Morgunblaðið - 28.10.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2019
Trausti Jónsson veðurfræðingur
skrifar bloggið Hungurdiska á
blog.is. Þar er mörg gersemin fyrir
áhugamenn um veður, svo sem
samantekt hans um helgina um
meðalhita í Reykjavík og á Akur-
eyri það sem af er þessari öld.
Fyrsti vetrardagur var á laugardag
og vetur konungur gerði vart við
sig víða um land, þó að höfuðborg-
arbúar og Sunnlendingar hafi ekki
þurft að taka fram gönguskíðin.
En þeir gátu í staðinn dundað sér
við að slá meðalhitatölurnar hans
Trausta inn
í Excel og
ef þeir
föndruðu
við þær þar
sáu þeir að
meðalhiti
síðustu
fimm ára
þessa tíma-
bils í Reykjavík var heldur lægri en
meðalhiti fyrstu fimm áranna.
Þetta er sérkennileg niðurstaða í
ljósi kenningarinnar um hlýnun
jarðar, en þegar sömu útreikningar
eru gerðir fyrir meðalhitann á
Akureyri fær kenningin þó stuðn-
ing, því að þar er um lítilsháttar
hækkun að ræða.
Allt virðist þetta þó innan skekkju-
marka og svo sem ekki að undra,
þar sem tímabilið er stutt, nítján ár,
og erfitt að slá nokkru föstu um
breytingu veðurfars af svo skömmu
tímabili.
Engu að síður er þetta áhugavert
og ef til vill tilefni til að ræða fyr-
irbæri eins og hlýnun jarðar og
hvort hennar hafi orðið vart hér á
síðustu árum eða áratugum. En þá
þurfa slíkar umræður að vera leyfi-
legar. Fer ekki best á að leyfa slík-
ar umræður – eins og annað sem
snýr að þekkingarleit mannsins?
Hlýnar á Akureyri?
Kólnar í Reykjavík?
STAKSTEINAR
Ljósmynd/Modis
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Kirkjuráð þjóðkirkjunnar sam-
þykkti einróma, á kirkjuráðsfundi 2.
október sl., að segja upp ráðningar-
samningi framkvæmdastjóra kirkju-
ráðs, Odds Einarssonar, og að hann
myndi láta af störfum þegar í stað.
Þetta kemur fram í fundargerð
kirkjuráðsins sem Morgunblaðið
hefur undir höndum.
Í henni kemur fram að biskup Ís-
lands hafi framsent kirkjuráði tölvu-
bréf fjármálastjóra biskupsstofu,
dagsett 23. ágúst 2019, þar sem m.a.
var kvartað yfir framkomu Odds í
garð verkefnisstjóra fjármála sókna
á biskupsstofu.
Samkvæmt upplýsingum frá Bisk-
upsstofu mun Oddur, sem verður 67
ára í janúar nk., ekki vinna uppsagn-
arfrestinn og unnið er að því að
semja við hann um starfslok. Stað-
gengill hefur ekki verið ráðinn og
munu starfsmenn Biskupsstofu og
kirkjuráðs skipta störfum fram-
kvæmdastjóra á milli sín til bráða-
birgða.
Vígslubiskup á Hólum og séra Ax-
el Árnason Njarðvík hafa umboð
kirkjuráðs til að ganga frá starfs-
lokasamningi við Odd á grundvelli
hugmynda sem séra Axel Árnason
kynnti á áðurnefndum fundi kirkju-
ráðs. Ekki náðist í Odd við vinnslu
fréttarinnar.
Framkvæmdastjóra kirkjuráðs sagt upp
Kvartað yfir framkomu í garð kollega
Unnið að gerð starfslokasamnings
Morgunblaðið/Ómar
Kirkjan Kirkjuráð er undir forystu
forseta ráðsins, biskups Íslands.
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
„Það sem var lagt í þessa konungs-
heimsókn! Guð minn góður hvað
lagður var mikill metnaður og
miklir fjármunir í þetta,“ segir Sig-
urður Helgi Pálmason, sem nýverið
lagðist í rannsóknir á konungskom-
unni 1907, heimsókn Friðriks 8. til
Íslands í júlí það ár. Ástæðan er
glas „með litlu merki“ sem hann
fékk í hendurnar, og lagðist í kjöl-
farið í athuganir á því hvort verið
gæti að glasið tengdist konungs-
komunni á einhvern hátt.
Þetta er á meðal þess sem Sig-
urður hefur nýverið athugað, en
þar að auki hefur hann haft undir
höndum muni sem talið er að gætu
tengst Werner Gerlach, ræðis-
manni Þjóðverja hér á landi í
seinna stríði, Skúla fógeta og Evu
Braun, eiginkonu Hitlers. Ástæðan
er rannsóknir sem hann hefur farið
í vegna nýrra sjónvarpsþátta Rík-
isútvarpsins, Fyrir alla muni, sem
hann stýrir ásamt Viktoríu Her-
mannsdóttur.
„Það eiga einhvern veginn allir
einhvern mun sem á sér einhverja
sögu. Það er svolítið íslenskt,“ seg-
ir Sigurður og bætir við: „Hinn
minnsti hlutur getur tengst svo
stórum atriðum.“
Sigurður útskýrir að tilgangur
þáttanna sé að reyna að sannreyna
hvort munirnir tengjast því sem
þeir eru sagðir tengjast eða ekki.
„Þetta fer með okkur á marga
staði,“ segir hann og segir að „hin
barnslega forvitni“ sé það sem dríf-
ur hann áfram.
Glasið gæti tengst
konungskomunni
Allir eiga einhvern
mun með sögu, segir
Sigurður Pálmason
Ljósmynd/Aðsend
Skoðað Viktoría og Haraldur Þór
Egilsson minjavörður athuga glasið.