Morgunblaðið - 28.10.2019, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2019
benni.is
Reykjavík
Krókhálsi 9
590 2000
Reykjanesbæ
Njarðarbraut 9
420 3330
Opið virka daga frá 9 til 18
Verið velkomin í reynsluakstur
400.000 kr.
Opið virka daga frá 9 til 18
Laugardaga frá 12 til 16
Verið velkomin í reynsluakstur
OPEL KARL – VETRARTILBOÐ Á SÝNINGARBÍLUM
Verðdæmi:
Opel Karl - sjálfskiptur
Verð áður: 2.290.000 kr. | Verð nú: 1.890.000 kr.
Afsláttur:
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þessir skúrar hafa svo sannarlega
sannað gildi sitt hér á landi,“ segir
Hörður Sturluson, verkefnastjóri
hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði
og Garðabæ.
Hörður stýrir verkefninu Karlar
í skúrum sem undið hefur upp á
sig síðustu misseri. Í dag hafa ver-
ið opnaðir þrír skúrar á Íslandi, í
Hafnarfirði, í Breiðholti og á Pat-
reksfirði. Karlar í skúrum snýst
um að veita eldri mönnum tæki-
færi til að sinna hugðarefnum sín-
um og um leið að koma í veg fyrir
félagslega einangrun.
Var tekið sem stjörnu
Karlar í skúrum er alþjóðlegt
verkefni sem sett var á fót í Ástr-
alíu fyrir aldarfjórðungi. Þar eru
nú yfir þúsund skúrar starfræktir
og samtökin sem reka þá eru á
fjárlögum – fá þrjár milljónir ástr-
alskra dollara frá ríkinu ár hvert.
Karlar í skúrum er rótgróið verk-
efni þar í landi og Hörður var því
mjög stoltur þegar honum var boð-
ið á ráðstefnu sem haldin er annað
hvert ár í Ástralíu um Karla í
skúrum. Þar flutti hann erindi um
verkefnið á Íslandi og heimsótti
nokkra skúra þar í landi.
„Þeim fannst áhugavert að
heyra um starfið á Íslandi enda
landið eins langt frá þeim og
mögulegt er. Mér var frábærlega
tekið, ég var eins og stjarna meðal
sextugra og sjötugra karla sem all-
ir vildu láta taka af sér mynd með
mér,“ segir Hörður og hlær við.
Hann kveðst hafa heyrt og séð
ýmislegt fróðlegt í heimsókn sinni.
„Rauði þráðurinn á ráðstefnunni
var heilsa karlmanna og heilsuefl-
ing. Það var til að mynda lögð
áhersla á sjálfsvíg karlmanna,
margir eldri menn eru týndir og
allt of margir fremja sjálfsvíg.“
Fleiri skúrar í farvatninu
Auk þess er ýmislegt í fram-
kvæmd og umsýslu sem hann telur
sig geta lært af frumkvöðlunum.
„Við ætlum að stofna samtök um
reksturinn hér. Það er ætlunin að
Rauði krossinn sleppi takinu og
hér verði til sjálfstæð samtök í
framtíðinni. Starfið er líka að
víkka út. Það eru þreifingar um
fleiri skúra. Ég býst við að tveir
nýir verði opnaðir öðrum hvorum
megin við áramótin. Undirbún-
ingur er til dæmis langt kominn í
Mosfellsbæ.“
Hörður segir að starfið blómstri
í fyrsta skúrnum sem opnaður var,
í Hafnarfirði. Þar mæti reglulega
hátt í fimmtíu karlar og jafnt og
þétt fjölgi í hópnum. „Þeir eru
komnir með rosalegt verkstæði og
hafa haldið rennismíðanámskeið.
Þeir eru líka með framköllunar-
herbergi og hafa smíðað leikföng
fyrir leikskólann Norðurberg sem
er í nágrenninu. Svo voru þeir með
nema frá HÍ í sex vikur í starfs-
tengdu diplómanámi fyrir fólk með
þroskahömlun. Karlarnir borga
þrjú þúsund krónur á mánuði og
féð er nýtt til að kaupa inn á kaffi-
stofuna, halda þorrablót og sviða-
veislu og sitthvað fleira,“ segir
Hörður. Hann segir jafnframt að
starfið gangi vel í Breiðholti og á
Patreksfirði en sé skemmra á veg
komið. Formlega er opið á þriðju-
dögum og fimmtudögum frá klukk-
an 10-12 og þá getur hver sem er
mætt, fengið sér kaffibolla og
kynnt sér starfið.
Heimsótti karla í skúrum í Ástralíu
Verkefnið Karlar í skúrum nýtur
vaxandi vinsælda hér á landi Ástr-
alskir frumkvöðlar mjög áhugasamir
Morgunblaðið/Eggert
Karlar í skúrum Hluti hópsins sem hittist reglulega í Hafnarfirði. Hátt í fimmtíu manns eru í hópnum.
Í Ástralíu Barry Sheridan, framkvæmdastjóri Irish Men’s Shed Association,
David Helmers, yfirmaður hjá Australian Men’s Shed Association, og Hörð-
ur Sturluson, verkefnastjóri Karla í skúrum hjá Rauða krossinum.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Stefnt er að því að koma upp aðstöðu
til móttöku ferðafólks í gamla
rektorsbústaðnum í Skálholti. Þá
flyst starfsfólk sem verið hefur í fork-
irkju Skálholtsdómskirkju þangað,
sem og innheimta bílastæðagjalda og
sala minjagripa.
Kristján Björnsson, vígslubiskup í
Skálholti, segir að bílastæðagjöld hafi
verið innheimt í tvö ár. Þau hafi verið
hugsuð sem þjónustugjöld og fólk
þyrfti ekki að greiða sérstaklega fyrir
notkun á salernum og aðgang að
minjasýningu í kjallara kirkjunnar. Á
þessu hafi nú verið skerpt með lag-
færingum á skiltum. Gjaldið hafi verið
þróað og farið að veita hópafslætti.
Gjaldið er nú 500 krónur fyrir hvern
einstakling en 750 kr. alls ef fleiri en
einn eru í fólksbíl. 1.500 til 3.000 eru
innheimtar fyrir hverja rútu.
Gildir þetta um ferðafólk en fólk
sem er að koma í kirkjuna til helgi-
halds, bæna eða athafna er undan-
þegið.
Sumarstarfsfólk hefur haft aðstöðu
í forkirkjunni. Kristján segir stefnt að
því að það og innheimtan flytjist í
móttöku í gamla rektorsbúsbústaðinn
sem er við kirkjuhlaðið. Segir hann að
búið sé að teikna breytingar á húsinu
þar sem gert sé ráð fyrir inngangi að
austanverðu, gegnt kirkjunni. Kostn-
aður hleypur á tugum milljóna. Von-
ast vígslubiskup til þess að hægt verði
að ráðast í lagfæringar á aðgengi og
stétt á næsta ári, sem og stofu til að
hægt verði að taka á móti fólki og
selja kaffi. Tekur Kristján þó fram að
framkvæmdir ráðist af forgangsröð-
un og fjárhag þjóðkirkjunnar. Þá hef-
ur verið sótt um styrk til að gera
göngustíg í Skálholti.
262 þúsund gestir
Skálholt er vinsæll viðkomustaður
ferðafólks og hefur stöðugt fleira fólk
komið þangað. Á árinu 2018 komu 262
þúsund manns; erlendir ferðamenn
og Íslendingar. Telur Kristján hugs-
anlegt að heldur færri hafi komið í
sumar þar sem færri rútur hafi þar
viðkomu í ferð um Gullna hringinn
vegna bílastæðagjaldsins.
Skálholt fékk um þrjár milljónir í
tekjur af gjaldinu í sumar og segir
Kristján að það fari til að greiða
kostnað við ráðningar á sumarstarfs-
fólki, þrif og aðra þjónustu sem nauð-
synleg sé vegna ferðafólksins. Það
dugi því miður ekki til að ráða fólk í
starf allt árið.
Móttakan flyst í rektorsbústaðinn
Stefnt að fram-
kvæmdum í Skálholti
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skálholt Rektorsbústaðurinn er skammt frá Skálholtsdómskirkju.