Morgunblaðið - 28.10.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.10.2019, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2019 Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, REYNIR GUÐBJARTSSON, Barmahlíð, Reykhólum, lést 17. október á dvalarheimilinu Barmahlíð, Reykhólum. Jarðsett verður í Staðarhólskirkju laugardaginn 2. nóvember klukkan 13. Helga Björg Sigurðardóttir Úlfar Reynisson Svanborg Einarsdóttir Sigurður Reynisson Þröstur Reynisson Hugrún Reynisdóttir Guðmundur Gunnarsson Bjarki Reynisson Þórunn Þórðardóttir barnabörn og barnabarnabörn ✝ Sigurrós Guð-björg Eyjólfs- dóttir fæddist í Reykjavík 23. ágúst 1922. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Droplaugar- stöðum 15. októ- ber 2019. Foreldrar hennar voru hjón- in Herdís Sigurð- ardóttir, sem fædd var 1897 í Reykjavík, og Eyjólfur Guð- brandsson, fæddur 1892, ætt- aður úr Ólafsvík. Þau eign- uðust þrjár dætur, Málfríði Laufeyju, sem nú er látin, fædda 1918; Sigurrós 1922 og Sigríði 1927. Þær ólust upp á Grímsstaðaholtinu í Vesturbæ Reykjavíkur. Ekki var um mikla skólagöngu að ræða hjá þeim systrum, fremur en hjá mörgu alþýðufólki á þeim árum, en þær þóttu vel gefn- ar, hæfileikaríkar og glæsi- legar stúlkur og lék allt í höndunum á þeim eins og þær áttu kyn til. Sigurrós giftist 12. október 1946 Gunngeiri Péturssyni, f. í Reykjavík 28. janúar 1921, 1981, hennar maður er Stein- ar Óli Bjarkar Jónsson og eiga þau tvö börn; Heiðar Mána Bjarkar og Herdísi Björk. Herdís Gunngeirs- dóttir varð bráðkvödd fyrir réttum 11 árum aðeins 61 árs að aldri og varð öllum harm- dauði sem hana þekktu. Viðar lauk guðfræðaprófi frá Háskóla Íslands. Hann kvæntist 1973 Höllu Guð- mundsdóttur leikkonu, f. 27. febrúar 1951, og bjuggu þau í Reykjavík í nokkur ár en gerðust síðan bændur á Ásum í Gnúpverjahreppi, æsku- heimili hennar. Börn þeirra eru þrjú: 1) Haukur Vatnar, f. 1976. Kona hans er Kristín Gísladóttir; börn þeirra eru Elías Hlynur, Þröstur Almar, Eydís Birta og Alda Sól. 2) Álfheiður, f. 1978. Hennar maður er Jón Hákonarson; börn þeirra eru Karen Sif, Ið- unn Ósk; Baldur Már og Óð- inn Þór. 3) Guðmundur Valur, f. 1983, og á hann tvær dæt- ur; Höllu Bryndísi og Krist- ínu Eddu. Sigurrós bjó ein eftir lát Gunngeirs 1991, fyrst í stað í Álfheimum 68, en síðan á Sléttuvegi 15. Síðustu ár bjó hún á Droplaugarstöðum við Snorrabraut og naut þar frá- bærrar umhyggju. Útför Sigurrósar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag, 28. október 2019, klukkan 13. d. 5. sept. 1991. Hann var lengst af skrifstofustjóri hjá byggingafull- trúa Reykjavík- urborgar og var ákaflega farsæll í því starfi og vildi hvers manns vanda leysa. Þau eignuðust tvö börn: Herdísi, f. 26. september 1947 og Viðar, f. 27. sept- ember 1949. Heimili þeirra hjóna var í áratugi í Steina- gerði 6 í Reykjavík. Herdís lauk prófi frá Verzlunarskóla Íslands. Hún giftist árið 1967 Friðriki Björnssyni f. 1. janúar 1943. Þau bjuggu í Reykjavík, lengst af með eigin atvinnu- rekstur í verslun og ferða- þjónustu og eignuðust þrjú börn: 1) Gunngeir f. 1968, kona hans er Edda Björg Sig- marsdóttir og eiga þau þrjú börn; Elísu Björgu, Aron Andra og Valdísi Ósk. 2) Ás- geir, f. 1973. Hann á fjögur börn; Friðrik Mána, Kristínu Theodóru, Kirsten Helgu og Herdísi Hlín. 3) Sigurrós, f. Tengdamóðir mín, Sigurrós Eyjólfsdóttir, lést að morgni 15. október á Droplaugarstöðum, þar sem hún hafði dvalið á annað ár. Sigurrós var 97 ára gömul er hún kvaddi þennan heim og má segja að hún hafi orðið hvíldinni fegin, hún hefði viljað að kallið hefði komi miklu fyrr, hafði beðið guð almáttugan um lausn á hverju kvöldi er hún gekk til náða, án þess að á hana væri hlustað. Sigurrós hafði alla tíð verið heilsuhraust og eftir að hún missti ástkæran eiginmann sinn, Gunngeir Pétursson, árið 1991, aðeins sjötugan að aldri, fór hún að lesa meira og las gjarnan fram á miðjar nætur og svaf vel út á morgnana. Flesta daga ef ekki alla lagði hún kapal og prjónaði, en hún var mikil prjónakona, þannig að segja má að hún hafi haft nóg fyrir stafni alla daga. Það urðu því mikil um- skipti á hennar högum þegar sjónin fór að daprast mikið í kringum 94 ára aldurinn og ekki nóg með það, það sama skeði með heyrnina. Þetta varð til þess að hún gat hvorki lesið né horft á sjónvarp, eða hlustað á útvarp þennan tíma sem hún dvaldi á Droplaugarstöðum. Hún var bú- in að missa allt sem hefði getað glatt hana á lokakaflanum og var þetta allt saman dapurt fyrir alla viðkomandi. Að leiðarlokum langar mig til þess að þakka tengdamóður minni fyrir öll árin sem við áttum saman. Sérstaklega vil ég þakka fyrir alla hjálp og barnapössun þegar við Herdís vorum önnum kafin í vinnu og í því að koma okkur þaki yfir höfuðið. Blessuð sé minning þín, með ósk um góðar móttökur. Friðrik Björnsson. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Með þessum orðum kveð ég ljúfu og glæsilegu tengdaömmu mína með þakklæti fyrir allar samverustundirnar. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur sendi ég ættingjum og þeim sem næst henni stóðu. Edda Björg Sigmarsdóttir. Amma hefur alltaf verið ein af mínum helstu fyrirmyndum í líf- inu og nú kveð ég hana með söknuði, en þó gleði yfir að hún skuli aftur vera sameinuð afa. Það var alltaf svo gaman að koma til ömmu og afa í Reykja- vík. Við fengum að gera nánast allt sem okkur datt í hug. Amma tók upp barnatímann á Stöð 2 fyrir okkur svo við gætum horft á hann þegar við kæmum í heim- sókn. Hún gaf okkur súkkulaði og annað góðgæti og var svo al- veg hissa á að við höfðum litla matarlyst þegar að það var kom- inn matur. Ég var oft stuttklippt sem barn og það fór í taugarnar á ömmu að allir héldu að ég væri strákur. Þannig að þegar ég var 7 ára í pössun hjá henni fór hún með mig til gullsmiðsins í Glæsibæ og lét setja göt í eyrun á mér – án þess að spyrja mömmu og pabba. Amma kunni líka vel að meta góða tónlist og hjá henni lærði ég að meta, með- al annarra, Dean Martin og And- rews-systur. Amma eldaði svo góðan mat og þegar ég var í Kvennó fór ég oft til hennar að borða og við áttum notalegar stundir saman við eldhúsborðið. Eftir útskrift úr Kvennó bjó ég hjá ömmu og var að vinna hjá Símanum. Þar kynntist ég Jóni og ömmu fannst hann kurteis, vel upp alinn, myndarlegur og góður að hún sagði að ég skyldi ekki sleppa honum, að þessum unga manni ætti ég að giftast. Sem ég gerði því að maður gerði alltaf það sem amma sagði. Síðar heimsóttum vð hana með krakk- ana og alltaf átti hún sælgæti í skúffu handa þeim og heitt á könnunni handa Jóni. Hún hafði ánægju af því að fá myndir af krökkunum og hengdi uppá- haldsmyndirnar sínar upp á korktöflu. Það voru notalegar stundir hjá okkur ömmu þegar ég heimsótti hana núna undir það síðasta. Ég lakkaði og snyrti á henni negl- urnar, enda man ég ekki eftir ömmu öðruvísi en með bleikt naglalakk, og sagði henni frá fjölskyldunni og búskapnum. Amma sagði mér frá gömlum tímum, stríðsárunum, þegar þau afi kynntust og hann renndi sér fótskriðu þvert yfir dansgólfið til hennar svo enginn næði til henn- ar á undan, útilegum og ferðalög- um. Henni þótti gaman að rifja upp og sagði skemmtilega frá. Nú eru amma og afi loksins sameinuð á ný og ég sé þau fyrir mér að dansa við tónlist stríðs- áranna í gylltum sölum Sumar- landsins. Ég vona að ég verði eins hraust og ungleg og amma þegar ég verð eldri – í gullskóm og með perlufestar, það væri ekki slæmt. Þín ömmustelpa, Álfheiður. Elsku ástkæra amma mín. Þá er hún runnin upp, kveðju- stundin. Þú varst alveg einstök kona og lifðir svo fallegu og friðsælu lífi. Þú varst ein af aðalpersónunum í mínu lífi og minn helsti og besti stuðningsmaður og klappstýra. Í þínum augum gat ég ekki feil- spor stigið. Þú varst mér svo góð. Ömmur eru víst alls konar en þú amma varst blanda af öllu því besta og svo vel gerð á allan hátt. Þú varst góðhjartaða amman með hlýja faðminn og prjónana við höndina. Þú varst amman í eldhúsinu sem vildi alla munna og maga fylla og það var fátt sem gladdi þig meira en fólk sem tók vel til matar síns. Þú varst líka skvísa, með bleikar neglur og bleikan varalit, iðulega nýkomin úr hárlagningu. Þannig mun ég minnast þín. Þið afi voruð mitt fólk og ég bý að svo ótal mörgum yndisleg- um æskuminningum úr ömmu- og afakoti í Álfheimunum. Heim- ili ykkar einkenndist af mikilli hlýju og ástúð sem ekki fór fram hjá neinum. Í Álfheimunum skiptu börn máli og maður fann að skoðanir manns höfðu vægi og tekið var eftir og hlúð að öllu því jákvæða sem maður hafði fram að færa. Þú slóst bestu gullhamr- ana og sparaðir aldrei hrósið, al- veg fram á síðasta dag. Það er við því búið að á ævi sem endist hátt í heila öld séu sorginar jafnmargar og sigrarnir og fórst þú ekki varhluta af því, elsku amma mín. Þú kvaddir eig- inmann, systur, bestu vinkonur, frændfólk, vini og kunningja en erfiðastur var viðskilnaðurinn þegar mamma mín, dóttir þín, lést skyndilega fyrir ellefu árum upp á dag. Það var sorg sem aldrei yfirgaf þig og söknuðurinn skein alltaf úr augum þínum, sama hvað þú reyndir að skyggja á hann. Það var aðdáunarvert að fá að fylgjast með rónni sem færðist yfir þig þessa síðustu mánuði, vikur og daga. Það var engu lík- ara en að eftir því sem skilning- arvitunum hrakaði færðist styrk- ur í þinn innri ljóma og að hann skini bjartar en nokkru sinni fyrr. Þú varst svo uppfull af þakklæti, ást, auðmýkt og kær- leika að yfir flæddi. Þér entist svo sannarlega ævin til þess að fullkomna uppáhaldsiðju engl- anna, að telja blessanir sínar. Ein mín mesta blessun í lífinu er að hafa gerst svo lánsöm að fá að eiga þig að. Ég er þakklát fyrir að þú náðir því sem mamma náði aldrei, að hitta börnin mín tvö og fá að sjá hversu mikla gleði þau færðu þér. Ég er þakklát fyrir allt það góða sem þú gafst og ég tek sem veganesti út í lífið. Ég er þakklát fyrir öll samtölin sem við áttum í gegnum árin og síðast en ekki síst er ég þakklát fyrir hjartnæmu kveðjustundina sem við áttum kvöldið áður en þú kvaddir. Hún mun lifa með mér að eilífu. Það eru bara nokkrar vikur síðan þú sagðir við mig orðrétt: „Hafðu engar áhyggjur af mér þegar ég fer. Ég fæ að dingla þarna fyrir ofan ykkur og fylgj- ast með. Þú gefur mér kannski vink öðru hvoru,“ og svo brostir þú þínu allra blíðasta. Ég hef þessi orð þín hugföst nú þegar ég kveð þig að sinni. Vertu bless, elsku vinkona mín, og takk fyrir allt sem þú gafst. Þín nafna, Sigurrós Friðriksdóttir. Meira: mbl.is/andlat Ég fór reglulega í heimsókn til langömmu Sirrýjar eftir að ég flutti í bæinn til að fara í skóla og áttum við margar góðar stundir saman. Við spjölluðum, sungum og borðuðum rommkúlur. Við vorum sammála um að ekkert væri fegurra en vorkvöld í Reykjavík. Hún kenndi mér ým- islegt, eins og að varaliturinn væri aðalatriðið, Mazda væru góðir bílar og brot úr ljóðinu Hótel Jörð sem á ágætlega við núna. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir, sem ferðalag þetta þrá, en þó eru margir, sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða. (Tómas Guðmundsson) Amma Sirrý ítrekaði það fyrir mér, oft og mörgum sinnum, að mér lægi ekkert á og ég ætti bara að njóta ungu áranna! Þeg- ar ég kom til hennar jós hún yfir mig hrósi og ást sem ég mun seint gleyma og ég mun alltaf minnast hennar með hlýju í hjarta og þakklæti fyrir stund- irnar sem við áttum saman. Iðunn Ósk Jónsdóttir. Mig langar í örfáum orðum að minnast góðrar vinkonu minnar, Sigurrósar Eyjólfsdóttur, eða Sirrýjar eins og hún var oftast kölluð. Ég kynntist Sirrý þegar ég var nítján ára gömul, þá nýorðin kærasta dóttursonar hennar. Þó svo að leiðir okkar skildi hélst vinskapur okkar Sirrýjar ævi- langt og fyrir það er ég óend- anlega þakklát. Sirrý hafði einstaklega góða nærveru og það var alltaf svo notalegt að koma til hennar. Hún var með eindæmum gestrisin og elskaði að framreiða kræsingar með kaffinu þegar gesti bar að garði. Það var líka svo gaman að spjalla við Sirrý, hún var fróð og fylgdist vel með því sem var í gangi hverju sinni. Hún hafði bæði gaman af því að rifja upp minningar sínar og heyra hvað væri í gangi hjá mér. Ekki spillti fyrir að hún hafði mikinn húmor og það var stutt í bros og hlátur hjá henni. Mér er minnisstætt hvað mér fannst hún Sirrý vera falleg kona þegar ég hitti hana fyrst. Sú feg- urð dofnaði aldrei og það var með ólíkindum hvað hún hélt sér vel alla tíð, alltaf glæsileg og vel til höfð. Sirrý bjó yfir mikilli jákvæðni og hún náði einhvern veginn allt- af að sjá björtu hliðarnar í lífinu. Sá eiginleiki er ekki öllum gef- inn, en er svo mikilvægur til að geta tekist á við sorgir og harm eins og Sirrý þurfti svo sannar- lega að gera. Undir það síðasta dvaldi Sirrý á Droplaugarstöðum. Hún var bæði farin að missa sjón og heyrn og gat því lítið orðið gert sér til afþreyingar. Þrátt fyrir það náði hún að halda í jákvæðni sína og hlýja framkomu. Hún hafði alltaf orð á því þegar ég kom til hennar hvað starfsfólkið væri notalegt og gott, enda var hún greinilega vel liðin þar eins og annars staðar. Ég á eftir að sakna hennar mikið. Eftirlifandi fjölskyldu Sirrýjar votta ég mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu yndislegrar konu. Valdís Ólafsdóttir. Hvað varð um yður, Austurstrætis- dætur, með æskuléttan svip og granna fætur, sem ungir sveinar buðu í bíó forðum og bekkjarskáldin vöfðu í hlýjum orðum? Þannig orti Tómas, borgar- skáldið. Hún Sirrý var svo sannarlega Reykjavíkurmær. Hún ólst upp vestur á Grímsstaðaholti hjá for- eldrum sínum, fædd 1922 í miðið af þremur systrum. Lífsbaráttan var hörð hjá alþýðufólki, en allar uxu þær úr grasi, hver annarri duglegri og myndarlegri. Þær gerðu það stundum sér til skemmtunar, Sirrý og vinkonur hennar, að spássera um Austur- stræti uppábúnar, bara til að heyra hermennina dást að löngu leggjunum og síða, rauðbrúna hárinu. „Þeir héldu að við skild- um ekki það sem þeir voru að segja, en auðvitað skildum við það,“ sagði hún kankvís. Hún hafði ekki efni á að halda áfram að læra eftir barnaskóla. Henni fannst alltaf sárt að hafa ekki getað það. En ensku lærði hún þegar hún vann á veitingahúsi á stríðsárunum; dönsku af „dönsku blöðunum“. Las allt sem hún náði í. Fór í bíó og tók vel eftir tískufötunum hjá kvikmynda- stjörnunum, fór heim og teiknaði með stallsystrum sínum. Svo var önglað saman fyrir flottu efni, og auralitlar, íslenskar stúlkur í nýjum kjólum stóðu kvikmynda- stjörnunum fullkomlega á sporði í fegurð og glæsileika. Það var eitt kvöldið, sumarið 1946, að þær fóru í Gúttó, stelp- urnar. Flott ball og Sirrý í nýjum kjól með rauðbrúna lokkana gló- andi í kvöldsólinni. Hún vissi al- veg hver hann var, ungi, svart- hærði, sólbrúni maðurinn sem spratt upp og renndi sér fót- skriðu yfir gólfið til hennar. Gunngeir Pétursson hét hann, og þau urðu flottasta parið í bæn- um. Þau sáu ekki sólina hvort fyrir öðru og giftu sig um haustið. Það var erfitt að fá húsnæði, þau fengu inni í Höfðaborginni, sem var neyðarúrræði, jafnvel í hús- næðisleysinu, en Sirrý fyllti allt af blómum og kunni að gera heimilislegt. Hagurinn batnaði og svo fæddust óskabörnin, Her- dís og Viðar. Þau bjuggu öll sín bestu ár í Steinagerði 6. Það hús var eins og félagsheimili fyrir ættingja og vini, og félagsmiðstöð unga fólks- ins, vina barnanna, löngu áður en það orð var fundið upp. Lífsgleði og hispursleysi einkenndi heim- ilisbraginn og þar var gaman að vera. Ég er þakklát fyrir öll árin okkar saman, allt frá fyrstu kynnum, er ég fór að venja kom- ur mínar í Steinagerðið fyrir nærri 50 árum. Þá kynntist ég sterkum persónuleika hennar, krafti og lífsgleði, og þar var lagður grunnur að óbilandi vin- áttu og trausti sem hélst til hinstu stundar okkar saman fyr- ir fáeinum dögum. Já, þannig endar lífsins sólskins- saga. Vort sumar stendur aðeins fáa daga. En kannske á upprisunnar mikla morgni við mætumst öll á nýju götuhorni. Því lífið heldur áfram, Austurstræti, og önnur kynslóð tekur við af hinni, sem forðum daga fór með þys og læti og fagnaði og hló á gangstétt þinni. (Tómas Guðmundsson) Blessuð sé minning Sigurrós- ar Eyjólfsdóttur. Halla Guðmundsdóttir. Sigurrós Eyjólfsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÍSAK J. GUÐMANN, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 29. október klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Líknarsjóð Oddfellowa eða önnur líknarfélög. Auður Þórhallsdóttir Guðlaug Halla Ísaksdóttir Gunnlaugur Frímannsson Kári Í. Guðmann Hrafnhildur Stefánsdóttir Jón Í. Guðmann Arna Þöll Arnfinnsdóttir Anna María Guðmann Adam Traustason barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.