Morgunblaðið - 28.10.2019, Page 25

Morgunblaðið - 28.10.2019, Page 25
ENGLAND Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Liverpool er áfram með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeild- arinnar í fótbolta eftir helgina þrátt fyrir að Harry Kane hafi komið Tott- enham yfir á Anfield eftir aðeins 47 sekúndur í gær. Liverpool var miklu betri aðilinn það sem eftir lifði leiks og vann að lokum 2:1-sigur. Það virðist alveg sama hverju er kastað í lærisveina Jürgens Klopp, alltaf finna þeir leið til að vinna, svo lengi sem þeir eru ekki á Old Trafford. Eftir markið hjá Kane virtist að- eins tímaspursmál hvenær Liver- pool myndi skora, en mörkin stóðu á sér fram í seinni hálfleik þar sem Paolo Gazzaniga í marki Tottenham var í stuði. Liverpool missti hins veg- ar aldrei trúna, sérstaklega eftir að Jordan Henderson jafnaði metin á 52. mínútu. Mo Salah sá svo um að tryggja Liverpool þrjú stig með marki á vítapunktinum stund- arfjórðungi fyrir leikslok. Salah er búinn að skora sex mörk í sjö leikj- um gegn Tottenham og er það vænt- anlega hans uppáhaldsandstæð- ingur. Liverpool leikur gegn Aston Villa um næstu helgi og svo er það slagur gegn Manchester City á An- field. City vann þægilegan 3:0-sigur á Aston Villa á heimavelli á laugardag og hefur liðið svarað tapinu fyrir Wolves með þremur sigrum í röð, tíu mörkum skoruðum og aðeins einu fengnu á sig. Næstu tveir leikir City eru á heimavelli móti Southampton í deildabikarnum og deildinni. South- ampton tapaði 9:0 fyrir Leicester í síðasta leik. Guð hjálpi Southamp- ton. Vantar stöðuleika í VAR Manchester United vann kær- kominn 3:1-sigur á móti Norwich á útivelli. Hefði United tapað, væri lið- ið komið niður í fallbaráttu. Þess í stað er rauða Manchester-liðið í sjö- unda sæti, sem segir allt sem segja þarf um deildina. Leikurinn var furðulegur þar sem United fékk tvær vítaspyrnur en klikkaði á þeim báðum. Það var hins vegar allt í góðu, þar sem bæði Marcus Ras- hford og Anthony Martial skoruðu eftir að þeir létu Tim Krul í marki Norwich verja frá sér af punktinum. Daniel James fékk fyrri vítaspyrn- una er hann fór niður innan teigs eft- ir viðskipti við Ben Godfrey. Varn- armaðurinn virtist gera lítið af sér og James hlaupa á hann. Dómarinn dæmdi ekkert en myndbandsdóm- arar voru á öðru máli og United fékk víti. Það vantar allan stöðuleika í VAR, þar sem fjölmörg grófari atvik hafa átt sér stað í vítateigum og VAR ákveðið að ekki hafi verið um vítaspyrnur að ræða. Eini stöðuleikinn hjá Arsenal er óstöðuleikinn. Liðið komst í 2:0 for- ystu gegn Crystal Palace á heima- velli í gær eftir aðeins níu mínútur. Þá virtust leikmenn halda að verkið væri unnið, en svo var aldeilis ekki. Lærisveinar Roy Hodgson eru búnir að vera virkilega sterkir á leiktíðinni og þeir sýndu klærnar aftur og jöfn- uðu í 2:2. Það voru sennilega fáir sem veðjuðu á að Sokratis og David Luiz yrðu markaskorarar Arsenal og að mörkin kæmu eftir horn- spyrnur, en sú varð raunin. Eflaust voru fleiri sem veðjuðu á að Luka Milivojevic, besta vítaskytta deild- arinnar, myndi skora á punktinum er Calum Chambers tók Wilfried Zaha niður innan teigs eftir rúmlega hálftíma leik. Serbinn gerði það að sjálfsögðu. Jordan Ayew jafnaði svo skömmu eftir leikhlé og þar við sat. Sokratis kom reyndar boltanum í netið rétt fyrir leikslok en markið var dæmt af eftir að VAR taldi Ars- enal-menn brotlega í aðdraganda marksins. Dómurinn var ótrúlega harður og eru stuðningsmenn Ars- enal skiljanlega orðnir verulega pirraðir á VAR, sem hefur farið illa með liðið í síðustu leikjum. Gylfi í fallbaráttu Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eru dottnir niður í fallbar- áttu. Everton tapaði á útivelli fyrir Brighton, 3:2, þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Everton er að- eins tveimur stigum fyrir ofan Southampton sem er í síðasta fall- sætinu. Gylfi byrjaði á bekknum annan leikinn í röð en lék síðasta klukkutímann vegna meiðsla Bern- ard. Eins og oft áður á tímabilinu náði Gylfi sér hins vegar ekki sér- staklega á strik, frekar en Everton- liðið. Hin fullkomna þrenna Það leikur hins vegar allt í lyndi hjá Frank Lampard og Chelsea. Lið- ið hefur nú unnið sjö leiki í röð í öll- um keppnum. Til þessa hafa ungir og uppaldir leikmenn liðsins verið í aðalhlutverki, þar sem Chelsea er í félagsskiptabanni. Í 4:2-sigri á Burnley á útivelli var það hins vegar aðkeyptur ungur leikmaður sem stal senunni. Chelsea keypti Christian Pulisic frá Dortmund fyrir tímabilið og skoraði Bandaríkjamaðurinn hina fullkomnu þrennu. Eitt með vinstri, annað með hægri og það þriðja með skalla. Margir óttuðust að Lampard væri ekki tilbúinn fyrir stóru strák- ana í úrvalsdeildinni eftir aðeins eitt tímabil sem stjóri Derby í B- deildinni. Lampard lætur stjóra- starfið líta út fyrir að vera auðvelt. Lífið er allt annað en auðvelt hjá Watford sem hefur ekki unnið í úr- valsdeildinni síðan í apríl. Síðan hef- ur liðið leikið 14 leiki í röð án sigurs. Lífið er þó örlítið betra eftir að Qui- que Flores tók við, þar sem Watford er allavega að fá eitt og eitt stig. Jafnteflið við Bournemouth á laug- ardag var það þriðja í röð. Vinna þótt andstæðing- urinn fái mark í forgjöf  Liverpool áfram með sex stiga forskot  VAR óstöðugt og furðulegt AFP Sex Jordan Henderson og Mo Salah sáu til þess að Liverpool er enn með sex stiga forskot á toppnum. ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2019 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt England Brighton – Everton ................................. 3:2  Gylfi Þór Sigurðsson lék síðasta klukku- tímann með Everton. Burnley – Chelsea ................................... 2:4  Jóhann Berg Guðmundsson hjá Burnley er frá keppni vegna meiðsla. Manchester City – Aston Villa ................ 3:0 Watford – Bournemouth ......................... 0:0 West Ham – Sheffield United ................. 1:1 Newcastle – Wolves ................................. 1:1 Arsenal – Crystal Palace ......................... 2:2 Liverpool – Tottenham ............................ 2:1 Norwich – Manchester United................ 1:3 Staðan: Liverpool 10 9 1 0 23:8 28 Manch.City 10 7 1 2 32:9 22 Leicester 10 6 2 2 25:8 20 Chelsea 10 6 2 2 23:16 20 Arsenal 10 4 4 2 15:14 16 Crystal Palace 10 4 3 3 10:12 15 Manch.Utd 10 3 4 3 13:10 13 Sheffield Utd 10 3 4 3 9:8 13 Bournemouth 10 3 4 3 13:13 13 West Ham 10 3 4 3 12:14 13 Tottenham 10 3 3 4 16:15 12 Wolves 10 2 6 2 13:13 12 Burnley 10 3 3 4 14:15 12 Brighton 10 3 3 4 12:14 12 Aston Villa 10 3 2 5 15:16 11 Everton 10 3 1 6 10:16 10 Newcastle 10 2 3 5 6:15 9 Southampton 10 2 2 6 9:25 8 Norwich 10 2 1 7 11:24 7 Watford 10 0 5 5 5:21 5 B-deild: Millwall – Stoke ....................................... 2:0  Jón Daði Böðvarsson lék síðustu 20 mín- úturnar með Millwall. A-deild kvenna: Manchester United – Reading ............... 2:0  Rakel Hönnudóttir lék síðustu 12 mín- úturnar með Reading. Þýskaland Wolfsburg – Augsburg ........................... 0:0  Alfreð Finnbogason lék fyrstu 77 mín- úturnar með Augsburg. Wolfsburg – Essen................................... 5:1  Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leik- inn og skoraði eitt mark fyrir Wolfsburg. Rússland Rostov – Sochi.......................................... 2:0  Ragnar Sigurðsson lék ekki með Rostov vegna meiðsla, Björn Bergmann Sigurðar- son var ónotaður varamaður. CSKA Moskva – Dinamo Moskva .......... 0:1  Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn með CSKA, Arnór Sigurðsson lék síðustu 31 mínútuna. Krasnodar – Orenburg ........................... 1:1  Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með Krasnodar. Grikkland Panathinaikos – Larissa ......................... 1:2  Ögmundur Kristinsson lék allan leikinn í marki Larissa. Volos – PAOK .......................................... 0:2  Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK. KNATTSPYRNA Lokaumferðin í færeysku úrvalsdeild karla í knatt- spyrnu fór fram um helgina en þar stendur lands- keppnin nokkuð lengur en hérlendis. Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í NSÍ unnu 3:1- sigur á ÍF Fuglafirði. NSÍ hafnar því í þriðja sæti deild- arinnar með 57 stig og fer í undankeppni Evrópudeild- arinnar á næstu leiktíð. Heimir Guðjónsson stýrði HB í síðasta skipti, í bili að minnsta kosti. Liðið vann þá 2:1-útisigur á AB. HB endar í fjórða sæti með 51 stig. Brynjar Hlöðversson lék allan leikinn með HB. Heimir hefur þegar gert samning við Val eins og frá hefur verið greint og mun hann stýra Valsmönnum frá og með næsta tímabili. Heimir var tvö keppnistímabil í Færeyjum eftir að hann var óvænt leyst- ur frá störfum hjá FH. Undir hans stjórn varð HB einu sinni færeyskur meistari og einu sinni bikarmeistari. Guðjón var að ljúka sínu fyrsta keppnistímabili í Færeyjum en hann gerði tveggja ára samning við NSÍ sem er frá Runavík. NSÍ og HB í 3. og 4. sæti Guðjón Þórðarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.