Morgunblaðið - 29.10.2019, Side 18

Morgunblaðið - 29.10.2019, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2019 ✝ Ísak J. Guð-mann fæddist á Akureyri 16.12. 1927. Hann lést 15.10. 2019. Foreldrar: Jón Gíslason Guðmann, kaupm. og síðar bóndi á Skarði Ak- ureyri, f. 14.11. 1896, d. 3.9. 1958, og Guðlaug Ísaksd. Guðmann húsfr., f. 9.3. 1899, d. 2.11. 1968. Systkini Ísaks voru Gísli, f. 16.12. 1927, d. 9.6. 1980, maki Stefanía Jó- hannsd., og Rebekka Helga, f. 22.12. 1928, d. 8.6. 2015, maki Hermann Sigtryggss. Fóstur- bræður og systursynir Guð- laugar: Kristján Ísaks Valde- marss. f. 3.5. 1936, d. 6.9. 2011, og Elvar Þór Valdimarss. f. 17.3. 1941, d. 29.8. 2011. Ísak giftist Auði Þórhallsd. f. 19.2. 1935 hinn 26.12. 1953. Foreldrar hennar voru Þórhall- ur Antonss. bóndi og verkam. f. 17.5. 1895, d. 29.8. 1959, og Guðlaug Hólmfr. Jónasd. húsfr. og verkak. f. 10.10. 1901, d. 16.1. 1996. Börn Ísaks og Auð- ar eru: 1. Guðlaug Halla, f. 1953, gift Gunnlaugi Frí- mannss. Þeirra börn: a) Auður Karen, f. 1978, maki Stefán Þór Þeirra börn: a) Þórey Lísa Þór- isdóttir, f. 1995, maki James Pook. b) Trausti Lúkas, f. 2002. c) Breki Mikael, f. 2004. Ísak fæddist á Akureyri og ólst upp á Skarði fyrir ofan Ak- ureyri. Voru foreldrar hans þar með nautgripabúskap ásamt grænmetisræktun uns faðir hans lést 1958. Árið 1957 byggði Ísak hús gegnt Skarði og var nefnt Skarð II. Árið 2004 fluttu Ísak og Auður í Holtateig 16. Ísak varð stúdent frá MA árið 1948. Hann vann allan sinn starfsaldur hjá KEA, síðast sem aðalféhirðir. Hann var félagi í Oddfellowst. Sjöfn í 54 ár og einnig Rebekkust. Auði og sinnti þar öllum helstu trúnaðarstörfum. Hann var for- maður ÍBA frá 1964-1967 og aftur 1971-1979. Stundaði fim- leika, sund, þjálfaði sundfólk, var formaður Sundráðs Ak- ureyrar og oft mótsstjóri á sundmótum. Sat í stjórn KA 1952-1958 og var gerður að heiðursfélaga KA árið 1988. Var í byggingarnefnd Íþrótta- hallarinnar, í stjórn Félags hjartasjúklinga á Eyjafjarð- arsvæðinu og stjórn Náttúru- lækningafélags Akureyrar. Ísak stundaði blak íþróttina á meðan heilsan leyfði. Frístund- ir voru notaðar í garðrækt. Útför Ísaks fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 29. októ- ber 2019, klukkan 13.30. Péturss. Þeirra börn: Pétur Áki, Nökkvi Jón og Ka- sper Nói. b) Ása Katrín, f. 1981, maki Haddur Júl- íus Stefánss. Þeirra börn: Arnór Ísak, Atli Róbert og Andri Stefán. c) Aron Tjörvi f. 1996, maki Stein- unn Guðjónsd. 2. Kári, f. 1955, giftur Hrafnhildi Stefánsd. Þeirra börn: a) Ró- bert, f. 1978, maki Sigurveig Árnad. Þeirra börn: Árni og Hrafnhildur. b) Brynjar, f. 1983, maki Helga Kristín Jónsd. Þeirra börn: Dagur Snær og Kári Fannar. c) Ísak Kári, f. 1992, maki Hekla Sveinbjarnard. 3. Jón, f. 1958, giftur Örnu Þöll Arnfinnsd. Þeirra börn: a) Ísak, f. 1979, maki Louisa Isaksen. Þeirra börn: Mikael Máni, Kamilla Ýr, Emil Thor og Elmar Örn. b) Ír- is Elma, f. 1982, maki Daði Guðjóns. Þeirra börn: Árelía Dröfn og Benjamín Árni. c) Rakel, f. 1990. 4. Anna María f. 1966, fyrri eiginmaður Þórir Jón Guðlaugss. f. 1966, d. 14. desember 1995, seinni eig- inmaður Adam Traustas. Elsku pabbi minn, við höfum svo mikið að þakka þér og það er margs að minnast. Þú hefur alla tíð verið sá besti pabbi, tengda- pabbi, afi, tengdaafi og síðast en ekki síst langafi. Við eigum eftir að sakna þín mikið. Þó að við höf- um vitað að hverju stefndi þá er það samt sárt að kveðja. Alla tíð hefur þú verið tilbúinn að aðstoða okkur og hjálpa til hvenær sem á þurfti að halda, hvort sem það var við smíðar þegar við vorum að koma okkur upp húsnæði, passa barnabörnin eða eitthvað annað, þá voruð þið mamma alltaf tilbú- in. Þið jafnvel breyttuð ykkar áformum ef því var að skipta til að geta aðstoðað okkur. Mikið höfum við lært af þér, sem hefur reynst okkur gott veganesti í líf- inu og gerum okkar besta til að það fari áfram til okkar barna og barnabarna. Við kveðjum þig með þessu fallega ljóði, sem segir svo mikið. Föðurminning Englar Guðs þér yfir vaki og verndi pabbi minn vegir okkar skiljast núna, við sjáumst ekki um sinn. En minning þín hún lifir í hjörtum okkar hér því hamingjuna áttum við með þér. Þökkum kærleika og elsku, þökkum virðingu og trú þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir áttir þú. Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góð- leg var þín lund og gaman var að koma á þinn fund. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn. Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á braut gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem förunaut. Og ferðirnar sem fórum við um landið út og inn er fjársjóðurinn okkar pabbi minn. (Guðrún Sigurbjörnsdóttir) Við munum reyna að aðstoða mömmu eins og við getum. Vertu sæll, pabbi minn, og góða ferð. Við minnumst þín þegar við horf- um á stjörnurnar og vitum að þú fylgist með okkur. Þín dóttir og tengdasonur, Guðlaug og Gunnlaugur. Ár og dagar líða og nú er ég kveð kæran tengdaföður minn Ísak J. Guðmann reikar hugur- inn aftur í tímann. Ég man þegar ég kom í fyrsta skipti inn á heim- ili Auðar og Ísaks sem ung stelpa þar sem mér var mjög vel tekið og hefur verið alla tíð síðan. Ísak var kvikur og ljúfur mað- ur með jafnaðargeð en dulur á margt sem snéri að honum sjálf- um og gat verið fastur fyrir. Væri hann beðinn um hjálp af ein- hverju tagi var það auðsótt mál eins og þegar við Kári sonur hans keyptum gamla heimilið hans Skarð, Hamragerði 11. Þá eyddi Ísak ómældum tíma í að hjálpa okkur við að gera það að okkar heimili. Það var ekki laust við að örlít- ils kvíða gætti hjá mér að flytja svona alveg í nábýli við tengda- foreldra mína sem bjuggu hinum megin við götuna. Að sjálfsögðu var það alger óþarfi því yndislegt var að hafa þau svo nálægt okkur og gott að geta skroppið „yfirum“ og fengið sér kaffisopa hjá þeim. Kaffisoparnir hafa verið þó- nokkrir sem við höfum fengið okkur í gegnum tíðina og rætt öll heimsins mál, bæinn okkar Ak- ureyri, málefni líðandi stundar og svo blessaða pólitíkina en við vor- um nú ekki alltaf sammála þar. Stundum hafði ég hann tengda- föður minn nú grunaðan um að finnast ég tala heldur mikið ef mér lá eitthvað á hjarta. Ísak tók mikið af ljósmyndum og hafði unun af bókum og átti stórt og gott bókasafn. Einnig veitti það Ísak og Auði mikla ánægju að vinna í garðinum sín- um í Hamragerði 10 og ófáar voru stundirnar þeirra þar enda var garðurinn glæsilegur. Ísak safnaði öllu mögulegu og ómögulegu og átti mjög erfitt með að henda nokkrum sköpuð- um hlut, því vakti það ljúfa minn- ingu er ég fór að skrifborði hans eftir að hann dó til að ná mér í penna eða blýant, að þar lá blýantur sem lítið var eftir af nema oddurinn og strokleður en samt hægt að skrifa með honum. Oft dáðist ég að honum, komnum á efri ár þegar Akureyringar fóru að flokka, hvað það virtist honum eðlislægt, allt átti sinn rétta stað og ekkert svindl. Það er erfitt að minnast Ísaks, tengdaföður míns, án þess að hugsa líka um Auði en samfylgd þeirra hefur varað í tæp 70 ár og dáist maður að þeirra vegferð. Auður og Ísak fluttu fyrir nokkr- um árum í Holtateig og undu sér vel þar en söknuðu garðsins og skjólsins sem oft er í Hamra- gerði. Að leiðarlokum vil ég þakka þér, elsku tengdapabbi, fyrir Kára minn og allt sem snýr að mér og minni fjölskyldu og góða ferð inn í Sumarlandið. Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Þín tengdadóttir Hrafnhildur. Elsku afi er haldinn af stað inn í ferðalag eilífðarinnar. Þó að til- hugsunin um að hann sé horfinn á braut sé óbærileg yljum við sem eftir sitjum okkur við góðar minningar um frábæran afa og langafa. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að hafa átt einstaklega gott samband við ömmu og afa sem eru mér bæði svo kær. Afi var vel lesinn og klár maður, nákvæmur og vandvirkur og sinnti öllu vel sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var með fallegt bros, blik í augunum og hvítt dúnmjúkt hár. Afi var afar hlýr persónuleiki með góða nærveru, þrjóskur á köflum en alltaf sanngjarn. Í sumarfríinu okkar síðasta sumar náðum við Stefán og strákarnir okkar að eiga góðar stundir sam- an með þér og ömmu. Óteljandi góðar minningar eig- um við um þig, elsku afi, og eru þær okkur allar svo dýrmætar. Við munum varðveita þær allar í hjarta okkar um ókominn tíma. Þegar maður er barn er oft erfitt að skilja dauðann og ákváðum við að afi ætti sína stjörnu á himinhvolfinu. Litli 5 ára langafastrákurinn kíkir því á hverju kvöldi upp í himininn með bræðrum sínum og leitar að sindrandi stjörnunni hans lang- afa. Á þann hátt lifir minning afa í hjarta okkar allra. Góða ferð, elsku afi, við lofum og passa vel upp á elsku ömmu. Elskum þig. Auður Karen, Stefán Þór, Pétur Áki, Nökkvi Jón og Kasper Nói. Elsku besti afi, ég er svo þakk- lát fyrir allar stundirnar sem við höfum fengið með þér og ömmu og allar góðu minningarnar sem þið eruð búin að gefa mér og minni fjölskyldu. Það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn til ykkar og vera með ykkur því það var alltaf nóg um að tala, um- ræðuefnið var fjölbreytt og oft voru það íþróttir, skólamál og húsbyggingar ofarlega á baugi. Þú hafðir alltaf svo mikinn áhuga á því sem við vorum að taka okk- ur fyrir hendur og eru það frekar fjölbreytt verkefni síðustu mán- uði og ár. Áhugi þinn á okkur og strákunum okkar var ómetan- legu, þú varst alltaf með á hreinu hvernig þeim gekk í íþróttunum og í lífinu almennt. Maður kom aldrei að tómum kofunum þegar þurfti að leita góðra ráða, þú hafðir alltaf svör á reiðum hönd- um. Elsku yndislegi afi og langafi, við kveðjum þig með söknuði, takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur, við munum passa upp á ömmu fyrir þig, ég trúi því að þú vakir yfir okkur. Elskum þig, Ása Katrín, Haddur Júlíus, Arnór Ísak, Atli Róbert og Andri Stefán. Ísak J. Guðmann Elsku Sonja mín, eftir rúmlega 20 ára samfylgd er nú kom- ið að leiðarlokum. Þegar við Kristín fluttum í borgina og ég hóf störf í Ísaksskóla, tókst þú á móti mér og með okkur skapaðist vinátta sem Sonja Backman ✝ Sonja Backmanfæddist 26. ágúst 1938. Hún lést 5. október 2019. Út- för hennar fór fram 18. október 2019. ég mun aldrei gleyma og alltaf varðveita. Vinnudag- urinn var ekki full- komnaður nema við næðum að setjast og ræða verkefni dags- ins og svo í framhald- inu lífið og tilveruna. Af hverju við tengdumst svona sterkum vináttu- böndum veit ég ekki en þú varst alltaf full visku og væntumþykju og fyrr en varði varstu, eins og þú sagðir sjálf hlæjandi, orðin „mamma mín í Reykjavík“. Betri lýsingu á sambandi okkar hefði ekki verið hægt að finna. Fimm árum síðar þegar dóttir okkar fæddist kom ekkert annað til greina en að skíra hana í höf- uðið á ömmum sínum þremur, Helgu, Helgu og Sonju. Síðar þegar þú varst hætt að vinna í Ísaksskóla héldum við þó alltaf sambandi og heimsóknir í Fjölnisveginn urðu fastir liðir í lífi fjölskyldunnar. Stelpurnar að syngja jólalög fyrir ykkur á Fjöln- isveginum og spila við Lilju, við að spjalla um Ísaksskóla í eldhúsinu og Kristín og Birgir að horfa á Arsenal frammi á gangi er minn- ing sem við tengjum öll við desem- ber. Það verður skrítið að fara inn í vetrarmánuðina vitandi að þess- um tíma er lokið. Eftir lifa fallegar minningar okkar allra um yndisleg hjón og glæsilega konu með einstakt hjartalag sem með góðu fordæmi og duldum/óbeinum leiðbeining- um, gerði okkur að betri mann- eskjum. Takk fyrir allt, elsku Sonja, betri mömmu, tengdamömmu, og ömmu „í Reykjavík“ er ekki hægt að hugsa sér. Við sendum Familia Fjölnis okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Missir ykkar er mikill. Matthías (Matti), Kristín, Helga Sonja og Unnur María. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AXEL SÖLVASON, áður til heimilis í Hraunbæ 44, Reykjavík, lést á Hrafnistu þriðjudaginn 15. október. Jarðarförin fer fram frá Lindakirkju Kópavogi miðvikudaginn 30. október klukkan 11. Axel Sölvi Axelsson Guðrún Harðardóttir Sigrún Axelsdóttir Sigurður Viggó Grétarsson Ragnar Guðni Axelsson Björk Hreiðarsdóttir Bergur Axelsson Jóna Guðrún Ívarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elsku hjartans eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, SIGURÐUR M. SIGURÐSSON veitingamaður, Kvíholti 12, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum föstudaginn 25. okt. Birna Barkardóttir Gilbert Sigurðsson Fannar Már Sigurðsson Guðrún Guðmundsdóttir Kristín Ösp Sigurðardóttir Daníel Baldursson barnabörn og systkini hins látna Elskulegur faðir minn, afi og bróðir, GUÐMUNDUR HAUKUR SIGURSTEINSSON Hverfisgötu 106a, Reykjavík, lést á heimili sínu mánudaginn 21. október. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju föstudaginn 1. nóvember klukkan 14. Helga Nanna Guðmundsdóttir barnabörn Guðfríður Sigursteinsdóttir Brynhildur Sigursteinsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERNA KRISTJÁNSDÓTTIR frá Hnjúki, Skíðadal, sem lést fimmtudaginn 17. október, verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju föstudaginn 1. nóvember klukkan 13.30. Jarðsett verður í Vallakirkjugarði. Margrét B. Kristinsdóttir Haukur S. Valdimarsson Snorri R. Kristinsson Rannveig Guðnadóttir Ingibjörg R. Kristinsdóttir Jón Þórarinsson Kristjana S. Kristinsdóttir Jón Þ. Baldvinsson ömmu- og langömmubörn Okkar elskulegi ÞÓRÐUR PÉTURSSON Þorláksgeisla 70, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 22. október. Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 4. nóvember klukkan 13. Aðstandendur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR STEINAR KETILSSON fyrrv. skipherra, lést á Landspítalanum 27. október. Útför verður auglýst síðar. Sólveig Baldursdóttir Baldur Óli Sigurðsson Hildur A. Ármannsdóttir Ketill Sigurðsson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.