Morgunblaðið - 29.10.2019, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2019
Það brutust út mik-
il fagnaðarlæti þegar
spurðist út á fundi
loftslagssamnings SÞ
í París í desember
2015 að náðst hefði
samkomulag sem mið-
aði að því að halda
hlýnun jarðar innan
2°C marksins. Sjálfur
fagnaði ég hér heima
við þessar fréttir.
Fylltist bjartsýni um stund, ekki
veitti af því loftslagsmálin eru
stundum uppfull af svartri framtíð-
arsýn spádóma. Þeir allra bjart-
sýnustu þá sögðu að þetta sam-
komulag 195 ríkja myndi ekki
aðeins ná jafnvægi á milli losunar
og bindingar, heldur vera upphafið
að endalokum olíualdar.
Á þeim bráðum fjórum árum
sem liðin eru frá Parísarfundinum
hefur ýmislegt gengið á, Bandarík-
in hættu við og á næsta ári taka
skuldbindingar samkomulagsins
við af Kýótóbókuninni frá 1997. Ís-
lensk stjórnvöld hafa líka lagt
fram metnaðarfulla aðgerðar-
áætlun í loftslags-
málum til ársins 2030
sem miðar að sam-
drætti í losun og að
skuldbindingum okkar
vegna samningsins
verði náð.
Ég kafa ekki hér
djúpt í efni samnings-
ins en við erum í við-
miðunarhópi með
ESB-löndunum. Ná
skal markmiðum um
40% samdrátt í losun
árið 2030 miðað við
1990. Komið hefur verið upp
viðskiptakerfi með losunarheim-
ildir (ETS), en undir það fellur
stóriðja og sá hluti alþjóðaflugs
sem er í Evrópu. Önnur losun sem
stjórnvöld í hverju ríki kappkosta
að draga úr til ársins 2030 er frá
vegasamgöngum, fiskiskipum,
landbúnaði, úrgangi o.fl. Fyrr í
þessum mánuði náðist samkomulag
Íslands og Noregs við ESB á svið-
ið loftslagsmála. Landsmarkmið
Íslands kveður á um 40% sam-
drátt. Samkvæmt samkomulaginu
er lágmarksframlag Íslands 29%
samdráttur í losunargeirum utan
ETS-viðskiptakerfisins og er það
miðað við árið 2005.
Þetta er ekki alveg auðvelt að
skilja, en rétt er að hafa í huga að
þriðjungur þess stabba sem þarf
að ráðast á kemur frá vegasam-
göngum. Í ljósi þess er skynsam-
legt að önnur meginstoð í aðgerða-
áætlunar ríkisstjórnarinnar séu
orkuskipti í samgöngum með
áherslu á rafbílavæðingu. Hitt
verkefnið snýr að bindingu kolefnis
með skógrækt, landgræðslu og
endurheimt votlendis.
En hvernig gengur?
Tölur úr losunarbókhaldi ná að-
eins til ársins 2017. Skoðum þess í
stað innflutning á eldsneyti. Í
nýrri samantekt Orkustofnunar
sést að innflutningur á bensíni og
dísilolíu jókst um 15-16% frá 2015
til 2018. Það er alls ekki hægt að
segja að aðlögunin byrji vel og fátt
sem bendir til þess að snúningur
niður á við sé hafinn.
Stór áform stjórnvalda eru um
rafbílavæðingu. Sumir eru há-
stemmdir og tala um byltingu í
samgöngum landsmanna. En frá
2015 hefur fólksbílum sem ganga
fyrir bensíni eða olíu fjölgað úr 223
þús. í 252 þús. árið 2018. Tvíorku-
eða hreinir rafbílar hafa farið frá
því að vera 3.200 2015 í 14.400 á
síðasta ári. Hlutfallslega voru þeir
tæplega 6% fólksbílaflotans.
Einfalt raunsætt mat segir að
markmiðið um 30% samdrátt í los-
un til ársins 2030 náist alls ekki
með þessu áframhaldi. Raunin er
sú að losun Íslands á gróðurhúsa-
lofttegundum hefur haldið áfram
að aukast frá því að Parísarsam-
komulagið var undirritað. Fallegt
tal og það sem kallast samþætting
loftslagsmála í alla stefnumörkun
virðist ekki duga til. Hér þarf að
grípa til miklu róttækari aðgerða.
Rafbílavæðingin næst ekki nema
með mun beittari efnahagslegum
hvötum, tvöföldun eldsneytisverðs
eða hreinlega banni við innflutn-
ingi á nýjum bílum sem knúnir er
af jarðefnaeldsneyti. Eða þá að
leggja á ofurtolla. Þá fyrst fer
neytandinn að leita lausna sem
gagnast loftslaginu. Slíkar leiðir
þykja samt varla raunhæfar því
þær koma við kaunin á margvís-
legum hagsmunum fólks og fyrir-
tækja, ekki síst ferðaþjónustunnar
sem er mjög olíudrifinn atvinnu-
vegur.
Góður ásetningur einn
og sér dugar ekki
Úlfakreppa segi ég, því ef mark-
miðið um samdrátt í losun næst
ekki fyrir 2030 er til hjáleið þar
sem við getum keypt okkur frá
vandanum með uppkaupum á los-
unarheimildum. Flestir spá því að
verð þeirra muni hækka stórlega
þegar nær dregur uppgjöri eftir
rúm 10 ár. Þau útgjöld ríkis, þ.e.
skattgreiðenda gætu í versta falli
numið hundruð milljarða.
Í annarri grein verður auk ann-
ars fjallað um hitt stóra verkefnið í
átt að kolefnishlutleysi, það er
bindingin og vandræði stjórnvalda
sem blasa nú við að ná fram mark-
miðum sínum.
Eftir Einar
Sveinbjörnsson »Einfalt raunsætt mat
segir að markmiðið
um 30% samdrátt í los-
un til ársins 2030 náist
alls ekki með þessu
áframhaldi.
Einar Sveinbjörnsson
Höfundur er veðurfræðingur hjá
Veðurvaktinni ehf.
Úlfakreppa Parísarsamningsins
Sjálfsónæmis-
sjúkdómurinn psori-
asis er harður hús-
bóndi. Ekki síst
þegar psoriasisliðgigt
leggst á fólk. Ekkert
líffæri er óhult fyrir
gigtinni. Snemmbúin
greining og góður að-
gangur að heilbrigð-
isþjónustu eru lykil-
atriðin varðandi betri
líðan. Ég vona að þið hafið lesið
rétt; ekki bata! Hann er ekki enn í
augsýn en margt hefur áunnist!
Við psoriasissjúklingar erum
stöðugt í langhlaupi, alls ekki
spretthlaupi. Líðan okkar markast
ekki eingöngu af útbreiðslu út-
brota heldur miklu frekar þeirri
andlegu raun sem fylgir sjúkdómn-
um. Ég hef haft sjúkdóminn í tæp
áttatíu ár og man vel hræðslu fólks
við bæði útbrotin og lyfin. Fyrstu
lyfin innihéldu mikla tjöru og lykt-
in var eftir því. Margir höfnuðu
mér um vinnu og fjölskyldan
fjandskapaðist við lyktina sem þau
fullyrtu að væri af psoriasis.
Gríðarmargt gott hefur áunnist í
áranna rás, þótt sorglegt sé að sjá
að sjúklingar í Afríku og Asíu og
e.t.v. víðar verða fyrir þessum
sömu fordómum. Spoex hefur
markvisst unnið gegn þessu alla
tíð. Félagið hefur rekið ljósameð-
ferð með góðum árangri sem sést
á að sjúklingar sækja lækningu ár-
um saman. Enda hefur gæfa okkar
verið frábært starfsfólk.
Stundum heyri ég úrtöluraddir;
að Ísland sé svo lítið að við höfum
ekkert fram að færa. Fátt er fjær
raunveruleikanum. Árið 1996 voru
Helgi heitinn Valdimarsson læknir
og Ingileif Jónsdóttir lífeindafræð-
ingur með fyrstu stóru erfðarann-
sókn á psoriasis í heiminum. Það
var fjölskylda undirritaðrar, rúm-
lega 100 manns, sem mætti; fjórir
ættliðir, en psoriasis hefur verið
áhrifavaldur í fjölskyldu minni í
a.m.k. fimm ættliði. Nú er þetta
undirstaðan að rannsóknum Ís-
lenskrar erfðagreiningar sem hef-
ur dyggilega haldið áfram heims-
sögulegum rannsóknum á
psoriasis.
Finnist orsök á
meingeninu eru öll lík-
indi þess að lækning á
fleiri og erfiðari sjúk-
dómum, svo sem MS,
sé í augsýn. Ég minnt-
ist áðan á lyfin, sem
voru óhentug og eyði-
lögðu fatnað, en nú eru
þau albestu lyf sem ég
hef reynt frá Kerecis,
en Baldur Tumi Bald-
ursson húðsjúkdóma-
læknir hefur þróað þau. Lyfin frá
Kerecis eru seld á alheimsmörk-
uðum og ég hef frétt á psoriasis-
ráðstefnum að þau séu algjör bylt-
ing.
Núverandi formaður Spoex er
Ingvar Ágúst Ingvarsson, ötull og
fær sómamaður, hann er einnig
varaformaður IPFA, alþjóðasam-
taka psoriasissjúklinga. Ekki lítil
upphefð fyrir okkur.
Hugarfarið skiptir öllu máli!
Ekki skammast ykkar fyrir út-
brotin eins og mér lærðist. Ég
fékk hvorki vinnu né að fara í nám
sem hugurinn stóð til. Látið at-
hugasemdir þeirra sem „allt“ vita
um sjúkdóminn eins og vind um
eyru þjóta. Ekki láta sjúkdóminn
drottna yfir þér!
Þið eruð ekki ein, við erum fjöl-
mörg, og eitt af því hrósverða í
starfsemi Spoex er samkomur á al-
þjóðapsoriasisdaginn. Þá höfum við
fengið færustu sérfræðinga sem
segja frá nýjungum og rannsókn-
um. Spurningar leyfðar á eftir.
Gríðarlega líflegar umræður
spretta og menn fara vísari um
sjúkdóminn og vonandi sjálfan sig
heim. Hugheilar þakkir til allra
sem lögðu hönd á plóginn. Sjáumst
29. október nk.
Alþjóðapsoriasis-
dagurinn
29. október
Eftir Ernu
Arngrímsdóttur
Erna Arngrímsdóttir
» Finnist orsök á
meingeninu eru öll
líkindi þess að lækning á
fleiri og erfiðari sjúk-
dómum, svo sem MS, sé
í augsýn.
Höfundur er sagnfræðingur.
Engin fuglategund
hefur verið rannsökuð
og vöktuð eins mikið
og rjúpan hér á landi,
og það með dyggileg-
um stuðningi og þátt-
töku veiðimanna. Frá
1995 hafa veiðimenn
lagt til tæpar 200
milljónir til rann-
sókna á henni. Þekk-
ing okkar á stofninum
væri ekki svipur hjá
sjón ef ekki hefði komið til þetta
framlag veiðimanna.
Oftast hefur vel tekist til í veiði-
stjórnun á rjúpu, ef frá er talin al-
friðun á rjúpu 2003-2004 og fækk-
un veiðidaga eftir það.
Ráðist var í miklar tilraunir með
fjölda leyfilegra veiðidaga árið
2003. Fyrst með friðun 2003/2004
og svo með fækkun veiðidaga úr
69 í þrepum allt niður í 9 daga.
Þessar tilraunir skiluðu eftirfar-
andi niðurstöðum:
Fjöldi veiðimanna er nokkuð
jafn milli ára, um 4.000 Íslend-
ingar stunda rjúpnaveiðar, fjöldi
sem hefur lítið breyst frá upptöku
veiðikortakerfisins 1995.
Með sölubanni minnkar heildar-
veiði úr 25% í 10% af hauststofni.
Það skiptir ekki máli hversu
marga daga veiðimönnum leyfist
að veiða, þeir munu upp til hópa
einungis sækja tæplega fjóra daga
(að meðaltali).
Svigrúmið til aukinna veiða hef-
ur þó farið minnkandi út af lægri
nýliðun, en áður gat nýliðunin
staðið undir 25% heildarveiði af
hauststofni.
Veiðistjórnunarmarkmiðið er því
að halda veiðitölum innan 10-15%
marka, þannig að veiðarnar hafi
ekki áhrif á náttúrulegar sveiflur.
Leyfður fjöldi veiðidaga hefur
engin áhrif á þann fjölda daga sem
menn ganga til veiða og engin
áhrif á meðalveiði pr. veiðimann.
Til að hafa áhrif á sókn með tak-
mörkun veiðidaga þyrfti að fara
niður fyrir fjóra daga.
Ofangreindar niðurstöður
mynda grunninn fyrir aðferða-
fræðina sem veiðistjórnun rjúpu
er nú byggð á. Ráðuneyti, NÍ,
UST, Skotvís og Fuglavernd eru
sammála um að þessi nálgun stuðli
að sjálfbærum veiðum.
Sveiflur rjúpna-
stofnsins eru nátt-
úrulegt fyrirbæri og
háð umhverfisþáttum,
áhugavert en ekkert
óvenjulegt. Örvænting
hreiðrar hins vegar
um sig þegar niður-
sveiflan hefst og þar
til botni er náð, áður
en uppsveiflan hefst
að nýju. Örvænting
þessi er afleiðing
þekkingarskorts, en
góðu fréttirnar eru
þær að þekking á
rjúpnastofninum hér á landi og
áhrifum veiða er bara nokkuð góð
og því óþarfi að örvænta um afdrif
stofnsins vegna veiða.
Til að gera langa sögu stutta:
Rúpnahámörk áttu sér stað
1955, 1965, 1975, 1986, 1998, 2005,
2010, 2015, 2018.
Hámörkin hafa farið lækkandi,
þ.e. topparnir eru ekki eins háir
og þau ár sem menn vilja gjarnan
miða við (1955 og 1986).
Meginstýribreyta fyrir sveiflum
eru afdrif ungfugls á fyrsta ári
(80% hausstofns), sem umpólerast
reglulega (vegna heilsufarsþátta).
Heildarvetrarafföll ungfugls um-
pólerast reglulega úr 78% (upp-
sveifla) í 89% (niðursveifla).
Meginstýribreyta fyrir há-
mörkum er viðkoma að sumri og
fjöldi ára sem afdrif ungfugls er
„á réttunni“.
Viðkoma að sumri hefur fallið
um 20%. Úr 8,2 ungum/hænu (að-
dragandi hámarks 1986) í 6,6
unga/hænu (aðdragandi hámarks
2018).
Hauststofn 2018 taldi um
1.000.000 fugla, næstmesta stofn-
stærð frá 1986. Það sem hefur
gerst á undanförnum tveimur ára-
tugum er að 20% lakari viðkoma
að sumri gerir út um vonir um að
sjá hámörk í líkingu við 1986 (1,5
milljón fugla), hvað þá 1955 (2
milljónir fugla).
Það athyglisverða við 2018-
hámarkið er að í 11 ára aðdrag-
anda hámarksins voru nánast sam-
felld skilyrði fyrir uppsveiflu (frá
2007) sem dugði samt ekki til að
lyfta hámarkinu upp fyrir fyrri há-
mörk. Skýringin er lægri viðkoma
sem hægir á öllu ferlinu. Lægri
viðkoma þýðir einfaldlega að
stofninn stendur undir lægri afföll-
um en áður, þannig að í stað þess
að umpólast (úr niðursveiflu í upp-
sveiflu og öfugt) við 86% afföll, þá
á umpólun sér stað við 82% afföll
m.v. núverandi nýliðun. Þetta þýð-
ir að svigrúmið til sjálfbærrar nýt-
ingar hefur minnkað sem þessu
nemur.
Þessi vinna sem er byggð á
nærri 40 ára gagnasafni hefur
varpað ljósi á samband rjúpn-
astofnsins og veiða og hafa veiði-
menn haft frumkvæði að samstarfi
sem leitast við að rannsaka og
upplýsa um raunveruleg áhrif
veiða.
Meginskilaboðin eru þessi:
Meðan viðkoman var betri á ár-
unum fyrir 2003 var óhætt að
veiða 25% af stofninum áður en
veiðar fóru að hafa áhrif á nátt-
úrulegar sveiflur. Með lægri við-
komu hefur svigrúmið minnkað og
því er ekki lengur í lagi að veiða
25% af stofninum. Með sölubanni
til að stemma stigu við magnveiði
hefur tekist að ná hlutfallinu niður
í 10%.
Miðað við þessar aðstæður er
engin hætta á að veiðar hafi áhrif
á náttúrulegar sveiflur.
Stofninn núna í haust er jafn-
stór stofninum 1998 en þá var
ekkert sölubann og leyft var að
veiða í 69 daga. Heildarveiðin var
159.188 rjúpur. Þær veiðar höfðu
engin áhrif á stofnsveiflu rjúp-
unnar.
Í ár eru leyfðar veiðar í 22 daga
í nóvember og sölubann er á
rjúpu. Áætluð veiði um 50-60.000
fuglar.
Lagt er til að veiðar fari ekki
upp fyrir 10%, eða 73.000 fugla.
Áhættan af þessari fjölgun
veiðidaga er því hverfandi.
Skotveiðimenn, ábyrgð okkar er
mikil. Stundum ábyrgar og hófleg-
ar rjúpnaveiðar í haust.
Sjálfbærar rjúpna-
veiðar til framtíðar
Eftir Áka Ármann
Jónsson »Engin fuglategund
hefur verið rann-
sökuð og vöktuð eins
mikið og rjúpan. Frá
1995 hafa veiðimenn
lagt til tæpar 200 millj-
ónir til rannsókna á
henni.
Áki Ármann
Jónsson
Höfundur er líffræðingur
og formaður Skotvís.