Morgunblaðið - 22.10.2019, Side 27
Eitt
ogannað
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2019
Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri
Flugvallarþjónusta
BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda.
5-8 manneskjur
19.500 kr.
1-4 manneskjur
15.500 kr.
Verð aðra leið:
1. deild karla
Sindri – Álftanes................................... 82:90
Staðan: Hamar 6, Breiðablik 4, Höttur 4,
Álftanes 4, Vestri 2, Selfoss 2, Snæfell 2,
Sindri 0, Skallagrímur 0.
Svíþjóð
Nässjö – Borås ..................................... 81:89
Elvar Már Friðriksson skoraði 17 stig,
tók 1 frákast og gaf 4 stoðsendingar fyrir
Borås á 25 mínútum.
KÖRFUBOLTI
Terje Svendsen, forseti norska
knattspyrnusambandsins, vill halda
Lars Lagerbäck í starfi sem landsliðs-
þjálfara karlalandsliðsins. Samningur
Lagerbäck við sambandið rennur út
eftir úrslitakeppnina á EM á næsta ári.
Svíinn, sem stýrði íslenska landsliðinu
frá 2011 til 2015, tók við þjálfun
norska liðsins í febrúar 2017.
Skoski knattspyrnumaðurinn Marc
McAusland hefur yfirgefið herbúðir
Grindavíkur eftir eitt ár hjá félaginu.
Hann kom til Grindavíkur frá Keflavík
og á 41 leik að baki í efstu deild og 91
leik alls hér á landi þar sem hann hef-
ur skorað þrjú mörk. McAusland fór
með Keflavík upp úr 1. deild sumarið
2017.
Akureyringarnir og Þórsararnir
Arnór Þór Gunnarsson og Oddur
Gretarsson voru í sitt hvoru horninu í
úrvalsliði 10. umferðar í þýsku Bun-
desligunni í handknattleik. Oddur
skoraði átta mörk úr níu skotum fyrir
Balingen í sigri gegn Füchse Berlín,
31:30 á laugardag og á sama tíma
skoraði Arnór Þór sex mörk úr sex
skotum fyrir Bergischer í 25:25-
jafntefli á móti Göppingen.
ur stig og gaf ellefu stoðsendingar
gegn Anadolu Efes frá Tyrklandi.
„Ég væri til í að skora aðeins
meira. Í Tyrklandi meiddist ég í upp-
hafi þriðja leikhluta en ég hefði getað
farið langleiðina með að bæta fé-
lagsmetið í stoðsendingum í Euro-
League. Það var því svekkjandi að
meiðast. Það hefði verið gaman að fá
eina mínútu í viðbót. Það er gaman
að geta sýnt að ég get stjórnað leik
liðs á hæsta stigi. Ég hef sannað áður
að ég get skorað líka og það er gam-
an að sýna fólki öðruvísi hliðar á mér
og að ég geti aðlagast alls konar að-
stæðum. Það er nýr hæfileiki sem ég
er að uppgötva hjá sjálfum mér.“
Alba hafði betur gegn Zenit en
tapaði fyrir Anadolu Efes í framleng-
ingu. Liðið tapaði svo með 19 stiga
mun gegn Barcelona í leik sem var
erfiður fyrir Martin.
Vonbrigði í Barcelona
„Barcelona-leikurinn var mikil
vonbrigði. Ég lenti í villuvandræðum
strax og var kippt út og komst aldrei
í takt við leikinn. Maður var orðinn
rosalega spenntur að spila þann leik.
Það var draumur að spila á móti
Barcelona og þessum NBA-
stjörnum. Það var tekið fast á manni
og ég var á móti mönnum sem eru
með meiri virðingu en ég í þessum
heimi og ég fékk ekki alveg að gera
það sama til baka. Þetta er klárlega
eitt besta félagslið sem ég hef mætt.
Þeir eru með fótboltapeninga og með
leikmenn sem hafa verið að spila með
bestu liðunum í NBA. Ég fann að
þeir lögðu mikla áherslu á að stoppa
mig og að allur sóknarleikurinn var
að fara í gegnum mig. Það er ekkert
veikleikamerki á svona sterku liði og
þetta er langstærsta áskorunin sem
ég hef farið á móti og það er leið-
inlegt að dómararnir hafi séð til þess
að ég hafi ekki komist í takt við leik-
inn og fengið að njóta mín betur.Von-
andi getur maður rétt úr kútnum aft-
ur á föstudaginn á móti CSKA
Moskvu, sem er meistari frá því í
fyrra.“
Martin er sáttur við spilamennsku
Alba til þessa og að ná í einn sigur í
þremur leikjum í sterkustu keppni
álfunnar.
Mikið sterkari en ég bjóst við
„Það var rosalega gaman að ná að
vinna fyrsta leikinn og markmiðið er
að ná að vernda heimavöllinn, eins
erfitt og það verður. Það er gott að
sjá að við getum farið á útivelli og
spilað á móti bestu liðum Evrópu og
staðið í þeim. Við töpuðum með tæp-
um 20 í Barcelona en þetta var samt
leikur allan tímann og það var jafnt í
hálfleik þótt ég hafi varla verið með
í leiknum. Við erum með hörkulið og
liðsandinn er góður. Það sést í
þýsku deildinni að við erum búnir að
fara nokkuð þægilega í gegnum
fyrstu fjóra leikina á móti sterkum
liðum. Vonandi er þetta það sem
koma skal og við verðum enn betri.“
Martin spilar oft þrjá leiki í viku
og er mikið af ferðalögum um alla
Evrópu.
„Það eru rosalega margir leikir og
ferðalög og við þurfum á öllum okk-
ar mönnum að halda. Ég fann í þess-
ari viku að líkaminn er orðinn
þreyttur, en þetta er ógeðslega
gaman og EuroLeague er mikið
sterkari en ég bjóst við ef ég á að
vera hreinskilinn.“
Næsti leikur hjá Martin er gegn
ríkjandi meisturum í CSKA Moskvu
á föstudag. Hann fær því sjaldgæfa
hvíld á milli leikja.
„Ég fór í golf í dag og kúplaði mig
alveg út úr öllu og var úti í náttúr-
unni. Annars er þetta ekki mikið frí.
Það er æfing á morgun (í dag) og á
miðvikudag og fimmtudag. Þetta er
rosalega fljótt að líða. Eini munur-
inn er að fá að sofa í eigin rúmi, elda
ofan í sjálfan sig og maður er farinn
að líta á það sem forréttindi að geta
verið einn með sjálfum sér. Fjöl-
skyldan kemur svo á morgun (í dag)
og ég er spenntur að hitta þau,“
sagði Martin Hermannsson.
Gengið vonum framar í
sterkustu keppni Evrópu
Martin spilar yfir 60 leiki á tímabilinu Jafnaði félagsmet strax í öðrum leik
Ljósmynd/albaberlin.de
Álag Martin Hermannsson spilar rúmlega 60 leiki á tímabilinu með Alba Berlín.
KÖRFUBOLTI
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Martin Hermannsson, landsliðs-
maður í körfubolta, stendur í
ströngu á tímabilinu með þýska lið-
inu Alba Berlín. Martin spilar meira
en 60 leiki á leiktíðinni og leikur liðið
m.a. í EuroLeague, sterkustu
keppni Evrópu.
„Þetta hefur í raun gengið vonum
framar. Þetta hefur verið smá
furðulegt í byrjun því ég er bara að
spila sem leikstjórnandi á þessu
tímabili en var meira í skotbakverð-
inum á síðasta tímabili. Ég átti að
deila mínútum með öðrum leik-
stjórnanda sem heitir Peyton Siva
og hefur m.a. verið í NBA. Hann
byrjaði tímabilið á því að meiðast
svo ég stóð einn eftir og þurfti að
taka það algjörlega að mér að
stjórna liðinu á leiðinni inn á fyrsta
EuroLeague-tímabil mitt,“ sagði
Martin í samtali við Morgunblaðið.
Martin hefur skorað mikið í gegnum
tíðina en nú hefur stigunum fækkað.
Þess í stað er hann í öðru sæti í
EuroLeague yfir flestar stoðsend-
ingar í leik, eða sjö að meðaltali.
Dælir út stoðsendingunum
„Þetta er risastór áskorun en mér
finnst ég standa mig vel. Ég hef ver-
ið að dæla út stoðsendingum, sem
kemur niður á stigaskorinu mínu.
Ég hef þurft að breyta leik mínum.
Þegar maður er kominn á þetta stig
þarf ekki að vera leikstjórnandi sem
skorar allar körfurnar eins og á Ís-
landi. Þetta snýst meira um að koma
liðsfélögum mínum inn í leikinn og
reyna að finna besta kostinn hverju
sinni.“
Martin skoraði sjö stig og gaf níu
stoðsendingar gegn Zenit Péturs-
borg í fyrsta leik Alba í EuroLeague
á tímabilinu. Hann skoraði svo fjög-
Nýliðar Sheffield United unnu verð-
skuldaðan 1:0-sigur á Arsenal í loka-
leik 9. umferðar ensku úrvalsdeild-
arinnar í knattspyrnu í gærkvöldi.
Franski sóknarmaðurinn Lys Mous-
set skoraði sigurmarkið á 30. mín-
útu.
Þótt Arsenal hafi verið meira með
boltann gekk bölvanlega að skapa
færi gegn skipulögðu og bar-
áttuglöðu liði Sheffield United. Með
sigrinum fór Sheffield-liðið upp í tólf
stig og níunda sæti en Arsenal mis-
tókst að fara upp í þriðja sæti. Skytt-
urnar eru í fimmta sæti með fimm-
tán stig.
Í níu leikjum hefur Sheffield að-
eins skorað átta mörk og fengið á
sig sjö, en það hefur nægt til þess að
vinna þrjá leiki og gera þrjú jafn-
tefli. Nýliðunum líður vel gegn stóru
liðunum því þeir unnu Chelsea fyrr á
leiktíðinni og voru nálægt því að ná í
stig gegn toppliði Liverpool.
AFP
Sigurmark Liðsmenn Sheffield United fagna sigurmarki Lys Mousset.
Verðskuldaður sigur
nýliðanna á Arsenal