Morgunblaðið - 16.10.2019, Page 28

Morgunblaðið - 16.10.2019, Page 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2019 Litríkur og vandaður fatnaður Bæjarlind 2, Kópavogur, sími 866 4493. Opnunartími eftir samkomulagi Regnboginn verslun Regnboginn_verslun Fallegur og vandaður fatnaður með skemmtilegu og litríku munstri úr hágæða efni. Sjáið úrvalið í netverslun okkar www.regnboginnverslun.is Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Þessi plata var í raun tilbúin fyrir ári en ég ákvað að stofna mitt eigið útgáfufyrirtæki og það fór heilmikill tími í að undir- búa það. Ég frestaði því útgáfunni, svo ég gæti gert þetta al- mennilega og haft plötuna nákvæmlega eins og mig langaði sjálfa til að hafa hana,“ segir tónlistarkonan Mr. Silla, eða Sigurlaug Gísladóttir, sem sendi nýlega frá sér sína aðra sólóplötu, Hands on Hands. „Ástæðan fyrir því að það leið svona langt á milli platna hjá mér, fjögur ár, er líka sú að ég hef verið upptekin við svo margt annað, ég hef verið að vinna með öðru tónlistarfólki, aðallega með hljómsveitinni múm og Jae Tyler, en líka með Snorra Helgasyni og Teiti Magnússyni, auk annarra.“ Þegar Silla er spurð hvort einhverjar sérstakar pælingar liggi að baki plötunni og hvort hún sé hugsuð út frá einhverju sérstöku þema segir hún svo ekki vera. „Ég er fyrst og fremst að gera tilraunir, mig langaði að prófa mig áfram og tónlistin á henni kemur því úr ýmsum áttum. Sum lögin eru rosalega poppuð en önnur tilraunakenndari þar sem ég er að pæla í alls konar hljóðheimum. Þessi plata er afrakst- urinn af ferðalagi í gegnum þessar pælingar, ég var ekki búin að úthugsa neitt þema, það bara gerðist í ferlinu að ég fór þessa leið.“ Við hlustun fer ekkert á milli mála að mikil gleði og léttleiki einkennir tónlistina á nýju plötunni hennar Sillu, þar er m.a. sungið um ljósið og eldinn hið innra. „Enda var mikil leikgleði í gangi við vinnslu þessarar plötu og vinnutitill sumra laganna var leikur. Ég var einfaldlega að njóta þess að búa til og skapa, og svo var ég allt í einu komin með heila plötu. Hún mætti bara sjálf,“ segir Silla og bætir við að fyrri platan hennar, Mr. Silla, hafi verið sambandsslitaplata. „Lögin á henni fjölluðu mikið um það drama og því finnst mér gaman að láta leikgleðina taka við á þessari nýju plötu, enda er ég stödd á allt öðrum stað í lífinu núna. Ég er ástfangin, það verður að segjast, og það hefur skilað sér yfir á plötuna,“ segir Silla sem býr í Berlín ásamt eiginmanni sínum Jae Tyler sem einnig er tónlistarmaður og spilar hann á gítar á tónleikum hjá Sillu og hún hefur komið fram í bandinu hans. Vinahópurinn og samfélagið hafa áhrif á sköpunina Silla hefur eðli málsins samkvæmt þróast heilmikið sem tón- listarkona á þeim fjórum árum sem liðin eru frá því fyrsta plat- an hennar kom út. Hún hefur óhjákvæmilega orðið fyrir áhrif- um frá þeim sem hún hefur verið að vinna með sem og því umhverfi sem hún lifir og hrærist í, en hún hefur búið í Berlín í rúm þrjú ár. „Auðvitað hefur sú tónlist sem er í gangi hér í Berlín haft ein- hver áhrif á það sem ég er að gera, en tónlistarsenan hér er mjög teknódrifin. Ég tel þó að vinahópurinn og samfélagið sem ég lifi og hrærist í hér hafi haft meiri áhrif á sköpunarvinnu mína, ég kemst ekki hjá því að verða fyrir áhrifum frá þeim. Það skilar sér út í það sem ég er búa til, það gerist ósjálfrátt, bæði meðvitað og ómeðvitað. Það er svo margt sem hefur áhrif á tón- listarsköpun, ekki aðeins vinir og samsatarfsfólk heldur líka líf- ið sjálft. Þar fyrir utan finnst mér ekkert spennandi að vera alltaf að gera það sama eða búa til alveg eins tónlist og ég hef áður gert. Ég vil frekar skoða og gera tilraunir, sem er mjög skemmtilegt.“ Eitt lag á plötunni, „Butter on it“, sker sig nokkuð úr, í því er önnur rödd en í hinum lögunum. Þetta er mjög líkamlegt lag og nautnafullt, en höfundur þess er tónlistarmaðurinn Páll Ívan frá Eiðum. „Hann er góður vinur minn og áður en hann gaf út plötuna sína, This is my shit, hafði ég hlustað á mörg laga hans sem komu til greina á þeirri plötu. Ég var svo hrifin af þessu lagi, sem endaði ekki á plötunni hans, svo ég spurði hvort ég mætti taka það til mín og vinna í því, syngja inn á það og útsetja það. Páll Ívan var til í það,“ segir Silla og bætir við að Jae Tyler mað- urinn hennar eigi heiðurinn af því að hafa samið eitt lag á plöt- unni, „Underneath“ . „Við sömdum saman tvö önnur lög, en þar fyrir utan eru þetta alfarið mínar tónsmíðar á þessari plötu.“ Komin af stað með hugmyndavinnu fyrir næstu plötu Þrjú tónlistarmyndbönd við lög af nýju plötunni eru þegar komin út og verið að leggja lokahönd á gerð tveggja í viðbót. „Ég er í samstarfi við Tönju Huld búningahönnuð og við er- um að vinna að nokkuð kraftmiklum tónleikum í framhaldi af útgáfu plötunnar,“ segir Silla sem er menntuð í sjónrænum list- um frá Listaháskóla Íslands. „Ég er spennt að sjá hvert það leiðir okkur Tönju Huld að taka þetta enn lengra. Þetta verður meiri heildarupplifun, þar sem hið sjónræna mun spila stærri rullu,“ segir Silla sem ætlar að sjálfsögðu að sinna sínum aðdá- endum hér heima og ætlar að koma til Íslands yfir jólin og halda útgáfutónleika milli jóla og nýárs. „Svo renni ég mér beint í næstu plötu, því ég er í rosa miklu stuði núna. Ég er svo ánægð í stúdíóinu mínu hérna í Berlín og það er búið að vera virkilega gaman að semja og vinna. Ég geri því ráð fyrir að það verði ekki jafn löng bið í næstu plötu hjá mér, hún gæti jafnvel komið út fljótlega. Ég er komin vel af stað með hugmyndavinnuna og þetta næsta verkefni verður meira þematengt.“ Ljósmynd/@JULIAMAI Silla Hún leggur mikið upp úr hinu sjónræna á tónleikum. Silla vill skoða og gera tilraunir  Leikgleðin hefur tekið við enda Silla ástfangin í Berlín Odense Kammerkor, þ.e. Kamm- erkór Óðinsvéa, heldur tvenna tón- leika hér á landi í vikunni. Kórinn kemur fram með kammerkórnum Hymnodiu í Akureyrarkirkju í dag og á föstudaginn, 18. október, í Norræna húsinu. Efnisskráin samanstendur að mestu af verkum eftir skandinavísk tónskáld, m.a. Carl Nielsen frá Óð- insvéum og verða einnig flutt tvö ný verk eftir íslensk tónskáld, verk- ið „Liljur“, eftir Huga Guðmunds- syni og „Ísland“ eftir Sigurdísi Söndru Tryggvadóttur. Kórinn skipa 25 söngvarar og gekk hann upphaflega undir nafn- inu Knuds Gymnasiums Lillekor þegar hann var stofnaður árið 1951. Kammerkór Óðinsvéa syngur á Íslandi Heimsókn Kammerkór Óðinsvéa heldur tvenna tónleika hér á landi. Larson skapaði. Sem fyrr eru Salander og Michael Blom- kvist blaðamaður pólarnir sem öllu skipta, einstakl- ingarnir sem fást við málin og reyna að leysa þau, hvort með sínum hætti. Salander hefur marga fjöruna sopið og nú er ekkert eftir nema að setja punktinn yfir i-ið, en það reyn- ist erfiðara en hún heldur, þótt hún vilji frekar vera kötturinn en músin. Blomkvist stendur í ströngu við ráð- andi öfl og nýtur auk þess lífsins úti í Sandhamn, þar sem sögur Vivecu Sten gerast! Uppgjör Salander við fortíðina og leit Blomkvists að sannleikanum í ákveðnu máli eiga nokkra samleið. Dularfullt dauðsfall betlara tengist för á Everest og rannsókn á leið- angrinum leiðir ýmislegt miður Lisbeth Salander er flottastikvenmaðurinn í spennu-sögum samtímans, töffarieins og Jack Reacher í karlaheiminum. Glæpasagan Sú sem varð að deyja fer um víðan völl og Lisbeth Salander er svo sannarlega á fleygiferð í sögunni. Stieg Larson skrifaði frábæran þríleik með Lisbeth Salander í aðal- hlutverki og David Lagercrantz hef- ur haldið heiðri hans á lofti, en Sú sem varð að deyja er sjötta og síð- asta bókin í sagnabálkinum sem skemmtilegt í ljós. Þræðirnir liggja víða en jafnt og þétt falla þeir sam- an. Hraðinn er mikill, ofbeldið marg- víslegt og spennan nær hámarki í lokin, þegar ofurkonan sýnir úr hverju hún er gerð. Það er bara ein Lisbeth Salander. AFP Höfundurinn Lagercrantz kátur í bókarkynningu árið 2015. Á flótta undan skuggum fortíðar Glæpasaga Sú sem varð að deyja bbbbn Eftir David Lagercrantz. Halla Kjartansdóttir þýddi úr sænsku. Kilja. 381 bls. Bjartur 2019. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.