Morgunblaðið - 25.10.2019, Qupperneq 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2019
✝ Egill MárGuðmundsson
arkitekt fæddist í
Reykjavík 27. jan-
úar 1952. Hann
lést 10. október
2019.
Hann ólst þar
upp og í Lynghól í
Mosfellsbæ, sonur
leirmunameistar-
ans Lydiu Zeitner
Pálsdóttur frá
München og myndlistarmanns-
ins Guðmundar Einarssonar
frá Miðdal í Mosfellssveit.
Systkini hans eru Einar
(1932), Yngvi Örn (1938), Auð-
ur Valdís (1943), Ari Trausti
(1948) og hálfbróðirinn Erró
(1932).
Egill lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1972 og MA-prófi í arkitektúr
frá Arkitektaháskólanum í
Ósló 1978.
Hann kvæntist Vigdísi
Magnúsdóttur hjúkrunarfræð-
ingi 1971, dóttur Önnu Hall-
grímsdóttur grunnskólakenn-
ara og Magnúsar
og ráðgjöf í byggingarmálum
skóla. Helstu skipulagsverk-
efni sem hann hefur unnið eru
skipulag Urriðaholts, Elliðaár-
vogs og Húsahverfis í Graf-
arvogi í Reykjavík. Meðal
bygginga sem Egill hefur
komið að eru: Háskólinn í
Reykjavík, Glerártorg, Rima-
skóli, Smáratorg, Stapaskóli
sem nú er í byggingu, Hús
Náttúrufræðistofnunar, Hol-
men svømmehall í Asker í
Noregi, hús Ístaks (nú sendi-
ráð Bandaríkjanna) og bygg-
ingar IKEA í Vilnius og Riga.
Síðustu misserin vann hann að
undirbúningi og hönnun Erró-
seturs á Kirkjubæjarklaustri.
Egill Már starfaði ötullega
að hagsmunamálum innan
Arkitektafélags Íslands og
gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir félagið.
Hann var farsæll útivistar- og
veiðimaður, trjáræktandi og
áhugamaður um fornbíla, og
félagi í Oddfellow-reglunni.
Útförin fer fram frá Hall-
grímskirkju í dag, 25. október
2019, klukkan 13.
Guðmundssonar
menntaskólakenn-
ara í Reykjavík.
Egill Már og Vig-
dís eignuðust
Tönju Vigd-
isdottir, sem nú
býr í Svíþjóð, og
Arnar Óskar Eg-
ilsson. Hann er
kvæntur Biöncu
Tiantian Zhang og
búa þau í Reykja-
vík. Tanja á soninn Pál Skírni
en Arnar Óskar og Bianca
soninn Guðmund Loga.
Egill Már vann hjá Húsnæð-
isstofnun ríkisins 1978-79, hjá
Ingimundi Sveinssyni arkitekt
1980-85 og starfrækti teikni-
stofuna TT3 í Reykjavík með
Þórarni Þórarinssyni arkitekt
1986-97. Árið 1997 stofnaði
Egill Már, ásamt fleirum, arki-
tekta- og ráðgjafarstofuna
ARKÍS. Hann var einn af
forystumönnum við þróun vist-
vænnar hönnunar hérlendis.
Eftir hann liggur fjöldi verka,
margs konar byggingar,
lausnir á skipulagsverkefnum
Ég elska Egil afa mjög mikið.
Eitt sem ég elskaði við hann var
hvað hann hugsaði mikið um alla
og elskaði svo mikið. Hann var
með svo stórt hjarta. Ég elskaði
ótrúlega mikið hvað hann var
skemmtilegur og æðislegur. Ég
óska þess að hann hefði lifað leng-
ur og ég var harmi slegin þegar ég
heyrði að hann hefði dáið. Ég er
sorgmædd og er grátandi, ég
elskaði hann svo mikið. Margar
skemmtilegar minningar gefa
mér núna sorg og gleði. Ég vildi
að ekki bara að ég fengi meira
tíma með honum heldur að allir
fengju meiri tíma því hann dó allt
of snemma. Hann lét mér líða svo
vel.
Ég elska þig, afi.
Ótrúlega mikið.
Þín afastelpa,
Elísabet (Lísa).
Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt
sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt
hverju orði fylgir þögn
og þögnin hverfur alltof fljótt.
En þó að augnablikið aldrei fylli stund
skaltu eiga við það mikilvægan fund
því að tár sem þerrað burt
aldrei nær að græða grund.
Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.
Þú veist að tímans köldu fjötra enginn
flýr
enginn frá hans löngu glímu aftur snýr.
Því skaltu fanga þessa stund
því fegurðin í henni býr.
(Bragi Valdimar Skúlason)
Fregnin af fráfalli þínu, elsku
Egill, kom eins og þruma úr heið-
skíru lofti. Þruma sem á auga-
bragði kramdi hjartað mitt og
fjölskyldunnar.
Ég get ekki hætt að sjá fyrir
mér brosið þitt og fallegu brúnu
augun þín. Ég er svo þakklát fyrir
það að hafa fengið að verða hluti
af þinni fjölskyldu og þeirri ást
sem þú hafðir að geyma og varst
tilbúinn að deila með þínu fólki.
Þitt fólk var meðal annars börnin
mín. Nú kveðja þau Egil afa og
það er sárt að fylgja þeim í þeirri
sorg og söknuðinum. Þau munu
alltaf minnast þín og muna þig,
sem ástríkan, vel gefin og fallegan
mann, sem hafði engar skyldur til
þeirra, aðrar en kærleika og ást.
Það var þeim dýrmætur lærdóm-
ur í lífinu, að ást og fjölskylda er
ekki bara í gegnum blóðtengsl,
heldur einfaldlega í gegnum
stærð hjartans.
Ég var svo heppin að kynnast
fjölskyldunni þinni þegar ég var
16 ára gömul og þá strax tókuð þið
mig í fangið, ef svo má að orði
komast. Því get ég þakkað dýr-
mætri vináttu okkar Arnars. Mig
óraði ekki þá fyrir því að síðar
meir myndu fjölskyldur okkar
bindast sterkum böndum. En það
gerðist þó og áður en ég vissi af
átti ég stóra fjölskyldu sem inni-
hélt meðal annars, ömmu Dís og
Egil afa. Nú er það minningin um
þig og tilveran með ömmu Dís.
Við höfðum öll alls konar hug-
myndir og plön um framtíðina.
Þær eru allar breyttar nú. Fjöl-
skyldan þín þarf núna að læra lifa
í harkalegum en raunverulegum
veruleika. Verst þykir mér að sú
framtíðarsýn sem þú varst að
vinna að fyrir ykkur Vigdísi, er nú
brostin. Nú þarf hún að halda
áfram án þín, nú þurfa börnin þín
og afabörn að halda áfram án þín.
En í gegnum þau mun minningin
um þig lifa ævi okkar allra á enda.
Þú verður alltaf í hjarta okkar.
Elsku Vigdís, Tanja, Arnar,
Bianca, Palli og Gummi. Orð geta
ekki lýst því hversu sárt mér
þykir að vita af sorg ykkar og
söknuði. Þið eruð öll í huga mér og
okkar allra, öllum stundum. Það
er styrkur í fjölskyldu og á tímum
sem þessum er hún það dýrmæt-
asta sem þið eigið. Ykkur sendi
ég mína einlægu samúðarkveðju.
Ykkar
Rannveig Ernudóttir
og fjölskylda.
Við kvöddumst fyrir stuttu
eins og við gerðum alltaf á síðari
árum með löngu þéttu faðmlagi.
Horfðumst í augu án þess að
sleppa takinu alveg og sögðum
„Takk fyrir kvöldið“.
Vinarkærleikur var Agli ekk-
ert feimnismál.
Leiðir lágu fyrst saman í
Menntaskólanum í Reykjavík en
á þeim árum kynntist Egill ást
sem entist út lífið. Þau voru eins
og eitt og alltaf nefnd í sömu
andrá. Samband Egils og Vigdís-
ar Magnúsdóttur var fallegt og
farsælt í öllum skilningi. Saman
deildu þau áhuga á ferðalögum
um landið og nutu náttúrunnar og
útivistar. Egill átti ekki langt að
sækja ferðaþrána. Foreldrar
hans voru ekki bara dáðir lista-
menn heldur einnig fjallgöngu-
og náttúruverndarfólk.
Þessarar ferðagleði nutum við
hjónin og börn okkar í ótal ferð-
um þar sem Egill var fararstjóri.
Hann hafði unun af því að deila
fegurð landsins með öðrum. Með
árunum stækkaði ferðahópurinn
en eftir því sem aldurinn færðist
yfir urðu ferðirnar léttari og
kaffipásur fleiri. Næsta ferða-
áætlun okkar var til Vilnius þar
sem Egill var arkitekt stórra
verkefna og síðan var rætt um að
fara til Austurríkis á æskustöðv-
ar móður hans. Foreldrar Egils
voru honum jafnan ofarlega í
huga og hann gladdist yfir því að
faðir hans skyldi á síðari árum
hafa hlotið viðeigandi sess í lista-
sögunni. Í sumarbústaðnum
Lynghóli, sem Guðmundur reisti
í miðevrópskum stíl, voru haldnar
fjölskylduhátíðir án fjöldatak-
markana. Eftirminnilegt er
hversu Lydia, móðir Egils, hafði
mikla ánægju af að fylgjast með
fjörmiklum krakkaskaranum
sem fylgdi vinahópnum.
Eitt sinn mæltum við okkur
mót á Akureyri til að kanna Flat-
eyjardal. Við hjónin mættum tím-
anlega og biðum Egils og Vigdís-
ar. Seint um kvöld komu þau glöð
í bragði en jeppinn var stór-
skemmdur. Flutningabifreið
hafði verið ekið inn í hlið hans og
við það valt jeppinn á hliðina.
Slíkir smámunir stöðvuðu ekki
Egil. Hann kom fararskjótanum
á hjólin, límdi plast yfir brotnar
rúður og hélt ferðinni áfram.
Egill var einn af stofnendum
og eigendum arkitektastofunnar
Arkís. Eftir hann liggur mikið
ævistarf sem allt ber vitni um
smekkvísi og listrænt innsæi en
um leið hagkvæmt notagildi
mannvirkja. Hugur hans var op-
inn og tilbúinn til að tengja um-
hverfið við verkefni á sviði bygg-
ingarlistarinnar. Klettar og aðrar
náttúrumyndir gátu fangað and-
ann jafnt og ólíklegustu mann-
virki gátu haft að geyma óvænt
leyndarmál.
Egill var yfirlætislaus, lítillát-
ur og hógvær en ekkert af þeim
eftirsóknarverðu persónuein-
kennum ber að skilja svo að hann
hafi látið lítið til sín taka. Nær-
vera hans var einlæg og sterk. Á
vinnufundum skóp hann and-
rúmsloft samvinnu og lausna og
leiddi með því stór og flókin verk-
efni til farsælla lykta. Tilgerðar-
laus og einarðleg framkoma hans
var smitandi og getur verið fyr-
irmynd þeim sem hafa það hlut-
verk að leiða saman ólíkar hug-
myndir.
Samfara sorginni fylgir þakk-
læti fyrir að hafa átt svo einstak-
an mannkostamann að vini. Hann
og Vigdís fylgdu okkur og börn-
um okkar í gegnum stærstan
hluta lífsins. Á gleðistundum
samglöddumst þau með okkur og
í andbyr voru þau jafn nærri og
fyrir hvort tveggja erum við
þakklát. Egill Guðmundsson skil-
ur eftir ljúfar og ógleymanlegar
stundir í huga okkar og hjarta.
Við biðjum góðan Guð um að
umvefja Vigdísi og fjölskylduna
alla með kærleika sínum og gefa
þeim kraft og æðruleysi í þeirra
miklu sorg.
Júlíus Vífill og Svanhildur.
Í dag kveðjum við vin okkar
Egil Má Guðmundsson arkitekt
sem féll frá langt fyrir aldur fram.
Vinskapur okkar hófst á
Laugateignum fyrir hartnær 40
árum þegar Egill og Vigdís fluttu
þangað með strákana sína. Kjart-
an Ingi sonur okkar og Arnar
Óskar voru þá tveggja ára og
urðu fljótt mjög góðir vinir. Þeir
voru heimagangar hjá hvor öðr-
um og má segja að við foreldrar
þessara drengja höfum að sumu
leyti alið þá upp í samvinnu á
þessum árum. Það var því þannig
að vinátta þeirra varð upphafið að
vináttu okkar foreldranna.
Egill var mikill mannkosta-
maður og traustur vinur. Hann
var prúðmenni og kom fram við
alla af hlýju og virðingu. Egill
sagði okkur eitt sinn að Theresia
amma hans hefði ráðlagt honum
að standa fast á sínu en forðast
vandræði, okkur sýnist að Egill
hafi haft þetta að leiðarljósi.
Egill var farsæll í starfi sínu
sem arkitekt eins og fjöldi verk-
efna sem honum voru falin bera
vitni um. Það leyndi sér ekki að
Egill var af listamönnum kominn
og sáust þess glögg merki í verk-
um hans og á hans eigin heimili.
Hann virtist jafnvígur á alla þætti
arkitektúrs; skipulag, hönnun
húsa og hönnun húsgagna.
Við höfum átt svo margar ynd-
islegar samverustundir, ferðalög-
in sem við fórum saman í, allar
leikhúsferðirnar með vinahópn-
um, utanlandsferðirnar þar sem
brúðkaup Arnars og Biöncu í Bej-
ing stendur upp úr, samveru-
stundirnar á heimilum okkar yfir
notalegu spjalli og ekki síst í sum-
arhúsum okkar í Vigdísarlundi við
Lynghól og á Búðum við Langá.
Á ferðalögum okkar saman
rákumst við nokkrum sinnum á
listaverk eftir Guðmund frá Mið-
dal, föður Egils. Á góðviðrisdegi í
Eyjafirði komum við að Munka-
þverá þar sem er minnisvarði um
Jón biskup Arason eftir Guð-
mund. Í annað sinn vorum við í
kirkjunni á Ökrum á Mýrum þar
sem er fallegur útskorinn skírn-
arfontur með skál eftir Guðmund.
Egill var jeppamaður og hann
og Vigdís höfðu yndi af ferðalög-
um upp á hálendið. Eitt sinn um
páska fórum við á Skjaldbreið á
jeppunum. Stelpurnar höfðu ekki
áhuga á að fara með og það varð
úr að við Egill fórum tveir án
þeirra, en á sitt hvorum bílnum.
Egill og Vigdís kynntust þegar
þau voru kornung, hann af Skóla-
vörðustíg og hún af Grundarstíg.
Þau hafa því gengið lífsins veg
saman í hálfa öld. Nú er komið að
kveðjustund en minningin um
góðan dreng mun lifa.
Við vottum Vigdísi, Tönju,
Arnari Óskari, Biöncu, Páli Skírni
og Guðmundi Loga okkar innileg-
ustu samúð.
Þórunn og Jón.
Kveðja til vinar. Kæri vinur
minn Egill Már.
Vinátta okkar á sér langa sögu.
Við höfum verið samferða í nær
fimmtíu ár. Slík vináttubönd ann-
aðhvort trosna upp og slitna á svo
löngum tíma, eða verða sterkari
eftir sem árin líða. Okkar vináttu-
bönd urðu sterkari.
Þú hefur nú lagt upp í þína
hinstu för. Þegar greiðslan er innt
af henti til ferjumannsins, sem
ferjar þig yfir fljótið mikla, verður
ekki aftur snúið. Ég get ekki gert
neitt annað en setið eftir á bakk-
anum og horft á eftir þér sorg-
mæddur yfir að leiðir okkar skuli
skilja svo óvænt.
En minningin lifir. Minningin
um góðan vin, sem alltaf tók á
móti okkur Guðrúnu með opnum
örmum. Guðrún er einnig farin.
Kannski hittist þið aftur á þessum
óþekkta áfangastað? Ég minnist
þín, glaðværs yfir hverjum endur-
fundi. Tilbúins til þess að gefa
mér innsýn í þau verkefni, sem þú
vannst að og að taka þátt í draum-
um ykkar Vigdísar um uppbygg-
ingu Lynghóls. Við skoðuðum
teikningar og þú útskýrðir fyrir
mér hvernig þú hafðir hugsað hin-
ar ýmsu lausnir.
Endurfundir okkar voru alltaf
gleðifundir. Góður matur á borð-
um og góður drykkur í glösum, þú
og Vigdís, Guðrún og ég, góðir
vinir öll fjögur sem nutum sam-
vista með hvert öðru. Á eftir kaffi
og gott koníak og kannski fyrr á
tímum reyktur vindill. Lífið var
dásamleg.
Það er fleira, sem ég þarf að
segja við þig og þakka þér fyrir.
Ég þakka þér fyrir alla þá hlýju,
væntumþykju og stuðning, sem
ég fékk hjá þér Þegar Guðrún
konan mín lést. Ef ég hefði ekki
átt þess kost að tala við þig, þegar
mest á reyndi, hefði ég kannski
borgað farið til ferjumannsins
líka. Þrátt fyrir að þú oft þyrftir
að stríða við þínar eigin raunir
gafstu alltaf af sjálfum þér, mér til
uppörvunar. Í rauninni þarf að-
eins fá orð til að lýsa því sem ég
hef reynt að koma til skila. Þú
varst góður maður.
Megi síðasti áfangastaður á
þinni ferð færa þér frið.
Ég sendi mínar innilegustu
samúðarkveðjur til Vigdísar,
Tönju, Arnars, Biöncu, Páls og
Guðmundar.
Gunnar Már Gunnarsson.
Okkar kæri vinur og félagi Eg-
ill Már Guðmundsson til tuga ára
er fallinn frá. Fráfall Egils er
harmdauði fjölskyldu hans og
okkur vinum hans og er sárt sakn-
að. Sveinn og Egill vorum stúku-
bræður í Oddfellow stúkunni Þór-
steini nr. 5 í Reykjavík til margra
áratuga og er missir stúkubræðra
mikill.
Eitt af áhugamálum Egils var
ferðamennska hérlendis sem og
erlendis og hafði hann ásamt eig-
inkonu sinni, Vigdísi Magnúsdótt-
ur, víða farið. Egill var formaður
Fjallalambsins, ferðafélags okkar
vinahópsins, sem samanstendur
af fimm hjónum, enda vel að sér í
fegurð Íslands og vel kunnur
staðháttum. Þannig var hann leið-
togi hópsins og ráðagóður um
hvert halda skyldi þegar hugað
var að ferðum til þess að eiga góð-
ar stundir saman á landinu okkar
fagra.
Vinahópurinn hefur um árabil
einnig farið saman í leikhúsin hér
í Reykjavík og víðar og haft
ánægju af samverunni og fjölda
leiksýninga ár hvert og skoðana-
skiptum um ágæti sýninganna að
þeim loknum. Ótal margra sam-
verustunda er að minnast nú á
tímamótum vinahópsins við brott-
för trausts vinar. Nú er hann flog-
inn til Sumarlandsins, þangað
sem við öll gerum okkur vonir um
að komast til fyrr eða síðar. Bless-
uð sé minning Egils Más Guð-
mundssonar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Egill Már Guðmundsson HINSTA KVEÐJA
Stærra en allir píramídar, en Hi-
malaja, stærra en skógar og höf er
hjarta mannsins, það er dýrlegra en
sólin og Tunglið og stjörnurnar,
geislar meir og blómstrar, það er
óendanlegt í sínum kærleika.
(Heinrich Heine)
Elsku bróðir minn. Hið
eilífa ljós lýsi þér. Takk fyr-
ir allt og allt.
Auður.
✝ Guðrún Sig-urveig Jó-
hannsdóttir fæddist
3. apríl 1941 á Ak-
ureyri. Hún lést 16.
október 2019.
Guðrún var dótt-
ir hjónanna Hall-
dóru Kristinsdóttur
frá Syðri-Haga, Ár-
skógsströnd, f. 7.
ágúst 1911, d. 19.
nóvember 1985, og
Jóhanns Indriða Valdimars-
sonar frá Akureyri, f. 31. júlí
1910, d. 27. júlí 1990. Guðrún
átti þrjú systkini: Valgerði Jó-
hannsdóttur, f. 3. febrúar 1935,
d. 7. febrúar 2019, Filippus Sig-
urð Jóhannsson, f. 3. ágúst 1939,
og Kolbrúnu Kristínu Jóhanns-
dóttur, f. 12. júlí 1951.
Guðrún giftist
Gunnari Hámund-
arsyni hinn 31. júlí
1960 og eignuðust
þau fjögur börn:
Þorbjörgu Hall-
dóru Gunnarsdótt-
ur, f. 1959, d. 2016,
Jóhönnu Gunnars-
dóttur, f. 1960, Sig-
urð Gunnarsson, f.
1962, og Ólaf Gunn-
arsson, f. 1974.
Barnabörnin eru 12 og lang-
ömmubörnin 15. Guðrún var
uppalin á Akureyri en flutti til
Reykjavíkur með Gunnari og
bjó þar alla tíð. Guðrún starfaði
lengst af sem dagmóðir.
Útförin fer fram frá Grafar-
vogskirkju í dag, 25. október
2019, klukkan 13.
Það er með mikilli eftirsjá sem
ég kveð elsku tengdamömmu
mína eða Gunnu ömmu eins og
hún var oftast kölluð í fjölskyld-
unni. En núna hefur hún samein-
ast Gunnari sínum og Obbu dótt-
ur sinni í sóllandinu fagra. Hún
var farin að bíða eftir þessari ferð
til þeirra. Orðin þreytt á áralöng-
um erfiðum veikindum sem
rændu hana smátt og smátt öllum
lífsgæðum og orku. Í öllu þessu
ferli meðan veikindin stóðu yfir
heyrði ég hana aldrei kvarta, eða
kveinka sér yfir því hvernig stað-
an væri hjá henni, miklu frekar að
hún spyrði hvernig aðrir hefðu
það og setti sjálfa sig til hliðar,
sama hvernig henni leið. En hún
var afskaplega þakklát öllum
þeim aðilum sem komu að að-
hlynningu hennar í veikindunum,
og talaði um að það væri bara eins
og 5 stjörnu hótel að liggja á spít-
alanum núna undir það síðasta.
Þannig var Gunna, lítillát, hóg-
vær, auðmjúk og afskaplega
þakklát. Þakklát fyrir lífið sem
hún hafði lifað og alla sína afkom-
endur. Hún reyndist mér sannur
og góður vinur í gegnum árin, trú
og traust.
Gunna starfaði sem dagmóðir í
yfir 30 ár, og eru þau mjög fá
barnabörnin sem og önnur börn
innan fjölskyldunnar sem ekki
hafa verið í pössun hjá ömmu
Gunnu á einhverju tímabili í sinni
barnæsku. Sum þeirra neituðu að
hætta hjá henni þegar komið var
að skólagöngu.
Elsku Gunna, minningarnar
eru margar og einstaklega ljúfar
þegar hugurinn reikar. Takk fyrir
allt sem þú hefur gefið mér og
fjölskyldunni okkar Sigga í gegn-
um árin. Þín verður sárt saknað.
En sólin, hún sígur, – og sólin, hún rís, –
og sjá: Þér við hlið er þín hamingjudís,
sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur og
hlíf:
Það er íslenska konan, – tákn trúar og
vonar,
sem ann þér og þér helgar sitt líf.
(Ómar Ragnarsson)
Rannveig.
Guðrún Sigurveig
Jóhannsdóttir