Morgunblaðið - 28.10.2019, Síða 10

Morgunblaðið - 28.10.2019, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2019 PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vertíð skemmtiferðaskipanna er að ljúka þetta sumarið. Síðasta skipið, Astoria, leggst að Skarfabakka í Sundahöfn klukkan 9 í fyrramálið ef áætlanir standast. Það mun láta úr höfn á miðvikudag og lýkur þá ver- tíðinni formlega. Svo skemmtilega vill til að Astoria var einnig fyrsta skipið sem kom á þessari vertíð. Það kom til Reykjavíkur um miðjan mars síðastliðinn. Árið í ár verður tvímælalaust það stærsta hvað varðar skipakomur farþegaskipa og farþegafjölda hing- að til lands. Eftir er að gera upp ver- tíðina en fyrir liggur að skipakomur til Reykjavíkur voru um 25% fleiri í ár en í fyrrasumar og fjölgun far- þega svipuð. Hjá höfnum á lands- byggðinni hefur fjölgunin verið um- talsverð sömuleiðis. Leiðangursskipum fjölgar Það hefur mikið að segja að svo- kölluðum leiðangursskipum hefur farið fjölgandi. Það eru skip sem taka 200-250 farþega og fara í reglu- bundnar siglingar í kringum landið með viðkomu á mörgum stöðum. Farþegar koma yfirleitt fyrr til landsins með flugi og gista á hót- elum, áður en farið er í siglingu um landið. Leiðangursskip eru þau far- þegaskip sem best er að dreifa um landið, því þau eru hentug í stærð og farþegafjöldi hentar mjög innviðum á landsbyggðinni. Ocean Diamond heitir það skip sem farið hefur flest- ar ferðirnar í sumar en það fór 16 ferðir. Til upprifjunar er Astoria eitt þekktasta farþegaskip sögunnar. Það hóf siglingar árið 1948 og hét þá MS Stockholm og sigldi milli Sví- þjóðar og Bandaríkjanna. Miðviku- daginn 25. júlí 1956 stórskemmdist MS Stockholm eftir árekstur við ítalska skipið SS Andrea Doria und- an ströndum Massachusetts á austurströnd Bandaríkjanna. Árekstur skipanna er með þekktari sjóslysum sögunnar, en svartaþoka var þegar þetta gerðist. Stockholm sigldi inn í hlið Andrea Doria og urðu afleiðingarnar þær að hið síð- arnefnda sökk. Andrea Doria var stórt skip á þess tíma mælikvarða, tæplega 30 þúsund brúttótonn. Að svo stórt skip skyldi enda á hafs- botni varð að vonum heimsfrétt. Um borð í Andrea Doria voru 1.134 farþegar og 572 í áhöfn en far- þegar í sænska skipinu voru 534 og 208 manna áhöfn. Alls 46 farþegar um borð í SS Andrea Doria týndu lífi og fimm til viðbótar í áhöfn MS Stockholm. Öðrum var bjargað yfir í Stockholm og nærstödd skip. Stockholm var stórskemmt eftir áreksturinn en var endurbyggt. Það hefur siglt síðan um heimshöfin und- ir nöfnunum Völkerfreundschaft, Volker, Fridtjof Nansen, Italia I, Italia Prima, Valtur Prima, Caribe, Athena, Azores og nú síðast Astoria. Astoria heilsaði og kveður einnig  Sögufrægt farþegaskip væntanlegt til Reykjavíkur á morgun  Komst í heimsfréttirnar árið 1956 þegar það sigldi niður Andrea Doria  Metvertíð skemmtiferðaskipa lýkur með komu skipsins nú Morgunblaðið/Árni Sæberg Í Sundahöfn Hið sögufræga skip Astoria er væntanlegt til hafnar á morgun. Þetta verður fimmta og síðasta heim- sókn skipsins til Reykjavíkur á þessu sumri. Merkilegt að það skuli enn vera að sigla eftir áreksturinn á sínum tíma. Siglt í land Stockholm var stór- skemmt eftir áreksturinn við ítalska skipið Andrea Doria í júlí árið 1956. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vinna við gerð nýrrar tengigötu á milli Skúlagötu og Sæbrautar er á lokametrunum. Eftir er vinna starfsmanna Reykjavíkurborgar við að koma upp ljósastýringum, kúpl- um o.s.frv. Reikna má með að gatnamótin verði opnuð fyrir al- menna umferð fyrir lok þessarar viku, samkvæmt upplýsingum Bjarna Brynjólfssonar, upplýs- ingastjóra Reykjavíkurborgar. Hin nýja tengigata er á móts við Frakkastíg, um 50 metrum vestar en sú gamla, sem er á móts við Skúlagötu 20. Fjarlægja þurfti hluta miðeyjar Sæbrautar vegna nýju tengigötunnar. Þegar hún hef- ur verið tekin í notkun verður nú- verandi tengigata og það sem henni tilheyrir fjarlægt og tyrft yfir svæð- ið. Nýju gatnamótin verða ljósastýrð og mun það bæta öryggi gangandi vegfarenda, en margir þeirra, sér- staklega ferðamenn, fara þvert yfir Sæbrautina, frá Frakkastíg að Sól- farinu, og hefur þar oft legið við slysum. Önnur gatnamót á Sæbraut voru innifalin í verkinu. Það voru þrjú verkefni, tengd en þó aðskilin:  Endurgerð Frakkastígs á milli Skúlagötu og Lindargötu með til- heyrandi lagnavinnu. Færa þurfti strætóbiðstöðvar, gera göngustíga, leggja snjóbræðslurör og lagnir veitustofnana.  Endurnýjun umferðarljósa og göngu- og hjólaleiða á gatnamótum Snorrabrautar og Sæbrautar ásamt bættri lýsingu á gönguleiðir. Auk þess var beygjurein og framhjá- hlaup til austurs frá Snorrabraut inn á Sæbraut aflagt.  Endurnýjun umferðarljósa og gönguleiða á gatnamótum Katr- ínartúns og Sæbrautar ásamt bættri lýsingu á gönguleiðum. Tafir urðu á verkinu Samið var við fyrirtækið Gröfu og grjót ehf. að vinna verkið, í framhaldi af útboði. Samnings- upphæðin var 166,5 milljónir króna. Stefnt var að verklokum í ágúst- mánuði en verkið hefur dregist tals- vert. Morgunblaðið/sisi Nýja tengigatan Miðað er við að hægt verði að hleypa almennri umferð á götuna um og fyrir næstu helgi. Ný tengigata brátt tilbúin  Gerð nýrrar tengigötu á milli Skúlagötu og Sæbrautar á lokametrunum  Umferð fólks að Sólfarinu auðvelduð „Við tökum bara einn dag í einu. Ástandið er erfitt en hún er rosalega sterk eins og íslenskur víkingur,“ sagði Þórunn Alda Gylfadóttir, móð- ir Sólrúnar Öldu Waldorff, en Sólrún liggur alvarlega slösuð á spítala í Svíþjóð eftir að eldur kom upp í íbúð hennar og kærasta hennar Rahmon Anvarov í Mávahlíð í Reykjavík á miðvikudag. Flogið var með Sólrúnu á sjúkra- hús í Svíþjóð á fimmtudaginn en kærasti hennar liggur á Landspítal- anum í Reykjavík. Hefur nú verið stofnaður styrktarreikningur fyrir Sólrúnu og Rahmon, en fyrirséð er að þau eigi eftir að dvelja í talsverð- an tíma á sjúkrastofnun, og í end- urhæfingu þar á eftir. „Við viljum skila miklu þakklæti til starfsfólks Landspítalans, til Landhelgisgæslunnar og til allra sem hafa stutt okkur og sýnt hlýhug. Það hjálpar okkur mikið,“ sagði móðirin Þórunn Alda í gærkvöld. „Þetta verður langur tími í endur- hæfingu, jafnvel heilt ár,“ bætti hún við og sagði parið hafa misst allt í eldsvoðanum. thorunn@mbl.is Endurhæfingin gæti tekið ár  Styrktarreikningur fyrir parið Morgunblaðið/Eggert Slökkvilið Eldurinn í Mávahlíð kviknaði aðfaranótt miðvikudags.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.