Morgunblaðið - 28.10.2019, Page 1
M Á N U D A G U R 2 8. O K T Ó B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 253. tölublað 107. árgangur
MUNIR SEM
EIGA SÉR
MERKA SÖGU
AFREK HJÁ ARONI
MYNDIN ER
HRYLLINGSÚTGÁFA
AF MAMMA MIA
MEÐ BAREIN Á ÓLYMPÍULEIKA 24 ÍSLENSK VAMPÍRUMYND 29NÝR SJÓNVARPSÞÁTTUR 8
Fjárlagafrumvarp
» Tekjur og útgjöld ríkisins á
næsta ári eiga að standa á
pari; 919 milljarðar kr.
» Illa hægt að skera niður
framkvæmdir og samfélags-
lega þjónustu
Sterk staða ríkissjóðs og skynsam-
leg stjórn þeirra mála skapar stjórn-
völdum þá stöðu að draga má úr
rekstrarafgangi og fara jafnvel í ör-
lítinn hallarekstur til þess að milda
áhrif af niðursveiflu í hagkerfinu.
Þetta segir Willum Þór Þórsson, for-
maður fjárlaganefndar Alþingis, um
gerð fjárlaga fyrir næsta ár. Mark-
mið um afkomu ríkissjóð segir hann
ekki vera heilög og nú þurfi ríkið að
gefa í varðandi innviðauppbyggingu.
„Við getum illa skorið niður aðkall-
andi framkvæmdir og mikilvæga
samfélagslega þjónustu, nú þegar
hagkerfið er að kólna í niðursveiflu
sem virðist þó, samkvæmt hagspám,
verða skammvinn,“ segir Willum.
Skv. fjárlagafrumvarpinu standa
tekjur og útgjöld ríkisins á næsta ári
að standa á pari; 919 milljarðar kr.
Þar eru heilbrigðismál stór útgjalda-
póstur og segir Willum nauðsynlegt
að greina þróun útgjalda, sem aukist
stöðugt. Hugsanlega þarf því, segir
Willum, að efla heilsugæsluna til
þess að draga úr álagi á Landspít-
alann þar sem launakostnaður
hækkar stöðugt. Framlög til sjúkra-
hússins verða á næsta ári um 69
milljarðar króna.
Hallarekstur mildi samdrátt
Staða ríkissjóðs er sterk, segir formaður fjárlaganefndar Alþingis Niður-
sveiflan verður skammvinn Útgjöld til heilbrigðismála þarf að greina betur
MPólitískur stöðugleiki »6
Ljósmynd/Gassi
Vinsæll Arnaldur Indriðason hefur
selt yfir fjórtán milljónir bóka.
Rithöfundurinn Arnaldur Indr-
iðason fagnaði því á dögunum að
útgáfa númer þúsund af bókum
hans kom út. Var það norsk út-
gáfa bókarinnar Myrkrið veit. En
þó að Arnaldur eigi sér traustan
hóp aðdáenda um heim allan og
hafi selt yfir fjórtán milljónir bóka
gekk þó brösuglega að fá útgef-
endur til að gefa bækur hans út í
upphafi. „Það tók drjúgan tíma að
finna fyrsta erlenda útgefandann.
Nokkur ár. Við fengum alls kyns
athugasemdir frá erlendum útgef-
endum, meðal annars þær að það
væri morgunljóst að engir glæpir
væru framdir í landi álfa og eld-
fjalla. Það tæki því ekki að líta á
glæpasagnahandrit frá þessu
landi. Aðrir sögðu að nafn höf-
undar væri svo erfitt í framburði
að ætti hann að tryggja sér útgáfu
á erlendri grund þyrfti hann að
skipta um nafn sem skjótast,“ seg-
ir Valgerður Benediktsdóttir hjá
Forlaginu. » 14
Vildu að Arnaldur skipti um nafn
Útgáfa númer 1.000 af bókum Arnaldar á heimsvísu
Fólk og ferfætlingar gerðu skil íslenskri mat-
armikilli kjötsúpu á borgargleði þeirri á Skóla-
vörðustígunum sem bændur, garðyrkjufólk og
íbúar við götuna efndu til á laugardaginn. Hin
þjóðlega súpa nýtur vinsælda og er mikið góð-
gæti. Hundurinn fékk svo dreggjarnar úr skeið
eins vegfaranda en ekki örðu af kjöti enda finnst
fæstum hreinlega koma til greina að stinga góð-
um bita í hundskjaft.
Hundurinn fékk dreggjarnar úr súpuskeiðinni
Morgunblaðið/Eggert
„Við berjumst
bara fyrir þessu
öll sem eitt,“ seg-
ir Guðmundur
Baldvin Guð-
mundsson, for-
maður bæjarráðs
Akureyrarbæjar,
í samtali við
Morgunblaðið
um Akureyrar-
flugvöll.
Í drögum að samgönguáætlun
fyrir næstu fimmtán árin fer lítið
fyrir hlut Akureyrarflugvallar og
ráðamenn fyrir norðan ætla að
berjast fyrir auknu fjármagni. Guð-
mundur segir að ekki einungis
Akureyri myndi hagnast á upp-
byggingu flugvallarins, heldur
Norðaustur- og Austurland allt.
Það sé í takt við sóknaráætlun
Norðurlands eystra, en drög henn-
ar voru birt á föstudag. »4
Ekki bara Akureyri
muni hagnast
Guðmundur Baldvin
Guðmundsson
Skýr niðurstaða fékkst í atkvæða-
greiðslu sem fram fór á laugardag-
inn um sameiningu fjögurra sveit-
arfélaga á Austurlandi. Borgar-
fjörður eystri, Fljótsdalshérað,
Seyðisfjarðarkaupstaður og Djúpa-
vogshreppur verða eitt sveitarfélag
frá og með næsta vori. Flestir
sögðu já á Héraði, eða 92,9% þeirra
sem atkvæði greiddu. Íbúar á
svæðinu munu á síðari stigum kjósa
um nafn á sveitarfélaginu, aukin-
heldur sem kjósa þarf nýja sveit-
arstjórn. Það mun væntanlega
verða gert á vormánuðum á næsta
ári.
Björn Ingimarsson, sveitarstjóri
Fljótsdalshéraðs, segir í samtali við
Morgunblaðið að samgöngufram-
kvæmdir á Austurlandi séu mik-
ilvæg forsenda þess að sveitarfélög-
in geti sameinast í raun og veru.
Gerð jarðganga undir Fjarðarheiði
til Seyðisfjarðar og gerð heilsárs-
vegar um Öxi, af Skriðdal í Beru-
fjarðarbotn, sé nauðsynjamál – og
nú virðist sem ekki sé langt í fram-
kvæmdir. »6
Jarðgöng og Axarvegur
mikilvæg í sameiningu eystra
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra hefur vísað meintum upplýs-
ingaleka frá Seðlabanka Íslands til
RÚV um fyrirhugaða húsleit hjá út-
gerðarfyrirtækinu Samherja til
embættis lögreglustjórans á höfuð-
borgarsvæðinu. Innri endurskoðun
Seðlabankans leiddi í ljós tölvu-
póstsamskipti fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits
Seðlabankans við fréttamann RÚV
í aðdraganda húsleitarinnar sem
fór fram árið 2012. Meintur upplýs-
ingaleki gæti falið í sér refsivert
brot. Þorsteinn Már Baldvinsson,
forstjóri Samherja, segir húsleitina
hafa verið árás sem var til þess fall-
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Upplýsingaleki Forsætisráðherra hefur
vísað meintum upplýsingaleka til lögreglu.
Samskipti SÍ og
RÚV á borð lögreglu