Morgunblaðið - 28.10.2019, Page 12
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Töluverð umræða skapaðist í liðinni
viku um nýtt frumvarp ferðamála-,
iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um
breytingar á samkeppnislögum.
Skiptar skoðanir eru um inntak og
markmið frumvarpsins og þykir
sumum að ganga ætti lengra á með-
an öðrum þykir frumvarpið marka
stefnu í ranga átt.
Davíð Þorláks-
son, lögfræðingur
og forstöðumaður
samkeppnishæfn-
isviðs Samtaka
atvinnulífsins,
hefur kynnt sér
efni frumvarpsins
vel og segi hann
það framför að
einfalda sam-
keppnislögin og færa þau nær því
sem þekkist í nágrannalöndunum.
Davíð bendir á að vandinn við sam-
keppnislöggjöfina, eins og marga
aðra löggjöf sem byggist á tilskip-
unum EES, sé að íslenski löggjafinn
hafi gengið lengra en nauðsynlegt
var og innleitt meira íþyngjandi lög
en fyrirtæki annarra Evrópulanda
þurfa að búa við.
Alltaf gengið aðeins of langt
„Frá því Ísland varð hluti af EES
fyrir aldarfjórðungi hefur það verið
tilhneiging hjá stjórnvöldum, við
innleiðingu Evrópureglna, að gera
það með aðeins flóknari og aðeins
meira íþyngjandi hætti en annars
staðar. Hvert einasta skipti sem það
hefur verið gert hefur það veikt sam-
keppnishæfni íslenskra fyrirtækja
gagnvart sambærilegum fyrirtækj-
um i Evrópu, og eftir 25 ár af þessu
sitjum við uppi með regluverk sem
er töluvert meira íþyngjandi en hjá
öðrum Evrópuríkjum,“ útskýrir
Davíð. „Þetta þýðir að íslensk fyrir-
tæki sitja uppi með meiri kostnað en
ella, eru ekki eins vel í stakk búin til
að skapa ný störf og skapa verðmæti,
greiða há laun og háa skatta. Þetta
þýðir að lífsgæði allra landsmanna
eru lakari en þau væru ella.“
Að mati Davíðs mætti taka til víð-
ar í lagasafninu, einfalda lögin og
færa til betra samræmis við lág-
markskröfur EES. Samkeppnislögin
séu þó kjörinn staður til að byrja.
„Aðrir lagabálkar sem tengjast at-
vinnulífinu fjalla yfirleitt bara um
eina tiltekna atvinnugrein en sam-
keppnislögin hafa aftur á móti áhrif á
allt atvinnulífið eins og það leggur
sig,“ segir hann.
Óánægja úr öllum áttum
Þá hefur heldur ekki skort gagn-
rýni á alla umgjörð samkeppnismála
á Íslandi og stjórnendur jafnt stórra
sem smárra fyrirtækja lýst óánægju
sinni með málaflokkinn. „Þessar um-
kvartanir lúta m.a. að því að illa hef-
ur gengið að fá svör um ýmis vafaat-
riði hjá samkeppnisyfirvöldum og
löng bið eftir úrlausn mála. Stórfyr-
irtæki hafa sætt rannsóknum sem
varað hafa í áraraðir en ekkert kom-
ið út úr, á meðan smáfyrirtæki
kvarta yfir að aðgerðaleysi vegna
meintra samkeppnisbrota valdi því
að þeir sem bera skarðan hlut frá
borði fá ekki úrlausn sinna mála fyrr
en eftir dúk og disk, ef þá nokkurn
tíma,“ segir Davíð og minnir á ný-
lega könnun ráðgjafarnefndar for-
sætisráðherra um opinberar eftir-
litsreglur þar sem kom í ljós að af
öllum eftirlitsstofnunum hins opin-
bera voru fyrirtækin í landinu
óánægðust með Samkeppniseftirlit-
ið.
„Jafnframt hefur ráðgjafarfyrir-
tækið McKinsey bent á að vissar vís-
bendingar séu um óskilvirkni í ís-
lensku atvinnulífi, s.s. að mun fleiri
fermetrum sé varið undir smásölu-
verslun en í sambærilegum löndum,
og gæti verið til marks um háa
þröskulda sem hamla eðlilegri hag-
ræðingu og samrunum.“
Þurfa leiðbeinandi tilmæli
Vonast Davíð til að nýja frumvarp-
ið verði til þess að þetta skáni og tel-
ur að margar af þeim breytingum
sem þar eru lagðar til ættu að létta
störf Samkeppniseftirlitsins. Hann
telur þó hægt að gera enn betur og
nefnir, sem dæmi, kosti þess að
leggja þá skyldu á Samkeppniseft-
irlitið að gefa út leiðbeinandi tilmæli.
„Þess háttar ákvæði gilda um starf-
semi Fjármálaeftirlitsins og hjálpar
fyrirtækjum að skilja betur hvernig
á að túlka ákvæði laganna,“ útskýrir
Davíð og bendir á hversu snúið það
getur verið fyrir atvinnulífið að vita
fyrir víst hvernig stjórnvöld munu
túlka lögin. „Það gerir eftirlitsum-
hverfi samkeppnislaga flóknara en
ella að bæði kemur til laglegrar og
hagfræðilegrar túlkunar. Á það bæði
við um lögfræði og hagfræði að skil-
greiningar og túlkanir geta verið á
reiki og þeim mun erfiðara að átta
sig á því fyrirfram hvernig lögunum
verður beitt. Hingað til, þegar fyrir-
tæki hafa sent Samkeppniseftirlitinu
beiðni um einhvers konar leiðsögn
hefur þeim oft ekki verið svarað og
það þrátt fyrir ákvæði stjórnsýslu-
laga um leiðbeiningarskyldu stofn-
ana í málum sem þessum.“
Einnig þykir Davíð vert að skoða
eftirlitsumhverfið í heild sinni og at-
huga hvort það gæti borgað sig að
sameina stofnanir. „Fyrir nokkrum
árum kom til skoðunar að sameina
Samkeppniseftirlitið og Póst- og
fjarskiptastofnun og mætti jafnvel
bæta við raforkueftirliti Orkustofn-
unar. Að færa eftirlitsumhverfi at-
vinnulífsins á færri staði ætti bæði að
einfalda samskipti atvinnulífsins við
eftirlitsaðila og um leið vera hag-
kvæmari eining fyrir ríkið að reka.“
Loks segir Davíð að halda megi
áfram að einfalda reglugerðir, og
nálgast kröfur EES með annars kon-
ar hugarfari: „Við innleiðingu reglna
ættu stjórnvöld alltaf að reyna að
fara einföldustu leiðina og nýta allar
þær undanþáguheimildir sem EES
leyfir nema einhver alveg sérstök og
sterk rök mæli með öðru.“
Reglurnar of íþyngjandi
AFP
Verðmæti Kona að störfum í franskri skóverksmiðju. Davíð segir íslensk stjórnvöld oft hafa innleitt EES-reglur
með of íþyngjandi hætti og fyrir vikið skert samkeppnishæfni Íslands gagnvart öðrum löndum Evrópu.
Einfalda þarf ýmsa lagabálka til að auka samkeppnishæfni Í tilviki sam-
keppnismála vantar ákvæði um skyldu stjórnvalda til að veita leiðbeinandi tilmæli
Davíð
Þorláksson
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2019
ER BROTIÐ Á ÞÉR?
Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan
skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur.
Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst.
Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin
ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn.
HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT.
botarettur.is
28. október 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 124.13 124.73 124.43
Sterlingspund 159.33 160.11 159.72
Kanadadalur 95.0 95.56 95.28
Dönsk króna 18.459 18.567 18.513
Norsk króna 13.548 13.628 13.588
Sænsk króna 12.844 12.92 12.882
Svissn. franki 125.17 125.87 125.52
Japanskt jen 1.1421 1.1487 1.1454
SDR 170.72 171.74 171.23
Evra 137.91 138.69 138.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.4134
Hrávöruverð
Gull 1504.65 ($/únsa)
Ál 1713.0 ($/tonn) LME
Hráolía 61.5 ($/fatið) Brent
Franski lúxus-
vörurisinn LVMH
hefur stofnað til
yfirtökuviðræðna
við bandarísku
skartgripaversl-
anakeðjuna Tiff-
any & Co. Bloom-
berg greindi fyrst
frá þessu.
LVMH er
stærsta lúxus-
vörufyrirtæki heims m.v. heildar-
sölutekjur, og á fyrirtæki á borð við
tískuveldin Christian Dior og Louis
Vuitton, úraframeiðandann Tag Heu-
er og töskufyrirtækið Rimowa, að
ógleymdum áfengisframleiðendum
eins og Dom Pérignon og Hennessy.
Tiffany & Co var fyrst skráð á
hlutabréfamarkað árið 1987 og er
markaðsvirði fyrirtækisins í dag um
11,9 milljarðar dala. Gangi yfirtakan
eftir yrði um að ræða ein allra
stærstu fyrirtækjakaup LVMH frá
upphafi. Að sögn FT myndu kaupin
styrkja stöðu LVMH á Bandaríkja-
markaði og gefa fyrirtækinu aukið
vægi í skartgripaheiminum. LVMH
bætti síðast skartgripafyrirtæki við
eignasafn sitt árið 2011 með kaupum
á Bulgari.
Tiffany & Co er í hópi elstu, þekkt-
ustu og stærstu skartgripafyrirtækja
heims. Aðalverslun fyrirtækisins á
Fimmta breiðstræti New York-
borgar er eitt af kennileitum tísku-
heimsins. Hjá félaginu starfa í dag
um 14.000 manns en Tiffany’s er núna
í miðri uppstokkun og hefur tollastríð
Bandaríkjanna og Kína þrengt að
rekstrinum, sem og að ferðamenn á
helstu mörkuðum halda fastar um
pyngjuna. ai@mbl.is
Bernard Arnault,
forstjóri LVMH.
Yfirtökuviðræður
eru á fyrstu stigum
LVMH vill
fá Tiffany