Morgunblaðið - 25.10.2019, Síða 22

Morgunblaðið - 25.10.2019, Síða 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2019 Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is Blár vinur í stofunni, yndislegur litur sem nýtur sín vel í flestum rýmum. Skoðaðu litaúrvalið okkar á slippfelagid.is Notalegur 60 ára Skúli er úr Vesturbænum í Reykja- vík og býr á Víðidalsá í Steingrímsfirði. Hann er leikari frá Leiklist- arskóla Íslands og tók meistaragráðu í menn- ingarstjórnun frá Há- skólanum á Bifröst. Hann er menningar- fulltrúi Vestfjarða. Skúli er gítarleikari og söngvari í Sniglabandinu og leikstýrir núna Saumastofunni hjá Leikfélagi Hólmavíkur og mun leikstýra eftir ára- mót hjá Menntaskólanum á Ísafirði. Maki: Þórhildur Örvarsdóttir, f. 1976, söngkona og söngkennari í Tónlistarskól- anum á Akureyri. Börn: Steiney, f. 1990, Véný og Æsa, f. 1999, og Brynjólfur, f. 2002. Foreldrar: Gauti Hannesson, f. 1909, d. 1982, smíðakennari, og Elín Guðjóns- dóttir, f. 1926, fyrrv. leiðsögumaður og blaðamaður, bús. í Reykjavík. Skúli Gautason Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Heima fyrir er einhver sem elskar þig en getur ekki alltaf sýnt það. Þú ert trygg/ur sem tröll. 20. apríl - 20. maí  Naut Einhver sem þú hefur treyst veldur þér vonbrigðum. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið tapað lit sínum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vin þinn langar til að lána eða gefa þér eitthvað. Ventu þínu kvæði í kross og gerðu eitthvað allt annað en þú ert vön/vanur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Láttu það ekki draga úr þér allan kjark þótt einhver athygli beinist að þér. Ef þú ert ekki viss er farsælast að spyrja. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér verður nokkuð ágengt í því að ræða sameiginlega ábyrgð eða eigur. Skildu hismið frá kjarnanum. Vinur verður fyrir áfalli. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú færð tækifæri til að gera eitt- hvað sem þú hefur aldrei komið nálægt áður. Ekki líta fram hjá því sem þú veist í hjarta þínu að er rétt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Komandi mánuður er hagstæður fyrir vinasambönd. Þú þarft kannski að toga í spotta bak við tjöldin. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú átt það alveg skilið að lyfta þér upp, ef þú bara gætir þess að fara ekki yfir strikið. Mundu að til þess að sambandið gangi verður þú að gefa eftir af og til. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Leyfðu þeim sem það vilja að sýna þér vináttu sína. Þú lendir í klónum á óprúttnum aðila. Leitaðu þér hjálpar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Fyrirhyggja í fjármálum er nauðsynleg, alltaf. Ef þú talar við aðra kemstu að því að allir hafa sinn djöful að draga. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú munt fara í vinnuferð og kynnast nýjum og spennandi hugmyndum sem geta nýst þér í starfi. Einhver daðrar við þig eins og enginn sé morgundag- urinn. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þótt þér finnist hlutirnir athygl- isverðir er ekki þar með sagt að öðrum finnist svo. Afskipti annarra af þínum einkamálum fara í þínar fínustu. Theatre Education). Árið 2006 réðst hún til Kennaraháskóla Íslands (síð- ar menntavísindasvið Háskóla Ís- lands) sem aðjunkt í kennslufræði leiklistar þar sem hún starfar enn þann dag í dag. Skemmtiráðstefna um leiki og leiklist í kennslu til heiðurs Ásu Helgu Ragnarsdóttur sjötugri háskóla. Eftir heimkomu settist Ása í Kennaraháskólann og lauk þar burtfararprófi 1996. Þá réð hún sig sem grunnskólakennara við Há- teigsskóla og kenndi þar í tólf ár. Hún hélt síðan í framhaldsnám og lauk meistaraprófi frá University of Warwick í Englandi árið 2002 í kennslufræði leiklistar (Drama and Á sa Helga Proppé Ragn- arsdóttir er fædd 25. október 1949 í Reykja- vík og ólst upp þar. Hún bjó í Sporðagrunni 17 frá unga aldri þar til hún fluttist að heiman. Sumrum eyddi hún í sveit hjá frændfólki sínu í Sleðbrjótsseli í Jökulsárhlíð og var send ein í flugvél frá sex ára aldri sem þótti ekki til- tökumál þá. „Mér leið vel í sveitinni og hefði eflaust verið fleiri sumur þar ef ég hefði ekki veikst af heila- himnubólgu í sveitinni um 14 ára aldur og því var strikið tekið til Reykjavíkur á spítala þar og náð heilsu.“ Ása eyddi unglingsárunum í Kvennaskólanum og eignaðist þar margar góðar vinstúlkur. Leiklistar- áhuginn blundaði undir niðri og svo fór að hún stofnaði Leiklistarskól- ann SÁL, samtök áhugafólks um leiklistarnám, ásamt öðru fólki sem brann fyrir leiklist. „Enginn leiklist- arskóli var rekinn á þessum tíma og því var ekki annað ráð en að stofna sjálf skóla.“ SÁL skólinn rann síðan inn í Leiklistarskóla Íslands þar sem hópurinn útskrifaðist árið 1976. „Það var skóli lífsins að reka SÁL skólann, gera fjárhagsáætlun, ráða kennara, búa til stundaskrár og sækja um á fjárlögum. Óhætt er að segja að þessi ár mótuðu mig. Ekki bara eignaðist ég ótrúlega flotta fé- laga sem fylgja mér enn, þéttur flottur hópur, heldur lærði ég svo ótal margt á því að rekast á veggi og brjóta þá niður.“ Við tóku viðburðarík ár hjá Ásu, tvö ár sem leikkona hjá Borgarleik- húsi og Alþýðuleikhúsi, nokkur ár í leiklistarkennslu í skólum, hún vann sem fararstjóri, meðferðarfulltrúi, þrjú ár sem umsjónarmaður stund- arinnar okkar í Ríkissjónvarpinu ásamt Þorsteini Marelssyni rithöf- undi og nokkur ár sem þáttastjórn- andi í útvarpi. Síðan lá leiðin til Parísar en þangað fór Ása með eig- inmanni sínum sem hóf doktorsnám þar. Á meðan eiginmaðurinn var í doktorsnámi stundaði Ása nám í leikhúsfræðum við Sorbonne- verður haldin í dag. Með ráðstefn- unni vilja félagsmenn í FLÍSS, fé- lags um leiklist í skólum og vinir og samstarfsmenn hennar á Mennta- vísindasviði þakka henni framlag hennar til að gera nám barna og kennarastarfið skemmtilegra og árangursríkara. Ása Helga hefur verið leiðandi í innleiðingu leiklistar sem kennsluað- ferðar í skólum hér á landi og er kunn fyrir smitandi áhuga sinn á fjölbreyttum og skapandi kennslu- aðferðum. Hún hefur með öðrum skrifað handbækur og námsefni um aðferðirnar fyrir kennara og kenn- araefni. Þá hefur Ása haldið fjöl- margar vinnusmiðjur og erindi fyrir kennara víða um heim. Jafnframt hefur hún stundað rannsóknir á áhrifum leiklistar á nám barna og birt um það fjölmargar greinar. Í vetur kemur út hjá Routledge bókin Drama in Education: Exploring Key Research Concepts and Effective Strategies í ritstjórn hennar og Hákonar Sæberg Björnssonar. Fjölskylda Eiginmaður Ásu Helgu er Karl Gunnarsson, f. 20.5. 1950, líffræð- ingur, þörungafræðingur. Foreldrar Karls: Hjónin Doris Jessen Tómas- Ása Helga Proppé Ragnarsdóttir, aðjunkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands – 70 ára Á skíðum Kamilla Ása og Hafsteinn Níelsbörn ásamt Ásu Helgu. Skapandi kennsluaðferðir Stundin okkar Ása Helga ásamt sérlegum aðstoðarmanni, Eiríki Fjalar. Afmælisbarnið Ása Helga. 50 ára Bjarni ólst upp í Breiðholti og á Sel- tjarnarnesi en býr í Digranesi í Kópavogi. Hann er pípari frá Tækniskólanum og leiðsögumaður frá Leiðsögumannaskóla Íslands. Bjarni er eigandi og rekur Stíflu- þjónustu Bjarna og einnig pípulagninga- fyrirtækið Hreinar lagnir. Maki: Ingibjörg Thomsen, f. 1970, sér- kennslustjóri og meðstjórnandi hjá Barnaskóla Hjallastefnunnar í Hafnar- firði. Börn: Harpa Rut, f. 1992, Alexander, f. 1998, og Erla, f. 2004. Barnabarn er Bjarni, eins árs, sonur Hörpu. Foreldrar: Guðmundur Þór Jónsson, f. 1941, smiður, bús, í Breiðholti, og Harpa Bjarnadóttir, f. 1946, sjúkraliði og nudd- ari, bús. í Hafnarfirði. Stjúpfaðir er Valur Helgason, f. 1941, fyrrv. verktaki. Bjarni Guðmundsson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.