Morgunblaðið - 25.10.2019, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 5. O K T Ó B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 251. tölublað 107. árgangur
SÉRA SEM
SÆKIR Í
GLÆPASÖGUR
BANDARÍKIN
HORFA TIL
GRÆNLANDS
MEÐ TÓNLEIKA Á
HRESSINGAR-
SKÁLANUM
EMBÆTTISMENN Í NUUK 13 BENNI HEMM HEMM 28HÖFUNDUR 5 SAGNA 10
Víða í stærri bæjum á landsbyggð-
inni fara útfarir nú oftar fram á
föstudögum eða öðrum virkum
dögum en áður tíðkaðist. Áður var
reglan sú að á höfuðborgarsvæð-
inu var aðeins jarðað á virkum
dögum, en á landsbyggðinni lang-
oftast á laugardögum.
Munurinn er sá að í þéttbýlinu
er algengast að atvinnufólk komi
að framkvæmd útfara, það er út-
fararstofur og söngfólk auk prests.
Í dreifbýlinu eru það gjarnan sjálf-
boðaliðar sem gegna hlutverkum
útfararstofu, annast tónlistarflutn-
ing og fleira.
Meðfylgjandi skýringarmynd
byggir á tölum frá kirkjugörðun-
um um fjölda útfara á föstudögum
og laugardögum frá 2012, þ.e. í
öðrum kirkjugörðum en kirkju-
görðum Reykjavíkur, Hafnarfjarð-
ar, Garðabæjar og Akureyrar.
Framan af eða til ársins 2016
var algengast að jarðað væri á
laugardögum. Tölurnar benda til
þess að þetta hafi snúist við árið
2017 og síðan þá hafa verið fleiri
jarðarfarir á föstudögum en á
laugardögum í minni byggðarlög-
um landsins. » 14
Útfarir oftar á
virkum dögum
Breyting á útfarardögum úti á landi
Útfarir á lands-
byggðinni 2012-2019
’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’19
400
350
300
250
200
Föstudagar
Laugardagar
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Verð á brotajárni hefur lækkað um
tæp um 40% frá byrjun síðasta árs.
Daði Jóhannesson, forstjóri
Hringrásar, segir verndartolla eiga
þátt í lækkuninni undanfarið. Þannig
hafi Bandaríkjastjórn sett toll á
tyrkneskt stál sem aftur hafi áhrif á
íslenskan markað. Stærstur hluti
brotajárnsins frá Íslandi sé enda
fluttur til Tyrklands.
Botninum sé náð
Hringrás hafi lækkað verðið um
síðustu mánaðamót um nærri 20%.
„Það er heldur lítil lækkun miðað
við verðþróunina. Við gerum þetta í
þeirri von að botninum sé náð og að
verðið sé hætt að lækka eftir stöð-
ugar lækkanir í talsverðan tíma. Þeir
sem þurfa að losna við brotajárn eru
fæstir í aðstöðu til að sitja á því í von
um að verðið hækki,“ segir Daði.
Hann segir aðspurður að ástand
efnahagsmála í heiminum hafi mikil
áhrif á þennan markað.
„Það eru nefndar þrjár ástæður
fyrir því að stálverð er að lækka.
Brotajárnið er beintengt því. Það er í
fyrsta lagi tollastríð milli Bandaríkj-
anna og Tyrklands og í öðru lagi
Brexit, sem veldur óvissu sem aftur
veldur því að menn halda að sér
höndum. Í þriðja lagi er almennt að
hægjast á efnahagslífinu í heiminum
sem leiðir til minnkandi eftirspurnar
eftir stáli,“ segir Daði.
Hindranir bitna á hagkerfinu
Yngvi Harðarson, framkvæmda-
stjóri Analytica, segir stálverðið hafa
náð lágmarki áður en Donald Trump
Bandaríkjaforseti setti 50% toll á
stál frá Tyrklandi 14. október sl.
Þegar hindranir séu settar í vegi
viðskipta milli hagkerfa bitni það á
umsvifum og komi niður á heimshag-
kerfinu. Það hafi síðan neikvæð áhrif
á verðið. Þá hafi Brexit haft neikvæð
áhrif með því að valda óvissu sem
aftur leiði til minni fjárfestingar. Það
ásamt viðskiptastríði Kína og
Bandaríkjanna vegi þyngst.
Brotajárn hefur hrunið
í verði síðustu misserin
Hringrás lækkar verð Viðskiptastríð á þátt í lækkunum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verðmæti Brotajárn í Sundahöfn.
MVerðfall á brotajárni í ár »4
Þau voru fremur kuldaleg, þríeykið sem ljósmyndari Morgun-
blaðsins rakst á í fjörunni skammt frá Gróttuvita á Seltjarnar-
nesi í gær. Þrátt fyrir hvassviðri, kulda og úfinn sjó virtist
hópurinn skemmta sér með ágætum. Í fjarska sést Esjan að
mestu grá niður hlíðar og á það sjálfsagt við um fleiri fjöll
sunnanlands. Í dag og um helgina má búast við köldu og frem-
ur björtu veðri á höfuðborgarsvæðinu. Veðurstofa Íslands
gerir ráð fyrir hægt minnkandi norðanátt á landinu í dag,
víða 5-13 metrum á sekúndu en heldur hvassara suðaust-
anlands á Austfjörðum. Hiti verður við og undir frostmarki.
Það er því vissara fyrir fólk að grípa í kuldaúlpu og húfu, hafi
menn ekki þegar gert það, áður en lagt er af stað út úr húsi.
Morgunblaðið/Hari
Áfram má búast við köldu veðri víðast hvar á landinu