Morgunblaðið - 29.10.2019, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 9. O K T Ó B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 254. tölublað 107. árgangur
ARNÓR INGVI
SKORAÐI Á LOKA-
MÍNÚTUNUM SETJA UPP STÓLANA
FJALLA UM
FALSFRÉTTIR Á
ÞINGI RÁÐSINS
HVERSDAGSLEIKHÚSIÐ 28 NORÐURLANDARÁÐ 14SVÍÞJÓÐ 24
Örvar eftirspurnina
» Kjartan Hallgeirsson, for-
maður FF, segir hagstæð lána-
kjör styrkja sérbýlismarkaðinn.
» Ari Skúlason, sérfræðingur
hjá LÍ, segir lægri vexti hafa
örvað markaðinn undanfarið.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG
verks, telur hugsanlegt að það eigi
þátt í niðursveiflunni að bankarnir
hafi takmarkað útlán. Vísbendingar
séu um að fjármálastofnanir hafi
dregið úr útlánum til framkvæmda.
Þá hafi vaxtalækkanir Seðlabank-
ans ekki skilað sér að fullu.
„Vextir hafa lækkað mikið. Því er
einkennilegt að það skili sér aðeins að
litlu leyti til lántaka og að samhliða
vaxtalækkunum skuli vera skortur á
lánsfé,“ segir Þorvaldur.
Gunnar Baldvinsson, fram-
kvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðs-
ins, segir vaxtalækkanir draga úr
hvata til sparnaðar. Það geti aftur
skert útlánagetu bankanna. Margt
bendi til að vextir muni hækka.
„Við gætum verið að fara inn í
skandinavískt umhverfi þar sem vext-
ir eru almennt lágir en húsnæðisverð í
þéttbýli hátt,“ segir hann.
Sigurður Hannesson, fram-
kvæmdastjóri SI, líkir lánamarkaði
við kjörbúð þar sem vöruverð er að
lækka en allar hillurnar eru tómar.
Framboðið fylgi ekki vaxtalækkun.
Vegur gegn vaxtalækkun
Forstjóri ÞG verks telur vaxtalækkanir ekki skila sér vegna skorts á lánsfé
Framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins segir lága vexti hafa vissa ókosti
MSkortur á lánsfé … »6
Vörumerki Núverandi merki KSÍ
var tekið í notkun árið 1997.
„Margt í núverandi merki er fremur
erfitt til notkunar og kallaði á upp-
færslu, ekki síst ef tekið er tillit til
allra þeirra nýju miðla sem við þurf-
um að vera sýnileg á,“ segir Stefán
Sveinn Gunnarsson, sviðsstjóri mark-
aðssviðs Knattspyrnusambands Ís-
lands, KSÍ.
Sambandið hefur samið við auglýs-
ingastofuna Brandenburg um stuðn-
ing við mótun, uppbyggingu og þróun
á vörumerkjum sambandsins með það
að markmiði að efla ásýnd KSÍ, auka
erlenda tekjumöguleika þess og færa
aukinn kraft í markaðsstarf. Núver-
andi vörumerki KSÍ var tekið í notk-
un árið 1997 og þykir það vera nokkuð
hár aldur þegar kemur að vörumerkj-
um. Stefán segir þörfina fyrir að efla
vörumerki KSÍ á erlendri grundu
aldrei hafa verið meiri. „Íslensk
knattspyrna er orðin heimsþekkt í
kjölfar undangenginnar velgengni og
við vildum skerpa á þeim tengingum
sem landsliðin okkar hafa. Við sjáum
aukna tekjumöguleika á heimsvísu og
erum sífellt að leita leiða til að fá að
borðinu erlend fyrirtæki sem sjá hag
sinn í því að tengja sig við þau gildi
sem við höfum yfir að búa.“ »12
Kominn tími á breytingar
KSÍ þróar vörumerki sambandsins með Brandenburg
Nokkuð hefur kólnað í veðri að undanförnu,
enda veturinn formlega hafinn. Kvöldkulið
hindraði þó ekki viðskiptavini ísbúðarinnar Val-
dísar í því að gæða sér á dýrindis ís, jafnt í boxi
sem í vöffluformi.
Það hefur enda lengi tíðkast hér á landi að
láta ekki veðrabrigðin á sig fá, þegar ís er ann-
ars vegar, og skiptir þá litlu þó að heitar vöfflur
séu einnig í boði.
Aldrei of seint að fá sér ís og vöfflur í kvöldkulinu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tekið að kólna í veðri
Grímsnes- og Grafningshreppi er
ekki heimilt að leggja fasteigna-
skatt á sumarbústaði sem eru í út-
leigu til skamms tíma, sem um at-
vinnuhúsnæði væri að ræða.
Landsréttur hefur staðfest dóm
héraðsdóms og úrskurð yfirfast-
eignamatsnefndar í þessa veru í
máli eigenda eins sumarhúss í sveit-
inni.
Starfsmaður hreppsins fylgdist
með síðum þar sem heimagisting er
auglýst og lagði hærri fasteigna-
skatt á eigendur húsa þann tíma
sem þau voru leigð út. Héraðs-
dómur og Landsréttur töldu að vilji
löggjafans hefði ekki staðið til
breytinga á skráningu fasteigna
þótt þær væru leigðar út tímabund-
ið til ferðamanna. »10
Ekki heimilt að
hækka skattinn
Samherji krefst 306 milljóna króna í
skaðabætur og tíu milljóna króna í
miskabætur frá Seðlabanka Íslands
(SÍ) vegna rannsóknar bankans á
meintum brotum fyrirtækisins á
reglum um gjaldeyrismál.
Krafa félagsins byggist helst á
lögmannskostnaði og öðrum sér-
fræðikostnaði, að sögn Garðars G.
Gíslasonar, lögmanni Samherja.
Garðar segir yfirlýsingu Seðla-
bankans um meintan upplýsingaleka
frá bankanum til fréttamanns RÚV
öfugsnúna. Þar segir meðal annars
að húsleit hjá Samherja árið 2012
hafi verið á vitorði margra. „Þetta er
eins óeðlilegt og það getur verið og
hún dæmir sig eiginlega sjálf þessi
yfirlýsing. Að leitin hafi verið á vit-
orði margra, það er auðvitað ekki
þannig,“ segir Garðar.
„Ég á mjög langa sögu í allskonar
húsleitum báðum megin við borðið,
ég var í 17 ár hjá Skattrannsókn-
arstjóra og stýrði hundruðum leita
þar en þetta er í eina skiptið sem ég
hef mætt á leitarstað sem lögmaður
þar sem fjölmiðlar eru mættir á und-
an mér,“ segir Garðar en nánar er
rætt við hann á mbl.is. »4
Samherji krefur
SÍ um 306 milljónir
Nokkuð er um að útselir kæpi á
norðurodda Surtseyjar, en þeir
voru þó talsvert færri í leiðangri
sem farinn var fyrr í mánuðinum
heldur en var haustið 2017. Fjöld-
inn nú var í takt við aðrar selataln-
ingar í eyjunni.
Tilgangur leiðangursins nú var
einkum að fá yfirlit um dreifingu
og fjölda selkópa í látrinu, sem er á
norðurtanga eyjarinnar, m.a. til að
kanna hvort selirnir hafi átt þátt í
gróðurframvindu á tanganum
undanfarin ár. Þar hefur gróður
aukist mjög á sama tíma og selum
hefur fjölgað. Það er hliðstæða við
mávabyggðina sem hefur gróið upp
sunnar á eynni. »4
Ljósmynd/Jóhann Garðar Þorbjörnsson
Í látri Urta ásamt nýkæptum kópi sínum
á Norður-Ströndum fyrir nokkrum árum.
Aukinn gróður sam-
hliða fjölgun sela