Morgunblaðið - 25.10.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.10.2019, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2019 STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. ann í upphafi móts sem er eðlilegt. Það er nýr kóngur á Hlíðarenda og hann heitir Pavel Ermolinskij. Undirritaður fékk það á tilfinn- inguna að það væri hann en ekki þjálfari liðsins sem væri að stjórna ferðinni í gær. Pavel er fæddur sig- urvegari og það er eitthvað sem Valsmönnum höfur sárlega vantað. Þrátt fyrir tap þurfa Stólarnir ekki að hafa miklar áhyggur. Liðið verð- ur afar erfitt viðureignar þegar strákarnir á Sauðárkróki verða bún- ir að spila sig saman. Leikmenn liðsins verða hins vegar að passa sig að detta ekki í of mikið kæruleysi.  Dino Butorac var hársbreidd frá því að tryggja Þór Þorlákshöfn sigur á KR í Vesturbænum en bolt- inn dansaði upp úr körfunni eftir þriggja stiga skot hans í lok leiks. KR var þá 77:75 yfir og Michael Craion bætti við stigi af vítalínunni á lokasekúndunni. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en KR-ingar standa eftir með fullt hús stiga á meðan Þórsarar hafa unnið einn af fjórum leikjum sínum. Cra- ion skoraði 27 stig í leiknum og tók 14 fráköst en hjá Þór var Vincent Bailey stigahæstur með 24 stig og Marko Bakovic skoraði 16 auk þess að taka 15 fráköst.  Haukar áttu ekki í teljandi vandræðum með nýliða Fjölnis í Hafnarfirði og unnu 99:75-sigur. Staðan var þó jöfn framan af leik og munurinn aðeins fjögur stig í hálf- leik, 48:44. Flenard Whitfield skor- aði 28 stig fyrir Hauka og tók 12 fráköst, og Gerald Robinson skoraði 22 stig og tók 11 fráköst. Hjá Fjölni var Srdan Stojanovic atkvæðamest- ur með 29 stig og 9 fráköst, en Jera Vucica skoraði 20 stig og tók 11 frá- köst. Valdatími nýs konungs hafinn á Hlíðarenda  Pavel með sigurkörfu í framlengingu gegn Tindastóli  KR slapp gegn Þór Morgunblaðið/Eggert Sigurvegari Pavel Ermolinskij er vanur því að vinna leiki og titla. Hann var stigahæstur Vals í gærkvöld, með 23 stig, og skoraði sigurkörfu leiksins. KÖRFUBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Pavel Ermolinskij reyndist hetja Valsmanna þegar liðið fékk Tinda- stól í heimsókn í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Origo-höllina á Hlíðarenda í fjórðu umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með 95:92-sigri Valsmanna en Pavel skoraði sigurkörfu leiksins í framlengingu. Stólarnir voru mun sterkari í fyrri hálfleik en Valsmenn sýndu ótrúlegan karakter í seinni hálfleik og unnu upp fimmtán stiga forskot Tindastóls. Pavel Ermolinskij skor- aði svo sigurkörfuna með þriggja stiga skoti á loka sekúndum fram- lengingarinnar. Valsmenn sýndu þvílíkan karakt- er í leiknum, eitthvað sem maður hefur ekki séð frá liðinu áður. Þeir gátu ekkert í fyrri hálfleik og voru í raun heppnir að vera bara fimmtán stigum undir. Pavel Ermolinskij var allt annað en sáttur með liðsfélaga sína og hann hefur án alls vafa látið þá heyra það duglega í hálfleik því það var allt annað lið sem mætti til leiks. Pavel kórónaði svo eigin leik með sigurkörfu í leikslok. Stólarnir hljóta að vera afar svekktir með tapið enda voru þeir með tögl og hagldir á leiknum í fyrri hálfleik. Það var ekkert sem benti til þess að Valsmenn væru að fara koma til baka og Stólunum leið ein- faldlega of þægilega í byrjun seinni hálfleiks og þannig hleyptu þeir Valsmönnum inn í leikinn. Stólarnir eru með nýtt lið frá því í fyrra sem er ennþá að slípa sig saman. Það hefur því vantað upp á stöðugleik- Origo-höllin, Dominos-deild karla, fimmtudaginn 24. október 2019. Gangur leiksins: 3:8, 5:13, 12:20, 17:24, 17:29, 21:36, 26:40, 28:43, 35:45, 41:51, 47:53, 58:56, 63:67, 67:71, 73:75, 81:81, 86:86, 95:92. Valur: Pavel Ermolinskij 23/9 frá- köst/4 varin skot, Christopher Rasheed Jones 19/6 fráköst/8 stoðsendingar, Frank Aron Booker 19/4 fráköst, Ragnar Agust Nat- hanaelsson 16/13 fráköst, Damir Mijic 8/5 fráköst, Austin Magnus Bracey 5, Benedikt Blöndal 3, Ill- Valur – Tindastóll 95:92 (e. framl.) ugi Steingrímsson 2/5 fráköst. Fráköst: 28 í vörn, 17 í sókn. Tindastóll: Jaka Brodnik 24/12 fráköst, Sinisa Bilic 21, Gerel Sim- mons 20/4 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 10/8 fráköst, Jasmin Perkovic 10/9 fráköst, Hannes Ingi Másson 5, Friðrik Þór Stefánsson 2. Fráköst: 24 í vörn, 13 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Her- bertsson, Ísak Ernir Kristinsson, Aron Rúnarsson. Áhorfendur: 134 Dominos-deild karla Valur – Tindastóll..................................95:92 KR – Þór Þ. ............................................78:75 Haukar – Fjölnir ...................................99:75 Staðan: KR 4 4 0 368:316 8 Haukar 4 3 1 385:354 6 Keflavík 3 3 0 271:250 6 Valur 4 3 1 366:351 6 Tindastóll 4 2 2 345:337 4 Stjarnan 3 2 1 276:247 4 Njarðvík 3 1 2 244:243 2 Fjölnir 4 1 3 336:361 2 Þór Þ. 4 1 3 313:338 2 ÍR 3 1 2 245:278 2 Grindavik 3 0 3 259:283 0 Þór Ak. 3 0 3 234:284 0 1. deild karla Höttur – Breiðablik............................ 94:106 Skallagrímur – Vestri ........................ 90:110 Staðan: Hamar 3 3 0 299:234 6 Vestri 3 3 0 311:218 6 Breiðablik 4 3 1 377:324 6 Höttur 3 2 1 263:258 4 Álftanes 4 2 2 326:336 4 Selfoss 3 1 2 209:244 2 Snæfell 3 1 2 196:258 2 Sindri 3 0 3 246:276 0 Skallagrímur 4 0 4 291:370 0 NBA Leikir í fyrrinótt: Charlotte – Chicago ..........................126:125 Indiana – Detroit ...............................110:119 Orlando – Cleveland..............................94:85 Brooklyn Nets – Minnesota .............126:127 Miami – Memphis..............................120:101 Philadelphia – Boston .........................107:93 Dallas – Washington .........................108:100 SA Spurs – New York.......................120:111 Utah Jazz – Oklahoma ........................100:95 Phoenix – Sacramento ........................124:95 Portland – Denver.............................100:108   Alþjóðlegt mót karla í Noregi: Noregur – Spánn...................................27:28 Danmörk – Frakkland ......................... 27:31 Undankeppni Ólympíuleikanna Asía, undanúrslit: Katar – Barein ..................................... 26:28  Aron Kristjánsson er þjálfari Barein. Suður-Kórea – Sádi-Arabía................. 31:30  Barein og Suður-Kórea leika til úrslita.   Handknattleiksþjálfarinn Aron Kristjánsson er kominn með lið Bar- ein í úrslitaleik asísku undankeppn- innar um ólympíusæti. Barein mætir Suður-Kóreu á morgun í úrslitaleik og fær sigurliðið farseðilinn til Tókýó næsta sumar. Tapliðið á enn von því það fer í sérstakt 12 liða ólympíu- umspil í apríl með liðum frá öðrum heimsálfum, hugsanlega Íslandi. Barein komst í úrslitaleikinn með því að vinna Katar 28:26 í gær, en mótið fer fram í Katar. Suður-Kórea vann Sádí Arabíu 29:26, og raunar vann Suður-Kórea 31:30-sigur á Bar- ein í riðlakeppni mótsins. Tólf þjóðir keppa í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Tókýó og þegar er ljóst að einn íslenskur þjálfari verður þar; Dagur Sigurðsson sem stýrir liði heimamanna. Heimsmeist- arar Danmerkur og Ameríku- meistarar Argentínu hafa einnig tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum. Sigri frá ÓL í Tókýó Stórmót Aron Kristjánsson stýrði Barein á HM í byrjun þessa árs. AFP Danmörk B-deild: Næstved – Viborg.................................... 1:3  Ingvar Jónssson sat á varamannabekk Viborg allan tímann.  Staða efstu liða: Fredericia 28, Viborg 27, Vejle 27, Kolding 23.  Hinn 34 ára gamli knattspyrnumað- ur Baldur Sigurðsson hefur sagt skilið við Stjörnuna eftir fjögurra ára dvöl hjá félaginu. Í yfirlýsingu frá Stjörnunni eru Baldri þökkuð góð störf og sagt að aðilar hafi kom- ist að samkomulagi um að leiðir skilji. Baldur lék 78 leiki fyrir Stjörnuna í efstu deild og varð bikarmeistari með liðinu í fyrra. Hann lék 18 deild- arleiki fyrir liðið í sumar, þar af 14 í byrjunarliði, og skoraði 3 mörk. Baldur er Mývetningur að upplagi og lék fyrstu ár sín í meistaraflokki með Völsungi á Húsavík. Hann fór þaðan til Keflavíkur og varð bik- armeistari með liðinu árið 2006. Frá Keflavík fór Baldur til Bryne í Nor- egi en hann gekk svo í raðir KR fyrir tímabilið 2009 og varð tvisvar Ís- landsmeistari og þrisvar bikarmeist- ari á sex árum með Vesturbæjarlið- inu. Baldur fór frá KR til danska úrvalsdeildarfélagsins SønderjyskE í eitt ár áður en hann kom til Stjörn- unnar í ársbyrjun 2016. Hann á að baki 3 A-landsleiki. Baldur rær á ný mið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.