Morgunblaðið - 28.10.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.10.2019, Blaðsíða 32
Hægt og hljótt – vandaðar hurðapumpur í úrvali Rafknúnar hurðapumpur eru mikilvæg öryggistól sem tryggja fötluðum og öldruðum aðgengi og eru til þægindaauka fyrir okkur öll. Rétt stillt hurðapumpa kemur í veg fyrir slys á fólki. Eigendum og umsjónar- fólki fasteigna ber skylda til að tryggja öryggi þeirra sem leið eiga um. ÍVélum og verkfærum fást margar gerðir af rafknúnum hurðapumpum, m.a. rafeinda- stýrðar, fyrir inni- og útihurðir og eldvarnarhurðir. Sérfræðingar okkar veita allar nánari upplýsingar. SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS Face SW2 Fyrir innihurðir allt að 200 kg (ekki þar sem er mikill dragsúgur). Silfur, mjög nett H:82 mm/D: 117 mm/L:443 mmVottuð samkvæmt EN 16005. Ath. skoða þarf aðstæður hverju sinni. EMO Rafeindastýrð hurðapumpa. Hámarks hurðarbreidd 1400 mm. Hámarksþyngd hurða- blaðs 210 kg. Ekki fyrir eldvarnarhurðir eða útihurðir. Ath. skoða þarf aðstæður hverju sinni. EMSW Rafknúin. (Getur einnig lokað mekanískt). Hentug fyrir eldvarnar- og útihurðir. Hámarks hurðarbreidd 1600mm. Hámarksþyngd hurðar- blaðs 250 kg.Vottuð samkvæmt EN 16005. Ath. skoða þarf aðstæður hverju sinni. PSW250 Mjög nett en öflug raf- eindastýrð pumpa. Getur einnig lokað mekanískt. Hentug fyrir eldvarnar- hurðir og útihurðir. Hámarksþyngd hurðar- blaðs 250 kg.Vottuð samkvæmt EN 16005. Ath. skoða þarf aðstæður hverju sinni. Verð 93.310 kr. m. vsk* Verð 144.770 kr. m. vsk* Verð 165.726 kr. m. vsk* Verð 187.550 kr. m. vsk* *Verð miðað við gengi EUR 1.2.2019 Unglist, listahátíð ungs fólks, hefst í dag og stendur til 6. nóvember. Hátíðin er vettvangur fyrir ungt og upprennandi listafólk og fá skáld- skapur og myndsköpun að flæða frjálst í takt við tónlistarveislur, óheftan dans, lifandi leiklist og aðra viðburði þar sem sköpunar- gleðin er höfð í öndvegi, eins og segir á vef hátíðarinnar, unglist.is, þar sem finna má dagskrá. Hátíðin hefst í kvöld á Stóra sviði Borgar- leikhússins þar sem ungir dansarar sýna verkið Sálir á sviði. Unglist hefst í dag MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 301. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. „Að horfa upp á liðið kasta frá sér unnum leik á síðustu þremur mín- útum leiksins var ótrúleg sjón. Leikmenn sem hafa æft handbolta frá blautu barnsbeini virkuðu allt í einu eins og þeir væru að fá bolt- ann í hendurnar í fyrsta sinn,“ segir meðal annars í umfjöllun blaðsins um leik Stjörnunnar og Vals í Olís- deild kvenna. »26 Garðbæingar köstuðu frá sér unnum leik ÍÞRÓTTIR MENNING Ekki verður starf þjálfarans einfaldara „Ég fékk mjög mikið af svörum en það gerir starfið mitt ekkert ein- faldara,“ sagði Guðmundur Þ. Guð- mundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattkleik, í samtali við Morg- unblaðið þegar hann var inntur eft- ir því hvort hann hefði fengið þau svör sem hann kallaði eftir í vin- áttuleikjunum tveimur gegn Sví- þjóð. Guðmundur valdi leikmenn með litla leik- reynslu úr A- landsleikjum í hópinn. »27 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Stefnt er að því að prentsögusetur verði opnað almenningi í aflögðu fjósi og hlöðu á Skálholtsstað innan tveggja ára. Félagið Prentsögusetur, sem var stofnað 2015, kostar allar breytingar á húsnæðinu og kemur upp varanlegri sýningu með tölvu- og sýningarstjórnun, en Skálholts- staður mun síðan sjá um reksturinn. Félagið Prentsögusetur var eink- um stofnað í þeim tilgangi „að stuðla að söfnun, skráningu og varðveislu minja sem tengjast prentsmiðju- rekstri á Íslandi frá upphafi, með megináherslu á þróun tækjabúnaðar, efnisnotkunar og vinnubragða“ eins og stendur í markmiðalýsingu. Heimir Br. Jóhannsson, formaður Prentsöguseturs, rak áður Bóka- miðstöðina í Brynjuportinu svo- nefnda á Laugavegi 29B. Þar er vísir að prenstmiðjusafni, rétt eins og á Seyðisfirði, og verður það væntan- lega þar áfram, en aðrir munir, sem félagið á í geymslu, verða fluttir aust- ur. Þorsteinn Veturliðason, stjórnar- maður í Prentsögusetri, segir að safn prentvéla, sem fylli tvo stóra gáma, verði flutt austur auk annarra tækja og tóla. „Við eigum tæki sem spanna alla þróunina frá 1540, meðal annars gamla pressu, sem er eftirlíking af fyrstu Gutenberg-vélinni.“ Hann bætir við að hugmyndin sé einnig að sýna bókakost í svonefndri bókhlöðu. „Uppistaðan er úr bókasafni Þor- steins Þorsteinssonar, sem er varð- veitt í turni Skálholtskirkju, ómet- anlegt safn, þar sem elstu bækurnar eru frá 1634.“ Kúabúskapur var lagður niður í Skálholti í sumar. Haukur Már Har- aldsson, fyrsti formaður Prentsögu- seturs, segir að þá hafi komið upp sú hugmynd að fá fjósið undir safnið, þar sem sagan segi að Oddur Gott- skálksson hafi þýtt Nýja testamentið í fjósi Skálholtsstaðar, fyrstu bók sem prentuð var á íslensku. „Skál- holtsmenn með Kristján Björnsson vígslubiskup í broddi fylkingar fengu strax áhuga á málinu,“ segir hann og bætir við að samstarfssamningur milli Skálholtsstaðar og Prent- söguseturs verði undirritaður fljót- lega. Mikil lyftistöng Félagarnir segja það mikla lyfti- stöng fyrir staðinn og söguna að hafa safnið í Skálholti. „Þetta verður ómetanlegt,“ segir Haukur Már. „Húsnæðið er kjörið fyrir þetta verk- efni. Það hefur sögulega skírskotun og er auk þess mjög hentugt fyrir þessa menningarstarfsemi.“ Þorsteinn hefur fyrir hönd félags- ins haldið utan um söfnun gripa og séð um samskipti við forráðamenn Skálholtsstaðar vegna málsins. Ný- lega fékk hann Björn G. Björnsson, leikmynda- og búningahöfund hjá Leikmynd, til þess að festa á blað til- lögu um nýtingu rýmis í fjósinu og hlöðunni og tilhögun sýninga. Hann segir að áætlun miði að því að safnið verði opnað fyrir mitt ár 2021. „Framkvæmdahraðinn veltur á því hvernig fjárlaganefnd Alþingis af- greiðir styrkbeiðni okkar og Skál- holtsstaðar,“ segir hann. Haukur Már bætir við að auk þess verði hug- að að fjármögnun á fleiri stöðum. Stefnt að prentsögu- setri í Skálholti Fyrstu formennirnir Haukur Már Haraldsson og Heimir Br. Jóhannsson.  Gamla fjósið og hlaðan henta vel fyrir varanlega sýningu Í fjósinu Kristján Björnsson vígslubiskup og Svanur Jóhannesson, einn lyk- ilmanna við stofnun Prentsöguseturs. Þorsteinn Veturliðason fyrir aftan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.