Morgunblaðið - 25.10.2019, Síða 2

Morgunblaðið - 25.10.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2019 Selfoss // Akureyr i // Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Mest seldu fjórhjól á Íslandi síðastliðin 4 ár! Verð frá 1.480.000 með vsk. MorgunblaðiðHádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóraSigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.isÁgúst Ingi Jónsson aij@mbl.is FréttirGuðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.isMenning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is ViðskiptiStefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is SmartlandMarta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Persónulega finnst mér afar ánægjulegt hversu mikla athygli umhverfis- og úrgangsmál hafa loks fengið í um- ræðunni. Fyrir bæði sveitarfélög og íbúa er það risavaxið hagsmunamál að þessir hlutir séu í lagi,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, í samtali við Morgunblaðið, en hann var einn þeirra sem í gær fluttu erindi á fundi Landssambands sjálfstæðiskvenna sem haldinn var í Valhöll. Er um að ræða fundaröð landssambandsins sem til- einkuð er umhverfismálum. Markmið fundanna er að nálgast umhverfismál frá ólíkum hliðum, finna út hvernig best sé að huga að náttúru Íslands og hvað það er sem skiptir mestu máli fyrir framtíð þjóðarinnar og komandi kynslóða. Kristján Þór fór í máli sínu yfir þau helstu atriði sem verið er að kanna á Norðurlandi, hver núverandi staða er í úrgangsmálum og hvaða tækifæri leynast fyrir sveit- arfélögin. „Við erum nú með skýrslu í höndunum sem Efla vann fyrir okkur og erum að yfirfara þær niðurstöður. Næstu skref til meiri samræmingar eru meðal þess sem þar má finna, en með því er átt hvernig meðhöndla skal úrgang á öllu svæðinu. Við teljum fjölmörg tækifæri leynast í því annars góða starfi sem nú þegar er unnið þegar kemur að flokkun úrgangs,“ segir Kristján Þór og vísar þá meðal annars til þess að draga úr urðun á sorpi og nýta þannig um leið urðunarstaði lengur en ella. „Það verður alltaf eitthvað urðað en við verðum að leggja áherslu á að fara vel með þessi svæði,“ segir hann. Fjölmörg tæki- færi í flokkun Morgunblaðið/Eggert Landssamband sjálfstæðiskvenna er nú með fundarröð um umhverfismál Reykjavík er í 14. sæti yfir öruggustu höfuðborgir heimsins með 76,85 öryggisstig, á lista World’s Capital Cities. Kaupmannahöfn er efst höfuð- borga Norðurlanda í 10. sæti með 78,73 stig. Helsinki er í 17. sæti með 75,36 stig, Ósló í 57. sæti með 53,52 stig og Stokkhólmur í 59. sæti með 51,49 stig. London er á milli Óslóar og Stokkhólms með 52,93 stig. Öryggisvísitalan er byggð á hug- lægu mati íbúa borganna. Hún endur- speglar á sinn hátt tíðni afbrota í hverri borg og það hversu öruggir borgararnir telja sig vera gagnvart því að verða fyrir barðinu á afbrota- mönnum. Tölurnar voru uppfærðar um mitt árið 2017. Á listanum eru 102 borgir og trónir Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum efst með 86,46 stig. Næst henni er Doha í Katar með 84,13 stig og í 3. sæti er Singapore með 83,1 stig. Athyglisvert er að öruggustu borgirnar eru höfuðborgir í Mið-Austurlöndum eða Asíu. Efst Evrópuborga er Bern í Sviss í 5. sæti með 81,53 stig. Ottawa í Kan- ada er sú höfuðborg í Norður-Amer- íku þar sem borgararnir fundu til mests öryggis og fékk hún 76,93 stig. Höfuðborg Kanada fékk mun betri útkomu en Washington DC, höfuð- borg Bandaríkjanna, sem fékk 42 stig og Mexíkóborg sem fékk aðeins 34,65 stig. Lestina á listanum rekur svo Port Moresby í Papúa Nýju Gíneu með aðeins 16,32 stig. gudni@mbl.is Reykjavík í 14. sæti lista um öruggustu höfuðborgir  Kaupmannahöfn efst höfuðborga Norðurlanda á listanum Morgunblaðið/Eggert Reykjavík Fékk fleiri stig en Hels- inki, Ósló og Stokkhólmur. Helgi Bjarnason Ragnhildur Þrastardóttir Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hefur samþykkt tillögu að viðauka við ráðningarsamninga starfsfólks á skrifstofum stéttarfélaga. Hann gengur út á það að starfsfólkið eigi rétt á lögfræðiaðstoð án kostnaðar ef upp kemur ágreiningur í hefð- bundnu vinnuréttarsambandi, meðal annars vegna starfsloka. Skoruðu á þing SGS Málefni fjögurra einstaklinga sem störfuðu á skrifstofu Eflingar stétt- arfélags en eru í veikindaleyfi eða voru reknir frá félaginu, verður ekki tekið fyrir á 7. þingi Starfsgreina- sambands Íslands sem nú stendur yfir í Reykjavík. Starfsmennirnir fyrrverandi hafa átt í deilum við for- ystu Eflingar og skoruðu á þingið að taka á málunum. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagði að þetta væri innanfélagsmál Eflingar sem ekki yrði tekið fyrir á þinginu. Þá vísaði hann til þess að ASÍ væri að móta reglur um það hvernig skuli taka á því þegar starfsmenn stétt- arfélaga eru ósáttir við vinnuveit- anda sinn. Skipulags- og starfsháttanefnd ASÍ hefur mótað tillögu að viðauka við ráðningarsamninga starfsfólks á skrifstofum stéttarfélaga. Tillagan hefur verið samþykkt í miðstjórn ASÍ en Guðrún Ágústa Guðmunds- dóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að þær hafi ekki verið sendar stétt- arfélögunum. Hún tekur fram að þær verði valkvæðar fyrir félögin. Þær eru þó hugsaðar þannig að ekki þurfi að segja upp ráðningarsamn- ingum núverandi starfsfólks heldur verði gerður viðauki við samninga. Meginefni viðaukans er að starfs- fólkið hafi aðgang að lögfræðiþjón- ustu ef upp koma ágreiningsmál sem tengjast hefðbundnu vinnurétt- arsambandi starfsmanns og skrif- stofu stéttarfélags. Ósveigjanleiki, stífni og hroki Björn Snæbjörnsson sagði í setn- ingarræðu sinni að enn væri eftir að semja við ríki og sveitarfélög og væri alvarleg staða í þeim viðræð- um. „Ósveigjanleiki, stífni og jafnvel hroki eru áberandi hjá samninga- nefnd sveitarfélaganna, og ég get sagt ykkur það að ef ekkert fer að ganga við samningaborðið, þá er ekkert annað að gera en að skella í lás hjá ýmsum stofnunum sveitarfé- laga á næstunni,“ sagði Björn og bætti því við að mælirinn væri full- ur. Ástæðan væri sú að samninga- nefnd sveitarfélaganna neitaði fólki með lökustu lífeyrisréttindin að jafna þau við aðra opinbera starfs- menn. Jafnt aðgengi að þjónustu Auk kjara- og atvinnumála verða félagsmálin sérstaklega á dagskrá þingsins. Einnig aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu og sá mikli kostnaður sem fólk sætir. „Fólk er að fresta því að fara til læknis og annað vegna þess að það hefur ekki efni á því,“ sagði Björn. Hann sagði mikilvægt að fólk hefði jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Vilja viðauka við ráðningarsamninga  Málefni fyrrverandi starfsmanna Eflingar ekki tekið fyrir á þingi Starfsgreinasambands Íslands  Tillaga ASÍ að viðauka verður valkvæð fyrir stéttarfélögin  Starfsfólkið eigi kost á lögfræðiaðstoð Morgunblaðið/Hari Fundað Sjöunda þing Starfsgreinasambands Íslands var sett í gær. Það er að þessu sinni haldið í Reykjavík. Björn Snæbjörnsson flutti setningarræðu. Landréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir erlend- um karlmanni. Maðurinn var hand- tekinn á Höfn í Hornafirði fimmtu- daginn 17. október sl. ásamt öðrum manni, en þeim er gefið að sök að hafa tekið mann nauðugan af heimili sínu. Fram kemur í málsgögnum að mennirnir séu grunaðir um meintar hótanir, frelsissviptingu og vopna- lagabrot. Þá hafi maðurinn sem ráð- ist var á verið í miklu uppnámi og óttasleginn þegar lögreglumenn mættu á vettvang. Maðurinn sem nú er í gæslu hefur hlotið refsidóma erlendis vegna vopnalaga-, líkamsárása- og ráns- brota, að því er fram kemur í gögn- um Evrópulögreglunnar Europol sem lögreglustjórinn á Suðurlandi lagði fram vegna málsins. Þá hefur maðurinn gerst brot- legur í minnst þremur lögreglu- embættum hér á landi sl. vikur og eru brotamálin minnst 10 talsins. Síbrota- maður í gæslu  Brotið af sér er- lendis og hér heima

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.