Morgunblaðið - 28.10.2019, Side 22

Morgunblaðið - 28.10.2019, Side 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2019 50 ára Jac ólst upp á Keflavíkurflugvelli og í Reykjavík og býr í Hafnarfirði. Hann er með BA í alþjóðamark- aðshagfræði frá Tiet- gen Business College í Óðinsvéum og er rekstrarstjóri hjá Reykjavik Sightseeing og rekur fyrirtækið JacNor Consulting. Jac situr í stjórn Danskra markaðs- hagfræðinga og er í SMEI (Sales and Marketing Executive International). Maki: Guðbjörg Jónsdóttir, f. 1973, inn- heimtufulltrúi hjá Medis. Börn: Tvíburarnir Mikael og Gabríel, f. 2002, og Hekla Rós, f. 2008. Móðir: Magnea Grímsdóttir, f. 1944, húsmóðir í Breiðholti. Jac Norðquist Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Smekkur þinn fellur eins og flís við rass fólksins í kringum þig. Viðkvæmni er ekki til í þinni orðabók. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú getur vel verið ánægð/ur með hlutina eins og þeir eru en samt leitað framfara. Tengdafólk þitt kemur þér skemmtilega á óvart. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú finnur til æ ríkari löngunar til þess að víkka sjóndeildarhringinn gegnum ferðalög og meiri menntun. Það kemur alltaf betri tíð með blóm í haga. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ef ágreiningur rís meðal fjöl- skyldumeðlima þarf að komast að mála- miðlun. Gerðu þér dagamun. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Reyndu að koma frá þér eins ná- kvæmum og réttum skilaboðum og þú getur. Deildu heimilisverkum á fleiri hend- ur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er spenna á milli þín og mak- ans. Brjóttu upp gráma hversdagsins og settu lit í daginn, t.d. með því að bjóða í mat eða fara í bíó. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að læra að fara með það vald sem þér er fengið. Kannski verður þú fyrir vonbrigðum með framlag annarra, en þú kemst yfir það. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ekki taka samt við öllu sem þér er rétt, og haltu ró þinni. Áhyggjur leysa enga vanda, andaðu djúpt og þá sérðu hlutina í betra ljósi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það hjálpar þér ekki að taka skyndiákvarðanir. Ef þú reynir að vera ást- ríkari fyllist líf þitt af kærleika. 22. des. - 19. janúar SteingeitÆvintýralöngun þín kann að knýja þig til að stefna að hnattreisu. Hvort sem þú þarft að fara ein/n eða með öðr- um skiptir ekki öllu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þetta er frábær dagur fyrir ást- arævintýri og rómantík. Reyndu að klára verkefni dagsins og skelltu þér svo í göngutúr, þar hittir þú kannski spennandi persónu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þið fáið tækifæri til þess að hitta skemmtilegt fólk og skuluð njóta augna- bliksins meðan það gefst. Það að vera já- kvæð/ur fleytir þér langt. Menntaskóla í tónlist og Lista- háskóla Íslands. Trompetinn er því sjaldan langt undan. Eiríkur reglulega í brúðkaupum, jarðarförum og við ýmis önnur til- efni. Hann kennir auk þess við E iríkur Örn Pálsson er fæddur 28. október 1959 í Reykjavík og ólst upp í Álftamýri. Hann gekk í Álfta- mýrarskóla og er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hann hóf sitt tónlistarnám hjá Páli P. Pálssyni og síðar við Tónlistar- skólann í Reykjavík. Hann fór í framhaldsnám til Bandaríkjanna og lauk þaðan BM-prófi við Berklee College of Music í Boston og MFA- prófi frá California Institute of the Arts í Los Angeles. Eiríkur Örn hefur verið fastráð- inn trompetleikari í Sinfóníu- hljómsveit Íslands frá 1996. „Það næsta á döfinni hjá Sinfóníunni er tónleikaferð til Þýskalands og Aust- urríkis sem hefst 11. nóvember. Þar leikum við til skiptis 5. sinfóníu Sibelíusar og 4. sinfóníu Tsjaí- kovskí og einnig ný verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur og Daníel Bjarna- son, en verkið hans Daníels er píanókonsert þar sem Víkingur Heiðar leikur með okkur.“ Eiríkur hefur verið meðlimur Caput hópsins frá upphafi og leikið á fjölmörgum diskum hópsins auk þess að hafa farið í tónleikaferðir með hópnum til fjölmargra landa. „Við spilum reglulega og alltaf verk eftir lifandi tónskáld.“ Eiríkur leik- ur einnig reglulega með Kammer- sveit Reykjavíkur, hefur hljóðritað með sveitinni fjölmarga diska, m.a. trompetkonserta eftir J.F. Fasch og Leopold Mozart og farið í tón- leikaferðir m.a. til Kína, Japans og Rússlands. Trompetleik Eiríks Arnar hefur mátt heyra á leiksýningum Þjóð- leikhússins og Borgarleikhússins og í Íslensku óperunni. Hann lék einnig um tíma með Stórsveit Reykjavíkur og Tamla sveitinni, auk þess sem hann hefur leikið í hljóðverum á fjölmörgum upp- tökum fyrir kvikmyndir, sjónvarp og hljómdiskaútgáfur ýmiskonar. „Mig hefur lengi langað að gefa út disk með íslenskri málmblásara- tónlist.“ Fyrir utan allt sem hefur verið talið upp hér að ofan þá leikur „Þegar ég var yngri þá lék ég á trompetinn næstum daglega, en núna þegar ég er farinn að reskjast þá hef ég tekið mér sumarfrí frá honum. Ég á fallegan húsbíl sem ég hef miklar mætur á og hef ferðast um landið á honum á sumrin frá því 1999 þegar við hjónin eignuðumst hann. Ég tek trompetinn með ef ég er að vinna einhverju verkefni. Auk þess hef ég mikla ánægju af mat- seld.“ Fjölskylda Eiginkona Eiríks er Arnheiður Ingimundardóttir, f. 9.3. 1961, kennari í Grandaskóla. Foreldrar hennar eru hjónin Ingimundur Jónsson, f. 21.9. 1935, kennari, og Arnheiður Eggertsdóttir, f. 17.5. 1937, kennari. Börn Eiríks og Arnheiðar eru 1) Ingi Páll Eiríksson, f. 1.10. 1988, BA í sálfræði og tölvunarfræði og kennir í Grandaskóla; 2) Arnheiður Eiríkur Örn Pálsson trompetleikari – 60 ára Fjölskyldan Ingi Páll, Arnheiður, Heiða, Eiríkur og Haukur Örn á leiðinni á tónleika í Hollywood Bowl. Trompetinn sjaldan langt undan Hátíðarhljómar Eiríkur Örn Pálsson, Hörður Áskelsson og Ásgeir H. Stein- grímsson, en Eiríkur lék í Hallgrímskirkju á gamlársdag í 25 ár. Jón Geirharðsson, fyrrverandi verkamaður, fæddur í Stykkishólmi en býr í Reykjavík, á 75 ára afmæli í dag. Foreldrar hans voru Rakel Helgadóttir, fædd í Skíðsholtum á Mýrum, og Geirharður Jónsson, fæddur á Garðsenda í Eyrarsveit. Árnað heilla 75 ára 40 ára Óðinn ólst upp á Laugarvatni og býr þar. Hann er grafískur hönnuður að mennt frá Listaháskóla Ís- lands og tók meistara- gráðu í upplýsinga- arkitektúr frá Álaborgarháskóla. Hann er sjálfstætt starfandi. Maki: Elísabet Björney Lárusdóttir, f. 1978, umhverfisstjórnunarfræðingur, sjálf- stætt starfandi. Börn: Einar Máni, f. 2008, tvíburarnir Ask- ur og Bjartur, f. 2013, og Saga Sól, f. 2018. Foreldrar: Kjartan Lárusson, f. 1955, íþróttakennari og bóndi, og Auður Waage, f. 1949. Þau eru búsett í Austurey 1 í Laugardal. Óðinn Þór Kjartansson Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.