Morgunblaðið - 22.10.2019, Side 26

Morgunblaðið - 22.10.2019, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2019 England Sheffield United – Arsenal ...................... 1:0 Staðan: Liverpool 9 8 1 0 21:7 25 Manch.City 9 6 1 2 29:9 19 Leicester 9 5 2 2 16:8 17 Chelsea 9 5 2 2 19:14 17 Arsenal 9 4 3 2 13:12 15 Crystal Palace 9 4 2 3 8:10 14 Tottenham 9 3 3 3 15:13 12 Burnley 9 3 3 3 12:11 12 Sheffield Utd 9 3 3 3 8:7 12 Bournemouth 9 3 3 3 13:13 12 West Ham 9 3 3 3 11:13 12 Aston Villa 9 3 2 4 15:13 11 Wolves 9 2 5 2 12:12 11 Manch.Utd 9 2 4 3 10:9 10 Everton 9 3 1 5 8:13 10 Brighton 9 2 3 4 9:12 9 Southampton 9 2 2 5 9:16 8 Newcastle 9 2 2 5 5:14 8 Norwich 9 2 1 6 10:21 7 Watford 9 0 4 5 5:21 4 Danmörk Midtjylland – Randers............................. 2:1  Mikael Anderson spilaði fyrstu 80 mín- úturnar með Midtjylland og skoraði fyrra mark liðsins. Staðan: Midtjylland 13 10 2 1 18:5 32 København 13 9 1 3 24:14 28 Brøndby 13 7 1 5 25:19 22 Randers 13 6 2 5 21:14 20 AGF 13 6 2 5 20:14 20 OB 13 6 2 5 18:12 20 Nordsjælland 13 6 2 5 24:21 20 AaB 13 6 1 6 19:15 19 SønderjyskE 13 4 6 3 16:16 18 Lyngby 13 5 1 7 14:23 16 Horsens 13 4 2 7 10:22 14 Hobro 13 2 6 5 13:18 12 Esbjerg 13 2 3 8 10:22 9 Silkeborg 13 1 3 9 19:36 6 Noregur Bodö/Glimt – Mjöndalen ........................ 0:0  Oliver Sigurjónsson var ekki í leik- mannahópi Bodö/Glimt Staða efstu liða: Molde 25 17 5 3 57:24 56 Bodø/Glimt 25 14 7 4 54:34 49 Odd 25 13 6 6 39:32 45 Rosenborg 25 11 8 6 39:31 41 Viking 25 11 7 7 43:34 40 Brann 25 9 9 7 29:24 36 Svíþjóð B-deild: Öster – Syrianska .................................... 4:0  Nói Snæhólm Ólafsson lék fyrstu 63 mínúturnar með Syrianska. KNATTSPYRNA KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Hveragerði: Hamar – ÍR ..................... 19.15 Njarðtaksgryfja: Njarðvík – Fjölnir .. 19.15 Í KVÖLD! FIMLEIKAR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Fimleikafélagið Gerpla braut blað í ís- lenskri íþróttasögu í október 2010 í Malmö í Svíþjóð þegar kvennalið fé- lagsins var Evrópumeistari í hópfim- leikum í fyrsta sinn. Íslenska kvenna- landsliðið varð svo Evrópumeistari 2012 í Aarhus í Danmörku, tveimur ár- um síðar, en Glódís Guðgeirsdóttir var lykilmaður í báðum liðum. Undirbún- ingurinn fyrir mótið 2010 var allt ann- að en auðveldur enda þurftu Gerplu- stúlkur að borga fyrir allt sem snéri að mótinu og undirbúningnum úr eigin vasa. Glódís setti inn áhugaverða færslu á samfélagsmiðilinn Twitter á sunnu- daginn síðasta þar sem hún vakti at- hygli á málinu en þá voru liðin sjö ár frá því að liðið varð tvöfaldur Evr- ópumeistari í Danmörku. „Stuttu eftir hrun, 2010, var ekkert í boði varðandi styrki og annað enda hálfgerð kreppa hérna ennþá,“ sagði Glódís í samtali við Morgunblaðið. „Við þurftum þess vegna að greiða æf- ingagjöld, keppnisferðina sjálfa og svo æfingaferð sem við fórum í til Ítalíu úr eigin vasa. Eins þá borguðum við und- ir þjálfarana fyrir Evrópumótið, fyrir keppnisbúningana og æfingagallana sem við hituðum upp í og voru merktir Íslandi. Krónan var mjög veik á þess- um tíma og gengið þess vegna slæmt gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Það er erfitt að festa hendi á það hvað þetta var að kosta nákvæmlega, við vorum allar fastagestir hjá sjúkraþjálfara á þessum tíma sem kostaði sitt, en gróf- lega skotið þá myndi ég segja að þetta hafi verið í kringum hálf milljón á mann sem við enduðum á að borga.“ Helgarnir fóru í stífar æfingar Glódís viðurkennir að það hafi verið lýjandi að þurfa að hafa áhyggjur af fjármálunum á meðan erfiður und- irbúningur fyrir Evrópumótið stóð sem hæst. „Keppnistímabilið hérna heima klárast í kringum maí/júní og eftir það færist fókusinn yfir á Evrópumótið sem fór fram í október. Við vorum á morgunæfingum tvisvar sinnum í viku, fjórum til fimm æfingum á kvöldin sem stóðu yfir í um þrjá tíma í senn, þannig að við vorum að æfa í kringum sjö sinnum í viku til að byrja með. Þeg- ar nær dró móti þá æfðum við fimm sinnum á kvöldin og líka um helgar. Það komu þess vegna alveg tímar þar sem við eyddum öllum okkar helgum uppi í Gerplu. Ég var ekki í háskóla á þessum tíma en það voru aðrar í liðinu sem voru í HÍ og álagið var því mikið. Þær tóku margar námslán til þess að borga fyrir ferðina og allt í aðdrag- anda hennar. Það var mjög lýjandi að þurfa að standa í þessu og þurfa í raun bara að hafa áhyggjur af þessu. Auð- vitað hefðum við viljað getað sett alla orkuna okkar í æfingar og annað tengt því.“ Eftir að stelpurnar fögnuðu sigri í Malmö 2010 fóru hjólin loksins að snú- ast og fólk vaknaði af værum blundi. „Það var enginn heima með sýning- arrétt á mótinu 2010 og það hefur ef- laust átt sér stað vandræðalegt augna- blik hjá RÚV á þessum tíma þegar það kom í ljós að við höfðum unnið og það var til lítið af efni til að sýna frá mótinu. Fólk vaknaði hins vegar við þetta og við fengum mjög mikla um- fjöllun í fjölmiðlum og það var margt jákvætt sem gerðist í kjölfar árangurs liðsins. Við tókum þátt í tónlistar- myndbandi hjá Retro Stefson, við vor- um framan á símaskránni, vorum kon- ur ársins hjá tímaritinu Nýju Lífi og fólk var farið að kannast við okkur. Þá styrkti ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar- dóttur okkur um fimm milljónir króna. Ef við hefðum hins vegar verið fót- boltastrákar sem dæmi væru til stytt- ur af okkur út um allan bæ og við gerð- um okkur alveg grein fyrir því.“ Má alltaf gera betur Glódís telur að hún og liðsfélagar hennar hafi rofið ákveðinn múr með Evrópumeistaratitlinum 2010 og að hlutirnir séu á réttri leið í dag, þótt það megi alltaf gera betur. „Undanfarin ár hefur þetta batn- að mikið og sem dæmi þá fóru fulltrúar frá öllum fjölmiðlum á Evr- ópumótið 2018 í Portúgal. Það má al- veg segja að við höfum rutt brautina og rofið múra. 2010 var Íris Mist Magnúsdóttir tilnefnd íþróttamaður ársins og hún endaði í öðru eða þriðja sæti að mig minnir. Það voru margir múrar sem féllu með sigr- inum 2010 og landslagið er allt öðru- vísi í dag. Fólk sem stundar íþrótt- ina þarf ekki að borga nærri því jafn mikið og við þurftum að gera á sín- um tíma. Að sama skapi þá gæti þetta verið mun betra en þetta er á réttri leið. Ég gæti alveg trúað því að ef við hefðum ekki náð þessum árangri 2010 þá hefði ekki mikið breyst. Við fengum frábært svið til þess að berjast gegn þessu ákveðna óréttlæti og við nýttum okkur það,“ sagði Glódís í samtali við Morg- unblaðið. Hálf milljón á keppanda  Fyrstu Evrópumeistararnir borguðu allt úr eigin vasa  Glódís Guðgeirsdóttir segir að Gerpla hafi brotið múr með því að verða Evrópumeistari árið 2010 Morgunblaðið/Golli Sýning Glódís Guðgeirsdóttir leikur listir sínar á sýningu en hún var í sigurliðunum á Evrópumótinu 2010 og 2012. Sjö leikmenn Liverpool koma til greina í baráttunni um gullknöttinn sem fylgir sæmdarheitinu knattspyrnu- maður ársins 2019. Birt hafa verið nöfn þeirra 30 leik- manna sem berjast um að hreppa hnossið. Íþrótta- fréttamenn víðs vegar um heiminn taka þátt í valinu í samvinnu við France Football. Luka Modric varð fyrir valinu á síðasta ári en hann er ekki á meðal þeirra 30 sem koma til greina í ár. Mohamed Salah, Roberto Firmino, Sadio Mané, Al- isson, Virgil van Dijk, Trent Alexander-Arnold og Georginio Wijnaldum, allir úr Liverpool, eru á listanum. Þar eru einnig Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, sem hafa fimm sinnum hvor tekið við gullboltanum. Þá koma 20 leikmenn til greina í kvennaflokki. Hin norska Ada Heger- berg á titil að verja. Þar er Megan Rapinoe sigurstrangleg, en hún var val- in leikmaður ársins af Alþjóðaknattspyrnusambandinu í september. Var hún fyrirliði og lykilmaður í liði Bandaríkjanna sem tryggði sér heims- meistaratitilinn í sumar. Liðsmenn Liverpool áberandi Virgil van Dijk Mikael Anderson, leikmaður U21 árs landsliðsins í knattspyrnu, skor- aði fyrra mark Midtjylland í 2:1-sigri gegn Randers í dönsku úrvalsdeild- inni í gærkvöld. Mikael jafnaði met- in fyrir sína menn á 58. mínútu. Með sigrinum náði Midtjylland fjögurra stiga forskoti á FC Køben- havn í toppsæti deildarinnar. Mikael fór af velli á 80. mínútu en hann hef- ur skorað þrjú mörk í tólf leikjum í deildinni á tímabilinu. Hann skrifaði í síðasta mánuði undir nýjan fimm ára samning við Midtjylland. Mikael skoraði fyrir toppliðið Morgunblaðið/Eggert Mark Mikael Anderson skoraði sitt þriðja mark fyrir toppliðið í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.