Morgunblaðið - 16.10.2019, Page 26
ÞJÁLFARAR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Liðin tólf sem leika í efstu deild
karla í knattspyrnu næsta sumar
eru búin að ganga frá því hverjir
stjórna liðunum. Fylkir og Grótta
réðu þjálfara í gær og var það loka-
hnykkurinn í ferlinu en fjögur lið
fengu til sín nýja þjálfara eftir að Ís-
landsmótinu lauk: Valur, Breiðablik,
Fylkir og Grótta.
Fylkir réð raunar tvo þjálfara sem
bera munu jafn mikla áhyrgð, Atla
Svein Þórarinsson og Ólaf Stígsson,
einn dáðasta leikmann félagsins í
gegnum tíðina. Nafn Atla hefur ekki
farið hátt varðandi þjálfunina en
hann lék lengi með KA og Val hér
heima.
„Já, að sumu leyti kom það á óvart
en það var mikill heiður. Mér fannst
ég ekki geta sleppt þessu tækifæri
og er bara gríðarlega spenntur að
takast á við verkefnið,“ sagði Atli
þegar mbl.is spurði hann í gær hvort
símtalið frá Fylkismönnum hefði
komið honum á óvart.
„Ég hef verið í þjálfun undanfarin
ár og síðast yfirþjálfari hjá Stjörn-
unni þannig að maður hefur lifað og
hrærst í fótboltanum. Vissulega er
þetta fyrsta stóra meistaraflokks-
starfið sem ég tek að mér en ég held
að ég og Ólarnir tveir myndum gott
teymi saman. Þeir þekkja allt út og
inn hjá félaginu og eru goðsagnir,“
sagði Atli og á þá einnig við Ólaf
Inga Skúlason sem verður spilandi
aðstoðarþjálfari.
Ágúst var eftirsóttur
Ágúst Gylfason gerði þriggja ára
samning við Gróttu. Guðmundur
Steinarsson verður Ágústi til að-
stoðar rétt eins og þegar Ágúst
stýrði Fjölni og Breiðabliki. Grótta
og Breiðablik höfðu því þjálfara-
skipti ef þannig má að orði komast.
Ágúst segir að sjö eða átta félög hafi
sett sig í samband við hann með ein-
hverjum hætti eftir að Breiðablik lét
Ágúst fara og leist honum best á
Gróttu.
„Áhuginn sem forráðamenn
Gróttu sýndu mér hafði mikið að
segja. Ég fann að þeir vildu fá mig
og seldu mér þá hugmynd að koma
hingað. Hugmyndafræði félagsins
snýst um að byggja liðið á ungum og
efnilegum drengjum og það er einn-
ig skemmtilegt. Hentar það okkur
Guðmundi Steinarssyni, sem verður
mér við hlið, gríðarlega vel. Fyrir
okkur er gott að vinna með áhuga-
sömum og vinnusömum strákum
sem eru tilbúnir að leggja sig 100%
fram. En það er nokkuð ljóst að
verkefnið verður mikil áskorun. Við
ákváðum að kýla á þetta og taka þátt
í þeirri vegferð sem félagið er í,“
sagði Ágúst Gylfason í samtali við
mbl.is í gær.
Á mbl.is/sport er að finna viðtöl
við þá Atla Svein og Ágúst frá því í
gær.
Ráðningarferlinu er lokið
Öll liðin í efstu deild karla komin með þjálfara á launaskrá Óvænt útspil í
Árbænum Atli fær tækifæri Samstarf Ágústs og Guðmundar heldur áfram
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fylkir Atli Sveinn Þórarinsson stígur sín fyrstu
skref sem þjálfari í efstu deild.
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Fylkir Ólafur Stígsson var aðstoðarþjálfari Fylkis
en er nú aðalþjálfari með Atla Sveini.
Morgunblaðið/Valli
Grótta Ágúst þór Gylfason er farinn úr Kópavogi
og út á Seltjarnarnes til nýliðanna.
Þjálfarar 2020
» KR: Rúnar Kristinsson
» Breiðablik: Óskar Hrafn
Þorvaldsson
» FH: Ólafur Kristjánsson
» Stjarnan: Rúnar Páll
Sigmundsson
» KA: Óli Stefán Flóventsson
» Valur: Heimir Guðjónsson
» Víkingur R.: Arnar
Gunnlaugsson
» Fylkir: Atli Sveinn Þórarins-
son og Ólafur Stígsson
» HK: Brynjar Björn
Gunnarsson
» ÍA: Jóhannes Karl Guðjónsson
» Grótta: Ágúst Gylfason
» Fjölnir: Ásmundur Arnarsson
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2019
Bjarki Már Elísson, hornamaðurinn
knái í þýska liðinu Lemgo og íslenska
landsliðinu, vann kosningu á leikmanni
septembermánaðar í þýsku 1. deildinni
í handknattleik. Bjarki fór á kostum í
september en í fimm leikjum Lemgo
skoraði hann 50 mörk eða 10 mörk að
meðaltali í leik. Bjarki Már fékk 40%
atkvæðanna í kjörinu á leikmanni
mánaðarins. Bjarki Már er í öðru sæti
yfir markahæstu leikmenn deild-
arinnar. Hann hefur skorað 68 mörk
eða 7,6 mörk að meðaltali í leik. Uwe
Gensheimer úr Rhein-Neckar Löwen
er markahæstur með 76 mörk.
Grindavík hefur bætt við sig lithá-
ískum körfuknattleiksmanni fyrir bar-
áttuna í úrvalsdeild karla í vetur. Hann
heitir Valdas Vasylius, er 2,03 metrar
á hæð og Grindvíkingar vonast eftir
því að hann hjálpi þeim í baráttunni
undir körfunni. Vasylius er framherji
og lék síðast með Nevezis í heimalandi
sínu en er nýbúinn að losna undan
samningi þar. Hann hefur mest leikið
með liðum í Litháen en einnig með
Samara í Rússlandi og Dnipro í Úkra-
ínu.
Valsmenn drógust í gær gegn aust-
urríska liðinu Bregenz í Áskorenda-
bikar karla í handknattleik en þeir
hefja þar keppni í þriðju umferðinni í
næsta mánuði. Bregenz hefur tals-
verðar tengingar við Val því tveir gam-
algrónir Valsmenn hafa þjálfað liðið.
Dagur Sigurðsson var þar spilandi
þjálfari á sínum tíma og Geir Sveins-
son tók síðar við þjálfun liðsins. Bre-
genz hefur um árabil verið eitt af
bestu handboltaliðum Austurríkis en
liðið hefur hins vegar farið mjög illa af
stað á þessu tímabili og er næstneðst
í A-deildinni þar í landi með sex ósigra
í fyrstu átta umferðunum. Fyrri leikur
liðanna á að fara fram á Hlíðarenda
helgina 16.-17. nóvember og sá seinni í
Austurríki viku síðar.
Atli Már Báruson, handknattleiks-
maður úr Haukum, var í gær úrskurð-
aður í eins leiks bann af aganefnd HSÍ
og verður því ekki með Hafnarfjarð-
arliðinu í næsta leik í úrvalsdeild karla
sem er gegn ÍBV miðvikudaginn 30.
október. Atli Már var rekinn af velli í
leik Hauka gegn Val á laugardaginn og
niðurstaða aganefndar var sú að brot-
ið væri þess eðlis að hann færi í eins
leiks bann. Elliði Snær Viðarsson úr
ÍBV og Matthías Daðason úr Fram
fengu hinsvegar ekki leikbönn þrátt
fyrir að hafa verið reknir af velli en
aganefnd mat brot þeirra þess eðlis
að ekki skyldi aðhafst frekar.
Hægri hornamaðurinn Arnór Þór
Gunnarsson hefur dregið sig út úr ís-
lenska landsliðshópnum í handknatt-
leik vegna meiðsla fyrir vináttuleikina
gegn Svíþjóð í lok mánaðarins. Guð-
mundur Þórður Guðmundsson, lands-
liðsþjálfari, hefur valið Viggó Krist-
jánsson, leikmann þýska liðsins
Leipzig, í stað Arnórs en landsliðshóp-
urinn telur 19 leik-
menn. Viggó gekk í
raðir Leipzig frá
austurríska liðinu
West Wien í sumar.
Hann er uppalinn
Gróttumaður en
yfirgaf Seltjarn-
arnesið 2016 og
lék eitt ár með
Randers í
Danmörku
áður en
hann fór til
West Wien.
Eitt
ogannað
Finnar eru í góðri stöðu í baráttunni
um sæti í lokakeppni Evrópumóts
karla í knattspyrnu eftir sannfær-
andi sigur á Armenum í Turku í
gær, 3:0. Með sigrinum náðu þeir
fimm stiga forskoti á Armena og
Bosníumenn sem eru í þriðja og
fjórða sæti J-riðils en Bosnía spilar
við Grikkland á útivelli í kvöld.
Finnar eiga eftir heimaleik við
Liechtenstein og útileik við Grikk-
land, og vinni þeir báða leikina fara
þeir á EM. Ítalir hafa þegar unnið
riðilinn, eru með 24 stig af 24 mögu-
legum. Finnar voru með Íslend-
ingum í riðli í undankeppni HM og
unnu Ísland 1:0 í Tampere haustið
2017. Liðið var að mörgu leyti sein-
heppið í þeirri keppni, til dæmis á
Laugardalsvellinum, en liðið hefur
nú náð vopnum sínum.
Svíar gerðu vel þegar þeir fengu
Spánverja í heimsókn í F-riðli. Sví-
þjóð komst yfir en Spánn jafnaði á
90. mínútu og liðin gerðu 1:1 jafn-
tefli. Spánverjar eru langefstir með
20 stig og öruggir með sæti á EM.
Svíar eru í 2. sæti með 15 stig.
Norðmenn undir stjórn Lars Lag-
erbäck eiga nánast enga möguleika
lengur á að komast upp úr F-
riðlinum. Liðið gerði 1:1 jafntefli
gegn Rúmeníu á útivelli. Norðmenn
eru með 11 stig en Rúmenar eru
með 14 stig og berjast við Svía um 2.
sætið.
AFP
Mark Teemu Pukki skorar fyrir Finna gegn Armeníu í gær.
Finnar líklegir til
að komast á EM