100 4 Valur U 4 2 0 2 116:118 4 Grótta 4 2 0 2 100:106 4 Stjarnan U 4 0 1 3 94:131 1 Fjölnir U 4 0 0 4 94:120 0 Spánn Barcelona – Puerto Sagunto.............. 46:25  Aron Pálmarsson skoraði 1 mark fyrir Barcelona. Svíþjóð Kristianstad – Skövde......................... 18:23  Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 1 mark fyrir Kristianstad og Teitur Örn Ein- arsson 1. Þjálfarakapallinn svokall- aði gekk upp í gær þegar Fylkir og Grótta tilkynntu um ráðningar sínar á þjálfurum fyrir karlalið sín í fótbolta. Þar með eru liðin tólf sem skipa úrvalsdeildina á næsta ári öll komin með skipstjóra í brúna. Átta þeirra voru það reyndar fyr- ir en miklar vangaveltur voru í gangi um hvað hin fjögur myndu gera, í mislangan tíma. Áhugaverðust er ráðning Fylkismanna sem fóru ekki á hefðbundna markaðinn heldur réðu Atla Svein Þórarinsson, sem var aldrei nefndur til sög- unnar í þjálfarakaplinum um- rædda. Svo kom á daginn að tvö fé- laganna skiptust einfaldlega á þjálfurum, enda þótt þau ættu auðvitað ekki nein viðskipti sín á milli í þeim efnum. Breiðablik réð um daginn Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem var búinn að gera það gott með Gróttu og fyrir vikið var grátur og gnístran tanna á Nesinu. Að- stoðarþjálfarinn fylgdi með í kaupunum. Í gær svaraði Grótta svo fyrir sig með því að ráða Ágúst Þór Gylfason, sem Blikar létu víkja fyrir Óskari Hrafni. Og aðstoðarþjálfarinn fylgdi líka með í kaupunum. Þeir Óskar, Ágúst, Halldór og Guðmundur afhenda nú líklega hvor öðrum þjálfaraúlpurnar sem þeir klæddust á síðasta tímabili. Þeir þurfa bara að passa að tæma vasana svo engin hern- aðarleyndarmál fylgi með. Þetta voru ekki einu skiptin á milli félaga. Sigurbjörn Hreið- arsson hvarf á braut sem að- stoðarþjálfari Vals undanfarin ár og tók við sem aðalþjálfari Grindavíkur. Hvert fór þá Túfa, þjálfari Grindavíkur? Jú, auðvit- að beint í úlpu Sigurbjörns sem aðstoðarþjálfari Vals! Túfa þekkir þetta vel – hann skipti við Óla Stefán Flóventsson á milli KA og Grindavíkur í fyrra! BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Borislav Mihaylo, forseti búlgarska knattspyrnusambandsins, er hætt- ur en öll spjót hafa staðið á honum eftir að tvívegis þurfti að stöðva leik Búlgaríu og Englands í undan- keppni EM vegna kynþáttaníðs búlgarskra stuðningsmanna. Í gær krafðist Boyko Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu, þess af Mihaylo að hann segði af sér og bætti því við að ríkisstjórnin myndi slíta öll tengsl við búlgarska knatt- spyrnusambandið, þar á meðal fjár- hagslegan stuðning, þar til Mihay- lov léti af störfum. Ráðherra knúði fram afsögn AFP Völd Boyko Borisov, forsætisráð- herra Búlgaríu, tók í taumana. Helgi Kolviðsson, landsliðsþjálfari karlaliðs Liechtenstein í knatt- spyrnu, fékk stórt og verðugt verk- efni í undankeppni EM í gær. Knattspyrnustórveldið Ítalía kom þá í heimsókn. Eftir vonbrigðin í undankeppni HM hafa Ítalir fundið taktinn undir stjórn Roberto Man- cini og hafa tryggt sér sæti á EM. Smáríkið átti erfitt uppdráttar en Ítalía skoraði strax á 3. mínútu. Staðan breyttist ekki fyrr en á 70. mínútu þegar Ítalía bætti við marki. En þau urðu fimm áður en yfir lauk og Ítalía sigraði 5:0. Helgi tókst á við Roberto Mancini Morgunblaðið/Eggert Landsliðsþjálfari Helgi Kolviðsson glímdi við stóran andstæðing. 1:0 Sveinn Aron Guðjohnsen 29. úr vítaspyrnu eftir að Ari Leifsson átti skot í hönd varnarmanns Íra. I Gul spjöldJón Dagur, Ísak Óli, Sveinn Aron, Patrik, Lee O’Connor, Jason Molumby. I Rauð spjöldLee O’Connor 89. ÍSLAND – ÍRLAND 1:0 Ísland: (4-5-1) Mark: Patrik S. Gunn- arsson. Vörn: Alfons Sampsted, Ísak Óli Ólafsson (Finnur Tómas Pálma- son 78), Ari Leifsson, Hörður Ingi Gunnarsson. Miðja: Jón Dagur Þor- steinsson (Brynjólfur Darri Will- umsson 90), Willum Þór Willumsson, Alex Þór Hauksson, Stefán Teitur Þórðarson (Daníel Hafsteinsson 77), Kolbeinn Birgir Finnsson. Sókn: Sveinn Aron Guðjohnsen (Brynjólfur Darri Willumsson 77). Dómari: Dumitri Muntean, Moldóvu. Áhorfendur: 228. Fjölnir vann Skautafélag Reykjavíkur 4:2 í Hertz-deild karla í íshokkí í gærkvöldi í Egils- höllinni í Grafarvogi. Fjölnir hefur unnið báða leiki sína til þessa í deildinni en SR byrjar tímabilið illa og hefur tapað fyrstu fjórum leikjunum. Kristján Kristinsson skoraði eina markið í fyrsta leikhluta fyrir Fjölni en í öðrum leik- hluta komu þeir Michal Stoklosa og Sölvi Eg- ilsson Fjölni í 3:0. Tómas Tjörvi Ómarsson minnkaði muninn fyrir SR. Í síðasta leikhlutanum jókst spennan þegar Kári Guðlaugsson skoraði annað mark SR- inga þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Vignir Arason átti síðasta orðið þegar hann skoraði í opið markið á lokamínútunni. Morgunblaðið/Hari Annar sigur Fjölnis 4:2 Fjölnismenn fagna einu marka sinna gegn SR í Egilshöllinni í gærkvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.