Morgunblaðið - 28.10.2019, Qupperneq 26
Í GARÐABÆ
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Stjarnan kastaði frá sér unnum leik
gegn Íslandsmeisturum Vals í úrvals-
deild kvenna í handknattleik, Ol-
ísdeildinni, þegar liðin mættust í TM-
höllinni í Garðabæ í sjöttu umferð
deildarinnar á laugardaginn. Leikn-
um lauk með 24:24-jafntefli en
Garðbæingar leiddu með fjórum
mörkum þegar þrjár mínútur voru til
leiksloka.
Mikið jafnræði var með liðunum í
fyrri hálfleik en Valskonur náðu mest
þriggja marka forskoti. Stjörnustúlk-
ur voru fljótar að svara og þær leiddu
með tveimur mörkum í hálfleik, 12:10.
Garðbæingar byrjuðu seinni hálfleik-
inn af þvílíkum krafti og náðu mest
sex marka forskoti. Valskonur skor-
uðu hins vegar síðustu fjögur mörk
leiksins og jafntefli því niðurstaðan.
Það verður að teljast afar ólíklegt
að Garðbæingar hafa sofið vel und-
anfarnar nætur. Að horfa upp á liðið
kasta frá sér unnum leik á síðustu
þremur mínútum leiksins var ótrúleg
sjón. Leikmenn sem hafa æft hand-
bolta frá blautu barnsbeini virkuðu
allt í einu eins og þeir væru að fá bolt-
ann í hendurnar í fyrsta sinn. Stjarn-
an fékk tvö færi undir restina en
taugaveiklun leikmanna liðsins virtist
leika stórt hlutverk í þeim báðum, svo
víðs fjarri voru skotin.
Valskonur geta þakkað sínum sæla
fyrir stigið og að vera áfram ósigr-
aðar í deildinni. Íslandsmeistararnir
áttu ekkert skilið út úr leiknum og
spilamennska liðsins var hrein hörm-
ung. Valskonur köstuðu boltanum frá
sér trekk í trekk í sókninni og þá var
sóknarleikur liðsins arfaslakur. Þær
fóru í maður-á-mann vörn þegar
þrjár mínútur voru til leiksloka og
þær hefðu betur spilað þá vörn allan
leikinn því þegar upp var staðið skil-
aði það þeim jafnteflinu.
Það eru bara sex umferðir búnar af
mótinu og Garðbæingar geta lært
mikið á þessu tapaða stigi. Annars lít-
ur liðið mjög vel út og Stjörnustúlkur
geta hæglega blandað sér í baráttuna
um Íslandsmeistaratitilinn. Vals-
konur geta huggað sig við það að
þrátt fyrir afleitan leik þá fengu þær
stig á erfiðum útivelli gegn sterku
Stjörnuliði. Það er ákveðið styrk-
leikamerki að spila illa en ná samt
sem áður í úrslit og Valskonur eru
áfram í toppmálum í efsta sæti deild-
arinnar, ósigraðar.
Fram skoraði 42 mörk
Heil umferð var leikin á laugardag
og er Fram í 2. sæti, stigi á eftir Val,
en Fram burstaði HK 42:28 í Kórn-
um. Fyrirliðinn Steinunn Björns-
dóttir átti stórleik fyrir Fram og
skoraði tólf mörk. Landsliðskonan
Sigríður Hauksdóttir og Jóhanna
Margrét Sigurðardóttir gerðu sex
mörk hvor fyrir HK sem er í fimmta
sæti með fimm stig.
KA/Þór er komið upp í fjórða sæti
eftir 20:18-sigur á ÍBV. Martha Her-
mannsdóttir skoraði sex mörk fyrir
KA/Þór og Ásta Björt Júlíusdóttir
sex fyrir ÍBV sem er með þrjú stig.
Haukar unnu sinn annan sigur er
liðið lagði stigalaust lið Aftureldingar,
21:19. Guðrún Erla Bjarnadóttir,
Sara Odden og Þórhildur Braga
Þórðardóttir skoruðu allar fjögur
mörk fyrir Hauka en Roberta Iv-
anauskaite skoraði sjö fyrir Aftureld-
ingu.
Stjarnan fór á
taugum gegn
meisturunum
KA/Þór upp í 4. sæti Steinunn
skoraði 12 mörk í stórsigri Fram
Morgunblaðið/Eggert
Vörn Sólveig Lára Kjærnested stöðvar Lovísu Thompson í Mýrinni.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2019
DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS
Veldu öryggi
SACHS – demparar
ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NOTA ÞAÐ BESTA
HANDBOLTI
Olísdeild kvenna
KA/Þór – ÍBV ....................................... 20:18
Stjarnan – Valur ................................... 24:24
Haukar – Afturelding .......................... 21:19
HK – Fram............................................ 28:42
Staðan:
Valur 6 5 1 0 167:125 11
Fram 6 5 0 1 185:133 10
Stjarnan 6 4 1 1 152:130 9
KA/Þór 6 3 0 3 147:162 6
HK 6 2 1 3 156:172 5
Haukar 6 2 0 4 128:147 4
ÍBV 6 1 1 4 114:140 3
Afturelding 6 0 0 6 102:142 0
Grill 66 deild kvenna
Fjölnir – FH.......................................... 17:26
ÍBV U – Valur U................................... 24:24
HK U – Selfoss ..................................... 23:26
Staðan:
Fram U 6 6 0 0 211:150 12
FH 6 5 0 1 159:134 10
Selfoss 6 5 0 1 145:131 10
ÍR 6 4 0 2 152:138 8
Grótta 6 4 0 2 146:138 8
ÍBV U 6 3 1 2 155:150 7
Fjölnir 6 2 0 4 143:157 4
Stjarnan U 6 2 0 4 146:173 4
HK U 6 2 0 4 144:159 4
Valur U 6 1 1 4 155:161 3
Fylkir 6 1 0 5 114:133 2
Víkingur 6 0 0 6 149:195 0
Danmörk
Ajax – Esbjerg ..................................... 18:26
Rut Jónsdóttir skoraði lék ekki með
Esbjerg.
Svíþjóð
Skuru – Höör........................................ 26:22
Eva Björk Davíðsdóttir skoraði eitt
mark fyrir Skuru.
Frakkland
Nantes – Bourg-de-Péage .................. 30:22
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skor-
aði eitt mark fyrir Bourg-de-Péage.
Undankeppni Ólympíuleikanna
Asíukeppni karla, úrslitaleikur:
Barein – Suður-Kórea......................... 34:29
Aron Kristjánsson þjálfar Barein.
Barein fær sæti Asíu á Ólympíuleikunum
í Tókíó 2020.
Vináttulandsleikir karla
Frakkland – Spánn . 31:31 (5:3 í vítakeppni)
Þýskaland – Króatía............................. 24:23
Danmörk – Noregur........ 29:29 (4:2 í vítak.)
Svartfjallaland – Bosnía ...................... 27:26
Sviss – Tékkland................................... 30:29
Egyptaland – Portúgal ........................ 26:27
Túnis – Úkraína.................................... 29:27
Slóvenía – Serbía .................................. 30:24
Svíþjóð – Ísland.................................... 35:31
Kristján Andrésson þjálfar Svíþjóð.
Austurríki – Holland........................... 26:24
Erlingur Richardsson þjálfar Holland.
Vináttulandsleikur kvenna
Þýskaland – Króatía............................. 32:23
TM-höllin Garðabæ, Olísdeild
kvenna, laugardag, 26. október
2019.
Gangur leiksins: 2:2, 4:4, 5:7, 7:9,
12:10, 14:11, 17:14, 21:16, 22:16,
23:20, 24:24.
Mörk Stjarnan: Þórey Anna Ás-
geirsdóttir 8/3, Rakel Dögg Braga-
dóttir 5, Þórhildur Gunnarsdóttir 5,
Stefanía Theodórsdóttir 3, Karen
Tinna Dermian 1, Hanna Guðrún
Stefánsdóttir 1, Sólveig Lára
Kjærnested 1.
Varin skot: Hildur Einarsdóttir 9/1,
STJARNAN – VALUR 24:24
Klaudia Powaga 2.
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk Valur: Díana Dögg Magn-
úsdóttir 5, Vigdís Birna Þorsteins-
dóttir 4, Sandra Erlingsdóttir 3/3,
Hildur Björnsdóttir 3, Ragnhildur
Edda Þórðardóttir 3, Auður Ester
Gestsdóttir 2, Lovísa Thompson 2,
Elín Rósa Magnúsdóttir 1, Arna Sif
Pálsdóttir 1.
Varin skot: Íris Björk Símonardóttir
13.
Utan vallar: 2 mínútur.
Áhorfendur: 238.
Skautafélag Akureyrar og Reykja-
vík mættust tvívegis á innan við sól-
arhring í Hertz-deild kvenna í íshok-
kíi um helgina og fóru leikirnir fram
í Egilshöllinni í Grafarvogi. Akur-
eyringar höfðu betur í báðum til-
fellum. Síðari leikinn í gær vann SA
6:3 en fyrri leikinn á laugardag vann
SA 7:2. Akureyri er með sex stig eft-
ir fyrstu þrjá leiki tímabilsins en
Reykjavík er með tvö stig.
Katrín Björnsdóttir og Berglind
Leifsdóttir skoruðu sitt markið hvor
fyrir Akureyri í fyrsta leikhluta í
gær en Védís Valdimarsdóttir
minnkaði muninn fyrir Reykjavík í
öðrum leikhluta. Sarah Smiley og
María Eiríksdóttir komu Akureyri
þremur mörkum yfir, 4:1, áður en
Védís Valdimarsdóttir minnkaði aft-
ur muninn í tvö mörk undir lok ann-
ars leikhluta. Sarah Smiley og Berg-
lind Leifsdóttir bættu við tveimur
mörkum til viðbótar í þriðja leik-
hluta fyrir Akureyri áður en Sigrún
Árnadóttir minnkaði muninn undir
lok þriðja leikhluta.
Gunnborg Jóhannsdóttir skoraði
tvívegis fyrir Akureyringar í fyrri
leiknum á laugardag og Teresa
Snorradóttir, Jónína Guðbjarts-
dóttir, Berglind Leifsdóttir, Anna
Ágústsdóttir og Hilma Bergsdóttir
eitt hver. Alda Arnarsdóttir og Sig-
rún Árnadóttir skoruðu fyrir Reyk-
víkinga. sport@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Mark Berglind Leifsdóttir og Hilma Bergsdóttir (11) fagna marki SA.
Fjögur stig á innan
við sólarhring