Morgunblaðið - 25.10.2019, Side 16
16 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2019
Landvernd, landgræðslu-
og náttúruverndarsamtök Ís-
lands, hefur í haust starfað í 50
ár. Hvað tekur langan tíma að
lagfæra það sem betur má fara
í íslensku samfélagi? Getur
verið að enn sé þörf fyrir sam-
tök eins og Landvernd eftir öll
þessi ár þar sem mikilvægi
náttúru- og umhverfisverndar
er tíundað í ræðu og riti? Því
miður hefur náttúruverndin
fram til þessa verið meira í
orði en á borði, og því er svarið
já.
Í upphafi lögðu samtökin
áherslu á gróður- og jarðvegs-
vernd. Jarðvegur Íslands var
að fjúka út í buskann. Þjóðin
var bókstaflega að missa fót-
festuna, sjálfan grundvöll lífs-
ins. Sá vandi er minni í dag, en
mikið er þó enn óunnið á þessu
sviði.
Þau félög og einstaklingar
sem stofnuðu Landvernd
haustið 1969 gerðu sér ekki í
hugarlund að framundan væru
sífellt fleiri viðfangsefni sem
taka þyrfti á: deilur um virkj-
anir, umgengni við úrgang og
fráveitur, þverun fjarða, loft-
mengun, verndun víðerna og
stofnun þjóðgarða og friðlýs-
ing verðmætra svæða. Þegar
samtökin voru stofnuð voru
orð eins og mengun varla til í
íslensku, hvað þá loftslagsvá
og hamfarahlýnun, súrnun
sjávar og plastmengun og
plastagnir í umhverfinu.
Landvernd hefur starfað í
takt við tímann og tekist á við
þau viðfangsefni sem við blasa
óháð því hvaða stjórnmála-
flokkar halda um landstjórn-
ina. Samtökin voru og eru
gagnrýnin rödd. En einnig
rödd sem bendir á lausnir og
leiðir til að takast á við ágrein-
ingsmál með rökum og þekk-
ingu.
Það var á vettvangi Land-
verndar sem hugmyndir um
rammaáætlun voru þróaðar og
prófaðar. Það var Landvernd
sem hóf baráttuna gegn of-
notkun plastpoka með stofnun
Pokasjóðs og benti á þörfina
fyrir umhverfisráðuneyti, sem
þó var ekki stofnað fyrr en ár-
ið 1989. Það var Landvernd
sem greindi og mótaði hug-
myndir um aðgerðir gegn los-
un gróðurhúsalofttegunda lið-
lega áratug áður en stjórnvöld
fóru að taka þetta viðfangsefni
alvarlega. Það var Landvernd
sem stofnaði og rak fyrsta
náttúruskóla landsins og kom
með grænfána til að hvetja
skóla til dáða í umhverfis-
málum.
Vissulega hefur ýmislegt
áunnist á hálfri öld. En vand-
inn sem við blasir virðist því
miður bara vaxa. Enn sem
fyrr eru sterkir hagsmuna-
aðilar, gróðahyggja og
skammsýnir stjórnmálamenn
helsta hindrunin á veginum til
sjálfbærrar þróunar. En við,
hvert og eitt okkar, erum einn-
ig hindrun þar sem við eigum
erfitt með að tileinka okkur
lífsgildi sem eru forsenda þess
að vel fari.
Verndun náttúruarfsins er í
dag eitt meginviðfangsefni
Landverndar, eins og kristall-
ast til dæmis um þessar mund-
ir í áherslu samtakanna á að
koma í veg fyrir áformaða
Hvalárvirkjun. Landvernd tel-
ur að nú sé komið meira en
nóg af framkvæmdum sem
spilla verðmætum náttúruarfi
þjóðarinnar. Náttúran er verð-
mætasti lífeyrissjóður kom-
andi kynslóða.
Landvernd byggist á traust-
um undirstöðum með yfir
6.000 félaga og 40 aðildarfélög
að baki. Þessir bakhjarlar
munu veita samtökunum
brautargengi næstu árin.
Landvernd heldur upp á af-
mæli sitt í Norræna húsinu í
dag. Þar er einnig ljósmynda-
og margmiðlunarsýning.
Vertu velkomin(n) í Norræna
húsið og í vaxandi hóp Land-
verndarfólks.
Landvernd á
vaktinni í 50 ár
Eftir Ingva Þorsteinsson
og Tryggva Felixson
Ingvi Þorsteinsson
» Þegar Land-
vernd var stofn-
uð 1969 voru hug-
tök eins og mengun
ekki til, hvað þá
loftslagsvá, súrnun
sjávar og plastagnir
í umhverfinu.
Tryggvi er formaður Land-
verndar og Ingvi nátt-
úrufræðingur og einn stofn-
enda Landverndar 1969
tryggvi@landvernd.is
Tryggvi Felixson
✝ Sigrún Jó-hanna Jóns-
dóttir fæddist 21.
janúar 1940. Hún
lést 4. október
2019 á Háskóla-
sjúkrahúsinu í
Laguna á Te-
nerife.
Foreldrar Sig-
rúnar voru Jón
Valdimar Jóhanns-
son, f. 5. mars
1906, og Guðrún Magnúsdóttir,
f. 25. apríl 1908.
Systur Sigrúnar eru Anna
Magnea, f. 18. nóvember 1929,
Ásdís, f. 15. febrúar 1932,
Svanhildur, f. 8. nóvember
1942, og Ragnheiður Elín, f.
13. ágúst 1947.
ember 1937, Hafsteinn á þrjú
börn: Ársæl, f. 14.1. 1958,
Bergþóru, f. 23.7. 1961, og
Klöru Guðrúnu, f. 9.1. 1965.
Sigrún ólst upp á Sjónarhól
í Sandgerði alla sína barn-
æsku, hún var í sveit fram
undir fermingu á Grafarbakka
í Hrunamannahrepp og var tvo
vetur í Húsmæðraskólanum á
Hallormsstað. Sigrún var hús-
móðir og bjó lengst af í
Reykjavík, seinni ár sín bjó
hún í Kjóalandi 9 í Garði. Sig-
rún sinnti ýmsum félagsstörf-
um, hin síðari ár sótti hún í fé-
lagsstörf í Auðarstofu í Garði.
Sigrún verður jarðsungin
frá Lindarkirkju í dag, 25.
október 2019, og hefst athöfn-
in klukkan 15.
Sigrún eignaðist
átta börn og þau
eru: Ragnar Korn-
elíus, f. 28.9. 1958,
Jón Valdimar, f.
9.12. 1959, d. 1.3.
1982, Sigurður Jó-
hann, f. 26.7. 1962,
Gunnar Ingi, f.
25.2. 1964, d.
27.12. 2002, Ólafía
Vigdís, f. 3.6.
1965, Sigrún
Edda, f. 11.10. 1966, Ingiberg,
f. 13.9. 1969, Sigurgeir, f. 3.5.
1977.
Börn, ömmu- og langömmu-
börn Sigrúnar eru 53 talsins í
dag.
Sigrún var gift Hafsteini Ár-
sæli Ársælssyni, f. 26. sept-
Nú ertu leidd, mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga og rauna frí,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
(Hallgrímur Pétursson)
Við systurnar vorum engan
veginn undir það búnar að fá þær
sorgarfréttir að þú hefðir látist á
Tenerife, elsku mamma. Við höf-
um alltaf haft þig í lífi okkar og vit-
um ekki alveg hvernig í veröldinni
við eigum að halda lífinu okkar
áfram án þín. Það hafa verið mikil
forréttindi, elsku mamma, að fá að
vera dætur þínar fyrir það erum
við þakklátar, þakklátar fyrir að
hafa þig í lífi okkar, þakklátar fyr-
ir að hafa fengið að hafa þig allan
þennan tíma sem þú varst með
okkur og fjölskyldum okkar. Þú
elskaðir að vera í sól og hita. Ef
það birtist sólargeisli þá varstu
farin út að njóta þess að sitja í sól-
inni. Að vera á sólarströnd var þitt
líf og yndi. Tvisvar sinnum fórum
við systur ásamt börnum með þér
til Spánar. Fyrst 2008 og svo fyrir
þremur árum með þér og Haf-
steini í 17 daga ferð. Það var ótrú-
lega gaman að vera með ykkur þið
alltaf svo hress og kát. Þessar
ferðir skilja eftir skemmtilegar
minningar ásamt ferðlögum með
ykkur innanlands. Það var alltaf
svo gaman að koma í heimsókn til
ykkar Hafsteins. Þið vorum svo
hamingjusöm saman. Oftast var
skellt í vöfflur með heimagerðri
rabarbarasultu og rjóma, rætt um
daginn og veginn yfir veitingun-
um. Þú vildir fá að vita allt um líf
okkar, vildir vita hvernig ömmu-
og langömmubörnin hefðu það og
hvað þau væru að gera og fá að
fara í símana okkar og skoða
myndir af þeim.
Lífið gaf þér mikið, elsku
mamma, en það tók líka frá þér.
Þú jafnaðir þig aldrei og áttir erf-
itt með að sætta þig við að fá ekki
að hafa Nonna og Gunna áfram í
lífi þínu, söknuðurinn eftir þeim
markaði líf þitt. Þegar lífið var þér
erfitt þá sagðir þú iðulega: „Guð
leggur ekki meira á mig en ég get
borið.“ Æðruleysi þitt sýndi okkur
hversu sterk þú varst. Æðruleysi
og trú þín á Guð hefur hjálpað þér
í gegnum lífið og veitt þér styrk
þegar þú þurftir á að halda. Sporin
okkar verða þung í dag og kveðju-
stundin erfið en við systur hugg-
um okkur við fallegar og ljúfar
minningar, minningarnar veita
okkur styrk, minningar um elsku-
lega og góðhjartaða móður sem lét
fjölskyldu sína ætíð sig varða og
vildi okkur öllum svo vel. Við
kveðjum þig með bæninni sem þú
kenndir okkur þegar við vorum
litlar.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum)
Edda og Ólafía (Óla).
Í dag kveð ég mína ástkæru
tengdamóður. Fyrir 43 árum var
ég svo heppin að koma inn í þessa
stóru fjölskyldu og verða strax
hluti af henni, þá aðeins 17 ára
gömul. Það var alltaf nóg að stúss-
ast á Írabakkanum, stórt heimili
og ég gleymi aldrei minni fyrstu
þvottahúsaferð með tengda-
mömmu. Við fórum með þvílíkt
magn af þvotti, þarna voru marg-
ar þvottavélar, þurrkarar, strau-
vél og gat þessi þvottadagur tekið
allt að 5-7 klukkutíma enda barn-
margt heimili.
Það var ósjaldan sem við Raggi
reyndum að létta undir og taka
einn og einn krakka með okkur í
Stórholtið í gistingu eða taka við
heimilinu svo hún gæti farið í smá
helgar hvíldarferð, sem veitti oft
ekki af.
Myndarskapurinn hjá tengda-
mömmu var mikill og hún var
ótrúlega flink saumakona. Hún
lét sig ekki muna um að sauma föt
á barnahópinn, gardínur og
ýmislegt fleira, t.d. fermingarföt
dætra sinna. Það síðasta sem hún
saumaði fyrir okkur var rúmteppi
sem við höldum mikið upp á. Það
var alltaf gott að geta komið til
hennar og fengið hjálp við sauma-
skapinn.
Tengdamamma var sterkur
karakter og kvartaði ekki. Hún
missti syni sína með 20 ára milli-
bili og bar ávallt harm sinn í
hljóði.
Árið 1980 eignuðumst við
Raggi okkar fyrsta barn, Gunnar
Björgvin (Gosi) sem var jafnframt
hennar fyrsta barnabarn og ekki
lét hún sig muna um að bæta hon-
um í hópinn og passa þegar þess
þurfti. Hann kallaði ömmu sína
alltaf „ömmu Bjútý“ og gekk hún
alltaf undir því nafni hjá strákun-
um okkar Gunnari Björgvin
(Gosa) og Svavari Dór.
Elsku tengdamamma mín var
einstök kona og ég er henni þakk-
lát fyrir svo margt.
Minning um elsku bestu
tengdamömmu mína mun lifa.
Þín yndislega tengdadóttir
Kristín (Stína).
Sigrún Jóhanna Jónsdóttir
✝ Karítas LaufeyÓlafsdóttir
fæddist 7. júní 1931
í Naustvík á
Ströndum. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Sæborg 15.
október 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Þórunn
Samsonardóttir
húsmóðir, f. 16.5.
1891, d. 1986, og
Ólafur Magnússon, f. 3.2. 1891,
d. 1948, húsmaður á Gjögri og
víðar í Víkursveit.
Karítas átti fjögur systkini,
sem öll eru látin: Bernódus
Ólafsson. f. 1919, d. 1996. Her-
Ragnar Smári, f. 1954, fyrri
kona er Sigurbjörg Hulda Bald-
ursdóttir. Börn þeirra eru Hauk-
ur Ægir og Leifur Þór. Seinni
kona er Kristín Jónsdóttir. Börn
þeirra: Jón Ingi, Aðalheiður og
Alexander. Gréta Kristíana, f.
1959. Börn hennar eru Theodór
Freyr og Aníta Ósk. Árni Geir, f.
1963, maki Herdís Þórunn Jak-
obsdóttir. Börn þeirra: Helga
Dögg, Silfá Sjöfn og Ásdís Birta.
Vala Rós, f. 1966. Maki er
Guðlaugur Sigurðsson. Börn
þeirra: Þórunn Sif, Sigurður
Brynjar og Elmar Ingi. Þórarinn
Brynjar, f. 1968. Fyrri kona
Linda Sigurðardóttir, börn
þeirra: Freyja Sjöfn, Svana Dís
og Sigurður Ingvar. Seinni kona
Anna Gréta Eyþórsdóttir. Börn
þeirra: Karítas Líf og Elías Ey-
þór.
Jarðsett verður frá Hólanes-
kirkju í dag, 25. október 2019,
klukkan 14.
bert Ólafsson, f.
1920, d. 2007,
stúlka Ólafsdóttir,
f. 1923, d. 1923, og
Jóhanna Björg
Ólafsdóttir, f. 1924,
d. 2007.
Karítas Laufey
giftist Ingvari Karli
Sigtryggssyni, f.
25.10. 1927, d. 10.7.
1988. Börn þeirra
eru: Rúnar Þór, f.
1950. Fyrri kona Guðrún Ólafs-
dóttir, dóttir þeirra er Perla.
Seinni kona er Rósa Margrét
Sigursteinsdóttir. Börn þeirra:
Sigrún Eva, Katrín Laufey og
Sigursteinn Ingvar.
Í dag fylgjum við góðri konu
síðasta spölinn. Kaja amma var
einstök kona, með hjarta úr gulli
en einnig húmor í dekkri kant-
inum. Það er ótrúlegt hvaða
minningar koma upp í hugann
þegar ég rifja upp tímann okkar
saman. Þar má nefna óþrjótandi
þolinmæði fyrir hverri tískusýn-
ingunni á fætur annarri þegar
við Alla frænka komumst í
slæðusafnið hennar. Það að hún
hafi í alvörunni leyft okkur
Tedda frænda að spila fótbolta,
svo dögum skipti, í glæsilegum
garðinum hennar á Bogabraut-
inni, með tilheyrandi skemmdum
á blómabeðum sem hún hafði
lagt mikla vinnu í að halda fal-
legum. Glottið þegar hún napp-
aði mig við að stelast í kandís í
eldhúsinu. Ilmur af rjúpum þeg-
ar við heimsóttum hana á að-
fangadagskvöld.
Amma var líka einstaklega
hreinskilin og lá oft ekki á skoð-
unum sínum. Mér er sérstaklega
minnisstætt þegar ég var um 17
ára gömul og ákvað í einhverri
tilraunastarfsemi að lita hárið á
mér ljóst. Þegar amma sá mig,
horfði hún á mig í smástund og
sagði svo grafalvarleg við mig:
„Helga Dögg, hvað gerðirðu við
hárið á þér, þetta er hræðilegt?“
Það fór alls ekki milli mála hvað
hún var hneyksluð á þessu uppá-
tæki mínu. Ég móðgaðist nátt-
úrulega alveg hrikalega, enda á
hápunkti gelgjunnar og engan
veginn til í gagnrýni af nokkru
tagi. En svona var amma, hún
sagði hlutina bara eins og þeir
voru. Eitthvað hef ég nú tekið
mark á henni því nokkrum dög-
um síðar litaði ég hárið aftur
dökkt og núna, mörgum árum
seinna, viðurkenni ég það fúslega
að þetta var alveg satt hjá henni,
þetta var vægast sagt hræðilegt.
Já, það er ótrúlegt hvaða
minningar rifjast upp þegar
kemur að því að kveðja. Margar
virðast eflaust ósköp litlar og
ómerkilegar en það eru einmitt
þær minningar sem mér þykir
vænst um, þær sem ég mun
geyma og halda áfram að rifja
upp aftur og aftur. Það er erfitt
að þurfa að kveðja ömmu, að
hugsa sér líf þar sem hún er ekki
lengur með okkur. Ég er þó
ótrúlega þakklát fyrir tímann
okkar saman, fyrir það að hafa
fengið að kynnast henni og kalla
hana ömmu. Takk fyrir allt,
amma mín, ég er viss um að afi
hefur tekið vel á móti þér og þið
séuð stödd á betri stað, svipuðum
þessum:
Ó, leyf mér þig að leiða
til landsins fjalla heiða
með sælu sumrin löng.
Þar angar blóma breiða
við blíðan fuglasöng.
Þar aðeins yndi fann ég
þar aðeins við mig kann ég
þar batt mig tryggða band
því þar er allt sem ann ég,
það er mitt draumaland.
(Jón Trausti)
Helga Dögg Jónsdóttir.
Elsku amma, mikið eigum við
eftir að sakna þín. Jafnvel þótt
samskipti hafi ekki verið mikil
síðastliðin ár var hugur okkar
hjá þér, okkur hlýnaði um
hjartarætur við að senda þér
myndir eða póstkort og leyfa þér
með því móti að fylgjast með lífi
okkar.
Við systkinin eigum hlýjar
minningar af Bogabrautinni,
mikið þótti okkur gaman að
heimsækja þig, elsku amma.
Ávallt var tekið á móti okkur á
sama máta, með bros á vör og
hlýju faðmlagi. Enda munum við
systkinin ekki eftir ömmu nema í
góðu skapi, dálítið stríðin var
hún þó og það þótti okkur
skemmtilegur eiginleiki. Fyrir
okkur börnin var garðurinn
hennar ömmu líkt og ævintýra-
land.
Í garðinum var heldur betur
gaman að leika innan um alla
regnbogans liti í blómahafi. Þeg-
ar leik bar hæst laumaði hún
amma gjarnan að okkur 50 krón-
um og sagði okkur að hlaupa út í
sjoppu og kaupa smá nammi,
yndislega Kaja amma. Já það
var sko gaman að heimsækja
þig, elsku amma, háaloftið
magnaða, krossgátur, Glæstar
vonir, gamla saumavélarborðið
og besti steikti fiskur í heimi eru
hlutir sem rifjast upp þegar við
hugsum um samveru okkar með
þér, elsku amma. Þegar tími var
kominn til að halda heim til
Reykjavíkur var ávallt erfitt að
kveðja og gjarnan féllu tár,
þannig er það líka í þetta skipti
nema nú ert það þú sem loksins
færð að kveðja.
Með söknuð í hjarta kveðjum
við þig, elsku Kaja amma. Við
erum þakklát fyrir minningarn-
ar sem eftir standa og óskum
þér góðrar ferðar í Sumarlandið
þar sem vel verður tekið á móti
þér.
Þórunn Sif Guðlaugsdóttir
Sigurður Brynjar
Elmar Ingi.
Karítas Laufey
Ólafsdóttir
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir að-
sendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Morgunblaðið birtir ekki
greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi
þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að
nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í
skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem not-
anda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að
opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka
daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.