Morgunblaðið - 29.10.2019, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 29.10.2019, Qupperneq 11
Siglufjörður Sauðárkrókur Varmahlíð Hofsós Hólar Ólafsfjörður Akureyri Dalvík GrenivíkSkagafjörður Ey ja fjö rð ur Jarðgöng Möguleg jarðgöng Hofsdalur-Barkár- dalur, um 20 km Kortagrunnur: OpenStreetMap Jarðgöng milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar Kolbeinsdalur- Skíðadalur, 12-15 km Skíðadalur-Svarf- aðardalur 12-15 km Hjaltadalur-Hörgár- dalur, 13-20 km 11 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ef ráðist yrði í undirbúning að gerð jarðganga á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar virðist vænlegast að beina augum fyrst að göngum milli Hofsdals innan við Hóla og Barkár- dals inn úr Hörgárdal. Slík göng yrðu þó mjög löng eða alls um 20 km að lengd og skoða þyrfti mjög vel öryggismál í slíku mannvirki. Jarð- göngin myndu stytta vegalengdir milli byggðakjarna verulega. Þetta kemur fram í nýlegri greinargerð sem Hreinn Haralds- son, fyrrverandi vegamálastjóri, hefur tekið saman að ósk Sveitarfé- lagsins Skagafjarðar og Akureyrar- bæjar um möguleg jarðgöng milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Hugmyndir um jarðgöng á Trölla- skaga hafa öðru hvoru skotið upp kollinum og skoruðu sveitarstjórnir á Akureyri og í Skagafirði á stjórn- völd snemma á þessu ári að skoða þennan möguleika. Þá lagði Stefán Vagn Stefánsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins, nýverið fram þingsályktunartillögu á Alþingi þess efnis að samgöngu- og sveitarstjórn- arráðherra setji í gang vinnu við rannsóknir og mat á hagkvæmni jarðgangagerðar á Tröllaskaga. Greinargerð Hreins Haraldssonar var lögð fram til kynningar í bæjar- ráði Akureyrar í seinustu viku. Hreinn fjallar um fyrri hug- myndir um göng milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar í greinargerðinni og ýmsa kosti sem ræddir hafa verið á umliðnum árum en segir slík göng þó ekki hafa komið til tals í lang- tímaáætlunum um jarðgöng. Fram kemur í samantekt Hreins að einnig hafi sést hugmyndir um göng milli Kolbeinsdals og Skíða- dals inn af Svarfaðardal, og önnur þaðan til Hörgárdals. ,,Þau yrðu samanlagt nokkru lengri og dýrari en fyrrnefnd 20 km göng en líklega einfaldari m.t.t. öryggismála, þar eð hvor göng yrðu 12-15 km. Tvenn göng stytta að auki vegalengdir enn frekar á milli fleiri þéttbýlisstaða á Mið-Norðurlandi.“ En Hreinn bendir á að ef vinna eigi áfram að skoðun á þessum möguleikum virðist vænlegast að beina augum fyrst að göngum milli Hofsdals og Barkárdals og miða helst við að munnar yrðu í um eða undir 300 metra hæð yfir sjó. Líklegasta gangalengd milli Hofs- dals og Barkárdals er a.m.k. 20 km en miða þyrfti við að munnar gang- anna yrðu í um eða undir 300 metra hæð yfir sjó að mati Hreins. ,,Göng eru mjög dýr mannvirki og byggð til að nýtast í marga áratugi eða jafnvel aldir, og því er krafa um að unnt sé að komast í göngin án mikilla vandkvæða, jafnvel á snjó- þungum vetrum og göng mikið yfir 300 [metra yfir sjávarmál] eru varla í myndinni. Skoða þarf aðstæður fyrir gangamunna á hverjum stað fyrir sig, til að geta betur gert sér grein fyrir gangalengdum stystu ganga sem uppfylla sett markmið. Minna má á til viðmiðunar að veg- urinn um Þverárfjall fer hæst í um 330 metra yfir sjávarmál. Með göng- um á þessari leið yrði vegalengdin milli Akureyrar og Sauðárkróks um 90 km eða 30 km styttri en í dag, styttingin milli Akureyrar og Hofs- óss yrði um 50 km og milli Akureyr- ar og Hóla styttist leiðin um tæpa 70 km. Miðað við að hringvegurinn yrði færður yfir á þessa leið yrði stytt- ingin milli Akureyrar og Reykjavík- ur um 7 km,“ segir í greinargerð- inni. Sérstök flóttagöng við hliðina til að tryggja öryggi Hreinn bendir á að örfá veggöng af þessari lengd, um eða yfir 20 km löng, hafa verið gerð í heiminum og þá fyrst og fremst vegna þess að ör- yggismál séu þá orðin erfið viður- eignar og alþjóðlegar kröfur hafa verið hertar á umliðnum árum. „Ekki er t.d. ólíklegt að krafa yrði gerð um önnur göng við hliðina eða sérstök flóttagöng til að tryggja ör- yggi vegfarenda, enda má reikna með meira en 2000 bíla umferð á dag ef hringvegur yrði færður yfir í þessi göng. Þessi atriði þarf að skoða gaumgæfilega ef kanna á frekar möguleika á þessum fram- kvæmdum,“ segir í greinargerðinni. Hreinn segir að ef stjórnvöld verði við áskorun sveitarfélaganna um fjármögnun rannsókna og sam- anburð kosta við gerð jarðganga undir Tröllaskaga sé m.a. eðlilegt að meta samfélags- og efnahagsleg áhrif jarðganga, móta tillögur um legu stystu jarðganga og gera könn- un á öryggi í löngum jarðgöngum (20 km). Meta þyrfti snjóþyngsli við líklega vegi að jarðgöngum og kosti og galla við færslu hringvegar o.fl. 20 km göng vænsti kosturinn  Hreinn Haraldsson hefur tekið saman greinargerð um jarðgöng milli Skaga- fjarðar og Eyjafjarðar að ósk Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akureyrarbæjar FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2019 Alþjóðadagur psoriasis er dag, 29. október. Af því tilefni efna Spoex, Samtök psoriasis- og ex- emsjúklinga, til fyrirlestra og vörukynninga á Grand Hótel Reykjavík í dag frá kl. 17 til 19.30. Kaffi og léttar veitingar verða í boði. Húsið verður opnað kl. 17 og fyrsti fyrirlestur hefst hálftíma síð- ar. Ingvar Ágúst Ingvarsson, for- maður SPOEX og varaforseti IFPA, mun fjalla um Alþjóða- samtök psoriasissjúklinga og kynna verkefnið Global Psoriasis Atlas. Einnig flytja erindi þau Laufey Steindórsdóttir hjúkrunarfræð- ingur og Ingvar Hákon Ólafsson, tauga- og heilaskurðlæknir. Munu þau fjalla um áhrif hugleiðslu og hreyfingar á heilastarfsemina og heilsuna. Þá verða tveir erlendir fyrirlesarar, þau Sebastiano Forgia og Ingeborg Beunders frá fyrir- tækinu Boehringer Ingelheim. Haldið upp á al- þjóðadag psoriasis Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hefur ákært Svein Margeirs- son, fyrrverandi forstjóra Matís, fyrir brot á lögum um slátrun og sláturafurðir með því að hafa staðið að sölu og dreifingu á fersku lambakjöti af gripum sem hafði verið slátrað utan löggilts slát- urhúss. Sveinn sagði í samtali við mbl.is í gær að hann liti svo á að hann hefði ekki brotið nein lög í raun og veru, en málið tengist slátr- un á lömbum á bænum Birkihlíð, en kjötið var síðan selt á bændamark- aði á Hofsósi í Skagafirði. Sagði Sveinn að hann teldi tilraunina hafa verið í samræmi við hlutverk Matís. thor@mbl.is Fyrrverandi forstjóri Matís ákærður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.