Morgunblaðið - 22.10.2019, Side 16

Morgunblaðið - 22.10.2019, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2019 Ásetningur er ef- laust góður hjá lang- flestum sem láta að sér kveða í baráttunni gegn ætlaðri hnatt- rænni hlýnun af mannavöldum. Hann kann samt að varða veginn til glötunar. Ógæfulegt er að hlusta ekki á marga meðal fremstu vísindamanna heimsins sem hafna því alfarið að nokkur loftslagsvá sé í gangi eða í vændum. Meira en 500 slíkir víða um lönd sendu aðalritara SÞ bréf þess efnis 23. september sl. Á sama tíma einblíndu nær allir fjöl- miðlar heimsins á 16 ára sænskt stúlkubarn sem fékk enn og aftur áheyrn frammi fyrir öllum heim- inum til að flytja sefasjúka heims- endaspá, sem enginn fótur er fyrir. Heimspressan flytur ekki fréttir af málflutningi vísindamannanna nema í skötulíki heldur dynur áróð- ur um hamfarahlýnun í síbylju á al- menningi eins og endanlegur sann- leikur. Sefjunin er komin á slíkt stig að forsætisráðherra þjóðarinnar hvæsir á varaforseta Bandaríkjanna þegar hann bryddar upp á málum sem hann telur varða sameiginlega hagsmuni, að þeir skiptu engu máli, heldur sé stóri vandinn bráðnum jökla heimskautsins, og gefur til kynna að hans eigin stjórnvöld séu hluti vandans! Vísindamennirnir vara eindregið við skaðlegum og óraunhæfum ásetningi um CO2-hlutlausan heim árið 2050. Þeir neita því að CO2 sé mengunarefni heldur nauðsyn öllu lífi á jörðinni. Ljóstillífun sé blessun og aukið CO2 náttúrunni gagnlegt. Þeir segja veðurfarsmódelin stór- gölluð og nálgist ekki að vera nothæf sem stjórntæki. Þeir benda á að Litlu ísöld hafi lokið um miðja 19. öld og því sé tímabil hlýnunar eðlilegt. Hlýnun sé þó meira hægfara en hafi verið spáð. Engar tölulegar upplýsingar styðja að hlýnun jarðar valdi aukn- um fellibyljum, flóðum og þurrkum, hvorki að fjölda né styrkleika, en fréttir í þá veru dynja í sífellu á almenningi. Minnkun á losun CO2 er hins vegar jafn skaðleg og hún er kostnaðar- söm. Smá dæmi: Vind- myllur drepa fugla og skordýr. Pálmolíuekrur skaða fjölbreytileika regnskógarins. Al- þjóðastjórnmálin eiga ekki að hindra að næg, örugg og ódýr orka sé fyrir hendi um heim allan. Sérstakur kafli er svo hvernig við erum að fara með börnin okkar með því að innræta þeim hræðslu og kvíða fyrir framtíðinni. Þeim er það ekki hollt veganesti. Krampakennd miðstýrð þróun í samgöngumálum með miklum fjár- útlátum við innviðabyggingu og inn- leiðingu rafmagnsbíla með mis- munun miðað við aðra bíla í stað þess að leyfa eðlilega samkeppni um bestu lausnir er ógæfuleg. Enginn neitar því að mengun er til skaða. Rétt væri að skoða nánar mengun af NOX, SOX og sóti frá dísilbílum, mengun vegna framleiðslu og eyð- ingar rafhlaðna hjá rafbílum og aukna svifryksmengun frá þeim vegna 60% meiri þyngdar en ann- arra sambærilegra bifreiða. Eðlileg samkeppni á jafnræðisgrundvelli um bestu lausnir stýrir best þróun sam- gangna en ekki alræðiskennd mið- stýring. Eyðilegging á fyrri fjárfestingum í framræstu mýrlendi eða dæling koltvísýrings niður í berglög til að binda CO2, sem er hrein firra og jafnvel til skaða ef þessir 500 vís- indamenn hafa lög að mæla. Íslensk stjórnmál ættu að horfa til íslenskra hagsmuna og þeirrar vár, sem er raunveruleg. Ísland er eitt eldfjallavirkasta land heimsins. Rúmlega tvær aldir eru liðnar frá síðasta hamfaragosi, Skaftáreldum, sem lagði fimmta hluta þjóðarinnar í gröfina. Mannskæðast var sprengi- gos í Öræfajökli á 1362 sem eyddi heilu héraði, fólki, fénaði og bæjum, en gosið í Eldgjá árið 934 var mesta gosið frá landnámi. Spurningin er ekki hvort heldur hvenær og hvar næsta stórgos verður. Hvernig er Ísland búið undir næsta hamfaragos? Kannski verður ekkert flug mögulegt í marga mán- uði eins og hefði verið í Skaftár- eldum. Vonlaust að fá skip vegna þess að aðrar þjóðir væru einnig í vanda vegna hamfaranna. Hvað með matvæli, eldsneyti, lyf, gjöreyddar byggðir, aðhlynningu þúsunda með alvarleg lungnavandamál vegna brennisteinsmengunar, fjölda lát- inna, hrun í landbúnaði, almennt efnahagshrun sem gerði hrunárin fyrir áratug að gósentíð í saman- burðinum? Og kannski engrar hjálp- ar að vænta að utan því aðrir væru ekki aflögufærir. Eða raunverulega ísöld um heim allan með þriggja kílómetra þykkum jökli yfir öllu landinu? Þetta síðasttalda er næsta víst. Ekki hamfarahlýnun. Hér er strengur á fréttatilkynn- ingu vegna bréfs 500-menninganna: Meira: https://clintel.nl/wp-content/ uploads/2019/09/ED-brochureversi- eNWA4.pdf Hamfaragos yfirvofandi, ekki hamfarahlýnun Eftir Valdimar H. Jóhannesson Valdimar Jóhannesson »Eyðilegging fyrri fjárfestinga í fram- ræstu mýrlendi eða dæling koltvísýrings niður í berglög til að binda CO2 er hrein firra og jafnvel til skaða. Höfundar er á eftirlaunaaldri. Aðgerðir sem miðast við að sporna gegn loftslagsbreytingum ganga flestar út á það að dregið verði úr gegndarlausri losun koltvísýrings út í loft- hjúpinn. Það að draga kolefni úr lofti t.d. með bindingu í skógi eða jarðvegi er gagnlegt, en dugar alls ekki eitt og sér. Frá því að Kyoto-bókunin var undirrituð 1997 hefur árlegur vöxtur koltvísýrings í lofthjúpnum verið 3%. Parísarsamkomulagið frá 2015 hefur enn ekki breytt neinu í heildarlosun. Það blasir við að á meðan kostnaður samfélagsins af loftslagsbreytingum kemur ekki fram á nokkurn hátt í verði á lífrænum orkugjöfum, s.s. olíu, kolum og jarðgasi, þá mun notkun þeirra halda áfram að aukast. Í fyrri grein minni um þessi mál ræddi ég um kolefnisskatt. Kostina við að verð- leggja mengun á samræmdan hátt og beita efnahagslegum hvötum þannig að endurnýjanlegir orkugjafar verði smámsaman hagkvæmari fyrir jafnt almenning sem stórfyrirtæki. En jafn- framt benti ég á að slíkur flatur skatt- ur gæti aukið á misskiptingu og fá- tækt í vanþróuðum ríkjum þar sem orkuskipti eru skemmra á veg komin. James Hansen, bandarískur lofts- lagsfræðingur hjá NASA, kynnti til sögunnar eina fyrstu samfelldu mæl- iröð meðalhita jarðar sem náði aftur til 1880. Hún sýndi markverða hækk- un hita. Hann vakti líka heimsathygli þegar hann mætti fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings árið 1988 og hélt fram fullum fetum að með 99% vissu væri hitinn hærri en nokkru sinni síð- ustu 110 árin. Ástæðan væri aukin gróðurhúsaáhrif lofthjúps. Hansen hefur eftir að hann hætti hjá NASA talað fyrir þeirri leið að lagður verði á kolefnisskattur á alla losun og að hann fari stighækkandi með ár- unum. En jafnframt verði skatturinn greidd- ur allur til baka og skipt jafnt á milli þegna við- komandi ríkis. Helm- ingur vegna barna yngri en 18 ára. Við getum kallað þetta kolefnisskatt með endurgreiðslu, eða KME. Skoðum raunverulegt dæmi. Í Bresku Kólumbíu í Kanada hefur kol- efnisskattur með endurgreiðslu verið við lýði frá 2008. Skatturinn var upp- haflega um 14$ á tonn koltvíildis, en hefur farið stighækkandi og verður 35$ árið 2022. Hér á landi jafngildir það um 10,5 kr. á lítra af díselolíu. Það merkilega hefur gerst að 16% sam- dráttur hefur orðið í losun frá því að KME var tekið upp, samt er meiri vöxtur efnahags í Bresku Kólumbíu en annars staðar í Kanada. Aukning út- blásturs er 5% á öðrum svæðum lands- ins. Sjö af hverjum tíu fá meira endur- greitt Og nú stefna Kanadamenn á að kerfið nái til landsins alls. Trudeau, forsætisráðherra landsins, sagði í fyrra að sjö af hverjum tíu fjölskyldum muni fá meira endurgreitt en sem nemur auknum útgjöldum vegna hækkunar á jarðefnaeldsneyti og öðr- um vörum með hátt kolefnisspor. Allir kannast við umræður heima eða meðal vina og kunningja hvar megi fá hag- stæðustu flugfargjöldin eða hversu hægkvæmur rafbíll sé o.s.frv. Fljót- lega eftir að KME er komið á fót fer fólk að velta fyrir sér í öllum skúma- skotum leiðum til að minnka kolefn- isspor sitt og bæta í leiðinni hag sinn. Sérstaklega ef skatturinn verður stig- hækkandi uns kolefnishlutleysi er náð. Í stað ríkisins er það markaðurinn sem velur einmitt þá sem standa fremstir í nýrri tækni. Nóg er að nokkur stærri ríki taki upp KME í viðskiptum heima fyrir og sín á milli. Segjum sem svo að Banda- ríkin og Kína ákveði að taka upp stig- vaxandi skatt og með endurgreiðslu. Vinsælt tæki og íhlutir þess eru fram- leidd í báðum löndum. Við framleiðsl- una leggst á kolefnisgjald á ýmsum stigum með fyrirkomulagi sem svipar til virðisaukaskatts. Ef tækið er selt á öðrum markaði, t.d. á Íslandi, bæri kaupandinn skattinn að fullu en þegn- ar Bandaríkjanna og Kína bættu stöðu sína með því að fá hann greiddan til baka. Til að verjast slíku er eina leiðin að skrá sig til leiks og taka kerfið upp. Skatturinn er einfaldlega lagður á þá sem dæla eða moka upp jarðefna- eldsneyti. Útflutningur er undanskil- inn og þess í stað er greiddur skattur í því ríki sem flytur inn eldsneytið. Í ríkjum með lága þjóðarframleiðslu á mann og lítið sögulegt kolefnisspor má hugsa sér lægra gjald til innlendrar orkunotkunar (þ.e. ekki til útflutnings) til að jafna stöðu sína við þróuð ríki sem eiga sér lengri sögu mengunar. Kolefnisskattur með endurgreiðslu er leið sem virkar í baráttunni við loftslagsmálin og það nokkuð fljótt. Þess vegna er hún allrar athygli verð. En af því að fyrirkomulag skattsins er abstrakt getur verið erfitt að tala fyrir því. Stjórnmálamenn eru líka tregir til að samþykkja gjöld sem sé skilað að fullu aftur til þegnanna. Þeir skilja ekki slíka „leiki“. Freistnivandinn er líka vel þekktur og hefð fyrir því að nýir umhverfisskattar verði a.m.k. á endanum tekjuleið fyrir önnur verk- efni ríkisins eins og við þekkjum mætavel. Kolefnisskattur með endurgreiðslu – tilraun í Kanada lofar góðu Eftir Einar Sveinbjörnsson » Í stað ríkisins er það markaðurinn sem velur einmitt þá sem standa fremstir í nýrri tækni. Einar Sveinbjörnsson Höfundur er veðurfræðingur hjá Veðurvaktinni ehf. Við hjá verkfræði- stofunni Hannarr ehf. höfum áhyggjur af stöðu starfsfólks í byggingargeiranum. Verð á eignum hækk- aði um 10-15% á árinu 2017 umfram laun (launavísitölu) og hefur haldist þar síðan. Það er nú líklega að byrja að ganga til baka. Þetta gæti þýtt ca. 10% lækkun á íbúða- verði. Aðlögunarskeiðið mun verða erfitt, mörg byggingarfyrirtæki leggja upp laupana og margir í grein- inni missa vinnuna. Merki þessa eru mörg, minni sem- entssala, fækkun íbúða í byggingu, mikil lækkun á lóðaverði í úthverfum Reykjavíkur o.fl. Séu tölur Hagstofunnar yfir störf í byggingariðnaði skoðaðar sést að enn eru skráðir álíka margir starfandi í greininni og fyrir ári sem þýðir að áhrifin af þessu eru ekki enn komin þar fram. Hver þau verða verður ekki reynt að spá um hér en minna má á að á milli áranna 2008 og 2009 fækkaði starfsfólki í greininni um ca. 7.000 sem var um 48% og átti þá eftir að fækka um tæp 3.000 í viðbót áður en aftur fór að fjölga í greininni. Við erum smeyk um að starfsfólk á bygging- arsviðinu eigi á næst- unni eftir að bætast í þann hóp sem orðið hef- ur atvinnuleysinu að bráð nú þó að ekki sé búist við viðlíka fjölda og var fyrir 10 árum. Atvinnuleysi fram undan í bygg- ingargeiranum Eftir Sigurð Ingólfsson Sigurður Ingólfsson »Hætt er við að starfsfólk á byggingarsviðinu eigi á næstunni eftir að bæt- ast í þann hóp sem orðið hefur atvinnuleysinu að bráð í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Hannars ehf. Til framtíðar er hverri atvinnugrein er afar mikilvægt að tryggja aðgengi nýliða sem geta þá komið með nýjar hugmyndir og sett þrýsting á þá sem fyrir eru í greininni að gera betur. Í sjávar- útvegi hefur kvóta- setning fisktegunda leitt til mikillar sam- þjöppunar, stórfellds brottkasts og gert nýliðun nær ómögulega nema þá í gegnum strand- og grá- sleppuveiðar. Það ætti að vera forgangsverkefni alþingismanna að tryggja að þeir sem stunda ákveðna atvinnugrein sitji við sama borð og að tryggja ný- liðun. Efst á dagskrá í málefnum sjávarútvegsins ætti m.a. að vera að tryggja að sjómenn fái greidd laun í samræmi við raunverulegt markaðs- vermæti aflans og að risarnir í grein- inni fái ekki að endurákvarða vigtun aflans inn í eigin vinnslu á meðan aðrar reglur gilda um smælingjana. Fleiri verkefni blasa við s.s. að fara rækilega yfir árangursleysi kvóta- setningarinnar en það virðist vera ófrávíkjanleg regla að kvótasetning á fisktegund leiði til umtalsvert minni afla í kjölfarið en ekki aukins afla eins og fyrirheit eru gefin um. Í stað þess að þingmenn séu að skoða ofangreind mál þá eru þeir settir í það að taka afstöðu til kvót- setningar á enn einni fisktegundinni þ.e. grásleppunni. Kvótasetningin er reyndar algerlega klikkuð líffræði- lega, þar sem fyrirhugað er að gera það út frá árlegri nið- urstöðu stofnmælinga Hafró á botnfiskum, en grásleppan er jú upp- sjávarfiskur! Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur með að kvótasetningin mun koma í veg fyrir nýlið- un og verða enn eitt höggið fyrir minni sjávarbyggðirnar m.a. við Húnaflóann. Vissu- lega kemur kvótasetn- ingin sér vel fyrir þá sem eru að hætta í útgerð og fá einhvern rétt sem þeir geta selt hæstbjóðanda, en fyrir byggðirnar og sjávarútveginn er verið að leggja til hnignun. Tillaga ráðherra byggist að verulegu leyti á vinnu starfshóps sem þingmaðurinn Jón Gunnarsson, ritari Sjálfstæð- isflokksins, sat í, en fram hefur kom- ið í fréttum að kvótasetningin muni færa tengdasyni þingmannsins veru- leg verðmæti! Ekki er ólíklegt að þingmaðurinn verði síðan leiðandi í umræðunni á þinginu. Skynsamt fólk ætti að sjá miklu meiri tækifæri í því að auka sveigj- anleika í regluverki um grásleppu- veiðar varðandi sóknardaga og auka frelsið m.a. í að smábátasjómenn fá að fénýta allan meðafla og taka þar með í burtu alla hvata til brottkasts. Aukum atvinnufrelsið Eftir Sigurjón Þórðarson Sigurjón Þórðarson » Þegar þingmenn móta reglur fyrir sig og sína þvert á hag al- mennings. Höfundur er líffræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.