Morgunblaðið - 25.10.2019, Side 4

Morgunblaðið - 25.10.2019, Side 4
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verð á brotajárni í Kauphöllinni með málma í Lundúnum (LME) hefur lækkað um tæp 40% frá byrjun síð- asta árs. Þannig var verðið rúmir 370 dalir í byrjun árs 2018 en er nú um 236 dalir. Verðið hefur lækkað um 20% í haust en það var um 300 dalir í ágúst. Daði Jóhannesson, forstjóri Hringrásar, bendir á áhrif tolla. „Verð á brotajárni hefur hrunið á síðustu tveimur mánuðum. Megin- ástæðan er að Donald Trump Bandaríkjaforseti setti verndartolla á stál frá Tyrklandi en langmest af brotajárninu frá Íslandi endar í Tyrklandi,“ segir Daði. Takmarkaði innflutning Kínastjórn takmarkaði í sumar innflutning á brotajárni. Samkvæmt fréttaskýringu Reuters keyptu Kín- verjar aðeins 10 þúsund tonn af brotajárni í september og aðeins 180 þúsund tonn á fyrstu níu mánuðum ársins, eða 83,7% minna en í fyrra. Daði segir aðspurður að tollar á stál frá Tyrklandi hafi meiri áhrif á íslenskan markað en samdráttur innflutnings til Kína. Þess má geta að Kínastjórn greip einnig til takmarkana á innflutningi á plasti til endurvinnslu. Það hafði mikil áhrif á plastmarkaðinn en frá því markaður með plast lokaðist í Kína hefur Sorpa til dæmis flutt það til Svíþjóðar til brennslu, eða svo- nefndrar orkuendurvinnslu. Spurður hvort Hringrás hafi brugðist við verðlækkunum með því að hægja á útflutningi segir Daði fyrirtækið ekki hafa aðstöðu til að geyma brotajárn á lager. Þ.e. hvorki á Akureyri né í Reykjavík. „Við verðum að flytja allt járn út jafn óðum; höfum ekki pláss fyrir það. Það sem við gerum er að hag- ræða í innkaupum, þ.e. borga minna fyrir brotajárn sem við kaupum.“ Botninum sé náð Hringrás hafi lækkað verðið um síðustu mánaðamót um nærri 20%. „Það er heldur lítil lækkun miðað við verðþróunina. Við gerum þetta í þeirri von að botninum sé náð og að verðið sé hætt að lækka eftir stöð- ugar lækkanir í talsverðan tíma. Þeir sem þurfa að losna við brotajárn eru fæstir í aðstöðu til að sitja á því í von um að verðið hækki. Það getur líka verið röng strategía. Verðið hefur nú lækkað samfellt í um tvö ár. Því hefði verið betra að selja brotajárnið strax. Það er heldur ekki víst að verðlækkunum sé lokið og þá er betra að vera búinn að losa sig við efnið,“ segir Daði. Hann segir aðspurður að ástand efnahagsmála í heiminum hafi mikil áhrif á þennan markað. „Það eru nefndar þrjár ástæður fyrir því að stálverð er að lækka. Brotajárnið er beintengt því. Það er í fyrsta lagi tollastríð milli Bandaríkj- anna og Tyrklands og í öðru lagi brexit, sem veldur óvissu sem aftur veldur því að menn halda að sér höndum. Í þriðja lagi er almennt að hægjast á efnahagslífinu í heiminum sem leiðir til minnkandi eftirspurnar eftir stáli,“ segir Daði. Mikið dregið úr niðurrifi Þá segir hann aðspurður að dregið hafi úr niðurrifi bygginga eftir mikið framkvæmdaskeið. Til dæmis hafi stórhýsi verið rifin í Vogahverfinu fyrir nýja Vogabyggð. Við það falli að langmestu leyti til steinsteypa en einnig eitthvað af brotajárni. Fram undan sé niðurrif á gamla Íslands- Brotajárnsverð í Kauphöllinni í London* Frá ársbyrjun til 22. október 2019, bandaríkjadalir á tonn 400 350 300 250 200 *Heimild: The London Metal Exchange (LME) 253,50 dalir á tonn jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt bankahúsinu á Kirkjusandi en fátt meira. Hægt hafi á hagkerfinu. „Ég held að það sé búið að byggja öll hótel sem þarf að byggja á Íslandi fyrir næstu 100 árin,“ segir Daði í dæmaskyni. Hægir á endurnýjun „Svo eru það bílarnir. Það má ætla að þaðan komi 20-30% af öllu brota- járni sem fellur til á Íslandi. Á síð- ustu árum hafa verið fluttir inn margir bílaleigubílar sem eru nú að koma á almenna markaðinn. Það ryður burt gömlum skrjóðum. Nú er hins vegar að hægja á endurnýjun bílaleigubíla vegna fækkunar ferða- manna. Eftir algjört metár 2018 sjáum við fram á hægari tíma.“ Verðfall á brotajárni í ár  Forstjóri Hringrásar segir tolla Bandaríkjastjórnar á Tyrkland hafa áhrif  Þá sé bent á Brexit og óvissu í heimshagkerfinu sem skýringar á lækkunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Verðmæti Spurn eftir brotajárni veitir vísbendingu um hagsveifluna. Hér er járni safnað saman hjá Hringrás. Verð á kopar til endurvinnslu í LME* Frá ársbyrjun til 22. okt. 2019 6.750 6.250 5.550 5.250 j f m a m j j á s o 5.794 dalir á tonn *H ei m ild : T he L on do n M et al E xc ha ng e (L M E) 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2019 Engar tímapantanir Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Opið alla virka daga kl. 10-17 Góð passamynd skiptir máli Fyrir passann, ökuskírteinið, ferilskrána o.fl.Skjót og hröð þjónust a Umhverfisráðuneytið hefur samið við Borgarbyggð um framkvæmdir við bílastæði og salernishús við foss- inn Glanna og gróðurvinina Para- dísarlaut í Norðurárdal í Borgar- firði. Ríkið ver 13 milljónum kr. til verkefnisins á rúmum tveimur árum, í samræmi við landsáætlun um upp- byggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Glanni er fallegur foss í Norðurá. Skammt frá er Paradísarlaut í Grá- brókarhrauni, gróðurvin með vatns- lindum, í landi Hreðavatns. Eru þessar náttúruminjar á jaðri svæðis á náttúruminjaskrá og vinsæll áfangastaður ferðafólks. Ferðafólki sem þangað leggur leið sína hefur fjölgað mjög á undanförnum árum. Landeigendur framkvæma Samkvæmt samningi við ríkið sem bæjarráð Borgarbyggðar hefur sam- þykkt á að setja upp salernishús úr timbri í ár og undirbúa 1.500 fer- metra bílastæði. Á næsta ári á að malbika bílastæðið og ganga frá því. Lokafrágangur fer síðan fram vorið 2021. Landið er í einkaeigu og felur Borgarbyggð landeigendum verkið en ber ábyrgð á framkvæmdinni gagnvart ríkinu. Landeigendur eign- ast mannvirkin. helgi@mbl.is Aðstaða verður bætt við Glanna og Paradísarlaut  Ríkið leggur 13 milljónir í salernishús og bílastæði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Glanni Á vorin er hægt að sjá laxa reyna sig við fossinn á leið upp ána. Yngvi Harðar- son, hagfræð- ingur og framkvæmda- stjóri Analy- tica, segir verð á brota- járni í haust hafa náð lág- marki áður en Trump setti 50% toll á tyrkneskt stál 14. október sl. Verðþróunin endur- spegli stöðuna í heimsmál- unum. Tollastríðin hafi bein áhrif á stálmarkaðinn. Þegar hindranir séu settar í vegi við- skipta milli hagkerfa bitni það á umsvifum og komi niður á heimshagkerfinu. Það hafi síð- an neikvæð áhrif á verðið. Þá hafi Brexit haft neikvæð áhrif með því að valda óvissu sem aftur leiði til minni fjárfest- ingar. Það ásamt viðskiptastríði Kína og Bandaríkjanna vegi þyngst. Yngvi segir margt skýra að hægt hafi á heimskerfinu. Nú- verandi hagvaxtarskeið sé orðið langt og „ýmsar hagstærðir orðnar spenntar“. „Því er í sjálfu sér kominn tími á einhvers konar leiðrétt- ingu. Spurningin er hvað muni leiða til hennar og á hvaða tímapunkti,“ segir Yngvi. Leið- andi hagvísar Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) hafi undanfarið bent til að verulega sé að hægja á stærstu hagkerfum. „Þótt hagvísirinn fyrir Kína hafi lækkað mikið gæti landið þó hafa fundið sér viðspyrnu. Evrópa stefnir enn í áberandi niðursveiflu. Þá eru ýmis óleyst vandamál í Evrópu eftir fjár- málahrunið 2008. Ríkin eru dá- lítið komin upp að vegg. Þau hafa ekki lengur sömu úrræði til að bregðast við stöðunni,“ segir Yngvi sem telur verðþró- un á kopar betri mælikvarða á heimshagkerfið en brotajárn. „Stundum er rætt um að kopar hafi doktorspróf í hagfræði. Þar hafa sértæk áhrif af tolla- stríðinu ekki verið eins áber- andi. Verð á kopar virðist vera orðið stöðugt,“ segir Yngvi. Það geti aftur bent til væntinga um að draga muni úr óvissu á mörkuðum. Víxlverkandi áhrif tollastríðs HAGFRÆÐINGUR BENDIR Á „DR. KOPAR“ Yngvi Harðarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.