Morgunblaðið - 22.10.2019, Side 19

Morgunblaðið - 22.10.2019, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2019 ✝ EyglóIndriðadóttir fæddist hinn 14. ágúst 1939 í Torf- unesi, Ljósavatns- hreppi í Suður-- Þingeyjasýslu. Hún lést á Landa- koti þriðjudaginn 8. október 2019. Foreldrar Ey- glóar voru Indriði Kristbjörn Vil- hjálmsson bóndi, f. 16. janúar 1909, d. 3. maí 1978, og Að- alheiður Jóhannesdóttir hús- móðir, f 7. júlí 1906, d. 13 júlí 1997. Eygló var tvíburi en systir hennar hét Bjarndís Eygló og lést hún 26. janúar 1999. Bernskuárin var Eygló ásamt fjölskyldu sinni á Torfunesi í Ljósavatnshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Að loknu hefðbundnu skyldu- námi fór Eygló að vinna á sjúkrahúsinu á Húsavík, hún fór síðan til Akureyrar og vann þar á sjúkrahúsinu og endaði svo sinn starfsferil hjá Út- gerðarfélagi Ak- ureyringa. Árið 1960 gift- ist hún Reyni Frí- mannssyni, f. 17. janúar 1937, d. 11. júlí 2010. Dæt- ur þeirra eru: 1) Ásdís, gift Alberti Einarssyni, og eru synir þeirra Aron Kristbjörn, sambýlis- kona Guðrún María Ómars- dóttir, börn þeirra eru Bald- ur Darri og Saga, og Dagur Ingi, sambýliskona Rakel Ósk Þorsteinsdóttir. 2) Heiða Björk, sambýlismaður Snæ- björn Rafnsson og eiga þau Ísold Eygló og Kára Rafn. Eygló og Reynir bjuggu lengst af á Akureyri eða þar til árið 2007 að þau fluttu til Hafnarfjarðar. Útför Eyglóar fór fram hinn 16. október frá kapell- unni í Hafnarfirði í kyrrþey að ósk hennar. Nú er komið að kveðjustund elsku mamma. Það var á fallegu haustkvöldi sem þú kvaddir þennan heim. Ég veit að þú ert hvíldinni fegin, þetta var orðið svo erfitt fyrir þig því alzheim- ersjúkdómurinn var kominn á lokastig. Þrátt fyrir að um hugann streymi fullt af fallegum og dýr- mætum minningum er erfitt að koma þeim í orð. Traust, hlý, um- hyggjusöm, heiðarleg, dugleg, samviskusöm, góður hlustandi og vinur vina sinna eru mann- kostir sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til þín, elsku mamma. Þú barst ætíð mikla um- hyggju fyrir velferð annarra, alltaf til staðar og studdir okkur systur í okkar tilveru. Þú sýndir hlýju þína og væntumþykju með smáum og stórum verkum sem alltaf voru sjálfsögð af þinni hálfu. Þú varst mikill náttúru- unnandi og dýravinur og áttir bæði hund og kött sem voru þér hugleikin. Barnabörnum og síðar langömmubörnum sýndir þú mikla ást og voru þau þér afskap- lega kær og áttu stóran stað í hjarta þínu. Þú varst ákaflega stolt af þeim og fylgdist vel með þeim, símtölin þegar þau voru veik, hvernig gekk í prófum og að alltaf væri nóg til að borða sem þeim fannst gott, þetta er bara örlítið brot af allri þeirri um- hyggju sem þú hafðir að gefa. Þegar langömmubörnin voru komin skipti miklu máli að rauð epli og íspinnar væru til í ís- skápnum. Kærleikur þinn og hlýja eru þeim dýrmæt minning sem þau eiga í hjarta sínu. Þegar ég horfi til baka er margs að minnast. Ferðirnar í Torfunes, bernskustöðvar þínar, þegar ég var lítil stelpa, ferðalög okkar um landið, samverustund- ir á æskuheimilinu þegar ég kom með fjölskylduna um páska til að fara á skíði, jólin og á sumrin þar sem umhyggja þín og kærleikur tók ávallt á móti okkur. Ekki má gleyma að minnast á veisluborðið sem ávallt beið okkar og uppbúið rúm og allt hitt. Dýrmætu stund- irnar sem við àttum í Háabergi og í sumarbústað okkar, þessar minningar eru okkur kærar. Þú varst kletturinn í fjölskyldunni, svo hlý og umhyggjusöm móðir, tengdamóðir, amma og langamma. Elsku besta mamma, ég kveð þig með söknuði en um leið með þakklæti fyrir allt og ég trúi því að einhvern daginn hittumst við aftur, þá fæ ég að faðma þig og knúsa. himna stjörnur á hvolfi glitrandi skærar á himnum skinu mín glöð upp til himna horfir skærasta stjarna til mín brosir (Mirra 1982) Ég vil þakka starfsfólki á deild L4 Landakoti innilega fyrir ein- staka hlýju, kærleika og góða umönnun í veikindum móður minnar. Hvíl í friði. Þín dóttir, Ásdís Reynisdóttir. Elsku mamma mín, nú er kom- ið að leiðarlokum hjá þér, sorgin flæðir um hjarta mitt, sorgin sem dregur úr mér allan mátt, gerir mig vanmáttuga, orðvana og hrygga. En nú veit ég að hvíldin er loksins þín, efst í huga mér er þakklæti fyrir allar þær samveru- stundir sem við áttum. Við fylgd- umst að í gegnum þann ólgusjó sem alzheimersjúkdómurinn er þar til yfir lauk, en sjúkdómurinn ert ekki þú, í mínum huga ert þú elsku mamma mín, kletturinn minn og ljósið sem lýsir mér leið. Ég sakna þín meira en orð fá lýst, en um leið veit ég að þú ert komin á friðsælan stað þar sem þú ert umkringd nánum ástvinum sem hafa kvatt okkur, ásamt öll- um rósunum og ferfætlingunum þínum. Ást þín til okkar endurspeglað- ist í einlægri umhyggjusemi, ást þín var skilyrðislaus og tær, ást þín var styrkur og hlýja gagnvart þínum nánustu. Þér var ávallt um- hugað um okkur, að við værum örugg í lífsins skóla. Innlifun þín og samkennd í því sem við vorum að upplifa var líka þín upplifun, hvernig barnabörnum liði og gengi, hvernig okkur Snæja gengi að byggja upp nýja heimilið okk- ar. Alltaf varst þú fegnust þegar fólkið þitt var komið aftur heim eftir ferðalög, vitandi til þess að við værum komin i öruggt skjól. Nærgætni þín í orðum og gjörð- um var þitt leiðarljós i gegnum líf- ið. Umhyggja þín … þegar ég sem lítil stelpuhnáta kom fram snemma morguns, með stírurnar í augunum og svolítið kalt, þá beið mín ávallt volg mjólk með kakó- malti ásamt ristuðu brauði, kær- komin hlýja inn í daginn. Um- hyggja þín … þegar á framhaldsskólaár var komið, þá varstu vön að koma fram um miðja nótt, undan hlýrri sænginni, til að spjalla við mig, hlusta á mig tala um skólann, vinina eða ást- arsorg, allt það sem mér lá á hjarta gat ég talað um við þig. Umhyggja þín … þegar ég var orðin fullorðin og kom norður yfir heiðar með fjölskylduna mína, ferðalúin og svöng, þá beið okkar ávallt smurt brauð og uppbúin rúm sem ljúft var að kúra í og finnast ég vera komin heim. Ást þín og umhyggja endurspeglaðist í gjörðum þínum og hugsun. Hvíl í friði elsku mamma, minn- ing þín er ljós í hjörtum okkar Þín dóttir, Heiða Björk. Elsku amma, núna er komið að lokum hjá okkur í bili. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann. Mér eru mjög minnisstæð öll sumrin sem ég eyddi á Akureyri með ykkur. Allir páskarnir sem við vorum á skíðum og þið hugs- uðuð svo vel um okkur. Það var alltaf uppbúið rúm fyrir mig í sjónvarpsholunni. Og seinna líka fyrir Guðrúnu Maríu þegar hún kom með. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir allar stundirnar sem þú áttir með okkur og langömmubörnunum þínum. Ég er sérstaklega þakk- látur fyrir árin þrjú sem við vor- um nágrannar og þú heimsóttir okkur svo oft, til dæmis á leið þinni upp í kirkjugarð að vökva blómin á leiðinu hans afa. Það var svo gott og auðvelt að fá þig í heimsókn. Þú hafðir svo þægilega nærveru og umhyggjan fyrir fólk- inu þínu var mikil. Þú fannst líka alltaf eitthvað til að hrósa þegar þú komst í heimsókn. Sama hversu mikið drasl var hjá okkur! Þessi nærvera hafði ótrúlega góð áhrif á langömmubörnin þín. Baldur Darri var rétt rúmlega tveggja ára þegar hann var byrj- aður að rata heim til þín. Hann tók oft á rás niður götuna labbandi eða á þríhjóli með stefnuna á blokkina þína, kyrjandi „amma Eygló, amma Eygló“. Þetta var upphafið að mörgum heimsóknum hjá okkur. Ekki skemmdi fyrir að það var alltaf til rautt epli og ís fyrir lang- ömmubörnin. Og auðvitað kisa til að klappa og sjóræningjaskip til að leika með. Aron og fjölskylda. „Sjá þessi augu“ man ég að þú sagðir í sumar um hana nöfnu þína þegar hún horfði á frænku sína með stóru forvitnu augunum. Það er sagt að börn skynji margt og ég held að hún hafi séð hversu góð kona þú varst, elsku Didda mín. Ef nafna þín gæti horft til baka með augunum sínum veit ég að hún gæti séð það sama og ég sé þegar ég rifja upp góðar minning- ar. Hún gæti séð það sem nú kall- ar fram þakklæti, kærleika og virðingu. Hún gæti séð konuna sem alltaf var til staðar fyrir fólkið sitt. Á hugann leita ýmsar minn- ingar, meðal annars heyri ég „farðu nú út í búð Reynsi minn og keyptu pítsu og franskar fyrir stelpurnar“. Það brást ekki að þegar komið var í Álfabyggðina eftir langt ferðalag norður var passað upp á að gefa ferðalöng- unum gott að borða. Það rifjast upp eftirvæntingin fyrir gjöfunum sem komu að norðan fyrir jól. Þú hefur markað þín spor og hefur Baldur oft talað um Diddu frænku og viljað skoða myndir af þér. Ilm- ur af bleikum rósum kemur upp í hugann en fallegu rósirnar þínar voru dæmigerður afrakstur þess að rækta garðinn sinn og hlúa að honum eins og þú hlúðir að fólkinu þínu. Það sést vel á dætrum ykkar því Ásdís og Heiða og allt þitt fólk er vandað. Við erum ekki stór fjöl- skylda en böndin eru sterk. Það sást langar leiðir hversu mikið sómafólk þið Reynir voruð. Allt var í röð og reglu og snyrti- mennskan með eindæmum. Þú varst harðdugleg, vannst líkam- lega erfitt starf og sinntir því vel sem og heimilinu. Svipbrigði koma líka upp í hugann. Þú varst svipsterk og glettin. Það er auð- velt að kalla fram svipbrigði þín og rifja upp hversu stutt var í grallaralegt brosið. Það var ynd- islegt að upplifa í sumar að þrátt fyrir að heilsan væri farin að gefa eftir voru svipbrigðin á sínum stað. Ég man eftir fallega brosinu sem þú gafst nöfnu þinni og hve yndislegt var að sjá andlit þitt ljóma á móti stóru forvitnu aug- unum. Einnig rifjast upp minning- ar af því að koma til þín í kaffi á Lækjargötuna, eiga gott spjall og góðu samtölin í síma. Símtölin sem komu eins og fastur punktur á jólum, um áramót og á afmælum eru dæmigerð fyrir ræktarsemi og góðmennsku þína. Þau sköp- uðu ákveðið öryggi. Þú hafðir ein- lægan áhuga á því sem við vorum að gera og vildir vera inni í mál- unum. Eftir að mamma dó tókstu okkur systurnar undir arminn. Það er skrýtin og erfið tilhugsun að horfa í kringum sig og skoða veröldina án Diddu frænku. Það er eins og veröld án burðarstólpa. Ég hugga mig við það að sam- bandið heldur áfram í gegnum all- ar þær góðu minningar sem ég á um einstaka konu. Þannig munu stóru forvitnu augun nöfnu þinnar og hinn spuruli Baldur geta séð og lært um allt það fallega sem ég sé þegar ég horfi á lífshlaup þitt og rifja upp minningarnar. Elsku Didda, nú er komið að leiðarlokum að sinni. Ég vil þakka þér fyrir allt. Ég er þess fullviss að englarnir okkar tóku vel á móti þér. Minningin um Eygló, dóttur Indriða og Aðal- heiðar, mun veita birtu og yl um ókomna tíð. Elsku Ásdís, Heiða, fjölskyldur og aðrir ættingjar og vinir. Megi Guð veita ykkur styrk á erfiðum tímum. Kristbjörg Þórisdóttir. Eitt af því erfiðasta sem ég tekst á við er að skrifa minning- arorð um ástvini sem kallaðir hafa verið til æðri verka. Það að kveðja í hinsta sinn er svo ein- staklega sárt, rifja upp minning- ar, samveru og samskipti sem munu ekki eiga sér stað oftar, að minnsta kosti ekki í því formi sem við erum vön og tökum oftar en ekki sem sjálfsögðum hlut. Lífið er ekki sjálfsagt og það að eiga einstaklinga eins og þig elsku frænka í lífi sínu er svo dýrmætt. Kveðjustundin sem kemur á ein- hverjum punkti er síðan sárari en tárum tekur. Eðli lífsins en sárt eigi að síður. Ég á svo ótal margar góðar minningar sem rifjast upp á þess- ari stundu. Hugurinn leitar mikið aftur í barnæsku mína er ég dvaldi löngum stundum og oft heilu sumrin í Álfabyggðinni hjá ykkur Reyni. Þið tókuð mig eig- inlega að ykkur og frá þeim tíma- bilum á ég svo ótalmargar skemmtilegar og dýrmætar minningar. Fyrir þær stundir verð ég ævinlega þakklát. Við Heiða áttum svo dásamlegan tíma saman, brölluðum eitt og annað, svo sem að sulla heilu dag- ana í gosbrunnunum í Lystigarð- inum á Akureyri eða svamla í sundlauginni. Alltaf gættirðu þess að við færum vel nestaðar af stað, oftar en ekki með snúð og kókómjólk í nestispokanum. Alla tíð, hvort sem ég dvaldi hjá ykkur á sumrin eða kom í heimsókn eftir að ég komst til vits og ára, tókuð þið ætíð svo vel á móti mér og mínum. Þegar í Álfabyggðina var komið beið alltaf hlaðið borð af ýmsum kræsingum og hlýr faðm- ur þinn og blítt innilegt bros þitt tók á móti. Það var alltaf jafngott að koma til þín. Sama átti við eftir að þið fluttust í Hafnarfjörðinn, alltaf var jafnvel tekið á móti með brosi og hlýjum faðmi. Þér var mjög umhugað um allt þitt fólk og sinntir öllum af kostgæfni. Eftir að mamma lést tókstu okkur syst- ur að þér og ef of langt leið milli heimsókna hringdir þú til að heyra hvernig við hefðum það og hvort ekki væri allt í sóma hjá öll- um. Ræktarsemi þín var einstök. Dugnaðarforkur varstu mikill og þið mamma áttuð það sameig- inlegt að engin verk voru ykkur ofviða, þið brettuð bara upp erm- arnar og genguð í þau. Hvöttuð okkur svo til að gera hið sama. Hjá þér var ætíð allt í skipulagi og snyrtimennskan einstök. Blóma- og garðrækt var þér og Reyni mikil unun og bar fallegi garður- inn ykkar og ilmandi gróðurhúsið þess sannarlega merki. Dýravin- ur varstu einnig mikill og fallega sérlundaða kisan þín var þér afar dýrmæt síðustu árin. Alltaf færð- irðu mér fréttir af kisu í símtöl- unum okkar eða heimsóknum þessi síðustu ár ásamt fréttum af Heiðu og Ásdísi og þeirra fjöl- skyldum enda varstu með ein- dæmum stolt af öllu þínu fólki. Þú varst mér afar dýrmæt. Fyrir kynni okkar, ræktarsemi þína og alúð er ég afar þakklát elsku Didda mín. Elsku Ásdís, Heiða og fjöl- skyldur. Ykkur votta ég mína dýpstu samúð. Megi Guð veita ykkur styrk. Minning um ein- staka konu lifir áfram í hjörtum okkar allra. Steinunn Þórisdóttir. Arnfríður Eygló Indriðadóttir HINSTA KVEÐJA Ljóðið til ömmu Eygló er það nafn sem ég ber frá þér Eygló mun ég bera með stolti hér Eygló merkir sól eða ham- ingjuljómi sú merking fer þér eins og sumar og angan af blómi Kjötsúpa, umhyggja og ást, minn- ir mig á þig ég mun sjá þig aftur, er ég kem á mitt lokastig. Þín Ísold Eygló. Innilegar þakkir fyrir veitta samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar elskulega eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, ORRA HRAFNKELSSONAR húsasmíðameistara. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hjúkrunarheimilisins Dyngju, Egilsstöðum, fyrir frábæra umönnun og hlýtt viðmót. Valgerður Valdimarsdóttir Árdís Dögg Orradóttir Finnbogi Gunnlaugsson Berglind Orradóttir Jóhann Þórsson Sóley Orradóttir Pétur Wilhelm Jónasson Þröstur Orrason Elín Ingibjörg Kristófersdóttir Fjóla Orradóttir Viðar Benjamínsson og barnabörn Okkar ástkæri EGILL MÁR GUÐMUNDSSON arkitekt, sem lést fimmtudaginn 10. október, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju 25. október klukkan 13. Vigdís Magnúsdóttir Tanja Vigdisdottir Arnar Óskar Egilsson Bianca Tiantian Zhang Páll Skírnir Magnússon Guðmundur Logi Arnarsson Eiginmaður minn og bróðir okkar, SNORRI ÞORSTEINN PÁLSSON frá Dagverðartungu, Fjólugötu 13, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 13. október. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 24. október klukkan 13.30. Nittaya Nonghee Gylfi, Ragna, Gísli og Snjólaug Pálsbörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNEA KATRÍN ÞÓRÐARDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 7. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Bragi Ásbjörnsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.