Morgunblaðið - 28.10.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2019
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000
Heidelberg
Verð frá kr.
119.995
Aðventuferð til
6. desember í 4 nætur
Örfá sæti laus...
Embætti ríkissáttasemjara er með
27 mál inni á borði hjá sér um þessar
mundir. Af þeim varða 19 mál kjara-
deilur aðildarfélaga BSRB gagnvart
þremur viðsemjendum; ríkinu, Sam-
bandi íslenskra sveitarfélaga og
Reykjavíkurborg.
Þá eru mál Blaðamannafélags Ís-
lands (BÍ), Félags íslenskra atvinnu-
flugmanna (FÍA), Félags íslenskra
flugumferðarstjóra (FÍF) og tvö mál
Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) á
borði ríkissáttasemjara svo einhver
séu nefnd.
„Það er hressilega mikið til með-
ferðar á sama tíma. Þar að auki er
BSRB með samningsumboð fyrir
stór mál eins og styttingu vinnuvik-
unnar gagnvart þremur viðsemj-
endum. Þegar það eru upp undir 30
mál til meðferðar hjá okkur þá er
það ágætis verkefni,“ segir Elísabet
S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkis-
sáttasemjara, í samtali við Morgun-
blaðið.
Í dag fer fram fundur vegna deilu
FFÍ við Samtök atvinnulífsins (SA)
vegna Icelandair auk þess sem
vinnufundur Eflingar og Reykjavík-
urborgar mun fara fram í húsnæði
ríkissáttasemjara. Vinnufundum er
þó ekki verkstýrt af ríkissáttasemj-
ara heldur eru þeir hugsaðir til að
deiluaðilar geti rætt „ákveðin mál
milli samningsfunda, sem er oft
nauðsynlegt til að fara dýpra ofan í
málin,“ útskýrir Elísabet.
Fjölmiðlafólk kýs
um vinnustöðvun
Á morgun, þriðjudag, munu
fulltrúar Blaðamannafélags Íslands
setjast við sáttaborðið en stjórn BÍ
samþykkti í gær að efna til atkvæða-
greiðslu um fjórar vinnustöðvanir í
nóvember og fer atkvæðagreiðsla fé-
lagsmanna fram á miðvikudaginn.
Á miðvikudag verður mál FFÍ og
SA vegna Air Iceland Connect tekið
fyrir hjá ríkissáttasemjara.
Dagskráin í húsakynnum ríkis-
sáttasemjara verður ansi þétt á
fimmtudaginn en þá eru bókaðir
tveir vinnufundir Eflingar og
Reykjavíkurborgar. Sama dag verð-
ur mál FÍA gagnvart SA vegna Air
Iceland Connect tekið fyrir sem og
mál Sameykis gagnvart Reykjavík-
urborg. Daginn eftir, á föstudag,
munu fulltrúar Sameykis svo funda
með samninganefnd ríkisins.
Funda stíft í Karphúsinu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Karphúsið Samninganefndir FFÍ
og SA funda áfram í vikunni.
Hátt í 30 mál
til meðferðar hjá
ríkissáttasemjara
Íslenskt matargat söng Þursaflokk-
urinn forðum í rokkaranum góða
um kjötsúpuna. Um 1.500 tonn af
kjötsúpu, með lambakjöti, kart-
öflum, rófum og öðru meðlæti, voru
á boðstólum á hátíðinni sem efnt
var til á Skólavörðustígnum í
Reykjavík á laugardaginn. Á sjö
stöðum við götuna reiddu kokkar
fram ilmandi og snarpheita súpu
sem hver var með sínu sérstaka
bragði. „Mér þykir vænt um að
þarna voru Íslendingar í meiri-
hluta. Útlendingar slæddust þó
með,“ segir Ófeigur Björnsson gull-
smiður. Hann er einn aðstandenda
kjötsúpudagsins sem nú var efnt til
í 17. sinn af sauðfjárbændum, Sölu-
félagi garðyrkjumanna og svo
kaupmönnum og íbúum við Skóla-
vörðustíginn.
En kjötsúpudagurinn var þó ekki
aðeins veisla og matarhátíð. Lista-
menn af ýmsu sauðahúsi komu
fram og skemmtu fólki og margir
litu inn í búðir við götuna, svo sem
listamuna- og bókaverslanir. Má því
segja að þarna hafi maður verið
manns gaman rétt eins og speki
Hávamála hermir. sbs@mbl.is
Kjötsúpa á sjö stöðum við Skólavörðustíg sem landinn þáði af bestu lyst
Maður er
manns
gaman
Morgunblaðið/Eggert
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
„Við berjumst bara fyrir þessu öll
sem eitt. Það er bara þannig.“ Þetta
segir Guðmundur Baldvin Guð-
mundsson, formaður bæjarráðs
Akureyrarbæjar, í samtali við Morg-
unblaðið um Akureyrarflugvöll.
Aukin fjárframlög til flugvallarins
hafa löngum verið baráttumál fyrir
ráðamenn fyrir norðan og í nýjum
drögum að sóknaráætlun Norður-
lands eystra fyrir árin 2020-2024,
sem unnin var af Eyþingi - sambandi
sveitarfélaga í Eyjafirði og
Þingeyjarsýslu, og birt voru í sam-
ráðsgátt stjórnvalda á föstudag,
kemur m.a. fram að það sé á meðal
helstu áherslna að bæta skipulag á
innanlandsflugi.
Það vekur þó athygli sumra að
málefni Akureyrarflugvallar skipa
lítinn sess í nýjum drögum að fimm-
tán ára samgönguáætlun sem birt
var fyrr í mánuðinum. Á meðal
þeirra sem hafa gagnrýnt þetta er
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson,
framkvæmdastjóri Circle Air á
Akureyri, sem ritar í athugasemdum
við drögin að þau séu mikil vonbrigði
fyrir Akureyrarflugvöll. „Þetta
gengur þvert gegn markmiðum um
að jafna álag á landið og stuðla að at-
vinnuuppbyggingu um land allt,“ rit-
ar hann. „Það er mjög sérstakt að til-
laga að samgönguáætlun skuli
beinlínis svelta stærsta flugvöll
landsins utan höfuðborgarsvæðis og
Suðurnesja,“ segir hann enn fremur.
Enn að ota sínum tota
„Við höfum barist fyrir auknum
framlögum til flugvallarins undan-
farin ár. Við höfum verið að horfa til
innanlandsflugs en ekki síður milli-
landaflugs. Við erum enn þá að
reyna að ota okkar tota og komum til
með að taka þetta fyrir á næsta
bæjarstjórnarfundi,“ segir Guð-
mundur, spurður út í afstöðu sína til
samgönguáætlunarinnar. „Við vilj-
um sjá meira fjármagn til Akureyr-
arflugvallar,“ bætir hann við.
„Ekki bara Akureyri“
Spurður út í málið, með hliðsjón af
ofannefndri sóknaráætlun, segir
hann: „Við höfum öll verið einhuga
um það að uppbygging á Akureyrar-
flugvelli væri lykillinn að framtíðar-
uppbyggingu á þessu svæði. Við vilj-
um sjá aðra gátt inn í landið. Ekki
bara Akureyri, heldur Norðaustur-
og Austurland allt myndi eflast við
það. Það er það sem við erum að
berjast fyrir og sóknaráætlunin talar
í þá átt.“
Ekki náðist í Hildi Jönu Gísladótt-
ur, stjórnarformann Eyþings og
bæjarfulltrúa, við vinnslu fréttarinn-
ar.
Akureyrarflugvöllur sé sveltur
Uppbygging á Akureyrarflugvelli er lykillinn að framtíðaruppbyggingu á svæðinu „Norðaustur-
og Austurland allt myndi eflast“ Fari gegn markmiðum um jafnara álag milli landshluta
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Akureyrarflugvöllur Margir virðast telja að uppbyggingar sé þörf.