Morgunblaðið - 29.10.2019, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2019
✝ Anna Krist-jánsdóttir var
fædd á Akureyri
16. október 1932.
Hún lést 28. sept-
ember 2019 á
hjúkrunarheim-
ilinu Hrafnistu í
Hafnarfirði.
Hún var dóttir
hjónanna Sigur-
laugar Magnús-
dóttur og Kristjáns
Stefánssonar, sem bæði voru
fædd á Fáskrúðsfirði. Anna var
elst fimm systkina.
Eiginmaður Önnu var Bjarni
Guðjón Bjarnason, f. í Vest-
mannaeyjum 3. janúar 1926.
Hann lést á Hrafnistu í Hafn-
arfirði 12. apríl. 2015.
Anna og Bjarni eignuðust
fjögur börn. Þau
eru 1) Sigurlaug
Kristín, f. 11. októ-
ber 1953, gift
Þresti Haraldssyni
Eyvinds. Þau eiga
synina Harald Ey-
vinds og Bjarna Ey-
vinds 2) Guðrún
Bjarney, f. 18.
nóvember 1954,
gift Viðari Hall-
dórssyni. Þau eiga
synina Arnar Þór, Davíð Þór og
Bjarna Þór. 3) Bjarni Guðjón, f.
2. júní 1960. Bjarni á soninn Ing-
ólf og systurnar Önnu Brá og
Birnu Ragnheiði með fyrrver-
andi eiginkonu sinni, Helgu Ing-
ólfsdóttur. 4) Anna María, f. 11.
ágúst 1968, gift Kristbirni Ósk-
arssyni.
Hetjan hún móðir okkar, Anna
Kristjánsdóttir, kvaddi sitt jarð-
neska líf 28. september 2019.
Hún er nú komin í sumarlandið
eilífa gegnum víddirnar til móts
við þá sem hún elskaði mest og
hafa kvatt. Þessi kona var hetja
með stórum stöfum í gegnum allt
sitt líf en það fyrsta sem hún
þurfti að lifa með var bróður-
missir ung að árum norður á
Akureyri þar sem hún ólst upp. Í
gegnum árin kom þetta oft til
tals og alltaf á ferðum okkar
norður á Húsavík til að heim-
sækja Önnu Maríu, yngstu syst-
ur, og Kristbjörn mág var komið
við í Akureyrarkirkjugarði og
leiði Rafns heimsótt en þetta var
henni mikill harmur í hjarta alla
tíð. Mamma var hagsýn í heim-
ilishaldinu og ég man aldrei eftir
að okkur systkin vanhagaði um
neitt þótt ekki væri af miklu að
taka og hún var mikið ein með
okkur systkinin en pabbi var oft
á sjónum í löngum útiverum.
Reglusemi og stundvísi voru
stórar setningar í uppeldinu þeg-
ar hún rétti manni kaldan þvotta-
pokann á morgnana ef vekjara-
klukkan hafði hringt út og maður
ekki komin á lappir og skólinn og
kennarar væntu nærveru manns
og maður hafði verið úti í bílskúr
á Sléttahrauninu með brotinn
gírkassa í hjólinu eða á hljóm-
sveitaræfingu eða í bílaviðgerð-
um fram á nótt en þetta var allt
umborið hjá mömmu Önnu og
meira að segja var litið fram hjá
pínulitlu fikti með áfengi á ung-
lingsárum. Fyrsta fiktið var á
skólaballi, maður var gripinn í
dyrunum með lykt og leiddur til
skólastjóra sem var frábær mað-
ur en þurfti samt að hringja í for-
eldra og náði sambandi strax,
lýsti aðstæðum, átti nokkur orð
við mömmu og vildi að maður
yrði sóttur, lagði svo á, var hugsi
og sagði svo við mig: þú átt að
labba heim. Þetta voru bein fyr-
irmæli frá mömmu til skólastjóra
takk! Svona var mamma og eftir
þetta varð reglan einföld að ef
átti eitthvað að fara að fá sér í
glas þá fékk maður sér heima áð-
ur en lagt var í hann. Anna Krist-
jáns vildi sjá ástandið á vina-
hópnum áður en lagt var af stað
og félagarnir voru næstum
skikkaðir til að koma til baka á
Sléttahraunið svo taka mætti
nafnakall og allir væru heilir. Á
sunnudögum var maður svo vak-
inn með nautasteik eða læri,
mömmu munaði ekki um það
frekar en að keyra Önnu Maríu
systur í skólann til Reykjavíkur á
hverjum virkum degi í öllum
veðrum í mörg ár og sækja
pabba á öllum tímum sólar-
hringsins þegar skipin sem hann
sigldi á voru að koma til landsins,
nei mömmu munað ekki um neitt.
Anna María og Kristbjörn komu
suður áður en þú kvaddir, elsku
mamma, og söknuðurinn er mik-
ill. Við ræddum margt seinustu
árin, mamma mín, og þið pabbi
voruð frábærir foreldrar og
amma og afi, góð öllum ykkar
barnabörnum og ykkar verður
sárt saknað. Ég á eftir að sakna
þín, elsku mamma mín, þú varst
einstök kona og mín hetja. Ég vil
þakka góðu starfsfólki á Hrafn-
istu í Hafnarfirði fyrir frábæra
umönnun og hlýju í garð móður
okkar þau ár sem hún var búsett
á Hrafnistu.
Bjarni G. Bjarnason,
Anna María Bjarnadóttir,
Kristbjörn Óskarsson.
Tengdamóður minni kynntist
ég um 1969. Ég hafði þá kynnst
núverandi eiginkonu minni Sig-
urlaugu. Fór að koma af og til inn
á snyrtilegt heimili þeirra í Fells-
múla tvö. Þar á fjórðu hæð í
lyftulausu húsi bjó þessi kjarna-
kona með börnunum sínum fjór-
um og eiginmanni, sem sjaldnast
var heima. Sjómaður á milli-
landaskipi. Það var ekki alltaf
auðvelt að fara með börnin og
innkaupin upp á fjórðu hæð. En
Anna kvartaði aldrei.
Hún tók mér strax afar vel.
Það spillti ekki fyrir að vera af
sjómannsfólki kominn. Milli okk-
ar Önnu var ávallt góður og
hnökralaus vinskapur, enda bar
ég mikla virðingu fyrir þessari
öflugu konu.
Anna var sjómannskona og
stolt af því. Hún hafði þessi
sterku bein sem sjómannskonur
þurfa að hafa til þess að reka
heimili meðan eiginmenn þeirra
eru á sjó, jafnvel mánuðum sam-
an án þess að koma heim. Á fyrri
tímum var ekki alltaf auðvelt að
ná sambandi við þá um fjarskipti.
Þá þurfti hún ein að taka ákvarð-
anir, standa föstum fótum, skipu-
leggja, framkvæma og ráðstafa.
Það fórst henni vel úr hendi.
Anna stundaði nám við
Húsmæðraskólann á Hallorms-
stað. Þegar kom að heimilis-
rekstri þá bar heimilið þess
merki að þar bjó myndarleg hús-
móðir. Það var notalegt að koma
heim til þeirra Önnu og Bjarna.
Heimilið fagurt, umvafið ást og
alúð. Barnabörnunum þótti ekki
slæmt að koma í heimsókn til
ömmu og afa, enda fannst þeim
gaman að fá barnabörnin í heim-
sókn og dekruðu við þau. Oftar
en ekki var til eitthvert góðgæti í
skálum, ef vel var að gáð.
Húsmóðurstarfið var aðalstarf
Önnu, en þegar börnin fóru að
tínast að heiman til að stofna sín
eigin heimili og fjölskyldur, þá
fór Anna einfaldlega út að vinna.
Hún sagðist nú ekki ætla að sitja
heima aðgerðalaus allan daginn.
Um árabil vann hún hjá Þorvaldi
í Síld og fisk ásamt yngstu dóttur
sinni Önnu Maríu.
Anna hefur nú fengið lang-
þráða ósk sína uppfyllta sem er
að fá að fara til fundar við Bjarna
sinn. Því fyrr því betra sagði hún
gjarnan, orðin södd lífdaga. En
það er ekki okkar á þessari jörð
að ákveða brottfarardaginn, það
vissi Anna. Því beið hún þolin-
móð í góðu atlæti á Hrafnistu,
fullviss þess að Bjarni tæki á
móti henni þegar kallið kæmi.
Nú hefur kallið komið og hún
lögð af stað.
Starfsdegi Önnu er lokið.
Bjarni bíður hennar. Hún er lögð
af stað og ætlar sér ekki að vera
of sein. Það var ekki háttur Önnu
að mæta of seint.
Þröstur Haraldsson Eyvinds.
Við amma vorum vinkonur.
Þegar ég fæddist var amma
hætt að vinna og afi hættur á
sjónum og kominn á eftirlaun.
Saman pössuðu þau mig fyrstu
árin og eftir að ég byrjaði á leik-
skóla fékk ég líka að vera hjá
þeim þegar ég var veik og líka
dag og dag og hvíla mig frá leik-
skólanum. Afi gaf mér grjóna-
graut og slátur og allan góðan
heimilismat og við amma gátum
alltaf fundið okkur eitthvað
skemmtilegt að gera. Þegar ég
byrjaði í skóla var líka stutt að
fara til ömmu og afa eftir skóla
og stundum komu skólasystur
mínar með mér í kaffi til þeirra.
Amma var alltaf vel til höfð og
heimilið hennar alveg tandur-
hreint. Það var allt í röð og reglu
hjá henni og ekki verið að slugsa
með neitt.
Við gerðum svo margt saman,
eins og að skreppa í búðir og
heimsóknir og spila ólsen á svöl-
unum á Hringbrautinni. Svo
horfðum við á allar Elvis Prest-
ley-myndirnar, mörgum sinnum.
Þú hefur alltaf verið stór hluti af
mínu lífi og við vorum alltaf svo
góðar vinkonur og síðustu árin
þín á Hrafnistu þá fannst þér enn
þá gaman að skreppa í búðir eða
á kaffihús.
Og þú hugsaðir svo vel um
Önnu Maríu sem er svo sjálfstæð
og dugleg þrátt sína fötlun vegna
þess að þú kenndir henni svo
margt alveg eins og þú kenndir
mér allskonar um lífið og til-
veruna.
Ég er svo þakklát, amma mín,
fyrir það að við vorum alltaf svo
góðar vinkonur og fyrir allt sem
þið afi gerðuð fyrir mig.
Elsku amma mín, þú ert best
og ég gleymi þér aldrei.
Þín sonardóttir,
Birna Ragnheiður
Bjarnadóttir.
Anna
Kristjánsdóttir
✝ AðalheiðurHalldóra Gísla-
dóttir fæddist 31.
mars 1926 á Hofs-
stöðum í Garðabæ.
Hún lést á Land-
spítalanum í
Reykjavík 29. sept-
ember 2019.
Foreldar hennar
voru Gísli Jak-
obsson f. 21. nóv-
ember 1882 í
Skátabúðum, Gnúpverjahreppi,
d. 23. febrúar 1962, og Sigrún
Sigurðardóttir, f. 29. desember
1887 á Vífilsstöðum í Garða-
hreppi, d. 24. desember 1977.
Halldóra var næstyngst í röð
þeirra er Aðalheiður Kristjáns-
dóttir grunnskólakennari, f.
1963, maki hennar Haukur
Bergmann tölvunarfræðingur,
f. 28. október 1959, d. 29. desem-
ber 2017. Börn þeirra: Kristján
Haukur Bergmann f. 1992 (and-
vana fæddur), Halldóra Rún
Bergmann, f. 30. ágúst 1993,
Þóra Lilja Bergmann, f. 8. ágúst
1995, og Hekla Lind Bergmann
f. 10. febrúar 1999.
Halldóra hóf nám við Verzl-
unarskóla Íslands. 1944, 18 ára
að aldri, gerðist hún gjaldkeri
hjá Kristjáni Gíslasyni og vann
þar í 18 ár. 1961 til 1962 vann
hún í mötuneyti á Reykhólum.
Hún var einnig skólaliði í Kárs-
nesskóla og húsfreyja í Kópa-
vogi.
Síðustu tvö árin dvaldi hún á
Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.
Útför Halldóru fer fram frá
Garðakirkju á Álftanesi í dag,
29. október 2019, klukkan 13.
fimm systra; Þær
eru Sigurlaug
Gísladóttir, f. 28.
maí 1918, d. 28. jan-
úar 2010; Sigríður
Gísladóttir, f. 20.
febrúar 1921, d. 6.
janúar 2012; Guð-
rún Gísladóttir f. 9.
september 1923, d.
28. maí 2008; Sess-
elja Gísladóttir f.
21. ágúst 1927, d.
26. mars. 1988.
3. desember 1954 kvæntist
Halldóra Kristjáni Ebenezers-
syni, f. í Tungu, Valþjófsdal í
Önundarfirði 20. maí 1924, d.
16. september 2007. Dóttir
Nú ertu búin að kveðja, elsku
frænka og móðursystir mín, eftir
mörg viðburðarík ár á langri ævi.
Þar með er gengin kynslóðin sem
ólst upp á sveitabæ á jörð í ná-
grenni höfuðborgarinnar í Garða-
hreppi sem er nú kjarninn í
Garðabæ. Dóra var fædd á Hofs-
stöðum og ólst upp í hópi fimm
systra.
Dóra hafði gaman af því að rifja
upp fortíðina og var vel minnug á
mannlífið í sveitinni frá fyrri tíð.
Hún sagði mér oft skemmtilegar
sögur úr sveitinni og brá upp lif-
andi myndum af nágrönnum sem
eru fyrir löngu horfnir af sviðinu.
Margar sögur voru til af sendi-
ferðum milli bæja og oft minntist
hún þess þegar afi minn fór í
göngur ríðandi austur yfir heiði
og kom ásamt fleirum með safnið í
Hafravatnsrétt eftir fáeina daga.
Það var einnig til skemmtileg
saga um heyskap á Kjóavöllum og
vandræðin með fararskjóta. Dóra
var mikil bóndakona í sér og lét
annt um landið og húsdýrin.
Margar sögur kunni Dóra af
breska herliðinu sem kom til
landsins í maí 1940, sumar alvar-
legar en flestar spaugilegar. Her-
liðið sýndi stundum yfirgang þeg-
ar það var í heræfingum og óð yfir
sveitabæina með sínum hertólum.
En þeir áttu líka aðra mýkri hlið
svo sem þegar kaldir og aumkun-
arverðir unglingar í herliðinu
komu heim að Hofsstöðum og
báðu ömmu um mjólk að drekka
sem var góðfúslega veitt.
Leið Dóru til menntunar lá í
verslunarskólanám og glímuna
við tölur sem hún var glögg á alla
ævi. Hún réði sig til gjaldkera hjá
stórkaupmanni í Reykjavík en eft-
ir að hún kynntist Kristjáni manni
sínum byggðu þau hús við
Borgarholtsbraut í Kópavoginum,
ólu upp Heiðu dóttur sína og
bjuggu þar alla ævi. Dóra var
ávallt nálæg fósturjörðinni og
ræktaði tré alla tíð, frá veikburða
sprotum til risatrjáa, fyrst í afgirt-
um reitum í Hofsstaðalandinu og
síðar í sumarbústaðalandinu sínu,
Ásabóli í Hrunamannahreppi.
Í Ásaból var alltaf ævintýri að
koma því þar var heitt vatn leitt í
hús úr borholu og útbúin var laug,
þar sem bæði krakkar og fullorðn-
ir skemmtu sér og voru alltaf vel-
komnir.
Dóra var afskaplega hlý en
ákveðin persóna og tók alltaf vel á
móti fólki ungu jafnt sem öldnu.
Að heimsækja hana þýddi undan-
tekningalaust að manni var boðið
að setjast til borðs, lagað var gott
kaffi og heimabökuð jólakaka
fylgdi með hið minnsta, ásamt
umræðu um landsins gagn og
nauðsynjar. Þannig naut ég þeirr-
ar ánægju að heimili hennar var
fastur viðkomustaður hjá mér hin
seinni ár. Dóra var heilsugóð alla
tíð og létt á sér. Það var aðeins hin
síðustu ár sem bar á því að hún
gat dottið í sínum daglegu göngu-
túrum í félagskap Jasmínar. Sér-
staklega í hálku. En hún stóð allt-
af upp, harkaði af sér fallið og
jafnaði sig. En núna stendur hún
Dóra ekki aftur upp, heldur skilur
eftir sig óteljandi liðnar gleði-
stundir, blessuð sé minning henn-
ar.
Stefán Sólmundur (Stebbi).
Halldóru Gísladóttur eða Dóru
eins og hún var ætíð kölluð kynnt-
ist ég fyrst fyrir alvöru upp úr
1960 þegar Kristján, móðurbróðir
minn og maður Dóru, vann við
smíðar á Reykhólum. Þar var hún
líka starfsmaður við barnaskólann
einn vetur þegar verið var að
byggja húsið á Borgarholtsbraut
29. Þegar ég á menntaskólaárum
mínum fór að vinna fyrir sunnan á
sumrin varð heimili þeirra Stjána
og Dóru á Borgarholtsbrautinni
mitt annað heimili og þau nánast
eins og foreldrar mínir og Heiða
eins og systir. Og þegar við Ásta
hófum búskap fengum við lánuð
húsgögn og fleira sem þau Stjáni
voru hætt að nota. T.d. litla sófann
sem nú er í Ásabóli, sælureit
Dóru. Þar átti ég líka margar
ógleymanlegar stundir: við að
setja niður pottinn, grafa fyrir
skeifunni, setja upp sturtuklefa og
tröppur með Reyni að ógleymdu
skógarhöggi. Og þegar við fórum
til náms í Noregi var hún umboðs-
maður okkar gagnvart Lánasjóði
íslenskra námsmanna og það var
ekki alltaf einfalt. Dóra var ótrú-
lega atorkumikil alla tíð. Gestrisni
hennar var ótrúleg. Hún bakaði
bestu jólakökur sem ég hef
smakkað og þó að ég hafi fengið
uppskriftina tekst mér ekki að
endurskapa það sem hún gerði.
Þessi gestrisni hennar birtist í
hvert skipti sem ég heimsótti
hana á Sunnuhlíð. Þá var alltaf
eftir að hún hafði heilsað mér
spurt: Eiríkur, á ég ekki að hella
upp á kaffi? Hún stofnaði til jóla-
boða í fjölskyldunni þar sem spil-
að var púkk með miklum tilþrifum
og tilheyrandi köllum. Fastur lið-
ur á aðfangadag hjá mér og börn-
um mínum var að fara í heimsókn
á Borgarholtsbrautina til að hitta
Dóru, fá kökur og þá fyrst gátu
jólin komið. Dóra var mér eins-
konar mamma og börnum mínum
amma og ég á henni ótrúlega mik-
ið að þakka, ekki bara umhyggj-
una sem hún sýndi mér og mínum
heldur líka viðhorfin, alúðina og
umhyggjuna sem hún sýndi öll-
um. Börnin mín voru aldrei viss
um hvort hún væri amma eða
hvað. Hún var bara þarna. Síðustu
árin var Dóra vegna sjúkdóms
horfin aftur að Hofstöðum þar
sem hún ólst upp. Þú talaðir oft
um að það væri skrítið að vera ein
eftir, en þú varst ekki ein eftir, við
sem þekktum þig erum hér og
vonandi tekst okkur sem eftir lif-
um að koma einhverju af þínum
viðhorfum til komandi kynslóða.
Innilegar samúðarkveðjur frá
okkur Ástu og börnum okkar til
Heiðu, Halldóru, Þóru og Heklu.
Eiríkur Jensson.
Þegar ég kynntist Gísla minnt-
ist hann strax á uppáhaldsfólkið
sitt. Það voru auðvitað Dóra og
Stjáni. Ég var spennt að hitta
þetta dásemdarfólk. Þegar það
gerðist skildi ég hvað hann átti
við. Þau voru bara yndisleg. Þeg-
ar Silla fæddist eignaðist hún
strax þetta sama uppáhaldsfólk.
Stjáni lést fyrir þónokkrum árum
og nú er Dóra okkar farin. Ásaból
hafði mikið aðdráttarafl fyrir alla í
fjölskyldunni ekki síst börnin.
Þangað var alltaf gaman að koma.
Dóra var alltaf til í sprell og
krakkarnir elskuðu það og við
líka. Eins og Silla segir var Dóra
alltaf svo glöð og góð. Allar
skemmtilegu minningarnar um
Dóru koma upp í hugann og hlýja
manni. Við á Mánagötunni þökk-
um samfylgdina. Elsku Heiða og
dætur, innilegustu samúðarkveðj-
ur til ykkar.
Gísli, Katrín Guðrún (Æja)
og Sigurlaug (Silla).
Dóra var næstyngst fimm
systra sem allar voru fæddar og
aldar upp á Hofsstöðum í Garða-
hreppi.
Dóra var fædd 1926, mamma
mín Sigurlaug var elst, fædd 1918,
Gunna var næstelst, fædd 1923,
svo kom Sigga, fædd 1921, Dóra,
fædd 1926, og yngst var Silla,
fædd 1927.
Amma mín Sigrún sem ég er
skírð í höfuðið á og afi Gísli eign-
uðust einnig son en hann dó
vöggudauða í sama mánuði og
hann fæddist 1925. Systurnar
urðu allar langlífar nema Silla,
sem lést úr krabbameini sextug.
Dóra var hlý og góð kona en
fyrst og fremst var hún skemmti-
leg og var alltaf að segja skemmti-
legar sögur. Hún elskaði að segja
sögur frá gamalli tíð þegar þær
systur voru að alast upp á Hofs-
stöðum.
Dóra sagði oft frá því þegar
þær systur voru að ná í kýrnar og
það þurfi að fara austur fyrir læk
til að finna þær. Yngstu stelpurn-
ar fengu oftast ekki að fara með
svo langt, þær þurftu að halda sig
heima við. En í þetta sinn sagði
Gísli faðir þeirra: „Dóra, þú kem-
ur með austur fyrir læk.“ En Silla
fékk ekki að fara með yfir lækinn
og stóð eftir hágrátandi. Þegar
Dóra sagði frá þessu lýsti hún til-
finningunni yfir því að litla systir
var skilin eftir en hún fékk að fara
með! Það hlakkaði í henni! Hver
kannast ekki við þá tilfinningu?
Á jólum var alltaf spilað púkk
þegar Dóra var með. Í eitt skipti
gekk mér ekki svo vel og varð
nokkuð leið og læsti mig inni á
klósetti. Dóra fann náttúrlega á
sér hvað var að gerast og bankaði
og fékk mig til baka í spilið. Svona
var Dóra, hún hafði tilfinningu
fyrir hlutunum. Henni var annt
um öll okkur frændsystkinin. Hún
var vinur okkar og við gátum öll
talað við hana um alla hluti,
skemmtilega en einnig erfiða
hluti. Ein af síðustu minningum
mínum um Dóru var þegar ég ætl-
aði mér að læra að prjóna klukku-
prjón.
Dóra var mikil og fær prjóna-
kona og hefur mér sjálfri fundist
mjög gaman að prjóna. Þar sem
ég hef ekki verið búsett á Íslandi
síðustu rúmlega tuttugu ár hef ég
ekki haft mömmu eða neina
frænku nálægt mér til að ráðfæra
mig við þegar ég stranda í ein-
hverri uppskrift. Ég ætlaði að
prjóna húfu með klukkuprjóni úr
lopa. En klukkuprjón hafði ég
aldrei prjónað. Ég átti erfitt með
að finna út úr þessu prjóni. Ég
kíkti á uppskriftir, horfði á You-
tube en ekkert gekk. Ég átti bók-
aða ferð til Íslands um þetta leyti
og hugsaði með mér að ég yrði nú
bara að tala við Dóru og fá þetta á
hreint.
Og það gekk! Ég sat í sófanum
með Dóru og hún kenndi mér
klukkuprjón svo ég gat klárað að
prjóna húfuna. Þá var Dóra um
nírætt. Ég á enn prufuna sem hún
hjálpaði mér við svo ég veit að ég
get tekið upp prjónana aftur ef ég
vil prjóna klukkuprjón.
En nú er klukkan hennar Dóru
þögnuð, hún er búin að hringja út
í síðasta skipti og ég og við öll sem
þekktum hana kveðjum hana með
miklu þakklæti og allar þær syst-
ur sem voru mér og okkur frænd-
systkinum mikils virði.
Takk, Dóra, fyrir allt sem þú
hefur kennt mér, góðar minning-
ar og þann arf sem ég ætla að
reyna að koma áleiðis til minna
barna og þar með komandi kyn-
slóða.
Sigrún Hrönn Krist-
mannsdóttir Landvall.
Halldóra
Gísladóttir