Morgunblaðið - 22.10.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2019
Njóttu þess að hlakka til
Tvær ferðir
á framandi slóðir
Grand Indókína
1. – 19. febrúar
Páskar í Kína
3. – 17. apríl
Ferðakynning hjá VITA
fimmtudaginn 24. október kl. 17:30 á skrifsto
Skógarhlíð 12. Bílastæði og inngangur neðan við hús
Fararstjóri: Héðinn Svarfdal Björnsson
ÍS
LE
N
SK
A/
SI
A.
IS
VI
T
92
91
1
10
/1
9
fuVITA,
ið.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Tvær aflvélar virkjana Landsvirkjun-
ar í Búrfelli biluðu í síðustu viku. Önn-
ur vélin komst fljótlega í lag en við-
gerð á hinni mun taka lengri tíma.
Bilun kom fram í rafala aflvélar 6 í
Búrfellsstöð aðfaranótt fimmtudags-
ins 17. október. Í stöðinni eru sex afl-
vélar og uppsett afl þeirrar sem bilaði
er 48 MW. Taka þurfti vélina tíma-
bundið úr rekstri.
Unnið var að bilanagreiningu í gær
en ljóst þótti að viðgerð myndi taka
nokkrar vikur, samkvæmt upplýsing-
um frá Landsvirkjun.
Sama dag kom upp bilun í gangráði
aflvélar Búrfellsstöðvar II. Það er
eina aflvél stöðvarinnar og er uppsett
afl hennar 100 MW. Viðgerð á gang-
ráðinum lauk á laugardaginn var og
hefur vélin verið í fullum rekstri síð-
an. Landsvirkjun getur staðið við all-
ar skuldbindingar sínar um raforku-
afhendingu til viðskiptavina þrátt
fyrir þessar bilanir, að sögn Magn-
úsar Þórs Gylfasonar, yfirmanns
samskiptasviðs Landsvirkjunar.
Vélarbilun í Búrfellsvirkjun
Önnur vélin
komin í lag, við-
gerð hinnar tefst
Morgunblaðið/Ómar
Búrfellsvirkjun Ein aflvél af sex bilaði og eins vél Búrfellsvirkjunar II.
Vaskur hópur manna á veg-
um Reykjavíkurborgar sást í
gær við vinnu í Hlíðahverfi, í
Lönguhlíð milli Miklubrautar
og Eskitorgs. Var hópurinn
að vinna við framkvæmd
þriggja sebrabrauta sem þar
hafa staðið hálfkláraðar vik-
um saman. Um helgina var
greint frá því í Morgun-
blaðinu að framkvæmdin
hefði verið stöðvuð tíma-
bundið vegna mistaka í aug-
lýsingu. Sagði þá borgar-
fulltrúi tafir á gerð gang-
brautanna „óviðunandi fyrir
öryggi gangandi vegfarenda
í þessu hverfi“ en hálfu
brautirnar geta valdið rugl-
ingi hjá fólki með tilheyrandi
slysahættu.
„Það er allt farið í gang
núna,“ segir Bjarni Brynj-
ólfsson, upplýsingastjóri hjá
Reykjavíkurborg, en til
stendur að klára sebrabraut-
irnar þrjár, setja upp viðeig-
andi umferðarskilti við hlið
þeirra, bæta lýsingu og setja
leiðarlínur fyrir blinda og
sjóndapra sem þvera þurfa
Lönguhlíð. khj@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vinna hafin á
ný í Hlíðunum
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Reykjavíkurborg sendi í gær út
fréttatilkynningu um að meirihlutinn
í skóla- og frístundaráði borgarinnar
hefði lagt fram tillögu um breytingar
á skólahaldi í norðanverðum Grafar-
vogi. Tveir skólar verði fyrir nem-
endur í 1.-7. bekk sem starfi í Borga-
skóla og Engjaskóla. Einn skóli á
unglingastigi, Víkurskóli, verði fyrir
nemendur í 8.-10. bekk. Skólahald í
Korpu leggst af, a.m.k. tímabundið.
Nemendum verður boðin skólavist í
Engjaskóla þar sem öll yngri skóla-
börn úr Staðahverfi sameinast.
Tryggja á skólaakstur eða strætó-
kort til frjálsra afnota þar til fjöldi 6-
12 ára nemenda í Staðahverfi er orð-
inn 150.
Í tilkynningunni er vitnað í Skúla
Helgason, formann skóla- og frí-
stundaráðs, sem segir að nemendum
í Korpu hafi fækkað verulega und-
anfarinn áratug. Þar séu nú aðeins
59 börn og hafi fækkað um meira en
helming á síðustu sjö árum.
Forkastanleg vinnubrögð
„Maður spyr sig til hvers verið er
að halda fundi í skóla- og frístunda-
ráði ef það er búið að taka ákvarðanir
fyrirfram og senda út tilkynningar
um það. Við sættum okkur ekki við
slík vinnubrögð,“ sagði Marta Guð-
jónsdóttir borgarfulltrúi, sem á sæti í
skóla- og frístundaráði. Hún sagði
undarlegt að Reykjavíkurborg
skyldi senda út fréttatilkynningu í
gær með tillögu meirihlutans, degi
áður en taka átti málið fyrir á fundi í
ráðinu í dag. Marta kvaðst hafa feng-
ið málsgögn fundarins með fundar-
boði og þar væri tekið fram að fund-
argögn væru trúnaðarmál þar til
fundi væri lokið. Hún sagði þetta for-
kastanleg vinnubrögð. Tillögu meiri-
hlutans hefði átt að sýna íbúum og
foreldrum áður en hún fór í fjölmiðla.
„Hvorki kjörnir fulltrúar, foreldr-
ar, skólastjórnendur né íbúar hverf-
isins fá tækifæri til að ræða þessa
ákvörðun,“ sagði Marta. Ef málið
hefði verið lagt fram og rætt með
eðlilegum hætti hefði það mögulega
getað tekið breytingum. „En það
gefst ekki tækifæri til þess. Það er
greinilega búið að taka þessa ákvörð-
un,“ sagði Marta.
Hún sagði það hafa legið fyrir
lengi að loka ætti Korpuskóla. For-
eldrar í Grafarvogi höfðu samband
við Mörtu í gær og furðuðu sig á því
að sjá þetta boðað í fréttatilkynn-
ingu. „Fólk gerir ráð fyrir því að það
sé skóli í hverju hverfi,“ sagði Marta.
„Skólinn er einn af mikilvægustu
innviðum hvers hverfis. Börn geta
ekki gengið eða hjólað í skólann sinn
ef honum er lokað eins og í Staða-
hverfi. Þá þurfa þau að sækja skóla í
öðru hverfi. Annaðhvort þarf að
skutla þeim eða hafa skólabíl. Skóla-
aksturinn hefur ekki gengið vel það
sem af er vetri í þessu hverfi. Það
hafa ítrekað fallið niður ferðir og for-
eldrar kvartað yfir því.“
Marta sagði að Korpuskóla væri
lokað á þeirri forsendu að þar væru
of fáir nemendur. „Við höfum lagt til
að það verði bæði leik- og grunnskóli
í Korpuskóla til að styrkja skólann
og koma í veg fyrir að honum verði
lokað. Einnig hefur minnihlutinn
lagt til að unglingarnir úr hverfinu
komi aftur í Korpuskóla. Þeir voru
sendir úr hverfinu. Það eru 140
grunnskólabörn í hverfinu en bara 59
í skólanum vegna þess að ungling-
arnir eru í öðrum skóla.“
Logandi óánægja í hverfinu
„Börnin mín fá ekki að vera í
Korpuskóla en eru flutt yfir í Vík í
unglingadeild,“ sagði Ingvar Guð-
mundsson, faðir í Staðahverfi. Hann
á tvö börn í unglingadeild. Þau voru
flutt ásamt öðrum á sama aldri á milli
skóla. Ingvar sagði að foreldrar
hefðu almennt mótmælt því.
„Það er löng og torsótt leið að
komast fyrir börn úr Staðahverfi yfir
í Vík. Leiðin er jafn löng og frá Aust-
urbæjarskóla og vestur í Ánanaust.
Það eru engar strætósamgöngur á
þessari leið. Ef kennsla fellur niður
þá er enginn skólabíll og börnin
þurfa að fara yfir móana. Það er eng-
in gönguleið,“ sagði Ingvar. „Sam-
kvæmt deiliskipulagi á að vera ung-
lingadeild í hverfinu okkar. Það voru
þarna skólastofur sem voru farnar að
mygla. Þá var samið við foreldra um
að flytja börnin í eitt ár yfir í Vík á
meðan byggt var við skólann. Svo
var það svikið.“
Ingvar sagði að Korpuskóli og
Víkurskóli hefðu verið sameinaðir.
Með sameiningunni væri hægt að
flytja börnin á milli skólabygginga.
„Foreldrar í hverfinu fá ekki að
koma með börnin sín í Korpuskól-
ann,“ sagði Ingvar. Hann sagði að
foreldrarnir væru mjög reiðir yfir
þessu.
„Staðahverfið logar á facebooksíð-
unum og eins er mikil óánægja í for-
eldrafélaginu. Foreldrar vilja að
Korpuskóli verði opinn áfram og
borgin fari eftir deiliskipulaginu sem
segir að þarna eigi að vera skóli al-
veg upp í unglingadeild. Nú ætla þeir
að leggja fram á fundi að loka skól-
anum og það er brot á deiliskipulagi.
Þeir hefðu átt að byrja á að breyta
deiliskipulaginu, fá umsagnir um það
frá íbúunum og koma því í gegn með
eðlilegum hætti,“ sagði Ingvar.
Óánægja með lokun Korpuskóla
Meirihluti skóla- og frístundaráðs sýndi á spilin í fréttatilkynningu Leggur til að leggja skólastarf í
Korpuskóla af Borgarfulltrúi furðar sig á vinnubrögðunum Facebooksíður loga af óánægju
Ljósmynd/Aðsend
Grafarvogur Skólamál í Staðahverfi í Grafarvogi hafa lengi verið í deigl-
unni. Myndin var tekin á hitafundi um skólamál í hverfinu í apríl sl.
Skúli
Helgason
Marta
Guðjónsdóttir