Morgunblaðið - 25.10.2019, Page 10

Morgunblaðið - 25.10.2019, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2019 Verslun Snorrabraut 56, 105 Reykjavík | Sími 588 0488 | feldur.is Hlýjar og fallegar úlpur Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Fyrir mér er það að skrifa fullkominafþreying. Þannig hvílist ég. Núnaer ég eina stundina að skrifadoktorsritgerð en hina stundina að skrifa glæpasögu. Mér finnst gott að fást við tvennt svo gjörólíkt á sama tíma. Að skrifa glæpasögur finnst mér fyrst og fremst gaman,“ segir Fritz Már Jörgensson, prestur í Keflavíkurkirkju, sem sendi í sumar frá sér fimmtu glæpasögu sína, Líkið í kirkjugarð- inum. Næsta bók, sem hann vinnur að núna, verður einnig sumarbók í kiljuformi og mun koma út að liðnum þessum vetri. „Núverandi útgefandi minn hjá Uglu vill meina að það séu ekki margir prestar að skrifa glæpasögur, en ég skrifa glæpasögur af því að mér finnst slíkar sögur æðislegar og hefur alltaf þótt. Ég var ungur þegar ég kynntist norrænum glæpasögum eftir Per Wahlöö, Maj Sjöwall og fleiri. Það sem mér finnst frábært við hina nor- rænu glæpasagnahefð er að innan hennar rúmast svo mikið, ekki aðeins glæpurinn sjálf- ur þar sem spennan liggur, heldur líka sam- félagið, tilfinningar og fólk af holdi og blóði í öllum sínum breyskleika,“ segir Fritz og bætir við að hann hafi verið bókaormur alveg frá því hann var lítill strákur. „Ég hef alla tíð lesið mikið og er ævinlega með margar bækur í einu á náttborðinu. Ég elska að byrja að lesa nýja bók og detta þannig inn í ókunnan heim.“ Vinur fór með handrit til útgefanda Fritz var aðeins um tvítugt þegar hann skrifaði fyrstu drög sín að bók og hélt síðan áfram að skrifa þar til vatnaskil urðu fyrir tólf árum þegar fyrsta bókin hans kom út. „Það kom þannig til að ég og félagi minn vorum saman í vinnuferð í Þýskalandi árið 2006 og ég gat lítið gert með honum fyrir utan vinnu því ég var svo upptekinn við að klára að skrifa glæpasögu. Ég var staddur á svo spenn- andi stað í sögunni að ég gat ekki hætt. Hann varð forvitinn og bað um að fá að lesa hand- ritið. Þegar heim var komið fór þessi vinur minn með handritið til útgefanda í Skjaldborg, sem vildi gefa bókina út. Fjórar glæpasögur hafa bæst við síðan þá en auk þess gerði ég matreiðslubók með kokkalandsliðinu.“ Í nýjustu bók Fritz er aðalpersónan presturinn Sigrún og segir Fritz að margir hafi spurt hann hvort fyrirmynd hennar sé konan hans Díana Ósk, en hún er prestur í raunheimum. „Þetta er ekki hún Día mín og hefur ekk- ert með hana að gera, enda væri ég þá í vond- um málum,“ segir hann og hlær. „Þetta er fyrsta bókin mín þar sem prest- ur er ein af aðalpersónunum og hún séra Sig- rún verður líka í næstu bók. Mér finnst svo skemmtilegt í norrænu glæpasagnahefðinni að maður hefur leyfi til að halda áfram með per- sónur bókanna í nýjum bókum, sem standa samt alveg sjálfstæðar,“ segir Fritz, sem játar að hann hafi eflst sem rithöfundur eftir að hann varð prestur. „Auðvitað hefur starfið haft áhrif á allt líf mitt og það sem ég geri, líka skrifin. Ég sé ákveðna hluti í öðru ljósi en áður, til dæmis umgengst ég dauðann mikið í prestsstarfinu, í öllum hans birtingar- myndum.“ Hef aldrei skammast mín fyrir trúna Fritz vígðist til prests óvenju seint á æv- inni, þegar hann var 54 ára. „Þegar ég sagðist ætla að verða prestur voru einhverjir sem spurðu hvort það væri ekki allt í lagi með mig. Ég hef aldrei skamm- ast mín fyrir trú mína, en mörgum finnst erfitt að segja að þeir séu trúaðir, líka þeim sem eru með sína fallegu íslensku barnatrú. Ég er prestur af því að ég fékk köllun. Árið 1995 var staða mín þannig að ég fór að endurskoða líf mitt, ég fór í meðferð og fór í gegnum tólf spora kerfið þar sem æðri máttur er lykil- atriði, því þegar maður er fíkill þarf maður ein- hvern sem er æðri en maður sjálfur. Smám saman áttaði ég mig á að fyrir mig var æðri máttur Guð. Ég fór að skoða trúna og ég varð fyrir trúarupplifun. Það gerðust hlutir í lífi mínu sem urðu til þess að ég breyttist,“ segir Fritz, sem var KFUM-strákur á bernskuárum sínum. „Ég hef alltaf átt mína trú, líka þegar ég var á villuvegum. Eftir þessa upplifun fór trúarþörf mín að vaxa og köllun mín var þann- ig að sú hugsun fór að knýja á að ég ætti að fara í guðfræðinám. Ég ákvað að prófa og tók einn kúrs í guðfræði og síðan hef ég lokið emb- ættisprófi í guðfræði auk meistaragráðu í guð- fræði og prófi á meistarastigi í áfengis- og vímuefnafræðum frá félagsráðgjafadeild HÍ. Það gerði ég til að verða færari í sálgæslunni, en fólk leitar meira til presta í sálgæslu en áður, það jókst mikið eftir hrun af því að marg- ir hafa ekki efni á þeim úrræðum sem eru í boði. Prestar taka á móti sóknarbörnum sínum án endurgjalds. Það er mikill skóli fyrir mig að fá fólk til mín í sálgæslu, en fólk þarf fyrst og fremst einhvern til að hlusta, segja upphátt frá vanda sínum,“ segir Fritz og bætir við að hon- um finnist starf prestsins bæði margslungið og skemmtilegt. Séra sem er sjúkur í glæpasögur Hann hefur alla tíð verið mikill aðdáandi glæpasagna og hefur skrifað fimm slíkar sögur sjálfur. Séra Fritz Már segir starf prests- ins efla sig í bókaskrifunum. Morgunblaðið/Eggert Í friðargarðinum Fritz segir starf prestsins margslungið og skemmtilegt, en hann vígðist til prests þegar hann var orðinn 54 ára. Skagfirðingarnir Geirmundur Valtýs- son og Álftagerðisbræður verða í sviðsljósinu sunnan heiða um helgina. Geirmundur fyllti Salinn í Kópavogi á tvenn- um afmælistón- leikum á dög- unum og auka- tónleikar verða á sama stað í kvöld klukkan 20. Álfta- gerðisbræður hafa tilkynnt að þeir ætli að kveðja stóra sviðið í Reykjavík með tónleikum í Eldborg í Hörpu klukkan 20 annað kvöld og sunnudagskvöld. Þeir voru með tónleika í Miðgarði í Varmahlíð í gærkvöldi en verða þar aftur í kvöld og síðan 1. nóvember. Langur ferill Geirmundur átti 60 ára opinberan tónlistarferil að baki í fyrra og rifjar upp þetta tímabil með hljómsveit undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar, en Helga Möller, Diddú og Ari Jóns- son syngja með honum. Álftagerðisbræðurnir Óskar, Sig- fús, Pétur og Gísli Péturssynir hafa skemmt landsmönnum í áratugi og þakka fyrir sig með hljómsveit og strengjasveit undir stjórn Stefáns R. Gíslasonar. Skagfirsk tónlistarinnrás í Kópavogi og Reykjavík Geirmundur og Álftagerðis- bræður skemmta með tónleikum Ljósmynd/Mummi Lú Álftagerðisbræður Skagfirðingarnir hafa víða komið fram á löngum ferli. Geirmundur Valtýsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.