Morgunblaðið - 28.10.2019, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2019
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
„Þessi mynd er náttúrlega grín-
hrollvekja. Við höfum talað um að
þetta séu béin þrjú; blóð, að bregða
og brandarar,“ segir Steinþór Hróar
Steinþórsson, betur þekktur sem
Steindi Jr. um nýja kvikmynd sína
sem var frumsýnd síðastliðið föstu-
dagskvöld.
Það er kvikmyndin Þorsti sem tók
aðeins 10 daga að taka upp og segir
Steindi að hún sé
ein ódýrasta
kvikmynd sem
framleidd hafi
verið á íslenskri
grundu.
„Myndin er um
hana Huldu sem
er grunuð um að
hafa orðið bróður
sínum að bana.
Jens yfirlögregl-
ustjóri rannsakar
málið og kemst að því að Hulda virð-
ist alltaf einhvern veginn vera á
vettvangi þegar eitthvað vafasamt
gerist. Hún kynnist þarna mörg
þúsund ára gamalli samkynhneigðri
vampíru. Þau fella hugi saman og
þau eru í raun á flótta undan Jens
og eru líka elt á röndum af trúar-
költi,“ segir Steindi um söguþráð
myndarinnar.
Myndin gerist í litlum bæ svip-
uðum Reykjavík. Óöld liggur í loft-
inu, glæpir og hrottaskapur eru
daglegt brauð.
„Móðir Huldu, sem skolar niður
pillum með bláum Smirnoff á
morgnana, trúir einnig að Hulda
hafi drepið bróður sinn. Svo er
Huldu sleppt vegna þess að það eru
ekki nægar sannanir gegn henni og
þá rekst hún á Hjört. Hann hjálpar
henni að vekja upp dauðan bróður
sinn.“
Dánarbeðurinn misskilningur
Leikhópurinn X, sem saman-
stendur af leikurum sem hingað til
hafa einungis komið almenningi fyr-
ir sjónir sem aukaleikarar, fer með
helstu aðalhlutverk Þorsta.
Þar er helst að nefna Hjört Sævar
Steinason en ásamt honum fara
Birgitta Sigursteinsdóttir, Birna
Halldórsdóttir, Ester Sveinbjarnar-
dóttir, Hulda Lind Kristinsdóttir og
Jens Jensson með aðalhlutverk.
Fjöldi landsþekktra og heims-
þekktra leikara fer með aukahlut-
verk, til dæmis Ingvar E. Sigurðs-
son og Halldóra Geirharðsdóttir.
„Þau standa sig alveg rosalega vel
og fara í raun alveg á kostum. Þau
eru mjög sannfærandi í sínum hlut-
verkum,“ segir Steindi sem fram-
leiddi þáttaröð fyrir Stöð tvö þar
sem uppruni hugmyndarinnar að
Þorsta er afhjúpaður. Er helsta
ástæða þess að Steindi og leikhóp-
urinn X réðust í gerð myndarinnar
sú að Steinda langaði að leyfa Hirti
loks að vera í aðalhlutverki þar sem
hann væri dauðvona.
„Hjörtur er ekki raunverulega
dauðvona. Það var algjör misskiln-
ingur. Hann er mjög ferskur og að
sögn læknis held ég að hann sé í
raun í miklu betra formi en ég þann-
ig að hann er bara í toppmálum,“
segir Steindi.
Ferlið sem sýnt er í þáttunum
sýnir fram á að vinnan við kvik-
myndina hafi ekki alltaf verið dans á
rósum.
„Það var rosalega erfitt og krefj-
andi að gera mynd á tíu tökudögum.
Sem betur fer erum við með fagfólk
í hverju horni.
Til dæmis hann Björn Leó sem er
leikhússkáld Borgarleikhússins.
Hann skrifar handritið. Davíð
Berndsen semur tónlistina, hún ger-
ir hrikalega mikið fyrir myndina.
Við erum með Hákon Sverrisson
tökumann og Sigga Bahama ljósa-
mann þannig að við erum með alla
þessa bestu úr bransanum í öllum
stöðum þó að ég geti ekki talið alla
upp,“ segir Steindi sem nefnir líka
sérstaklega framleiðanda Þorsta,
framleiðslufyrirtækið Obbosí sem
hafi meðal annars staðið virkilega
vel að eftirvinnslu myndarinnar.
Hryllingsútgáfa af Mamma Mia
Steindi telur að Þorsti sé ákveðið
nýmæli í íslenskri kvikmyndasögu.
„Eins og fólk veit þá er íslenska
kvikmyndasenan búin að vera nokk-
uð einsleit í smátíma. Þrátt fyrir að
myndin sé ódýr held ég að það sé
kærkomið að fá loksins eina mynd
þar sem er hvorki sjávarþorp né
lopapeysur heldur eitthvað allt ann-
að.“
Steindi vill sjá fólk lifa sig inn í
Þorsta. „Þetta er svona stemnings-
mynd og þegar þú heyrir einhvern
svona klisjulegan „one-liner“ eða
einhver er myrtur á mjög hrottaleg-
an hátt þá vil ég heyra fólk öskra
eða klappa. Ég lít á þetta sem hryll-
ingsútgáfuna af Mamma Mia.“
Hrollvekja tekin upp á 10 dögum
Hjörtur Aðalpersóna kvikmyndarinnar er samkynhneigð vampíra.
Hvorki lopapeysur né sjávarþorp í
splunkunýrri íslenskri vampírumynd
Steinþór Hróar
Steinþórsson
Nornin er önnur bók í yfirlýstum þríleik eftirHildi Knútsdóttur.Fyrsta bókin, Ljónið,
kom út í fyrra og fyrir hana hlaut
Hildur Barnabókaverðlaun Reykja-
víkurborgar í flokki frumsaminna
barna- og ungmennabóka.
Undirrituð var mjög hrifin af
Ljóninu og beið spennt eftir fram-
haldi af ævintýrum vinkvennanna
Kríu og Elísabetar, sem voru á
fyrsta ári í MR þegar lesendur
fengu að kynnast þeim. Sjokkið er
vægast sagt gríðarlegt þegar sögu-
svið Nornarinnar kemur í ljós og til
að skemma ekki fyrir lesendum er
best að segja sem minnst frá sögu-
þræðinum. Kría og Elísabet koma
samt sem áður við sögu, en alls
ekki með þeim hætti sem búist var
við.
Til að gefa ákveðna vísbendingu
er hægt að flokka Nornina í tvennt:
Annars vegar ungmennabókmennt-
ir og hins vegar umhverfis- og lofts-
lagsbókmenntir sem hafa verið að
ryðja sér til rúms upp á síðkastið,
enda hafa loftslagsmál og loftslags-
váin aldrei verið fyrirferðarmeiri í
samfélagsumræðunni. Loftslags-
bókmenntir eru frekar nýjar af nál-
inni en engu að síðu tekst Hildi að
koma efninu frá sér á svo frum-
legan hátt að það er ekki annað
hægt en að dást að hugmyndaflug-
inu og sköpunarkraftinum.
Í Norninni fá lesendur að kynn-
ast nýjum persónum sem koma frá
öllum heimshornum og hafa því
mismunandi bakgrunn. Alma fer
þar fremst í flokki og það er
aðdáunarvert að kynnast virðing-
unni sem hún ber
fyrir umhverfi
sínu. Alma er á
þrítugsaldri og á
meðan jafnaldrar
hennar kynnast
félagslífinu sem
fylgir háskólalíf-
inu hefur Alma
ákveðið að fara
aðra leið í lífinu,
sem leiðir hana óvænt á hættulegar
slóðir, þó svo að fjölskyldusaga
hennar hafi einnig áhrif á gang
mála. Hildi tekst að skapa sannfær-
andi samtöl persónanna sem eru
áreynslulaus, sama hvort umræðu-
efnið er hvers konar núðlur eigi að
vera í matinn eða sjálf ástin.
Atburðarásin verður æsispennandi
eftir því sem líður á lesturinn og
forvitnin drífur lesandann áfram.
Dulúð og leyndardómar sem ein-
kenndu Ljónið eru einnig ríkjandi í
Norninni. Titill bókarinnar, Nornin,
er líkt og í Ljóninu sveipaður nokk-
urri dulúð og koma nokkrar persón-
ur til greina sem hin eiginlega norn,
ef það eru þá eftir allt saman skila-
boð titilsins. Í Ljóninu leið manni á
stundum eins og maður væri stadd-
ur í miðri Twilight-sögu eða í ævin-
týraheimi Narníu, vísunin var þó
lúmsk og kannski alveg ómeðvituð.
En nú þegar bæði Ljónið og Norn-
in eru komnar fram býst maður
hálfpartinn við að þríleikurinn endi
á Skápnum, þótt ekki væri nema
bara til að fullkomna vísunina í
Narníubækur C.S. Lewis.
Í skrifum sínum sýnir Hildur að
hún er fullfær um að skapa sinn
eigin stíl sem er frábrugðinn stíl
allra annarra ungmennabókahöf-
unda. Með frumkvæðinu, hug-
myndafluginu og framtíðarsýninni
sem kemur fram í Norninni fer það
ekki á milli mála að Hildur er með-
al allra bestu ungmennabókahöf-
unda samtímans.
Morgunblaðið/Eggert
Stíll Í skrifum sínum sýnir Hildur að hún er fullfær um að skapa sinn eigin
stíl, frábrugðinn stíl allra annarra ungmennabókahöfunda, segir í rýni.
Ungmenni og loftslagsmál
– æsispennandi blanda
Unglingasaga
Nornin bbbbm
Eftir Hildi Knútsdóttur.
JPV gefur út. 331 bls. innb.
ERLA MARÍA
MARKÚSDÓTTIR
BÆKUR
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
Góð þjónusta
byrjar með
flottum fatnaði.
Fatnaður fyrir fagfólk