Morgunblaðið - 29.10.2019, Síða 6
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þorvaldur Gissurarson, forstjóri
ÞG verks, segir vísbendingar um að
fjármálastofnanir hafi dregið úr út-
lánum til framkvæmda.
„Það virðist eiga við framkvæmd-
ir almennt,“ segir Þorvaldur sem
telur hugsanlegt að niðursveiflan sé
að einhverju leyti tilkomin vegna
takmarkaðra útlána bankanna. Að
einhverju leyti hafi samverkandi
þættir skapað ástandið.
Hann kveðst aðspurður ekki áður
hafa upplifað þessa stöðu á mark-
aði.
„Vextir hafa lækkað mikið. Því er
einkennilegt að það skili sér aðeins
að litlu leyti til lántaka og að sam-
hliða vaxtalækkunum skuli vera
skortur á lánsfé,“ segir Þorvaldur.
ÞG verk er eitt stærsta verktaka-
fyrirtæki landsins. Það byggir íbúð-
ir og atvinnuhúsnæði víða um land.
Ættu að örva markaðinn
Seðlabankinn greinir næst frá
vaxtaákvörðun 6. nóvember.
Bankinn hefur lækkað megin-
vexti í fjórum lotum í röð og með
því hafa vextir íbúðalána farið
lækkandi.
Sigurður Hannesson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins,
segir vísbendingar um að vaxta-
lækkanir Seðlabankans í ár hafi
ekki skilað sér sem skyldi vegna
takmarkaðrar útlánagetu bank-
anna.
„Seðlabankinn lækkar vexti til að
örva eftirspurn í hagkerfinu og
örva fjárfestingu. Ef það á hins
vegar að raungerast þarf að vera
framboð á fjármagni,“ segir Sigurð-
ur.
Spurður um leiðir til úrbóta
bendir hann á að Seðlabankinn hafi
ákveðið að frá og með 1. apríl 2020
muni bankinn fækka þeim aðilum
sem átt geta viðskiptareikning í
bankanum. Það sé liður í að koma
fjármagni og innlánum í bankana.
Það geti aftur orðið til þess að örva
útlán bankanna. „Ef þetta er raunin
má segja að lánamarkaðurinn sé
kjörbúð þar sem vöruverðið er að
lækka en allar hillurnar eru tómar.“
Sía meira út af verkefnum
Fjárfestir sem kemur að upp-
byggingu íbúða víða á höfuð-
borgarsvæðinu segir að þótt útlána-
skilyrði hafi verið hert sé vel hægt
að fá lán.
„Ég var að fjármagna eitt verk-
efnið. Það er ekki búið að taka í
handbremsuna heldur eru fjármála-
stofnanir farnar að sía meira út af
verkefnum … Ég hef heyrt að um-
sóknum um íbúðalán hjá bönkunum
hafi fjölgað undanfarið. Fasteigna-
salar segja mér að það sé fyrst og
fremst vegna þess að afgreiðslutími
lífeyrissjóða á íbúðalánum sé orðinn
svo langur,“ sagði fjárfestirinn.
Taldi hann vaxtalækkanir hafa
örvað markaðinn. Þá hafi ekki orðið
marktæk breyting á hlutfalli þeirra
sem falla á greiðslumati. Jafnframt
geti svokallaður krónuskortur á
markaði orðið til að draga úr upp-
byggingu nýrra íbúða. Bankana
skorti fjármagn til útlána.
Skortur er á lánsfé í hagkerfinu
Forstjóri ÞG verks segir vísbendingar um að takmörkuð útlánageta banka ýti undir niðursveifluna
Forstjóri Samtaka iðnaðarins líkir íbúðalánamarkaði við kjörbúð sem er með tómar vöruhillur
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Á Hlíðarenda Horft til austurs eftir Smyrilshlíð í Vatnsmýri. Hundruð íbúða eru í uppbyggingu á svæðinu.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2019
Skrifað var undir samning í gær um
nám í íþróttafræði á háskólastigi við
Háskólann í Reykjavík, sem kennt
verður í Vestmannaeyjum. Náminu
er ætlað að nýtast sem grunnur að
áframhaldandi námi í íþróttafræði.
Samningurinn nær til næstu tveggja
skólaára og verkefninu er ætlað að
efla háskólanám á landsbyggðinni,
að því er segir á vef Vestmannaeyja-
bæjar.
Fyrsta skólaárið verða sex nám-
skeið haldin í fjarkennslu í gegnum
fjarfundabúnað í Þekkingarsetri
Vestmannaeyja. Auk þess munu
kennarar koma til Eyja tvisvar á önn
til að vinna með nemendum. Tvö
verkleg námskeið verða haldin í
Vestmannaeyjum. Nemendur munu
sækja tvö þriggja vikna námskeið í
Reykjavík en taka öll skrifleg próf í
Þekkingarsetri Vestmannaeyja.
Námið hefst haustið 2020. HR mun
bera ábyrgð á skipulagningu og
framkvæmd námsins og ráða um-
sjónarmann sem búsettur verður í
Eyjum. Bærinn mun leggja til
íþróttamannvirki til kennslu í verk-
legum greinum, s.s. handknattleik,
knattspyrnu og sundi, en jafnframt
leggja til aðstöðu fyrir kennslu
gegnum fjarfundabúnað. Ráðu-
neytið mun leggja til fjármagn, ráð-
gjöf og annast eftirfylgni.
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Eyjar Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri, Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráð-
herra og Hafrún Kristjánsdóttir frá HR skrifuðu undir samninginn í gær.
HR með íþróttafræði-
kennslu í Eyjum
Ari Skúlason,
sérfræðingur
hjá Lands-
bankanum,
segir íbúða-
markaðinn
hafa tekið við
sér eftir
vaxtalækkanir
undanfarið.
„Það voru mun meiri verð-
hækkanir [á höfuðborgarsvæð-
inu] í ágúst og september en
verið hafa lengi. Verðið hækkaði
um 0,6% báða mánuði. Þá voru
mun meiri viðskipti í september
en verið hafa lengi,“ segir Ari.
Fátt bendi til að hægt hafi á
uppbyggingu íbúða.
„Þegar óvissan var hvað
mest vegna kjarasamninga og
gjaldþrots WOW air var reiknað
með töluverðu höggi á íbúða-
markaðinn. Höggið er hins
vegar minna en reiknað var
með. Svo er það hitt að menn
vilja klára verkefnin,“ segir Ari.
Með hliðsjón af hagstæðum
lánakjörum og spám um
skammvinna niðursveiflu séu
kauptækifæri á markaði.
Tækifæri í sérbýlinu
Kjartan Hallgeirsson, formaður
Félags fasteignasala, segir eig-
endur sérbýlis hafa góð kaup-
tækifæri á markaði vilji þeir
nýjar íbúðir. Framboð af sérbýli
sé enda takmarkað en að sama
skapi hafi framboð nýrra íbúða í
háum gæðaflokki aukist mikið
undanfarið.
Vegna hagstæðra lánakjara
hafi margir nú tækifæri til að
stækka við sig og flytja í sér-
býli.
Minna högg
en talið var
ÍBÚÐAMARKAÐUR
Ari Skúlason
Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, segir
ýmislegt benda til að vextir á markaði séu að ná lágmarki. Þegar vextir
séu lágir sé tækifæri fyrir lántaka til að endurfjármagna eldri og óhag-
stæðari lán. Hins vegar sé óvíst hvort ný lán borgi sig. Það þurfi að vega
og meta í hverju tilviki, m.a. út frá þróun verðlags og fasteignaverðs ef
fólk er að spá í íbúðarkaup. „Við gætum verið að fara inn í skandinavískt
umhverfi þar sem vextir eru almennt lágir en húsnæðisverð í þéttbýli
hátt. Þar hefur samsetning á greiðslubyrði húsnæðislána breyst á liðnum
árum, vextir lækkað en á móti hafa afborganir höfuðstóls hækkað vegna
hærra húsnæðisverðs,“ segir Gunnar.
Spurður um vaxtaþróunina bendir Gunnar á samhengi innláns- og út-
lánsvaxta og önnur atriði sem geta haft áhrif.
,,Um leið og vextir lækka dregur úr hvata fólks til að vera með innlán
og þ.a.l. getu útlánsstofnanna til að lána. Margt bendir til þess að komið
sé viðnám á vaxtalækkunina undanfarið og að meira jafnvægi sé að nást
á milli eftirspurnar eftir lánsfé og framboðs,“ segir Gunnar.
Hann bendir á að bankarnir hafi dregið úr útlánum til fyrirtækja. Þá
séu sumir lífeyrissjóðir farnir að nálgast efri mörk í æskilegu hlutfalli
sjóðfélagalána af eignum. „Fjárfestingarstefna sjóðanna mótast af
eigna- og áhættudreifingarsjónarmiðum og sjóðirnir hafa ekki ótakmark-
aða getu til að lána. Öll þessi atriði geta haft áhrif á þróun vaxta á næst-
unni,“ segir Gunnar um stöðuna.
Útlit er fyrir vaxtahækkanir
SÉRFRÆÐINGUR SPÁIR VIÐNÁMI
35 cm verð 139.000,-
50 cm verð 209.000,-
70 cm verð 299.000,-
Atollo
Vico Magistretti 1977
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is