Morgunblaðið - 28.10.2019, Page 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2019
✝ Rósa Harðar-dóttir, skírð
Rósinkransa, fædd-
ist á bænum Skeiði
undir Erninum í
Bolungarvík 19.
febrúar 1942. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Ísafjarðar 17. októ-
ber 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Guðrún
Jóna Jónsdóttir frá
Bolungarvík, f. 1923, d. 2006, og
Hörður Tryggvason frá Varðgjá í
Eyjafirði. Systkini Rósu sam-
mæðra eru: Jón Gunnar Þórisson,
f. 1946, d. 2014. Kristín Margrét
Bjarnadóttir, f. 1960, og Jón
Valdimar Bjarnason, f. 1964.
Rósa giftist 7. maí 1966
Tryggva Þór Guðmundssyni frá
Þaralátursfirði á Hornströndum,
f. 9. febrúar 1940, sjómanni á Ísa-
firði. Þau eignuðust fjögur börn:
1) Heimir, f. 1963, eiginkona hans
er Kristín Guðnadóttir, f. 1963,
frá Eskifirði, börn þeirra eru 1a)
Magnús Þór, f. 1984, sambýlis-
kona hans er Ólafía Sif Magn-
úsdóttir, f. 1986, börn þeirra eru
Ólafsvík. Börn Gunnars og
Hrafnhildar Arnardóttur eru: 3a)
Tryggvi Örn, f. 1989, og 3b)
Magnea, f. 1994. Börn Gunnars
og Úlfhildar eru 3c) Leifur
Steinn, f. 2004, 3d) Dýrleif Lára,
f. 2006, 3e) Vésteinn, f. 2009, 3f)
Daníel Ernir Jóhannsson kjör-
sonur, f. 2010. 4) Dagbjört Þóra
Tryggvadóttir, f. 1976, d. 2010
sambýlismaður hennar var Jó-
hann Árnason, f. 1985, d. 2010,
þau létust í bílslysi í Tyrklandi.
Sonur þeirra er Daníel Ernir Jó-
hannsson, f. 2010.
Rósa og Tryggvi hófu búskap í
kjallaraíbúð við Mánagötu á Ísa-
firði en fluttu svo í nýlegt ein-
býlishús, Krók 4, og bjuggu þar
alla sína hjúskapartíð. Börnin
urðu 4, barnabörnin 11 og lang-
ömmubörnin eru orðin 8. Rósa
var sjómannskona og því mikið
ein með börnin, samt vann hún
úti við ýmis störf, m.a. í Íshús-
félaginu og sem aðstoðarkona
matráðs á hótelinu. Í seinni tíð
gerðist hún stuðningsfulltrúi hjá
félagsþjónustunni. Áhugamál
Rósu voru hannyrðir og garð-
yrkja, einnig hafði hún yndi af að
ferðast. Hún fór iðulega á hand-
verkssýningar og ferðaðist með
kvenfélagskonum sem og fjöl-
skyldunni.
Útför Rósu fór fram í kyrrþey
að hennar ósk 26. október 2019 á
Ísafirði.
Dagbjört Sjöfn, f.
2011, og Heimir
Snær, f. 2017. 1b)
Bjarni Rúnar, f.
1991 eiginkona hans
er Sólveig Helga Há-
konardóttir, f. 1992,
börn þeirra eru Ívar
Tryggvi, f. 2017, og
Katrín María Rósin-
kransa, f. 2019. 1c)
Arna Lind, f. 1995
sambýlismaður
hennar er Salmar Már Salmars-
son, f. 1994, dóttir þeirra er
Díana Sif, f. 2018. 2) Haraldur, f.
1966, sambýliskona hans er Katr-
ín Ingibjörg Steinarsdóttir frá
Þingeyri, f. 1971. Dætur Har-
aldar eru 2a) Iðunn, f. 1990, sonur
hennar er Uni Whitehorn, f. 2016.
2b) Rósa f. 1992, sambýlismaður
hennar er Ágúst Ingi Svavarsson
f. 1982, þau eru búsett í Dan-
mörku, synir þeirra eru Salómon
Annes, f. 2016, og Jóakim Þór, f.
2018. Dætur Katrínar eru Linda
Rún, f. 1994, og Berglind Eva, f.
1982, Rúnarsdætur. 3) Gunnar, f.
1969, eiginkona hans er Úlfhildur
Áslaug Leifsdóttir, f. 1972, frá
Elsku mamma.
Hvernig þakkar maður fyrir
lífsins gjöf? Fyrir uppeldið, leið-
sögnina um lífið, æskuheimilið,
stuðning á erfiðum stundum,
ástina og hlýjuna?
Allt þetta og miklu meira
færðir þú okkur börnum þínum
fjórum, börnum okkar og barna-
börnum.
Eitt fátæklegt takk og erindi
úr ljóði Matthíasar:
Ég man það betur en margt í gær,
þá morgunsólin mig vakti skær
og tvö við stóðum í túni:
Þú bentir mér yfir byggðar hring,
þar brosti við dýrðin allt í kring
og fjörðurinn bláöldum búni.
Gunnar Tryggvason.
Ömmudjús bestur í heimi,
ömmufiskur lostæti, ömmusnúð-
ar gómsætir, ömmuhús notaleg-
ast, ömmugarður fallegastur,
ömmufaðmur mýkstur. Allt var
best hjá ömmu. Þannig birtist
kærleikurinn milli barnanna
minna og Rósu ömmu þeirra í
Króknum á Ísafirði, skilyrðis-
laus ást og umhyggja. Við
skruppum oft vestur til Rósu og
Tryggva með börnin. Þar biðu
okkar uppábúin rúm, Dísu-
draumur í eldhúsinu og út-
breiddur faðmur ömmu og afa.
Á heimili þeirra var alltaf gott
að koma. Rósa var natin við
heimilið og garðurinn hennar
var ævintýraveröld fyrir börnin
með fjölbreyttu blómaskrúði,
burstabæ, gosbrunni með tjörn
og litlum álfum sem kíktu undan
steinum, svo var fjaran í túnfæt-
inum. Amma Rósa elskaði að
taka á móti fólkinu sínu sem og
öðrum gestum, alltaf var gest-
kvæmt hjá henni. Hún var svo
glaðlynd kona og naut þess að
hitta fólk og fylgjast með því
sem var á döfinni hverju sinni.
Hún nýtti sér samfélagsmiðla,
sem var harla óvanalegt fyrir
konu hennar kynslóðar. Með
þeim hætti fékk hún fréttir af
öllum börnunum daglega, á milli
þess sem hún prjónaði eitthvað
fallegt á þau. Rósa var mjög
greind kona og á sinni lífsins
vegferð tileinkaði hún sér margt
og lærði svo lengi sem hún lifði.
Ekki var hún langskólagengin
en ég velti því stundum fyrir
mér hvað hún hefði tekið sér
fyrir hendur ef henni hefðu boð-
ist fleiri tækifæri í lífinu. Rósa
var hispurslaus kona og lá ekki
á skoðunum sínum. Það varð til
þess að hún átti mikilvægt inn-
legg í uppeldi barnabarnanna
sinna með því að leiðbeina þeim
og hæla. Hún gaf sér tíma með
þeim, kenndi þeim að prjóna og
sauma út og spila á spil. Þau
treystu ömmu sinni og litu upp
til hennar. Það var eins með
blómin og barnabörnin, það
dafnaði allt vel sem að Rósa
sinnti. Það varð til þess að hún
gat kvatt sátt lífdaga.
Í æsku bjuggu Rósa og Guð-
rún móðir hennar á heimili
ömmu hennar og afa á Skeiði í
Bolungarvík. Það var lítið kot
undir Erninum og áttu þau eina
geit. Fjögurra ára smitaðist hún
af berklum af afa sínum og
dvaldi í eitt ár á Sjúkrahúsinu á
Ísafirði. Dvölin þar hefur án efa
mótað persónuleika hennar og
skapað þann mikla viljastyrk og
ákveðni sem Rósa bjó yfir. Hún
mundi eftir sér bundinni í kot í
rimlarúminu á sjúkrahúsinu. Jón
afi hennar lést af berklunum og
við það leystist heimilið upp.
Rósa fylgdi móður sinni sem
vinnukonu til Flateyrar þar sem
þær bjuggu á heimili Ragnars
forstjóra frystihússins og Mar-
grétar eiginkonu hans. Þar leið
Rósu mjög vel og ílengdist hún
hjá þeim og hóf skólagöngu sína
á Flateyri. Þegar móðir hennar
stofnaði heimili með Bjarna
Jónssyni í Bolungarvík flutti
Rósa til þeirra. Þegar hún hafði
aldur til vann hún fyrir sér sem
verkakona bæði í sveit í Húna-
vatnssýslum og í fiski m.a í Vest-
mannaeyjum.
Rósa elskaði að ferðast og
mikið var það gott að við áttum
saman dýrmætar stundir síðasta
árið. Fórum saman til Spánar
síðastliðið haust, áttum yndis-
lega fjölskylduhelgi á Kirkjuhóli
í vor og svo var allt fólkið þitt
samankomið á góðri stundu í
ágúst síðastliðnum í sumarhúsi á
Suðurlandinu.
Ég lærði margt af tengda-
móður minni þau 18 ár sem hún
var í lífi mínu og vonandi hún af
mér. Það var kært á milli okkar
og fjölskyldan var okkur mik-
ilvægust. Með Rósu er gengin
kona sem hafði djúpstæð áhrif á
sína nánustu og missir barna-
barnanna er mikill. Þau munu
varðveita minningu ömmu sinn-
ar. Rósa reyndi að búa fjölskyld-
una undir andlát sitt með þess-
um orðum: „Öllu er afmörkuð
stund og sérhver hlutur undir
himninum hefir sinn tíma,“ segir
í hinni helgu bók.
Úlfhildur Áslaug Leifsdóttir.
Ég stend í ævarandi þakk-
arskuld við ömmu. Hún gaf mér
svo margt; öryggi, skjól og visku
ásamt því að veita mér fastan
punkt þegar ég þarfnaðist þess
mest.
Amma Rósa var æðisleg
kona, með bein í nefinu. Hún
var ákveðin, þrjósk, hjartahlý og
æðislegur vinur. Sem barn var
ég alltaf hjá ömmu og afa á
sumrin og elskaði fríðindi sem
ég fékk hjá þeim, það mátti
borða morgunmat í sjónvarps-
herberginu, drekka ömmudjús
út í eitt, sprauta gervirjóma
beint úr sprautunni upp í sig
(það mátti kannski ekki, en
amma sagði allavega ekki neitt í
þau skipti sem hún greip mig).
Hún leyfði mér að tjalda í garð-
inum, við fengum að leika okkur
á prammanum og hún gaf mér
fullt af ógleymanlegum minning-
um sem mér þykir vænt um.
Árið 2008 flutti ég til ömmu
og afa á Ísafjörð frá Danmörku.
Þá fékk ég að kynnast ömmu
enn betur, þvílík forréttindi. Við
amma urðum rosalega góðar
vinkonur og á ég henni mjög
margt að þakka.
Þau sem þekkja okkur báðar
vita vel að við erum rosalega lík-
ar í skapi og brussugangi. Við
skildum hvor aðra vel, gátum
rifist, hlegið og grátið saman.
Við áttum margar kvöldstundir
þar sem við sátum við eldhús-
borðið í króknum og spjölluðum
langt fram eftir.
Amma Rósa kenndi mér rosa-
lega margt. Hún kenndi mér að
prjóna, elda, vinna, baka og
margt fleira. Hún ætlaðist til
þess að ég myndi standa mig og
hún lét mig alveg heyra það ef
ég uppfyllti ekki væntingarnar.
Þetta gerði það að verkum að ég
er sú sem ég er í dag. Það er
ekkert í boði að sitja og gera
ekkert. Maður uppsker það sem
maður sáir.
Við gerðum helling saman,
við ferðuðumst til Danmerkur
og Bandaríkjanna, fórum á gler-
námskeið, skoðuðum sýningar –
þá aðallega handverkssýningar.
Það verður rosalega erfitt að
fylla það tómarúm sem hún skil-
ur eftir.
Elsku amma, eins og þú sagð-
ir alltaf við mig áður en ég fór
eitthvert: „Þú veist að ég á rosa-
lega mikið í þér, Rósa mín.“ Það
áttu svo sannarlega, elsku
amma. Takk fyrir allar þessar
góðu minningar, ég mun varð-
veita þær í hjarta mínu.
Þín,
Rósa litla.
Rósa var fyndin, stríðin, svo-
lítil skellibjalla sem sat ekki á
skoðunum sínum. Hún átti það
til að skamma mig þegar ég var
ekki nógu dugleg að sinna fólk-
inu mínu. Hún gerði það þó yfir-
leitt þannig að maður vissi að
þetta var sagt af mikilli ást og
umhyggju.
Hún var alltaf svo stolt af
fólkinu sínu, sagði manni af nýj-
ustu afrekum þess yfir kaffi og
góðgæti í eldhúsinu í Króknum
en eftir það fórum við oft á
rúntinn. Á rúntinum hlustaði ég
á sögur af mönnum og málefn-
um, við stoppuðum jafnvel til að
kíkja á blóm eða heilsa einhverj-
um sem ég átti að þekkja. Hún
sagði iðulega hverra manna ég
var og bætti svo við að ég væri
alveg eins og pabbi og amma.
Svona eins og amma gerði alltaf.
Því Rósa var alltaf svolítil ská-
amma mín, ég fékk að vera ein
af þeim og það þótti mér svo af-
skaplega vænt um.
Símtölin við Rósu voru alltaf
dásamleg. Ég var spurð spjör-
unum úr og svo var sagt frá því
helsta sem fréttnæmt þótti þá
stundina. Síðasta rúma árið var
svo rædd staðan á ullarfatnaði
Júlíu okkar áður en við kvödd-
umst því Rósa var listaprjónari
sem við nutum góðs af. Ég er
svo þakklát fyrir að þær Júlía
náðu að hittast, Júlía mun sko fá
að kynnast Rósu okkar þegar
fram líða stundir.
Nú ertu, elsku Rósa mín,
komin til Dagbjartar þinnar í
sumarlandið með ömmu, afa og
pabba. Njóttu hvíldarinnar.
Ég mun minnast þín í hvert
sinn sem ég sé falleg blóm,
heyri háværan hlátur, hugsa um
pólitík eða horfi á lygnan sjó –
fyrir utan allt hitt sem þú gafst
mér.
Elsku Rósa mín, hvíldu í friði,
þín er sárt saknað en þú verður
sannarlega hluti af okkur áfram.
Þín
Guðrún Jóna Jónsdóttir.
Rósa
Harðardóttir
✝ Randver Vík-ingur Rafnsson
fæddist á Akureyri
10. júní 1955. Hann
lést á Sjúkrahúsinu
á Akureyri 12.
október 2019.
Foreldrar hans
voru Rafn Jónsson,
f. 2. febrúar 1925,
d. 11. ágúst 1991,
og Klara Sigríður
Randversdóttir, f.
4. mars 1932, d. 1. nóvember
2017. Systir hans er Geirlaug
Jóna Rafnsdóttir, f. 5. janúar
1965. Hennar maki er Hörður
Hallgrímsson, f. 4. október 1962,
og búa þau á Akranesi. Börn
þeirra eru: 1) Klara Árný, f.
1991, unnusti hennar er Roger
Sjöström, f. 1988,
þau búa í Finnlandi.
2) Guðni Rafn, f.
1994, 3) Davíð Örn,
f. 2001, þeir búa á
Akranesi.
Randver ólst upp
í Hólum í Eyjafjarð-
arsveit og bjó þar
til ársins 1993 en þá
fluttist hann ásamt
móður sinni til Ak-
ureyrar í Skarðs-
hlíð 15. Hann flutti svo í Ak-
ursíðu 2 vorið 2017 og bjó þar
síðan.
Útför Randvers fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 28. októ-
ber 2019, klukkan 13.30.
Jarðsett verður í Hóla-
kirkjugarði í Eyjafjarðarsveit.
Nú er Randi vinur minn og
frændi farinn í síðustu ferðina
eins og hann orðaði það sjálfur.
Sú ferð verður víst ekki umflúin
og er gömul vísa eftir afa hans,
Jón Siggeirsson bónda á Hólum,
ort fyrir margt löngu, enn í fullu
gildi.
Feigðarstapann flýr ei neinn
föst er skapagjörðin.
Fram af hrapar einn og einn
eftir gapa skörðin.
Margar eru minningarnar
sem leita á hugann því oft var
kátt á hjalla hjá okkur. Hann
varð fyrir því að veikjast á unga-
aldri og varð þroski hans með
öðrum hætti en annars hefði
orðið. Þegar hann óx úr grasi fór
hann að heimsækja okkur og
aðra nágranna sína og fór allra
sinna ferða á reiðhjóli, kom fyrir
að hann kæmi tvisvar suma
daga. Þegar við hittumst var
alltaf heilsast með nokkurri há-
reysti, jafnvel aðeins tekist á, og
alltaf hlegið dátt. Kölluðum við
hvor annan í léttu gríni Hólabola
og Vatnsendabola og svo þegar
vinur okkar á Skáldsstöðum
Skáldsstaðaboli mætti líka þá
fór allt af hjörunum.
Þegar Randi var ungur sá
hann ótrúlega vel, man ég alltaf
að hann þekkti bíla sveitung-
anna í myrkri í margra kíló-
metra fjarlægð á ljósunum. Sá
ég þá bara ljós og taldi mig þó
sjá vel.
Aldrei tók Randver bílpróf,
hefði hann þó ekki orðið lakari
ökumaður en margur annar.
Laginn þótti hann í heyskapnum
því þar vann hann á traktorum
við að snúa og raka og var fljót-
ur að heyra ef eitthvað var öðru-
vísi en átti ekki að vera.
Á Hólum vann Randi að bú-
verkum með foreldrum sínum og
föðurbróður, en nokkru eftir að
Rafn faðir hans lést flutti hann
til Akureyrar með Klöru móður
sinni og bjuggu þau í Skarðshlíð-
inni þar til hún lést fyrir tveimur
árum.
Oft komum við í heimsókn
þangað að spjalla og fengum
alltaf veislukaffi.
Þegar hann varð fertugur var
veisla og þá varð til ein af Hóla-
bolavísunum en þær eru til þó
nokkrar.
Fjörutíu ára er
eitilharður moli.
Góðar stundir gefist þér
gamli Hólaboli.
Randi gat verið ótrúlega orð-
heppinn og sum tilsvörin sitja í
minningunni. Verða þau ekki öll
tíunduð hér, þó langar mig að
koma með dæmi. Þegar það fór
að spyrjast út að von væri á
tengdasyni í Hóla þá var hann
spurður. Svarið kom snöggt eins
og venjulega.
„Það veitti ekki af því að fá
tengdason í moðið.“
Eitt af hans verkum var að
taka moðið frá kúnum og þótti
honum það ekki alltaf skemmti-
legt. Annað dæmi er hún Skjóna
mín, hryssa sem var þeirri ár-
áttu haldin að ef hún slapp úr
girðingu var hún óðara komin út
í Hóla að gera bændum lífið
leitt.
Nú kom sá dagur að Skjóna
var felld, Randi kemur í heim-
sókn og ég segi honum tíðindin.
Svarið var eldsnöggt.
„Oh, ætli helvítis tunnan komi
ekki rúllandi.“
Eftir að Randi flutti til Ak-
ureyrar vann hann á svínabúinu
Hraukbæ eða Hlíð.
Það stytti stundir, honum lík-
aði það vel. Hann var þó hættur
að vinna fyrir nokkrum árum.
Síðast bjó hann í Akursíðunni,
þar sem heimaþjónusta Akur-
eyrarbæjar leit til með honum.
Þegar ég frétti andlátið varð síð-
asta Hólabolavísan til:
Á hugann fellur hrollköld fönn
hopar lífsins gola.
Núna hefur tímans tönn
tekið Hólabola.
Hafðu þökk fyrir góðar stund-
ir.
Elsku Gilla, Hörður, Klara,
Guðni og Davíð, innilegar sam-
úðarkveðjur.
Sveinn og Guðný,
Vatnsenda.
Randver Víkingur
Rafnsson
Elsku eiginmaður minn, pabbi okkar, sonur,
bróðir og tengdasonur,
LÁRUS DAGUR PÁLSSON,
sem lést 19. október, verður jarðsunginn
laugardaginn 2. nóvember klukkan 14 frá
Löngumýrarkapellu.
Anna Sif Ingimarsdóttir
Páll Ísak Lárusson
Ingimar Albert Lárusson
Kolfinna Katla Lárusdóttir
Páll Dagbjartsson Helga Friðbjörnsdóttir
Svanhildur Pálsdóttir
Kolbrún Pálsdóttir
Helga María Pálsdóttir
Ingimar Ingimarsson Kolbrún Ingólfsdóttir
Amma Didda
var orkuríkasta
manneskja sem ég
þekkti. Hvenær
sem ég hitti hana sást aldrei
þreyta á henni. Heimurinn varð
einhvern veginn bjartari þegar
maður kíkti í heimsókn. Hún
vissi líka oftast svarið við
vandamálunum, nema ef þau
Anna Guðrún
Bjarnardóttir
✝ Anna GuðrúnBjarnardóttir
fæddist 14. apríl
1933. Hún lést 29.
september 2019.
Anna Guðrún
var jarðsungin 11.
október 2019.
voru tæknileg. Það
er mér alltaf ríkt í
huga að vera í
sokkum, því ann-
ars varð maður
veikur, allavega að
hennar sögn. Hún
hafði alltaf ein-
hverja sögu að
segja um ætt-
ingjana. Hún var
eins og gangandi
ættarbók. Henni
líkaði ekki alltaf við breytingar
en var aldrei neikvæð gagnvart
þeim. Hún mun ávallt sitja í
hjarta mínu og allrar fjölskyld-
unnar.
Unnar og Baldur.