Morgunblaðið - 29.10.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2019
Andríki veltir upp þeirri spurn-ingu hvort þörf sé á veggjöld-
um á meðan eldsneytissköttum sé
kastað út um gluggann. Í nýlegum
pistli segir: „Yfir milljarður af elds-
neytissköttunum sem Íslendingar
greiða árlega
er notaður til
að niðurgreiða
innflutning á
lífeldsneyti frá
Evrópusam-
bandslönd-
unum.
Þessir skatt-
ar voru upp-
haflega lagðir
á eldsneytið til
að standa und-
ir vegagerð
hér innanlands. Nú rennur hluti
þeirra hins vegar úr landi sem nið-
urgreiðsla á innkaupum á dýru og
orkusnauðu lífeldsneyti sem bland-
að er í bensín og dísilolíu sem seld
eru hér á landi.
Í svari fjármálaráðherra við
fyrirspurn á Alþingi kom fram að
lögbundnar ívilnanir ríkisins
„vegna þess magns lífeldsneytis
sem flutt var inn eða notað á árinu
2015 hefðu numið 1,1-1,3 millj-
örðum kr.“
Um næstu áramót gæti þessi só-un tvöfaldast ef farið yrði að
kröfum Evrópusambandsins.“
Bent er á að vinstristjórnin al-ræmda hafi leitt þetta í lög og
að tilskipunin sé liður í „þeirri
stefnu ESB að koma endurnýj-
anlegri orku innan sambandsins
upp í 20%. Liechtenstein, sem er
EFTA-ríki eins og Ísland, fékk und-
anþágu frá tilskipuninni.
Innleiðing þessarar tilskipunar
frá ESB hér á landi var algerlega
fráleit því yfir 70% heildar-
orkunotkunar Íslendinga er þegar
annað með innlendum endurnýj-
anlegum orkugjöfum. Sem er
heimsmet. Sama hlutfall fyrir ESB
er 17%.“
Stefnir í tvöföldun
sóunar á næsta ári
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Mosfellsbær vill ekki tjá sig um viðtal
við móður stúlku á einhverfurófi í 10.
bekk sem birt var í Sunnudags-
blaðinu um liðna helgi. Þar segir frá
því að stúlkan fái heimakennslu í að-
eins eina klukkustund og tuttugu
mínútur á dag þrátt fyrir að hafa upp-
haflega verið lofað þriggja klukku-
stunda kennslu. Bar hún skólastjóra
Varmárskóla, sem stúlkan gengur í,
þungum sökum og sagðist efast um
að stúlkan geti klárað 10. bekk í vor
og haldið áfram skólagöngu sinni.
Stúlkan, sem er að sögn móðurinnar
góður námsmaður, hefur verið lögð í
mikið einelti á skólagöngu sinni.
Morgunblaðið hefur eftir Arnari
Jónssyni, forstöðumanni þjónustu og
samskiptadeildar Mosfellsbæjar, að
hvorki hann né neinn annar starfs-
maður bæjarins megi tjá sig um mál-
ið samkvæmt lögum um persónu-
vernd.
Hann segir í skriflegu svari sínu að
mál sem þetta séu unnin eftir
ákveðnu ferli hjá bænum og hags-
munir barna séu í forgrunni. Þá segir
hann að sinni Mosfellsbær ekki
skyldum sínum „hafa mennta- og
menningarmálaráðuneytið og Gæða-
og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og
barnaverndar eftirlit með störfum
sveitarfélaga á þeim sviðum sem um
er rætt“.
Svara ekki þungum sökum móður
Stúlka á einhverfurófi fær ekki
kennslu við hæfi Mega ekki tjá sig
Colourbox
Einelti Myndin tengist efni fréttar-
innar ekki með beinum hætti.
„Við höfum ekki úrræði til eigna-
könnunar og höfum heldur ekki lög-
sögu til að beita úrræðum erlendis,
ekki nema það séu einhverjir samn-
ingar um eitthvað slíkt í gangi,“ seg-
ir Birna Ágústsdóttir hjá Sýslu-
manninum á Norðurlandi vestra um
sektir vegna umferðarlagabrota er-
lendra ferðamanna og annarra sem
ekki eru búsettir hér á landi þegar
innheimta sektanna á sér stað en téð
sýslumannsembætti sér um inn-
heimtu sekta og sakarkostnaðar.
Samningur milli norrænu land-
anna um innheimtu sekta og sakar-
kostnaðar er í gildi og því hægt að
beita úrræðum ef einstaklingur er
búsettur þar. Hins vegar er enginn
samningur til staðar milli Íslands og
annarra landa.
Spurð segir Birna einhverjar
þreifingar hafa verið á milli landa
innan Evrópu um að hefja samstarf
um innheimtu sekta en slíkt sé ekki
langt á veg komið og ekkert verið
rætt undanfarið að hennar vitn-
eskju. „En svo eru ríkin svo ólík og
sektarviðmiðin ólík.“
Sektir greiddar á staðnum
Farsælast er að sektir fari ekki í
innheimtu og fólk greiði sektir sínar
á staðnum. „Ég held að yfir 90% geri
það,“ segir Sveinn K. Rúnarsson,
yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á
Suðurlandi, en hlutfallið hefur hald-
ist stöðugt síðan lögreglan hóf að
bjóða fólki að greiða á staðnum.
Hann segir þó ekki hægt að beita
fólk sem býr erlendis þrýstingi að
greiða um leið. „Fólk á rétt, hvort
sem það eru Íslendingar eða erlend-
ir aðilar, á að neita sektinni og fara
með málið fyrir dóm,“ segir hann og
þá er lítið hægt að gera ef fólk fer úr
landi og til síns heima.
Úrræðalaus gagn-
vart ferðamönnum
Engir samningar
utan Norðurlanda
90% greiða strax
Morgunblaðið/Sverrir
Sektir Ekki má þrýsta á fólk að
greiða sektir sínar á staðnum.