Morgunblaðið - 29.10.2019, Síða 2

Morgunblaðið - 29.10.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2019 Um fjörutíu manns leituðu til bráðamóttöku Landspítalans í gær vegna hálkuslysa. Strax klukkan ellefu höfðu um þrjátíu manns leitað til bráðamóttökunnar af sömu ástæðum. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráða- lækninga á Landspítalanum, segir að um óvenju- mörg slys hafi verið að ræða. „Það er óvenjulegt að svo margir komi á einum degi en þetta er það sem við sjáum oft á fyrsta hálkudegi vetrar,“ segir Jón Magnús. Hann samsinnir því að ástæðan fyrir svo mörgum slysum sé líklega sú að fólk sé ekki und- irbúið fyrir hálkuna á fyrsta degi. Eins og hálkuslysin gefa til kynna var fljúg- andi hálka á höfuðborgarsvæðinu í gær. Um- ferðaróhapp varð á Flóttamannaleið sem liggur meðal annars á milli uppsveita Garðabæjar og Hafnarfjarðar rétt fyrir ofan Urriðavatn. Þar valt söltunarbíll og munaði litlu að hann endaði á fólksbíl sem þegar var utan vegar. Engin slys urðu hins vegar á fólki. Auk þess valt bíll í hálkunni á Dalvegi í Kópa- vogi á níunda tímanum í gærmorgun. Ökumað- urinn slapp ómeiddur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjörutíu manns á bráðamóttöku vegna hálku Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Ég get staðfest að lýst var yfir neyðarástandi, en að öðru leyti get ég ekki tjáð mig mikið um rannsókn- ina,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, í samtali við Morg- unblaðið og vísar í máli sínu til flug- atviks, sem rannsakað er sem alvar- legt, og átti sér stað á Keflavíkur- flugvelli í gærmorgun. Varðar það farþegaþotu Icelandair sem var á leið til landsins frá Seattle í Banda- ríkjunum. Vélin lenti heilu og höldnu. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia voru þrjár farþegaflugvélar Icelandair á leið til Keflavíkur eftir atvik sem upp kom í lendingu hjá fjórðu vélinni, lítilli flugvél með tvo um borð. Sú vél rann út af brautinni en vegna þess atviks þurftu vélar Icelandair að bíða. Tveimur þeirra var flogið til Akureyrar en þriðja vél- in var þegar komin í biðflug. Hættu- stigi var lýst yfir á Keflavíkurflug- velli kl. 6.25 eftir að flugmenn þeirrar vélar lýstu yfir neyðar- ástandi. Isavia segir flugmenn hafa notað orðin „low fuel“ í því sam- hengi. Neyðarástandi var svo aflýst kl. 6.31 þegar vélin hafði lent án vandræða í Keflavík. Ragnar segir mál litlu vélarinnar og flugvélar Icelandair vera rann- sökuð sem „alvarleg flugatvik“. Þrjár ástæður liggja þar að baki; flugvél fór út af braut, lýst var yfir neyðarástandi og flugvél var lent á lokaðri flugbraut. „Við höfum nú tekið flugritana og munum rannsaka þá og önnur gögn sem liggja fyrir,“ segir Ragnar enn fremur. Skilyrði sögð slæm í Reykjavík Haukur Reynisson, flugrekstrar- stjóri Icelandair, segir flugmenn þeirra véla sem lentu á Akureyri hafa ákveðið að halda þangað strax eftir að ljóst var að flugbrautin var lokuð. Sú sem lenti í Keflavík var aft- ur á móti á undan þeim og þegar komin í aðflug fyrir völlinn. „Hún er þá í minni hæð og brennir meira eldsneyti. Sú vél var með Reykjavíkurflugvöll sem varaflug- völl, eins og margar okkar flugvéla, en bremsuskilyrði á Reykjavíkur- flugvelli voru ekki góð,“ segir Hauk- ur og bætir við að flugstjórinn hafi metið öruggast að lenda í Keflavík. „En til þess að fá að lenda á braut sem er „blokkuð“ þarf hann að lýsa yfir neyðarástandi þrátt fyrir að nota ekki nema helminginn af braut- inni,“ segir Haukur, en flugbrautin er 3 km. Spurður hver eldsneytis- staða vélarinnar hafi verið svarar Haukur: „Fyrir flugið þurfti vélin 30 tonn og þeir voru með rúmlega það þegar lagt var af stað. Eldsneyti var nægjanlegt til að fljúga til Keflavík- ur, bíða yfir vellinum í hálftíma, fljúga á varaflugvöll og lenda þar. Allt í samræmi við okkar reglur.“ Neyðarástand vegna eldsneytis  Tvö flugatvik sem upp komu á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun eru rannsökuð sem „alvarleg“  Vél fór út af flugbraut og önnur lýsti yfir neyðarástandi og lenti á lokaðri braut  Flugritar verða skoðaðir Morgunblaðið/Eggert Samgöngur Flugvél Icelandair frá Seattle lenti á lokaðri braut í Keflavík. Birgir Ísleifur Gunnarsson, fyrrverandi borgarstjóri og seðlabankastjóri, lést á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi í gær. Birgir fæddist í Reykjavík 19. júlí 1936. For- eldrar hans voru Gunnar Espólín Benedikts- son, hrl. og forstjóri, og Jórunn Ísleifsdóttir ritari. Birgir varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1955 og lauk lögfræði- prófi frá Háskóla Íslands 1962. Birgir starf- aði fyrst um sinn sem lögmaður í Reykjavík og varð héraðsdómslögmaður 1962 og hæstaréttarlögmaður 1967. Birgir tók alla tíð virkan þátt í stjórn- málum. Hann var formaður Vöku, félags lýð- ræðissinnaðra stúdenta, frá 1956 til 1957 og formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands frá 1957 til 1958 og sat jafnframt í háskólaráði f.h. stúdenta. Hann var formaður Heimdallar frá 1959- 1962 og formaður SUS frá 1967 til 1969. Hann sat í borgarstjórn Reykjavíkur frá 1962 til 1982 og var borg- arstjóri frá 1972 til 1978. Hann var alþingismaður fyrir Reykjavíkurkjördæmi frá 1979 til 1991 og gegndi embætti menntamálaráðherra frá 1987 til 1988 í rík- isstjórn Þorsteins Pálssonar. Birgir var skipaður seðlabankastjóri 1991 og formaður bankastjórnar 1994 og gegndi því starfi þar til hann fór á eftirlaun 2005. Birgir starfaði í fjölda nefnda og ráða og var m.a. formaður sendinefndar Alþingis hjá þingmannasamtökum Atlantshafs- bandalagsins 1983 til 1987 og var í sendi- nefnd Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna frá 1980 til 1988. Birgir var mikill áhugamaður um skógrækt og átti sæti um árabil í stjórn Skógræktarfélags Reykjavík- ur. Hann sat einnig í sóknarnefnd Hall- grímskirkju. Birgir var virkur félagi í Rót- arý á Íslandi og var forseti samtakanna um nokkurt skeið. Birgir ritaði fjölda greina í blöð og tímarit, einkum um stjórnmál. Birgir var heiðr- aður með ýmsum hætti fyrir margvísleg störf og hlaut hann m.a. stórriddarakross íslensku fálkaorðunnar. Birgir giftist Sonju Backman skrifstofustjóra árið 1956 og eignuðust þau fjögur börn. Sonja lést 5. október sl. Andlát Birgir Ísleifur Gunnarsson Dekkjaþjónusta Úrval fólksbíla- og jeppadekkja SAMEINUÐ GÆÐI Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Svandís Svav- arsdóttir heil- brigðisráðherra segir stöðuna á Reykjalundi mjög alvarlega. Tveir læknar til viðbótar sögðu upp störfum í gær og hafa því átta af fimmtán læknum Reykja- lundar sagt upp störfum á síðustu vikum. Fjórir til viðbótar eru að skoða stöðu sína. „Það er náttúrlega alveg ljóst að það verður að finna leið til þess að koma starfseminni aftur á réttan kjöl,“ segir Svandís. Hún segir jafnframt að ríkið geti ekki gripið inn í aðstæðurnar með beinum hætti þar sem Reykjalund- ur sé sjálfseignarstofnun. „Bæði Sjúkratryggingar Íslands og Embætti landlæknis hafa óskað eftir upplýsingum um stöðuna frá stjórn SÍBS. Ég er upplýst um þessi bréfaskipti og ekkert svar hefur borist.“ ragnhildur@mbl.is Segir stöð- una mjög alvarlega  Ríkið geti ekki gripið í taumana Svandís Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.