Morgunblaðið - 22.10.2019, Side 23
eiga ekki ensku að móðurmáli, um
skjöl og skjalamál.“
Fjölskylda
Eiginmaður Jóhönnu er Árni
Árnason, f. 26.4. 1949, rekstrarhag-
fræðingur og framkvæmdastjóri Ár-
víkur hf. Foreldrar hans voru hjónin
Halla Aðalsteinsdóttir, f. 24.1. 1923,
d. 23.8. 2000, húsfreyja og Guð-
mundur Árnason, f. 17.8. 1921, d.
23.5. 2008, forstjóri.
Börn Jóhönnu og Árna eru: 1)
Gunnlaugur, f. 1.3. 1974, markaðs- og
samskiptastjóri hjá nýsköpunar-
fyrirtækinu Sidekick og stjórnar-
formaður breska fjölmiðla-
fyrirtækisins M2 Communications,
bús. í Garðabæ, en eiginkona hans er
Svava Kristjánsdóttir f. 13.3. 1974,
viðskiptafræðingur. Börn þeirra eru
Kristján Árni, f. 2011, og Jóhanna
Margrét, f. 2015; 2) Halla, f. 22.9.
1977, viðskiptafræðingur, forstöðu-
maður mannauðs- og launalausna hjá
Origo, bús. í Garðabæ, en eiginmaður
hennar er Sveinn Kristinn Ögmunds-
son, f. 8.2. 1975, viðskiptafræðingur,
SAP Manager hjá Alvotech. Synir
þeirra eru Ögmundur Árni, f. 2002, og
Gunnlaugur Árni, f. 2005.
Systkini Jóhönnu eru Ólafur Árni
Sigurðsson, sammæðra, f. 29.10. 1947,
d. 3.4. 1968, faðir hans er Sigurður
Fjeldsted f. 8.4. 1931, viðskiptafræð-
ingur; Sigríður Anný Gunnlaugs-
dóttir, f. 15.10. 1951, löggiltur fast-
eignasali, bús. í Reykjavík; Steinunn
Gunnlaugsdóttir, f. 8.10. 1959, geð-
hjúkrunarfræðingur, bús. í Reykjavík.
Foreldrar Jóhönnu voru hjónin
Gunnlaugur Jónsson, f. 20.3. 1928, d.
27.5. 2013, náttúrufræðingur og
kerfisfræðingur, og Bergþóra Jensen,
f. 3.2. 1927, d. 22.11. 2013, leikskóla-
starfsmaður.
Jóhanna
Gunnlaugsdóttir
Steinunn Óladóttir
húsfreyja á Eskifi rði og á Raufarhöfn, gift Ágústi
Nikulássyni útgerðarmanni á Eskifi rði og Raufarhöfn
Guðmundur Eyleifsson
skipstjóri og skipasmiður
á Seltjarnarnesi
Sigríður Guðmundsdóttir
kaupmaður á Raufarhöfn, gift Ólafi Á. Ágústssyni
verkstjóra og hafnsögumanni á Raufarhöfn
Bergþóra Jensen
leikskólastarfsmaður á Garðaborg
Peter Vilhelm Jensen
útgerðarmaður og kaupmaður á
Eskifi rði, síðar í Reykjavík
Jóhanna M.J. Pétursdóttir
húsfreyja á Eskifi rði
Jens P. Jensen
beykir og veitingamaður á Eskifi rði
Sigríður Jónsdóttir
húsfreyja á Eyrarbakka
Ólafur Ólafsson
söðlasmiður á Eyrarbakka
Jóhanna Ólafsdóttir
húsfreyja í Skeiðháholti
Jón Eiríksson
bóndi og hreppstjóri í Skeiðháholti á Skeiðum
Hallbera Vilhelmsdóttir Bernhöft
húsfreyja á Votumýri
Eiríkur Magnússon
bóndi á Votumýri á Skeiðum
Úr frændgarði Jóhönnu Gunnlaugsdóttur
Gunnlaugur Jónsson
náttúrufræðingur og kerfi sfræðingur
hjá Seðlabanka Íslands
DÆGRADVÖL 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2019
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
silestone.com
„ÞETTA ER EKKI TILBÚIÐ. KOMDU AFTUR
ÞEGAR ÞÚ HEYRIR Í REYKSKYNJARANUM.” „HÆTTU AÐ TOGA Í SPOTTANN!”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vita að hún snýr
alltaf aftur.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
NÝLEG RANNSÓKN SÝNIR FRAM
Á AÐ FJÓRIR AF HVERJUM FIMM
HUNDUM ERU NAUTHEIMSKIR
SÁ FIMMTI ER
FORLJÓTUR
HVERNIG ER PABBI AF
HÁLSBÓLGUNNI?
HANN DREKKUR
STERKA DRYKKI VIÐ
HENNI …
BJÓR MEÐ SLATTA AF
PIPAR ÚT Í!
Það kom okkur, sem lesum ljóðMatthíasar Jochumssonar meir
en ljóð annarra skálda, í opna
skjöldu þegar Akureyrarbær aug-
lýsti Sigurhæðir til sölu. Sigurhæðir,
kirkjutröppurnar og kirkjan setja
sterkan svip á Akureyri, ekki aðeins
myndrænt heldur líka í sögulegu og
menningarlegu samhengi. Brynj-
ólfur Sveinsson mundi vel séra Matt-
hías og ég man að Þórarinn skóla-
meistari minntist hans á Sal með
skemmtilegum hætti og byrjaði eitt
sinn ræðu sína á þessari einföldu
stöku sem Matthías orti til bróð-
ursona sinna í Lærða skólanum
1882:
Heyrðu Mangi, Matti, Jón,
þið miklu, sterku andans ljón, –
heyrið mína hjartans bón:
hættið þið nú að vera flón!
Það eru fleiri en ég sem geta ekki
orða bundist. Davíð Hjálmar í Dav-
íðshaga skrifar í Leirinn: „Sig-
urhæðir, hús séra Matthíasar, er
gamalt og þarf mikið viðhald. Einn-
ig er erfiður snjómoksturinn á gang-
stígum að húsinu. Bærinn vill selja
húsið og segir það lítið nýtast en
bæjarbúar almennt vilja ekki selja.
Nú hefur bærinn kallað eftir til-
lögum um hvernig nýta megi húsið
og lækka kostnað við rekstur þess.
Kostnaður er sífellt sjokk;
Sigurhæðir tré og blikk.
Mætti láta Matta Jock
moka stíginn fyrir slikk?
Björn Ingólfsson þykist skilja vísu
Davíðs Hjálmars bókstaflegum
skilningi:
Matti er góður, hann er hér
heimamaður. Veit ég þó
að svona löngu látinn er
linur við að moka snjó.
Davíð Hjálmar fer út í aðra sálma:
„Ég hef lengi verið hrifinn af gag-
aravillu. Nú er haust og sá árstími
kallar á yrkingar:
Nú er fátt um fuglasöng,
fölnuð blóm og lundin þung.
Þegar hér var komið sögu varð
mér litið á hvernig fremsti liður
löngutangar vinstri handar lá á
skjön við hina liðina. Þar með fædd-
ist vísubotninn.
Liðurinn á löngutöng
lenti undir sleggjupung.“
Stephan G. Stephansson orti:
Sé þeim óþökk sem að gaf
sendlings kvæða-nefi
hjáræmi og hæsi af
heimastjórnarkvefi.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Sigurhæðir –
hús þjóðskáldsins