Morgunblaðið - 28.10.2019, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 28.10.2019, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2019 Nýr vegakafli á Suðurlandsvegi í Ölfusi var opnaður fyrir umferð nú á laugardaginn. Þetta er 2,5 kíló- metra spotti, þriggja akreina 2-1 vegur, milli Hveragerðis og Gljúf- urholtsár en þó þannig að hægt verði að hafa hann tvöfaldan í báð- ar áttir í framtíðinni, án þess að grafa allt upp aftur. Einnig hefur framkvæmdinni fylgt gerð hjáreina og tengibrauta svo vegagerðin er alls 7 kílómetrar. Þá var brúin yfir Varmá breikkuð og byggð göng undir þjóðveginn fyrir gangandi fólk og hesta. „Framkvæmdir hafa gengið vel og núna er aðeins fínpússið eftir. Því ætti að ljúka núna í vikunni,“ segir Ágúst Óli Jakobsson sem stýrt hefur verkefninu fyrir hönd verk- takans, ÍAV. Enn sem stendur er hámarkshraði á veginum nýja 50 km/klst og við Gljúfurholtsána 30 km/klst. en þar er frágangsvinnu ólokið. Áformað er að halda vegafram- kvæmdum í Ölfusinu áfram og leggja 2-1 veg alla leið til Selfoss. Útboð á því verkefni er í undirbún- ingi. sbs@mbl.is Opnað fyrir umferð á nýjum vegi í Ölfusinu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ölfus Nýr vegur til beggja átta og merkingar við tengibrautir komnar upp. Mikil umferð var á svæðinu um helgina. Engan sakaði í eldsvoða í fjölbýlis- húsi við Framnesveg í Reykjanesbæ í fyrrinótt. Tilkynning um eldinn barst slökkviliði á fimmta tímanum um nóttina og tók slökkvistarfið að- eins skamma stund. Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eldur út um svalahurð og glugga á fyrstu hæð. Húsráðandi var einn í íbúðinni og komst út af sjálfsdáðum. Allar fjórar íbúðir hússins voru rýmdar, en þær og stigagang þurfti að reykræsta. Miklar skemmdir urðu í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp. Lög- regla rannsakar málið. Eldur í fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ Morgunblaðið/Hari Bruni Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Aðalfundur Neytenda- samtakanna tel- ur að fyrirhug- aðar breytingar á samkeppn- islögum gangi allt of langt í þjónkun við fyrirtæki á kostnað neyt- enda. Með þeim sé aukið enn valdaójafnvægi milli neytenda og fyrirtækja. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Breka Karlssyni, formanni sam- takanna, en aðalfundur Neytenda- samtakanna var haldinn um helgina. Neytendasamtökin gjalda þannig mikinn varhug við því að fella brott málshöfðunarrétt Sam- keppniseftirlitsins og telja það rétt- arskerðingu fyrir neytendur. „Þá er ólíðandi að ætla að varpa kostnaði vegna „lífskjarasamning- anna“ á herðar neytenda með veik- ingu samkeppnislaga, eins og lesa má úr greinargerð með frumvarp- inu. Virk samkeppni þarfnast virks eftirlits. Skortur á samkeppni veld- ur hærra verði sem neytendur greiða á endanum,“ segir í tilkynn- ingunni. Ólíðandi að veikja samkeppnislögin Breki Karlsson Arna Lára Jónsdóttir, varaþing- maður Samfylkingar, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þings- ályktunar þar sem samgöngu- ráðherra væri falið að setja Súða- víkurgöng á milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar í Djúpi á samgöngu- áætlun. Gert verði ráð fyrir göng- unum tilbúnum innan fimm ára, enda séu þau mikilvæg með tilliti til byggða- og öryggismála. Í Súðavík- urhlíð eru 22 snjóflóðafarvegir. Mörg dæmi eru um ofanflóð á veg- inum þar sem oft þarf að loka. Vill Súðavíkurgöng

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.